Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 16
16
MORGöNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992
Minning:
Erla Gestsdóttir
leikskólastjóri
Einn af eftirminnilegustu dögun-
um í lífi mínu var um vorið 1969.
Vorið er hann Ármann bróðir minn
kvæntist henni Erlu mágkonu. 1
leiðinni var skírður lítill og fallegur
sonur þeirra, frumburðurinn Jón
Gestur. Þann dag var ég sjálf að-
eins 11 ára og fannst eins og sú
ótrúlega ósk hefði ræst að þá hefði
ég allt í senn eignast bæði eldri
systur og lítinn bróður. Þau bönd
hafa veitt mér mikla gleði og ör-
yggi á lífsleiðinni.
I þeirri góðu veislu, sem haldin
var í því tilefni, hlustaði ég á Erlu-
ljóðið með öðru hugarfari og lærði
fyrst þá, að þykja vænt um það.
Þetta ljóð mun ávallt vekja hjá mér
góðar minningar um einstaklega
skemmtilega og elskulega mág-
konu, traust eins og klettur, alltaf
besta vinkonan hvernig sem á hefur
staðið í mínu lífi. Erlu voru margir
kostir gefnir. Jákvæðar lífsskoðan-
ir, látlaust og heillandi viðmót gáfu
henni fjöldann allan af nánum vin-
um allt frá blautu barnsbeini.
Erla var ekki sú manngerð, sem
sagt er um, að trani sér fram, en
lífsgleði hennar og persónutöfrar
sáu til þess að hlutverk hennar var
iðulega að skemmta á gleðistundum
og í góðum hóp. Flestir sem þekktu
Erlu geta minnst hennar syngjandi
kátrar með gítarinn í kjöltunni.
Þar sem Erla þó naut sín hvað
allra bests var á meðal barna. Hún
hafði þar ótæmandi orku og áhuga
á að vera með þau bæði í leik og
alvöru, enda naut hún mikilla vin-
sælda.
Fyrir aðeins ári sátum við hér í
garðinum í Herlev, í sumarblíðu og
ræddum um lífið og tilveruna, í
þetta skipti þó aðallega um störf
okkar og menntun. Erla var ein af
fáum manneskjum, sem ég hef hitt,
sem allt frá bernsku var fullkom-
lega viss um hvað hún ætlaði sér
að verða. Og í rúm 20 ár sem fóstra
hefur hún verið hamingjusöm í
starfi með börnunum, rétt eins og
hún ætti þau öll.
Sínum eigin börnum var Erla
einlæg og góð móðir, urnfram allt
umhyggjusöm og ástrík.
Þó söknuðurinn og missirinn séu
óbærilegur þá er víst að þegar versti
sársaukinn er um garð genginn þá
eru þessar 3 ungu manneskjur vel
útbúnar af því veganesti sem móðir
þeirra náði að færa þeim í lifanda
lífí.
Er ég hugsa til baka finnst mér
svo ótrúlega stutt síðan ég sat með
móður Erlu, henni Jónu, í heilt kvöld
og heila eftirminnilega nótt og spil-
aði „manna“. Þetta var. yndisleg
sumarnótt síðast í júlí 1974. Allt
lék í lyndi. Ég var aðeins 17 ára á
íslandi, í þeim tilgangi að taka bíl-
próf, og snemma þennan morgun
eignuðust Ármann og Erla dóttur
sína Steinunni Eir.
Einu og hálfu ári síðar, í apríl
1976, bárust okkur þau gleðitíðindi
hingað til Kaupmannahafnar að þau
að nýju hefðu eignast bam, sem
hlaut nafnið Hermann.
Eins var það mörgum árum síðar
mikil gleði fyrir Erlu er við Jón eign-
uðumst Silju dóttur okkar.
Fyrir Silju er það mikill missir
að geta ekki vænst framar bréfanna
góðu frá Erlu eða geta skrýtt sig
öllum þeim fallegu fötum sem Erla
frænka saumaði og prjónaði. Og
alveg man Silja jafn vel og aðrir
er Ármann og Erla sungu með kór
Víðistaðakirkju í stofum okkar á
Hojergaarden í Herlev á liðnu ári.
Þegar við sögðum Silju frá and-
láti Erlu frænku, voru viðbrögð
hennar eins og við er að búast frá
6 ára barni. Henni þótti verst að
Alfa litla frænka átti þá ekki ömmu
lengur. Alfa Karitas, dóttir Stein-
unnar Eirar, litli sólargeislinn og
fyrsta barnabarn Erlu, sólargeislinn
sem lýsti og gladdi í þessari vón-
lausu baráttu.
Efst í huga Silju var sú hugsun
að Erla gæti nú hjá guði verndað
þær báðar. Einnig fannst henni að
Erla gæti einnig núna og alltaf séð
hana, jafnvel þó að Silja eigi heima
í Danmörku.
Ég fyllist sorg og mig skortir
skilning þegar ég hugsa til þessarar
lífsglöðu konu, sem svo innilega
vildi halda áfram að vera á meðal
okkar, að hún hafi ekki fengið að
vera lengur samferða eiginmanni,
börnum, foreldrum og fjölskyldu.
Fjölskylda okkar hefur misst
mikið og á þessari erfíðu stundu
leita ég huggunar og styrks í minni
barnatrú. Eg leita þess skilnings
að svona góð manneskja hljóti að
vera kölluð burt af jörðinni til æðri
starfa.
Erla góða Erla
ég á að vagga þér
svíf þú inn í svefninn
í söng frá vörum mér.
(Stefán frá Hvítadal.)
í einlægri von um styrk og bless-
un guðs, ljölskyldu og ástvinum
hennar til handa.
Erla Eiríks mágkona.
Hún lifír í minningunni, þótt leið-
ir hafi skilið um stundarsakir. Allt-
af svo blátt áfram, brosmild og kát
en um leið föst fyrir og ábyrgðar-
full, dugmikil og verkdtjúg en á
sama tíma ljúf og blíð í samskipt-
um. Þetta og svo margt fleira kem-
ur í hugann, þegar rifjuð eru upp
áralöng og ánægjuleg samskipti við
Erlu Gestsdóttur, forstöðumann
leikskólans Smáralundar, sem
kvaddi 28. júní síðastliðinn.
Erla var kjölfestan í starfsemi
Smáralundar allt frá stofnun leik-
skólans. Hún stjórnaði þar málum
með mikilli röggsemi, en þó þannig
að hún var hluti af hópnum. Setti
sig ekki skör hærra, en tók lifandi
þátt í því mikilvæga uppeldissiarfí
sem þar hefur farið fram, var ævin-
lega í smáu og stóru virkur þátttak-
andi með starfsfólkinu í leik og
starfi. Hún var og metnaðarfull
fyrir hönd Ieikskólans, stóð vörð
um „konurnar sínar“ og þeírra
hagsmuni, þegar á þurftí að hálda
og vildi umfram allt að börnunum
liði vel og þau nýtu þess í nútíðinni
og ekki síður í framtíðinni að hafa
dvalið um lengri eða skemmri tíma
fyrstu ár ævinnar á Smáralundi.
Við Erla, sem samstarfsmenn hjá
Hafnarfjarðarbæ, áttum oft viðræð-
ur um rekstur leikskóla; markmið
og leiðir í þeim efnurri. Oftar en
ekki vorum við sammála. Styrkur
Erlu lá ekki síst í því, að hún greindi
aðalatriði frá aukaatriðum.
Fjögur börn okkar hjónanna hafa
á liðnum árum notið leiðsagnar og
umönnunar hjá henni Erlu á Smára-
iundi og hennar góða starfsfólks
þar á bæ. Öllum leið þeim þar vel
og hafa búið að því góða atlæti
þegar frá hefur liðið.
Smáralundsbörnin öll, sem þar
hafa verið fyrr eða síðar, hafa misst
mikið, þegar þau sjá nú á bak henni
Erlu yfir móðuna miklu. Góðar sam-
starfskonur á Smáralundi sakna
vinar í stað. Megi þær fá styrk og
stuðning á þessum erfiðu tímum.
Við hjónin minnumst þess sér-
staklega með alúðar þakklæti
hversu hún Erla, fóstrurnar hennar
og starfsstúlkur, sýndu okkur mik-
inn stuðning og styrk, þegar við
misstum drengina okkar tvo árið
1985. Sá kærleikur og samúð sem
frá þeim streymdi við þær aðstæður
verður okkur ógleymanlegur. Þá
fundum við svo vel og höfum skynj-
að það enn betur síðan, að börnin
á Smáralundi, eru börnin hennar
Erlu og samstarfskvenna; ekki bara
nöfn sem koma og fara, heldur ein-
staklingar með tilfinningar og þrár
sem þeim þykir vænt um og þær
hlúa að.
Eigi má sköpum renna. Runnin
er upp kveðjustund. Það er tregi í
huga. En mestur er þó missir nán-
ustu ættingja og vina. Samúðar-
kveðjur og huggunarorð fá þar litlu
breytt. En minning góðrar konu lif-
ir. Við Jóna Dóra óskum þess að
góður Guð vaki yfír og mildi sára
sorg Ármanns eiginmanns Erlu,
barna þeirra og bamabarns, for-
eldra hennar, svo og annarra ætt-
ingja og vina.
Guð veiti látnum ró og þeim líkn
sem lifa. Blessuð sé minning Erlu
Gestsdóttur.
Guðmundur Árni Stefánsson.
Kveðja frá kór
Víðistaðasóknar
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur
við vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans getur orðið þér Ijósara
i fjarveru hans, eins og fíallgöngumaður
sér fjallið best af sléttunni."
(Úr Spámanninum eftir Kahlil Gibran).
Það er komin kveðjustund. Kór
Víðistaðasóknar hefur misst eina
af sfnum styrku stoðum í söngnum
og ekki síður afburða góðan félaga.
Fyrir sex árum kom Erla í okkar
hóp og eftir stuttan tíma var eins
og hún hefði alltaf verið með okk-
ur. Éðlisþættir hennar nutu sín vel
í okkar samfélagi. Þegar litið er til
baka kemur upp í hugann mynd
af vandaðri og hlýrri konu með stórt
hjarta og ekki síður hre'ssu og kátu
stelpunni sem var alltaf hrókur alls
fagnaðar.
Eftir að Ármann eiginmaður
hennar bættist í hópinn var yfirleitt
talað um Erlu og Ármann í sama
orðinu. Við minnumst Erlu á góðum
stundum spilandi á gítarinn sinn
sem hún hafði alltáf nálægt þegar
eitthvað stóð til. Þær leita sterkt á
minningarnar frá ferðalagi kórsins
til Danmerkur fyrir rúmu ári síðan.
Þetta var eina utanlandsferðin sem
Erla fór með okkur og hún setti svo
sannarlega svip sinn á hana eins
og ávallt þegar við komum saman.
Einnig minnumst við ferða okkar í
Skálholt. Erla vildi hafa röð og
reglu á hlutunum og tók hún að
sér að sjá um að nótur kórfélaga
væru ekki út um allt og var stund-
um sagt að Erla væri alltaf með á
nótunum.
Elsku Jóna og Gestur, þið áttuð
einstaka dóttur, Guð gefí ykkur
styrk. Elsku Ármann, Jón Gestur
og Ásta, Hermann, Steinunn Eir
og Alfa Karitas, megi allar góðu
minningarnar um Erlu verða ykkur
ljós á lífsleiðinni. Guð blessi ykkur
öll. Við kveðjum Erlu með söknuði
og söng.
„Dýrðlega þig dreymi og drottinn blessi þig.“
(Stefán frá Hvítadal.)
Kórfélagar.
Mér er þungt um hjartarætur er
ég sest nú niður til að minnast
æskuvinkonu minnar, Erlu Guðrún-
ar, sem lést 28. júní síðastliðinn
eftir erfíð veikindi. Af hvérju hún?
Hún sem átti svo mikið eftir að
gera, var alltaf að fást vð eitthvað
líflegt og skemmtilegt, áhugamálin
voru svo mörg. Af hveiju hún?
Einkadóttir foreldra sinna og hún
var sjálf nýorðin amma yndislegrar
lítillar stúlku sem var svo sannar-
lega augasteinn ömmu sinnar og
gleðigjafí fjölskyldunnar þessa erf-
iðu síðustu mánuði. Erla fæddist á
Hrauni, Kirkjuvegi 8 í Hafnarfírði,
þann 22. október 1948.
Var dóttir hjónanna Gests Gam-
alíelssonar og Jónu Guðmundsdótt-
ur. Þau eignuðust nokkrum árum
síðar soninn Gamalíel sem lést fárra
vikna. Erla byijaði snemmaað passa
böm systkina minna, var sérlega
barngóð og valdi sér síðan fóstru-
nám og starfaði við það síðan.
Ekki er langt síðan Erla skrifaði
sjálf yndisleg kveðjuorð um aðra
æskuvinkonu úr litlu götunni okkar
sem þessi hræðilegi sjúkdómur hef-
ur tekið svo allt of marga úr.
í gegnum huga mér renna allar
minningarnar frá æskuárunum
okkar á Kirkjuveginum, allar stund-
irnar sem við áttum saman, alltaf
var ég velkomin út á Hraun og það
voru ekki fá skipti sem við sátum
öll fjögur og spiluðum langt fram
á nótt, það var alltaf gaman og
gott að koma út á Hraun. Við fórum
líka oft í heimsókn upp á Norður-
braut til Helgu ömmu, þangað var
gaman að koma og fá að heyra
sögur og frásagnir hjá henni, hún
átti alltaf nóg af sögum handa litlu
telpunum sínum. Aldrei leið svo
aðfangadagskvöld að Erla kæmi
ekki yfír til okkar í heimsókn, þar
var meira líf og fjör, enda vorum
við systkinin fímm, samt var beðið
eftir að Erla kæmi yfir götuna, hún
hélt þeim sið að koma til okkar
þetta kvöld alveg þar til hún stofn-
aði sitt eigið heimili. Hún var ætíð
trú og góð vinkona, kát og hress í
viðmóti.
Erla giftist árið 1969 Ármanni
Eiríkssyni og eignuðust þau þijú
mannvænleg börn, Jón Gest, Stein-
unni Eir og Hermann. Þegar við
eignuðumst okkar fyrstu börn flutt-
um við báðar á Arnarhraun og
bjuggum þá aftur hlið við hlið eins
og í gamla daga og urðu synir okk-
ar þá leikfélagar og góðir vinir al-
veg eins og við vorum.
Elsku Jóna, Gestur, Ármann og
börn, það er erfitt að sjá á eftir
góðri vinkonu, dóttur, eiginkonu og
móður. Ég bið góðan Guð að styrkja
ykkur öll.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Bryndís Ólafsdóttir.
Vinkona mín, Erla Gestsdóttir,
er látin. Krabbameinið hremmdi
hana og dauðinn hrifsaði hana til
sín nokkrum mánuðum seinna. Hel-
fregnin gerði mig magnlausan og
yfír mig þyrmdi, ég fylltist sárs-
auka, eftirsjá, gremju og kökkur
hljóp í háls mér. Álengdar stend
ég hnípinn og drúpi höfði. Mér
fínnst ég vera vitni að vondum ör-
lögum. Hrifin er burt einkadóttir
foreldra sem áður hafa misst einka-
sóninn, eiginkona og móðir þriggja
barna, tveggja á viðkvæmum aldri,
sem hún átti eftir að skila frá sér út
í lífið, amma hvítvoðungs sem hún
hlakkaði til að njóta samvista við,
þroska og leiða. En okkur er ekki
gefíð að skilja; drottinn gaf og
drottinn tók — okkar er að taka
því sem að höndum ber.
En ekkert líf er án dauða og
enginn dauði án lífs. Lífíð felur í
sér dauðann og á undan dauðanum
kemur lífshlaupið. Ég eignaðist
hluta í lífi Erlu og fyrir það er ég
þakklátur: Minningarnar standa
eftir, breytast svolítið, verða nú
ljúfsárar en ylja áfram.
Bautasteinninn sem Erla reisti
sér á ævigöngu sinni er bjartur og
fagur. Hún ólst upp á sannkristnu
heimili. Foreldrar hennar eru kirkj-
unnar fólk, kirkjuræknir þjónar
þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði í fjöm-
tíu og fímm ár auk starfa fyrir
KFUM. Til uppeldis í foreldrahúsum
sótti hún því guðsótta og góða siði
en að eðlisfari var hún einstaklega
kát og skemmtileg, greind, hafði
næma tilfínningu fyrir tónlist, dug-
leg og drífandi. — Erla Gestsdóttir
hafði góða nálægð.
Kynni okkar Erlu hófust fyrir
tuttugu og fímm árum þegar Ár-
mann vinur minn og æskufélagi
kynntist henni. Við erum af sextíu
og átta kynslóðinni og af sjálfu leið-
ir lágu leiðir þeirra saman í
Glaumbæ, sem var félagsmiðstöð,
hjúskaparmiðlun og skemmtistaður
okkar kynslóðar. Við vorkenndum
honum svolítið félagarnir, fyrst af
því hún átti heima í Hafnarfírði,
en þá tíðkaðist það að herrarnir
fylgdu dömunum heim eftir dans-
leik og leigubíll í Fjörðinn var svo
dýr. En Ármann vissi að hún var
meira virði en fargjald nokkurra
leigubíla og þegar hann ráðgerði
að flytja til hennar í Hafnarfjörð
skildum við loks vesturbæingarnir
í Reykjavík að eitthvað meira en
lítið var í hana spunnið úr því hún
gat fengið hann til þess. Nokkru
áður hafði ég fest mér konu og
varð okkur hjónaleysunum strax vel
til vina. Fyrir glettni örlaganna gift-
um við okkur síðan sama daginn
og áttum 23 ára brúðkaupsafmæli
24. maí sl. Gagnkvæmar heimsókn-
ir voru strax upp teknar, spila-
mennska, ferðalög og ýmis önnur
skemmtilegheit hafa síðan fylgt
okkur alla tíð, aldrei komið upp
ósætti, aldrei neinn móðgaður eða
í fýlu, engin vandræði eða vand-
ræðagangur. Það einfaldlega
þreifst ekkert þvíumlíkt í návist
Erlu. Minnstu og ótrúlegustu atvik
urðu okkur að skemmtiefni, jafnvel
upplestur úr bókum um læknisfræði
varð að skemmtidagskrá. Og svo
kunni hún á gítar; var góður gítar-
eigandi. Kunnátta hennar á hljóð-
færið undraði mig alltaf. Sama
hvaða lag hún var beðin um að
spila; annaðhvort kunni hún lagið
eða lærði það á staðnum. Svo kunni
hún flesta texta; dægurlögin lærði
hún af útvarpinu, þjóðlögin, ætt-
jarðarlögin og sálmana af foreldr-
um sínum og barnalögin tilheyrðu
fóstrustarfínu. Hún söng lagið eða
milliröddina, allt eftir þörfum þeirra
sem sungu með henni hveiju sinni.
Og hún fór rétt með ljóðin og text-
ana. Stundum spilaði hún á gítarinn
þar til blæddi úr fingrunum. Ég sem
engu lagi held og kann bara hrafl
úr textum fannst það alltaf svolítil
galdur að hlusta á Erlu spila og
syngja, fyrirhafnarlaust að því virt-
ist. Sjálfri fannst henni aldrei neitt
til koma, hélt því fram að textarnir
hefðu einhvernveginn síast inn og
gítarkunnáttan væri nokkur vinnu-
konugrip. — Hógværðin og lítillætið
var hennar fylgikona. Svo söng hún
í kór Víðistaðakirkju, dreif með sér
í kórinn Ármann og eiginkonu mína
en mér kenndi hún að hlusta á og
meta tónlist upp á nýtt, svo fyrir
mér opnaðist nýr heimur. — Það
er ekki ónýtt að eiga svona vin.
Réttlætiskennd var ríkur þáttur í
fari Erlu. Mismunun kynjanna var
ekki látin í friði, hún rakst illa í
flokkspólitík því samherjarnir fengu
um það að vita ef hún taldi þá á
villigötum og andstæðingarnir nutu
sannmælis. Þetta skildu ekki allir.
Hún sagði mönnum ekki á bak það
sem hún sagi ekki við þá sjálfa.
Hún var umtalsfróm og baktalaði
ekki fólk. Dýravinur var hún og
mátti ekkert aumt sjá.
Erla Gestsdóttir var fædd og
uppalin í Hafnarfirði. Hún unni
bænum sínum, mannlífínu og fólk-
inu sem þar bjó, en hún virtist
þekkja flesta innfædda. Kunni hún
frá mörgu broslegu að segja um
Hafnfírðinga, engu þó rætnu. Hún
var gegnheill Hafnfírðingur og stolt
af því. Hún var fóstra og þar á
réttri hillu, starfaði sem slík í Hafn-
arfírði og hin síðari ár sem forstöðu-
kona Smáralundar. Foreldrar henn-
ar eru Gestur Gamalíelsson trésmið-
ur sem lengst af starfaði við kirkju-
garðinn í Hafnarfírði, ættaður úr
Villingaholtshreppi, og Jóna Guð-
mundsdóttir úr Hafnarfirði, hús-
móðir og starfsmaður fógeta um
langt árabil. Erla giftist Ármanni
Eiríkssyni skrifstofumanni úr
Reykjavík 24. maí 1969. Börn
þeirra eru Jón Gestur, fæddur 28.
janúar 1969, bæklunarskósmiður, í
sambúð með Ástu Bimu Ingólfs-
dóttur skrifstofumanni, Steinunn
Eir, fædd 31. júlí 1974, nemi, og
Hermann, fæddur 13. apríl 1976.
Steinunn Eir á eina dóttur, Ólöfu
Karitas Stefánsdóttur, fædda 24.
desember 1991.
(SJA SÍÐU 36)