Morgunblaðið - 07.07.1992, Side 24

Morgunblaðið - 07.07.1992, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Hver er afstaða Kvennalistans? egar upp koma deilumál á borð við úrskurð Kjara- dóms um launakjör nokkurs hóps stjómmálamanna og embættismanna er ekki ein- ungis gerð krafa til ríkis- stjórnar um afstöðu og ákvörðun heldur verður líka að gera ráð fyrir, að stjórnar- andstöðuflokkar, sem vilja láta taka sig alvarlega, móti afstöðu sína til málsins og tali svo skýrt að skiljist. Morgunblaðið birti í heild sl. laugardag yfírlýsingu frá þingflokki Kvennalistans vegna málsins. Þar sagði m.a.: „Á undanförnum árum hafa forystumenn í stjórn- kerfínu, með ráðherra í broddi fylkingar, staðið gegn hvers kyns leiðréttingum á launa- kjörum einstakra hópa á vinnumarkaði. í kjaraviðræð- um hafa þeir ekki Ijáð máls á öðm en heildarlausnum fyr- ir allt launafólk, sem hafa falið i sér mjög óverulegar kauphækkanir. Það skýtur því óneitanlega skökku við, að þeir, sem mótað hafa þessa stefnu skuli nú fyrstir allra fá leiðréttingu á sínum laun- um. Þeim ber því öðrum frem- ur siðferðileg skylda til að benda á leiðir til að taka á þeirri stöðu, sem upp er kom- in í kjaramálum, eigi þeir ekki að glata öllu trausti og trúverðugleika hjá launa- fólki." Hinn tilvitnaði kafli úr yfír- lýsingu þingflokks Kvenna- listans bendir óneitanlega til þess með tilvísun til umræðna um kjaramál og samninga, sem gerðir hafí verið á vinnu- markaðnum, að Kvennalist- inn telji óeðlilegt, að úrskurð- ur Kjaradóms nái fram að ganga. En síðar í sömu yfir- lýsingu segir: „Þingflokkur Kvennalistans er sammála þeirri grunnhugmynd í úr- skurði Kjaradóms að afnema beri aukagreiðslur og ákvarða heildarlaun æðstu starfs- manna ríkisins. Verði þessari ákvörðun Kjaradóms fylgt eftir þýðir hún launalækkun hjá stórum hópi æðstu emb- ættismanna. Þá telur þing- flokkurinn, að dómurinn hafí gert leiðréttingar á innbyrðis launum þess hóps, sem undir hann heyrir, sem m.a. þing- menn, hvar í flokki, sem þeir standa, hafa lengi talað um í sínum hópi, að væru réttmæt- ar.“ Loks segir í yfírlýsingu Kvennalistans: „Þingflokkur Kvennalistans er tilbúinn til að standa að því, að þing verði kallað saman þegar í júlí og breyting gerð á lögum um Kjaradóm, ef það má verða til að leysa þann hnút, sem launamál í landinu eru nú komin í. Þingflokkurinn er aftur á móti ekki tilbúinn til að ógilda úrskurð Kjara- dóms með lögum og hverfa aftur til fyrra horfs.“ í ljósi þeirra tilvitnana, sem hér hafa verið birtar í yfirlýs- ingu þingflokks Kvennalist- ans verður ekki hjá því kom- izt að spyija hver afstaða Kvennalistans til málsins sé. Það er ómögulegt að komast að raun um hver sú afstaða er með því að lesa þessa yfír- lýsingu! í umræðum um úrskurð Kjaradóms hefur mörgu verið blandað saman. Talsmenn verkalýðshreyfíngar og opin- berra starfsmanna hafa gert tekjumun í landinu að umtals- efni í þessu sambandi. Aðrir hafa fært fram rök fyrir því, að sú launahækkun, sem Kjaradómur úrskurðaði hafi verið réttmæt. Þetta mál snýst hvorki um tekjumun né réttmæti þess að hækka laun embættismanna og stjórn- málamanna. Það er til þess fallið að flækja umræður um málið að blanda þessu saman. Málið snýst einfaldlega um það, að í ljósi umræðna um kjara- atvinnu- og efnahags- mál síðustu rúm tvö ár og tvenna kjarasamninga, sem gerðir hafa verið, er útilokað að aðrar launabreytingar verði í landinu en þær, sem um var samið í kjarasamning- unum í maímánuði sl. Morgunblaðið/Bjami Vigdís Finnbogadóttir heilsar upp á börn úr Lundarreykjadal. I baksýn sést kirkjan að Lundi. Vigdís Finnbogadóttir eftir ferð um Borgarfjörð: Gaman að vera með fólkí og kynnast því Morgunblaðið/Theodór Gróðursett við leikskólann Klettaborg í Borgarnesi. Morgunblaðið/Þorkell Forseti ræðir við Elísabet Guðmundsdóttur í móttöku í Lyngbrekku, Álftaneshreppi. Við hlið þeirra má sjá Jakob Skúlason. FORSETI íslands frú Vigdís Finnbogadóttir ferðaðist um Mýrar og Borgarfjörð bæði á laugardag og sunnudag. „Þessir dagar eru .og verða mér ógleym- anlegir," sagði Vigdís í samtali við Morgunblaðið. Ferð hennar þessa daga lá meðal annars um Akranes, uppsveitir Borgarfjarð- ar, sögustaðina Reykholt og Borg á Mýrum og Borgarnes. „Síðustu stundirnar verða ekki síst fastar í minni, að fá að ganga í gegnum garðinn góða, Skalla- grímsgarð," sagði Vigdís á sunnudag er hún lauk velheppn- aðri ferð sinni í Borgarnesi. Garður Rafveitu Akraness var fyrstur staða sóttur heim á laugar- dag og tók Magnús Oddsson raf- veitustjóri á móti henni. Þar fór gróðursetning fram í sérstökum vinabæjalundi þar sem fulltrúar fimm vinabæja Akraness gróður- settu einnig. Byggðasafnið að Görð- um var því næst skoðað. Leiðsögu- menn forseta voru Guttormur Jóns- son forstöðumaður safnsins og Þór- dís Arthursdóttir. Kirkjan á Leirá í Leirársveit var skoðuð í fylgd séra Jóns Einarsson- ar formanns héraðsnefndar Borgar- fjarðarsýslu. Nú var ekið yfir í Skorradal og Hvammur sóttur heim, en þar hefur Skógrækt ríkis- ins haft bækistöðvar um árabil. Agúst Amason skógarvörður leiddi forseta um staðinn, sem á 40 ára afmæli um þessar mundir. Hádegisverður undir beru lofti Eftir að gróðursetning hafði far- ið fram var léttur hádegisverður snæddur undir berum himni. Agúst þakkaði forseta íslands hennar skerf að skógræktarstörfum og taldi þau skila sér í auknum skiln- ingi fólks á landgræðslumálum. Úr Skorradalshreppi lá leiðin í Lundarreykjadal og heim að hinu foma prestssetri og þingstað Lundi þar sem kirkjan var skoðuð og gróð- ursetning fór fram. Vom þar saman komnir margir íbúar dalsins en Jón bóndi Gíslason í Lundi fór fyrir og tók á móti forsetanum. Andakíls- hreppur var næstur á dagskrá og gróðursetning fór fram við félags- heimilið Brún í Bæjarsveit þar sem opnað var nýtt svæði til skógrækt- ar. Formleg móttaka fór því næst fram að Reykholti en þangað hafði fólki úr hreppum Borgarfjarðar- sýslu verið boðið til kafíísamsætis í Héraðsskólanum. Þórir Jónsson oddviti Reykholtsdalshrepps tók á móti forseta og Magnús B. Jónsson á Hvanneyri flutti henni ræðu. Freyjukórinn gladdi þar gesti með söng sínum undir stjórn Bjarna Guðráðssonar. Við Brúarás var gróðursett að nýju með aðstoð barna úr Hálsasveit en þar með lauk yfirreið hennar um Borgar- fjarðarsýslu. Við þetta sama tækifæri bauð formaður héraðsnefndar Mýra- sýslu, Eyjólfur Torfí Geirsson í Borgarnesi, forsetann velkominn. Leiðin lá nú yfir Hvítá. í stuttu spjalli við Morgunblaðið sagði Vig- dís það hafa verið „...alveg einstakt að ferðast um Borgarfjörðinn vegna veðursældar og náttúrufegurðar og ekki síst fyrir það hve fólkið hefur tekið mér af mikilli hlýju og gest- risni og reisn.“ Heimsókn forsetans í Mýrasýslu hófst á Arnbjargarlæk þar sem hjónin Davíð Aðalsteinsson bóndi og Guðrún Jónsdóttir tóku á móti henni. Forsetinn hélt nú í Borgar- nes þar sem héraðsnefnd MýrasýSlu bauð til kvöldverðar. Þar kom með- al annars fram samkór Mýramanna undir stjórn Bjöms Leifssonar. Við þetta tækifæri var forseta íslands afhent sameiginleg gjöf frá íbúum sýslnanna beggja, höggmyndih Fjailkonan, unnin af Páli Guð- mundssyni á Húsafelli. í Borgar- nesi lauk þar með öðrum degi heim- sóknarinnar. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 25 48 börn frá 12 þjóðum Á sunnudag var farin skoðunar- ferð í Hítardal á Mýram, og að henni lokinni var móttaka í Lyng- brekku fyrir íbúa Álftaness- og Hraunhrepps þar sem oddviti Álfta- neshrepps, Einar Ole Pedersen, bauð forseta velkominn. í Álftaneshreppi hefur undanfar- in fjögur ár verið unnið að lagningu vatnsveitu á bæi í hreppnum og jafnvel út í eyjar. Erfitt var að ná brannum og vatn víða slæmt og af skomum skammti í hreppnum, og því mikil bót að veitunni, sem sækir vatn í Hraundalshraun. Síð- asti bærinri verður tengdur vatns- veitunni í haust. Næsti viðkomustaður var Borg á Mýram, og tók þar Árni Pálsson sóknarprestur á móti forseta. Sýndi hann forseta höggmynd Ásmundar Sveinssonar, Sonatorrek, og að því loknu gróðursetti forseti þrjú tré við kirkjuna. í kirkjunni var sunginn sálmur við undirleik Bjama Valtýs Guðjónssonar organista. í félagsheimilinu Þinghamri á Varmaiandi tóku íbúar Norðurár- dals, Stafholtstungna, Þverárhlíðar og Hvítársíðu á móti forseta. í öðra húsi gamla Húsmæðraskólans á staðnum hafði aðsetur hópur 48 ellefu ára bama frá 12 löndum, sem stödd eru á íslandi á vegum alþjóða- samtakanna CISV, sem starfa í tengslum við Sameinuðu þjóðirnar. Heilsuðu bömin forsetanum íklædd þjóðbúningum sínum og aðstoðuðu hana við gróðursetningu. Jón Þór Jónasson oddviti í Staf- holtstungnahreppi bauð forseta vel- kominn, og gestum vora boðnar veitingar. Inger Traustadóttir flutti ljóð eftir Halldór frá Ásbjarnarstöð- um og Guðmund Böðvarsson á Kirkjubóli, og Gísli Þorsteinsson söng við undirleik Sverris Guð- mundssonar. Heimilismenn að Holti fagna Sumardvalarheimilið Holt í Borg- arhreppi, sem Þroskahjálp á Vest- urlandi og svæðisstjóm fatlaðra rekur, hýsir fatlaða á Vesturlandi í 1-5 vikur á sumri hveiju. Vakti heimsókn forseta þangað óblandna ánægju heimilismanna, og hlaut hún að gjöf mynd, gerða af Aslaugu Þorsteinsdóttur. Frá Holti var haldið að leikskól- anum Klettaborg í Borgarnesi, þar sem gróðursettar voru þijár hríslur. Sex ára stúlka, Sigríður Dóra Sig- urgeirsdóttir færði forsetanum blómvönd. Þá tók forseti fyrstu skóflu- stungu að þjónustuíbúðum við Dval- arheimili aldraðra, og formaður stjómarinnar, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri, flutti ávarp. Að því loknu var gengið gegnum Skalla- grímsgarð. Móttaka var í íþróttahúsinu, en á þessu ári héldu Borgnesingar upp á 125 ára verslunarafmæii staðar- ins. Sigrún Símonardóttir forseti bæjarstjómar flutti ávarp og færði forseta koparslegið mjaðarhorn að gjöf, gert af Sverri Vilbergssyni. Þá færði Safnastofnunin forseta lít- inn spunarokk sem Sverrir gerði. Eftir að barnakór Grannskóla Borg- amess hafði sungið nokkur lög við undirleik og stjóm Birnu Þorsteins- dóttur var boðið upp á veitingar. Þá var farið í ökuferð um Borgar- nes. Vigdís Finnbogadóttir og Sigr- ún Símonardóttir reyndu m.a. ról- umar á Bjössaróló, þar sem tré- smiðurinn Bjöm Guðmundsson ræður ríkjum og hefur hannað og smíðað öll leiktækin. Að lokum var farið í Safnastofn- un Borgarfjarðar við Bjamarbraut. Guðmundur Guðmarsson forstöðu- maður flutti ávarp, og svo voru söfnin skoðuð undir leiðsögn Guð- mundar og Bjama Bachmann safn- varðar. Ingibjörg Þorsteinsdóttir lék á gamlan flygil og bornar voru fram veitingar. Þá flutti Eyjólfur Torfi Geirsson formaður Héraðs- nefndar Mýrasýslu ávarp og þakk- aði forsetanum kærlega fyrir heim- sóknina. Að lokum flutti forsetinn kveðjuávarp þar sem hún þakkaði fyrir gjafir og höfðinglegar móttök- ur. -ÞJ/GL/TKÞ Mokafli á land imdanfariö Vestfirðir, Norðurland og Austfirðir: MOKAFLI hefur komið á land á Vestfjörðum að undanförnu og hafa handfæra- og línubátar fiskað sérlega vel. Aflabrögðin hjá bátum frá Norðurlandi og Austfjörðum hafa einnig glæðst verulega á síðustu dögum. Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hjálms á Flat- eyri segir að svo mikill fiskur komi á land að hann keyri lausfrysting- una í frystihúsinu í 20 til 24 tíma á sólarhring. Hann segir að öllum beri saman um að um óvenju mikla fiskgengd á grunnslóð sé að ræða. Jón Páll Halldórsson forstjóri Norðurtangans á Isafirði segir að Vest- fjarðatogaramir hafi verið að landa á bilinu 120 til 200 tonnum, eftir fárra daga úthald, sem sé mjög gott. Samkvæmt upplýsingum frá Dalvik vom aflabrögðin hjá 19 handfærabátum sem þar leggja upp þau bestu í síðustu viku síðan í vor. Og á Höfn i Hornafirði eru þær fréttir að aflinn sé að glæðast veralega eftir dauft fiskerí i sumar. „Það hefur verið rosalega mikill afli að undanförnu og öllum ber sam- an um að það sé óvenju mikil fisk- gengd á grannslóð. Gyllir landaði hér á Flateyri um helgina 120 tonnum eftir fimm daga úthald, þar sem meginuppistaðan var þorskur," sagði Einar Oddur í samtali við Morgun- blaðið. „Það sem takmarkar helst vinnslugetuna hjá okkur era afköstin Hrepparnir þrír eru Geithellna- hreppur, sem nær frá Þvottárskrið- um að Veiðilæk. Á kjörskrá vora 50 og greiddu 32 atkvæði eða 64% íbúa. Af þeim vora 15 samþykkir sameiningu eða eða 46,87% en 16 vora á móti eða 50%. Einn seðill var auður. Sameining telst samþykk Launahækk- anir umf'ram 1,7% þýða átök - segirBjörn Grétar Sveinsson, formaöur VMSÍ FRAMKVÆMDASTJÓRN Verkamannasambands íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem hún lýsir undrun sinni og hneykslan á úrskurði Kjaradóms og segir að þegar fjölmennustu launþegasamtök þjóðarinnar hafi samið um 1,7% launahækk- un sé með öllu fráleitt að slíkir dómar skuli upp kveðnir. Fram- kvæmdastjórnin kom saman til fundar í gær. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambandsins, segir að verði dóminum ekki hnekkt kalli það á mögnuð og hatrömm átök á vinnumarkaði. Björn Grétar segir í samtali við Morgunblaðið að allar hækkanir umfram 1,7% meðan núverandi kja- rasamningar séu í gildi, hljóti að kalla á átök í þjóðfélaginu þar sem almennt launafólk sætti sig ekki við að menn hærra launaðir fái margfaldar hækkanir. Þá lýsir framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins yfír furðu sinni á að ríkisstjómin ætli sér að leysa þann vanda sem upp sé kominn með umdeildum bráða- birgðalögum sem ýmsir fróðustu menn í lögum telji mjög hæpið að standist. Krafa útifundarins hafi verið að Alþingi yrði kallað saman og framkvæmdastjórnin telji eðli- legt að það hefði fjallað um málið. „Við lýsum undran okkar yfir þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar en gerum okkur grein fyrir að þar er valdið,“ segir Björn Grétar. í lausfrystingu, því við erum að reyna að vinna sem mest af þorkinum sem lausfryst flök á Evrópumarkað. Við erum því að breyta vinnslunni hjá okkur í það að lausfrysta_20 til 24 tíma á sólarhring til þess að reyna að hafa undan, meðan svo mikill afli berst á land,“ sagði Einar Oddur. Vestfírðingar hafa búið við þennan mikla afla, allt frá því að tveggja þó að meirihluti greiddra atkvæða væri á móti í hreppnum, því sam- kvæmt reglum teljast þeir sem heima sitja samþykkir sameiningu. Var þetta kynnt mjög rækilega fyrir kosningu og telja menn að kosningaþátttaka hafí verið dræm vegna þess. I Búlandshreppi sem nær að Svartárhamri við Búlandsá vora 292 á kjörskrá. Af þeim greiddu 122 atkvæði eða 41,8% íbúa. Voru 111 eða 91% samþykkir samein- ingu en 9 eða 7,3% á móti. Einn seðill var auður og einn ógildur. í Beruneshreppi sem nær austur að Streitishvarfi voru 52 á kjörskrá. Af þeim greiddu 38 atkvæði eða 73% íbúanna. Voru 18 samþykkir sameiningu eða 47,4% en 17 vora á móti eða 44,7%. Auðir seðlar voru 3. Úrskurður hefur borist um það frá félagsmálaráðuneytinu að sam- einingin teljist lögleg og er stefnt að hreppsnefndarkosningu í hinum nafnlausa nýja hreppi þann 15. ágúst. G.B. ------» ♦ ♦------ Mannbjörg- er irilla sökk NANNA HF 17, tæplega fimm tonna trébátur, strandaði á Hlöðu, skeri út af Streiti sunnan við Breiðdalsvík, um kl. 4 aðfara- nótt sunnudags og sökk í kjölfar- ið. Eigandi bátsins var einn um borð og var honum bjargað um borð í trillu sem var í grennd- inni þegar óhappið átti sér stað. Maðurinn var á leið frá Berufirði yfir til Breiðdalsvíkur úr róðri þeg- ar báturinn strandaði. Talið er að hann hafi sofnað við stýrið. Að sögn lögreglunnar á Fá- skrúðsfirði var maðurinn orðinn nokkuð kaldur þegar honum var bjargað en hann hafði þá verið í sjónum í um 10 mínútur þar sem honum tókst ekki að blása gúm- björgunarbátinn upp. Maðurinn var í vinnuflotgalla. Ágætt veður var á þessum slóð- um þegar báturinn strandaði. vikna brælu í júní lauk, en fyrir þann kafla vora aflabrögð einnig mjög góð, að sögn Einars Odds. Eggert Bollason á hafnarvoginni á Ðalvík sagði að síðasta vika hefði verið sú besta í sumar á handfæram. „Menn voru að fá þetta upp í 1,5 tonn eftir sólarhringinn og að jafnaði var dagaflinn um 750 kg. á móti þetta 100-150 kg. eftir daginn fyrr í sumar,“ sagði Eggert. „En það er ekkert að hafa á grannslóðinni hér, bátarnir vora að sækja þennan afla langt út á haf og margir komust í góðan físk í grennd við Kolbeinsey." Samkvæmt upplýsingum frá Heimi Karlssyni á hafnarvoginni á Höfn í Homafírði hefur veiðin glæðst töluvert á síðustu dögum eftir algera ládeyðu í allt sumar. „Frá 1. júlí hafa 21 bátur landað hér um 15 tonn- um en fyrir þann tíma hafði enginn fengið neitt að ráði,“ sagði Heimir. Sjálfur fór Heimir í róður um helgina og var dagsaflinn hjá honum og fé- laga hans 1,7 tonn. „Við þurftum að sigla um 40 mílur á haf út til að ná þessum físki en þetta var fallegur þorskur, um 1,2 tonn, og um hálft tonn af ufsa.“ Jón Páll Halldórsson, forstjóri Norðurtangans segir að reynt hafí verið að keyra vinnsluna aðeins í dagvinnu að undanförnu, en það sé alveg sýnilegt að það verði að auka vinnuna til þess að hafa undan í vinnslunni. „Við önnum ekki öllu þessu hráefni, nema einhver auka- vinna verði unnin. Handfæraafli hef- ur verið mjög mikill að undanfömu I og togaramir hafa fískað mjög I þokkalega einnig, eða komið með að í landi svona 120 til 200 tonn eftir fárra daga úthald," sagði Jón Páll. Sigurður Viggósson framkvæmda- stjóri Odda á Patreksfirði hefur sömu sögu að segja af aflabrögðum og þeir Einar Oddur og Jón Páll, en hann segir að þeir í Odda hafi þó ekki gripið til þess ráðs að keyra vinnsluna á vöktum, þar sem þeir telji það ekki nógu hagkvæmt. „Hér hefur verið mikill afli á handfærabát- um undanfamar þijár vikur, enda margir fiskverkendur," sagði Sigurð- ur. Sigurður segir að óvenju mikið framboð hafi verið af físki á Patreks- firði að undanförnu, sem bæði hafí verið unninn á staðnum og keyrður burtu óunninn. „Menn hafa verið að auka eitthvað aftur saltfiskverkunina og draga úr frystingunni, þar sem afkoma hennar er ekki nægilega góð,“ sagði Sigurður Viggósson. Suður-Múlasýsla: Þrír syðstu hrepp- amir sameinaðir Djúpavogi. KOSIÐ var um sameiningu þriggja syðstu hreppa í Suður - Múla- sýslu á laugardag. Á kjörskrá voru 394 en atkvæði greiddu 192 eða 48,73%. Voru 144 samþykkir sameiningu í hreppunum þremur eða 75% og 42 á móti en 5 seðlar voru auðir og 1 ógildur. Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur Varðarfélögum ávarp sitt í Langadal. Setning bráðabirgðalaga vegna úr- skurðar Kjaradóms: Komið í veg fyrir að slíkt endurtaki sig - sagði forsætisráðherra í Varðarferð DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í sumarferð Landsmálafé- lagsins Varðar í Þórsmörk á laugardag, að úrskurður Kjara- dóms, um hækkun launa æðstu embættismanna ríkisins, kjörinna fulltrúa og presta, hefði verið slys. Með ákvörðun sinni um setn- ingu bráðabirgðalaga hefði ríkisstjórnin komið í veg fyrir að slikt slys gæti endurtekið sig. Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni að íslenska þjóðin hefði sýnt því mikinn skilning að undanförnu að menn yrðu að leggja harðar að sér þegar á móti blési. „Það var þess vegna sem órói, óánægja og sárindi mögnuðust þegar kjaradómurinn féll á dögunum. Ekki vegna þess, að dómurinn hefði í sjálfu sér verið rangur, hann var rétt dæmdur eftir lögun- um, heldur vegna þess að hann gekk þvert á það sem allir aðrir launþegar höfðu samið um. Mönn- um fannst hann vera tákn um, að það væru bara sumir sem ættu að bera byrðarnar en ekki allir. Þetta slys hefur orðið okkur öllum umhugsunarefni og ég vonast til að við höfum þegar, með ákvörðun ríkisstjómarinnar um bráða- birgðalög, girt fyrir að slíkt slys geti endurtekið sig og um leið gert það kleift að lagfæringar verði gerðar án þess að menn færu þá leið, sem margir stungu upp á, að færa kerfið í það gamla óheppilega far, að taka laun af fólkinu með lögum. Það viljum við sjálfstæðismenn ekki gera,“ sagði Davíð. Um 300 manns tóku þátt í hinni árlegu sumarferð Landsmálafé- lagsins Varðar, sem farin var í bliðskaparveðri á laugardag undir fararstjórn Höskuldar Jónssonar formanns Ferðafélags íslands. Lagt var af stað frá Reykjavík árdegis og áð á Hellu, þar sem Eggert Haukdal 6. þingmaður Suðurlandskjördæmis ávarpaði ferðamenn. Áð því loknu var ekið inn i Þórsmörk, þar sem göngu- ferðir með leiðsögumönnum voru i boði. Áður en haldið var heim- leiðis ávarpaði forsætisráðherra Varðarfélaga og aðra Þórsmerk- urfara í Langadal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.