Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Þórunn Þorleifs dóttir - Minning Fædd 24. mars 1934 Dáin 16. júní 1992 Tóta og Lúlli eru komin! Hversu litlir fætur tóku á sprett þegar þessi setning hljómaði um húsið í Breið- holti. Það var þotið út á stétt til að taka á móti frænkunni úr Reykjavík sem komin var í heim- sókn í sveitina og myndi örugglega leika sér aðeins við litlu frænkuna. Stundum var Tóta að koma frá útlöndum og ekki var þá spenning- urinn lítill að sjá hvað í pokahominu leyndist, heyra frásögn þeirra af fjarlægum slóðum og skoða saman „slæds“-myndirnar úr ferðinni. Hún Tóta var þá vön að segja við mig að það yrði nú gaman hjá henni Stínu litlu þegar hún væri orðin stærri og færi sjálf að fara til „útlandanna". Seinna þegar ég sjálf fór svo að fara utan var hún Tóta frænka ætið spennt þegar ég kom til baka að fá að heyra ferða- söguna alla. Það var alltaf mikill samgangur milli heimilanna tveggja í Hraun- bænum og í Breiðholti. Þær Tóta og mamma voru samrýndar systur og studdu hvor aðra dyggilega. Hjá Tótu og Lúlla í Hraunbænum var í raun sem mitt annað heimili, þar var gist þegar farið var til höfuð- borgarinnar og einnig bjó ég þar um tíma. Það var alltaf svo gott að koma tíl Tótu, hún hafði svo einlægan áhuga á öliu sem verið var að gera og það var alltaf mikið spjallað meðan notið var rausnar- legTa veitinga hennar og manns hennar. Þórunn Þorleifsdóttir fæddist á Siglufirði 24. mars 1934 ogandaðist í Landspítalanum 16. júní síðastlið- Mig langar í fáum orðum að minnast afa míns sem dó að morgni 18. júní úr þeim skæða sjúkdómi krabbameini. Það er allt- af erfitt að missa einhvern sem maður elskar og að reyna að skilja af hveiju þeir eru teknir frá manni. Það voru margar ánægjustundir sem ég átti með ömmu og afa í Laugarási. Afi var til dæmis eini maðurinn sem gat verið með sjón- varp og útvarp á fullu; Morgun- blaðið á hnjánum, steinsofið og samt ekki misst af neinu. Stundum sat ég bara og skelli- hló að honum eða reyndi að vekja hann til dæmis með því að hella inn. Foreldrar hennar, Þorleifur Þorleifsson frá Kjörvogi á Strönd- um, f. 15. nóvember 1902, d. 20. maí 1991, og Elísa Jónsdóttir frá Dynjanda í Arnarfírði, f. 12. desem- ber 1910. Amma dvelur nú á Dval- arheimilinu Hrafnistu, á hún nú á bak að sjá elskulegri dóttur sinni, sem var ætíð hennar sterka stoð gegnum árin, var samband þeira mjög náið. Hennar er því sárt sakn- að af aldraðri móður. Systkini Þór- unnar eru Hilda, búsett á Selfossi, og Þorsteinn, starfsmaður í Lauga- gerðisskóla á Snæfellsnesi. Þórunn kynnist lífsbaráttunni snemma, þegar heimilisfaðirinn veikist af berklum og heimilið missir fyrir- vinnuna. Þær systur voru þá rétt komnar yfír fermingu og taka þá að sér að sjá fyrir heimilinu. Útaf veikindum föðurins flyst fjölskyldan frá Bíldudal til Reykjavíkur árið 1950, þar kynnist Þórunn eftirlif- andi eiginmanni sínum, Lúdvig Hjörleifssyni og ganga þau í hjóna- band 1960. Einkasonur þeirra, Þor- leifur Smári, fæðist árið 1962. Þór- unn var ekki gefín fyrir neina logn- mollu, heldur vildi að hlutirnir gengju hratt fyrir sig. Til allrar vinnu gekk hún með mikilli atorku og var mikils metin í starfi, hvort sem var við saumaskap eða mats- eld. Eiginmanni sínum og syninum kæra bjó hún fallegt heimili og vakti yfír umhyggju þeirra. Einnig var hún systkinabörnum sínum sem önnur móðir, ef þau þurftu á aðstoð að halda. Þau hjón höfðu mikið yndi af að ferðast og ferðuðust vítt og breitt um landið og mörg voru þau löndin sem þau heimsóttu. Ráðgert hafði verið að heimsækja soninn sem dvaldi við nám í Þýska- vatni upp í hann. Þá vaknaði hann með bros á vör. Ég vildi að vatn mundi duga núna. Afí hafði mikinn áhuga á strákafari mínu og setn- ingar eins og „Nú ertu komin með nýjan?“, „Hvað heldurðu að þessi endist lengi?“ „Hvað ertu ennþá með honum?“, fékk ég oft að heyra, svo skellihló hann að öllu saman. Þetta vildi ég gjarnan fá allt aftur en því miður fær maður ekki allt sem maður vill. Elsku amma, Guð styrki þig í þinni sorg og okkur öll hin. Jesú sagði: „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilífu deyja." (Jóh. 11.25-26.) Fríður Pétursdóttir. landi, þegar veikindi Þórunnar dundu yfir. Veikindum sínum tók Tóta eins og öðru á sinni lífsleið, með dugnaði og vilja til að sigra, þau reyndust henni þó ofjarl. Elsku Smári Lúlli og aðrir aðstandendur, ykkur sendi ég mínar einlægu sam- úðarkveðjur. Nú heims er lokið lífsins göngu þinni en landið klæðist brátt í helgiskart og sveitin okkar faldar fegurð sinni og faðminn býður, það er nætur bjart. Mér efst í hug er þökk þessum degi og þagnarmálið ofar skýjum fer. En frænka mín, við ferðalok ég segi nú farðu vel og blessun fylgi þér. (L.Þ.) Blessuð sé minning hennar. Kristín Bjartmarsdóttir. Mig langar að minnast frænku minnar, Þórunnar Þorleifsdóttur, í örfáum orðum og þakka henni fýrir samverustundirnar sem við áttum saman á lífsleiðinni og þar til nú að leiðir skiljast um sinn. Tóta, eins og hún var oftast köll- uð, lést í Landspítalanum 16. júní eftir mjög erfið veikindi. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir góðri frænku og erfítt að sætta sig við að hún Þórunn, þessi góða kona, skuli vera dáin, en nú vitum við að hún þarf ekki lengur að fínna meira til. Því að Guð hefur tekið hana til sín og leyst hana frá öllum þraut- um. Við vottum eiginmanni, syni og þeirra fjölskyldu okkar innileg- ustu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt. (Valdimar Briem.) Sigga og Þráinn. Kveðja: Hjalti Jakobson Fæddur 15. mars 1929 Dáinn 18. júní 1992 Minning: Sigurður Einarsson frá Kárastöðum Fæddur 2. ágúst 1915 Dáinn 24. júní 1992 Þá er nú blessaður Sigurður frá Kárastöðum látinn. Því oft var hann kenndur við bæinn í hinni fögru Þingvallasveit, þar sem hann var' fæddur og uppalinn. Margs er að minnast úr þeirri sveit eftir 45 ára vinskap við þau hjón, Ellen og Sigurð Einarsson. Þau fengu smá lóð undir sumarhús í móunum beint niður af Kárastöðum í yndislegri laut. Nú var hafist handa við að byggja bústað, auðvitað af vanefn- um í þá tíð, eða fyrir 40 árum. Nú var reist upp tjald og verið í því yfir sumarið með drengina og allt gekk þetta vel með góðra manna hjálp og auðvitað þurfti Sigurður að stunda sína vinnu í Reykjavík, hann var bílstjóri á Hreyfli og var það hans ævistarf, en á ungdómsárum var hann í vegavinnu, þar á meðal á Kalda- dal, og var oft gaman að heyra hann segja sögur frá þeim tíma. Sigurður var víðlesinn og minnug- ur og hafði oft yfir smellnar vísur og vitnaði í sögubækur, uppáhalds skáld hans var Halldór Laxness að öðrum ólöstuðum. Þeir unnu saman um áraraðir, maðurinn minn Björgvin og Sigurður, og nutum við góðs af lautinni góðu og tjölduðum við þar líka, með fimm böm. Það voru yndilegir tímar, þó að væri eldað á prímus og borið heim vatn úr læknum sem í dag er uppþomaður. Okkur Ellen þótti nú aldeilis til koma þegar Björgvin smíðaði fyrir okkur vatns- grind. Nú er öldin önnur. Fyrir sex árum keyptu Sigurður og Ellen sér nýjan bústað og fluttu austur í lautina góðu og hafa girt talsvert land og gróðursett tré og rennandi vatn úr krönum og er leitt til þess að vita að Sigurður gat ekki notið þess svolítið lengur, enn enginn veit hvenær kallið kemur og fer vel á því, en bústaðurinn var skírð- ur Hraunprýði. Sigurður og Ellen eignuðust fímm myndarbörn: Einar Kára, Stefán, Sigurð, Guðrúnu og Hrafn- kel, en Einar Kára misstu þau úr barnvænum sjúkdómi á besta aldri. Við hjónin viljum að leiðarlokum þakka Sigurði samfylgdina og biðj- um honum guðs blessunar. Asa og Björgvin. Þegar mágur minn, Sigurður Einarsson frá Kárastöðum, kveður langar mig að þakka honum fyrir góð kynni, sem ég hef notið á heim- ili hans og Ellenar systur minnar. Einnig vil ég fyrir hönd móður minnar, Þórkötlu Ragnheiðar Ein- arsdóttur, sem ekki getur verið við- stödd á þessari kveðjustund, færa þakkir fyrir samverustundirnar. Lífið er fljótt, líkt er það elding, sem glampar um nótt, ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. . (Matthías Jochumsson.) Hulda Stefánsdóttir. Látinn er á áttræðisaldri vinur minn til áratuga, Sigurður Einars- son, sem oftast var kallaður Siggi á Kárastöðum. Okkar leiðir lágu fyrst saman í Bretavinnu á stríðsárunum, en Siggi starfaði þar um tíma sem túlkur fyrir herná- msliði. Ensku kunni hann vel og hafði lært hana í barnaskóla og svo héraðsskóla á Laugarvatni, en þó Iíklega mest af því að hafa stundað siglingar með fisk til Bret- lands. Og íslenskumaður var Sigurður svo að af bar og var fljót- ur að reka ambögurnar ofan í menn. Eftir Bretavinnuna héldum við saman í vinnu austur að Kaldaðarnesi í Flóa og síðar gerð- umst við báðir bílstjórar í Reykja- vík og vorum meðal annars starfs- félagar á Hreyfli í þrjátíu ár. Þessi löngu kynni við Sigga á Kárastöðum voru einkar ánægju- leg, enda fóru aldrei styggðaryrði okkar á milli þótt margt drifi á daga, því að Siggi var vandaður maður og orðvar. Hitt var þó ekki síðra að hann var sérlega orðhepp- inn og skemmtilegur, enda bráðvel gefinn og menntaður í lífsins skóla, sögumaður góður og unnandi skáldskapar og einn af þeim bíl- stjórum af gamla skólanum sem alltaf var með bók í bílnum til að lesa er stundir gáfust á milli túra. Það vantar mikið þegar það vantar Sigga á Kárastöðum. Ég kveð góðan vin með virðingu og söknuði. Kári Gunnarsson. Hann afi Sigurður er dáinn, lú- inn líkami hefur verið lagður hinsta sinni og saddur lífdaga fær hann nú að hvíla í ró. Nú þegar að kveðjustundinni er komið staldrar maður við, lítur um öxl og minningarnar hrannast upp. Afi, sem hét fullu nafni Sigurður Einarsson, fæddist á Kárastöðum í Þingvallasveit 2. ágúst 1915, son- ur hjónanna Einars Halldórssoanr 8 8 I I i I i I lambakjöt á funheitu grilltilbo'bi • lambakjöl á funheilu grilltilbobi • lambakjöt á funheitu grilltilboöi • lambakjöt á funheitu grilltilboöi * LAMBAKJÖT Á FUNHEITU GRILLTILBOÐI lamb akj ö t á funheitu grilltilboöi • lamb akj öt á funheitu grilltilb ob i • lambakj öt á funheitu grilltilbodi • l amb akj ö t á funheitu grilltilboöi • ■Ý

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.