Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VZÐSHPn/ATIflNNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Raflagnaeftii 1 sumarbústaðinn RAFSÓL Skipholti 33 S.35600 B/LALE/GA Úrval 4x4 fólksbfla og station bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Rickup-bllar me3 einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bflar. Farsfmar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI Hugbúnaður Nýr hugbúnaður fyr- ir víðavangshlaup STRENGUR hf. verk- og kerfis- fræðistofa hefur hannað sér- stakan hugbúnað til notkunar í víðavangs- og götuhlaupum. Hugbúnaðurinn verður notaður í Reykjavíkurmaraþoninu nú í ágúst en það var frjálsíþrótta- maðurinn Friðrik Þór Oskars- son sem hannaði kerfið. Að sögn Friðriks Þórs kemur hugbúnað- urinn til með að spara mikinn tima þegar unnið er úr úrslitum eftir hlaup. Hugbúnaðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og einfaldar kerfið alla vinnu við keppnishlaup. Friðrik Þór sem er starfsmaður hjá Streng hf. sagði að hugbúnaðurinn hafi verið reyndur í fyrsta skipti með góðum árangri í Landsbankahlaupinu sem haldið var í byijun maí sl. „í mara- þoninu sem fer fram í ágúst má búast við miklum vinnuspamaði því kerfíð flokkar keppendur eftir tímum, aldri, rásnúmerum, kyni og öðru því sem áhugavert er. Þá prentar það út afreksslqol og ann- að sem þörf er á í tengslum við hlaupið.“ Strengur hf. verður styrktarað- ili hlaupsins og mun leggja til tölv- unarfræðing, vélbúnað og hug- búnaðinn. Vinnueftirlit ríkisins NYR HUGBUNAÐUR — Friðrik Þór Óskarsson starfs- maður Strengs hf. og Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Reykjavíkurmaraþons handsala styrkarsamning milli aðilanna. Með þeim á myndinni er Guðbjartur Guðbjartsson einn eigenda Strengs hf. Leiðbeiningar um vinnuvemd VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur gefið út leiðbeiningar um skyld- ur og ábyrgð skv. lögum og regl- um um vinnuvemd. Dregið er saman allt það helsta sem lög, reglur og réttarhefð segja um ábyrgð og skyldur bæði mzr íslandspósturinn kominn út stjórnenda og starfsmanna vegna öryggis og hollustu- hátta á vinnustöðum. Enn- fremur er greint frá lagaleg- um skyldum aðila sem selja og afhenda vélar og tæki, annast hönnun og selja eða af- henda hættuleg efni eða vömteg- undir sem innihalda slík efni. í fréttatilkynningu frá Vinnueft- irlitinu segir að tilgangur útgáfunn- ar sé að stuðla að betri framkvæmd laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum með því að gefa atvinnurekendum og verk- stjórum sem gleggst yfirlit um helstu kröfur sem til þeirra eru gerðar. Aukin vitund í þjóðfélaginu um skaðabótarétt auki þörf á góðri þekkingu þeirra á efninu. Útgáfa leiðbeininganna er liður í áætlun Vinnueftirlitsins um að hafa fyrirliggjandi handhægar leið- beiningar um mikilvæg öryggisatr- iði á vinnustöðum og framkvæmd vinnuverndarlaganna. Þetta er fyrsta leiðbeiningaheftið sem kem- ur út á evrópsku vinnuverndarári sem hófst 31. mars síðastliðinn. Öll gögn gefin út af Vinnueftirlitinu eru fáanleg hjá aðalskrifstofunni að Bíldshöfða 16 í Reykjavík eða í umdæmisskrifstofum stofnunarinn- ar. Ljósritun Festa með nýjar litaljósritunarvélar ÍSLANDSBANKI, Verðbréfa- markaður Islandsbanka og Glitnír hafa gefið út nýtt frétta- blað um fjármál, sem er ætlað hlutverk í umræðunni um pen- ingamarkaðinn og málefni tengd honum. íslandspósturinn er prentaður á vistvænan pappír og er fyrirhugað að gefa blaðið út fjórum sinnum á ári. í fréttatilkynningu kemur fram að tilgangur íslandspóstsins sé að styrkja tengsl bankans, VIB og Glitnis við viðskiptavini sína, miðla gagnlegum upplýsingum á sviði viðskiþta og greina frá þjón- ustu þessara þriggja aðila. Töflur um gengisþróun, leiðari og fleira munu verða fastir liðir í blaðinu. Ætlunin er að fá gesta- HABPVI6XRVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 penna til að skrifa um áhugaverð málefni hverju sinni og í fyrsta tölublaði íslandspóstsins fjallar Finnur Sveinbjörnsson, skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneytinu, um nýjar reglur á fjármagns- og gjald- eyrismarkaði í tengslum við EES samninginn. Þá er grein í blaðinu um þróun hagvaxtar í Bandaríkj- unum miðað við NAPM vísitölu frá upphafi síðasta áratugar til loka ársins 1991, frétt um hækkun á verði skuldabréfa frá miðju síðasta ári og afkomu íslandsbanka hf. árið 1991. FESTA ljósritunarstofa hefur hafið innflutning á litaljósritun- arvélum og prenturum sem eru framleiddar af Colorocs og eru frá Bandaríkjunum. Um er að ræða vélar sem eru hannaðar sérstaklega fyrir grafík og því hentugar fyrir teiknara, arki- tekta og til margs konar útgáfu- starfsemi. Vélamar eru ekki leysi- geislavélar og því lausar við leysi- geislarákir. Þær ljósrita 7,5 eintök á mín. í fullum lit en 22 eintök á mín. í svarthvítu en Colorocs prent- arinn prentar hins vegar 5 eintök á mín. í fullum lit en 40 eintök á mín. í svarthvítu. HRÆRIVÉLAR — Verðlaunin fyrir elstu nothæfu Hobart hrærivélina eru tækjabúnaður að verðmæti 300.000 krónur. bosch' VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Rafviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði L A Samkeppni Verðlaun fyrir elstu Hobart hrærivélina H.G. HEILDVERSLUN hefur efnt til samkeppni sem felst í að eigendur eða notendur eldri not- hæfra Hobart hrærivéla upplýsi um gerð og framleiðslunúmer hrærivélanna sem eru í notkun. Samsvarandi samkeppni fór fram í Bandaríkjunum 1990 og voru þá í notkun 110 Hobart hrærivélar sem voru framleiddar á árunum 1919 til 1927. Fyrir nokkru var H.G. Heildverslun færð að gjöf Hobart hrærivél Model F230 sem framleidd var árið 1923, en hrærivélin var í eigu sælgætisframleiðslunnar Kristall og er hún enn nothæf. Þar sem vélin er nú í eigu heildverslun- arinnar verður hún ekki með í sam- keppninni. Verðlaunin sem veitt verða fyrir elstu nothæfu Hobart hrærivélina eru Hobart tækjabúnaður að verð- mæti 300.000 krónur. Upplýsingar um hrærivélar eiga að berast til H.G. Heildverslunar og er skila- frestur til 30. september.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.