Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 07.07.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 33 Agnes G. Gísladóttir frá Gjögri - Minning Fædd 20. desember 1911 Dáin 30. júní 1992 Mig langar að minnast systur minnar, Agnesar Guðríðar Gísladótt- ur frá Gjögri, sem lést 30. júní í sjúkrahúsinu á ísafirði. Agga systir og Axel eignuðust 9 börn og komust þau öll upp nema fyrsta barnið sem þau misstu ungt. Agga og Axel hafa alla tíð búið á Gjögri og undi hún sér hvergi betur en þar. Agga byijaði ung að vinna svo varð krakkahópurinn stór, hún undi heim- ilisstörfum vel, þó oft væri gesta- gangur mikill. Við systkinin ólumst upp á Gjögri og á ég margar yndislegar minning- ar þaðan. Agga systir hafði prúð- mannlega framkomu og trúmennsku yfír að ráða, enda mjög vel látin af ættingjum og vinum. Ég og fjölskylda mín þökkum henni samfylgdina og biðjum Guð að varðveita hana og veita henni himneskan frið. Axel minn, algóður Guð styrki þig, börn þín, tengdabörn og bama- börn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ágfústa og Halldór. í dag, þriðjudaginn 7. júlí, verður lögð til hinstu hvíldar, amma mín, Agnes Guðríður Gísladóttir, Gjögri, Strandasýslu. Hún lést að morgni 30. júní á Sjúkrahúsi Ísaíjarðar eftir tveggja vikna veru þar. Agnes, amma, var fædd á Gjögri 20. desember árið 1911. Hún var fjórða í röð sjö barna hjónanna Gísla Guðmundssonar, kennara og sjó- manns, frá Kjós í Reykjafirði og Steinunnar Halldóru Ólafsdóttur frá Bessastöðum, Ytri-Torfustaðahreppi í V-Húnavatnssýslu. Eins og títt í þá daga hóf hún snemma að vinna mörg verk á heim- ili foreldra sinna auk þess sem hún starfaði sem kaupakona á heimilum í sínum hrepp. Kom þá strax í ljós dugnaður hennar og samviskusemi auk óþijótandi þreks við hin ýmsu störf og ianga vinnudaga. Uppúr 1930 hóf amma sambúð með eftirlifandi eiginmanni sínum Axel Thorarensen. Hafa þau alla tíð rekið stórt og myndarlegt heimili á Gjögri, en þar eru þau bæði fædd. Amma og afi eignuðust níu börn. Þau éru: Óskírður Thorarensen, fæddur 1931, lést nokkurra mánaða gamall; Jóhanna Sigrún, fædd 1932, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Benedikt Bent ívarssyni; Ölver, fæddur 1935, hann lést 1982, ógiftur; Ólafur Gísli, fæddur 1938, býr á Gjögri, ógiftur; Steinunn, fædd 1940, húsmóðir í Mosfellsbæ, gift Ólafi Grétari Ósk- arssyni; Kamilla, fædd 1943, hús- móðir á ísafirði gift Rósmundi Skarp- héðinssyni; Olga Soffía, fædd 1945, húsfreyja, Krossi, A-Landeyjum, gift Sveinbirni Benediktssyni; Jakob Jens, fæddur 1949, býr á Gjögri, ógiftur; Elva, fædd 1955, en hún býr á ísafirði, ógift. Ef allir afkomendur ömmu og afa eru taldir saman eru þeir nálægt fjörutíu talsins. Aðstæður þær sem amma hafði við rekstur heimilis síns þegar börnin voru að vaxa úr grasi þýddi ekki að bjóða nokkrum upp á í dag. Samt var það aðstaða sem var neitt verri en gerðist almennt í þá daga. Ekk- ert rennandi vatn, hvorki heitt né kalt, ekkert1 rafmagn, epgin salerni né böð, engin, dagheimili, fæðingar- orlof né bílar og svona væri hægt að telja lengi. En svona var lífið og fólk gerði sig ánægt með það sem það hafði, svo fremi sem heilsan var í lagi, og hún var svo sannarlega í lagi hjá ömmu. Sérhlífni þekkti hún ekki. Undirritaður var svo lánsamur að fá að dvelja frá því í maí þangað til í byijun september á hveiju árið frá 1975 til og með 1980 og eftir það komið í skemmri tíma hvert ár eftir það. Þessi ár eru mér ógleymanleg. Krafturinn og úthaldið í þessari smávöxnu konu var ótrúlegur, hún kunni ekki að slaka á, hún var alltaf að, því það var alltaf hópur fólks í kaffi og mat. Fyrir því fólki hugsaði amma vel, heitur tvíréttaður matur tvisvar á dag og nóg af honum, ný- bakað brauð og kökur í kaffitímum um miðjan dag og þegar dagur var að kveldi kominn. Auk þess þvoði hún alla þvotta í höndum með bretti fram undir 1980 að rafmagnið kom í hreppinn og hún fékk sér sjálfvirka þvottavél. Snyrtimennska var henni í blóð borin. Þrátt fyrir erfið húsa- kynni var tvílyfta húsið þeirra ömmu og afa alltaf hreint og hver þreif? Auðvitað hún amma. Auk þess var hún alltaf hrein og snyrtileg sjálf hvað sem hún var að fást við. Þau fjölmörgu og fátæklegu orð sem undirritaður hefur sett niður á blað’megna aldrei að fullþakka fyrir alla snúningana, þolinmæðina og væntumþykjuna sem amma sýndi mér auk þess sem hún kenndi mér fjöldann allan af ljóðum og sögum frá liðinni tíð, sem ég hefði lík&st til aldrei kynnst annars staðar. Auk þess að fást við það reyna að gera mann úr undirrituðum þá dvöldu flest barnabörn hennar og afa hjá þeim um lengri eða skemmri tíma svo og nokkur barnabarnabarnabörn og víst er það, öll vildu, líkt og undir- ritaður, koma aftur og aftur til ömmu og hljóta leiðsagnar hennar og heil- ræða, því það voru sannkölluð heil- ræði sem hún gaf. Síðasta skipti sem ég hitti ömmu var fyrir tæpum tveimur mánuðum þegar ég skrapp í nokkra daga á Gjögur. Þó amma væri ekki við fulla heilsu, þá grunaði mig ekki að þetta væri í síðasta skipti sem ég sæi hana á lífi, síðasta skipti sem ég fengi koss, stroku á kinn og hlýjar kveðjur frá henni við brottför frá Gjögri. Því miður reyndist svo vera. Guð, blessi þú minningu ömmu minnar, Agnesar Guðríðar Gísladótt- ur. Ivar Benediktsson. Að koma á Gjögur og hitta ekki hana ömmu okkar, það er erfitt, en eigi að síður staðreynd, því hún amma hefur kvatt jarðlífið og haldið til himna. Þar er hún eflaust byijuð að elda og baka og taka á móti gest- um. Þannig var amma, sívinnandi frá því snemma á morgnana og þar til seint á kvöldin. Við neðanrituð minnumst sumr- anna á Gjögri hjá ömmu og afa. Eftir að þau höfðu alið upp stóran barnahóp og komið til manns, við erfiðustu skilyrði, komum við eitt af öðru og fengum að njóta þeirra for- réttinda að dvelja sumar eftir sumar hjá þeim á Gjögri. Þar ól hún okkur upp við Guðstrú, góða siði, snyrti- mennsku og að umgangast náttúr- una með virðingu. Hún amma átti aldrei ónýtta stund, hún var sífellt að, matargerð, bakstur, þvottar, þrif utanhúss jafnt sem innan, svo fátt eitt sé talið. Hún vann sín verk af sérstakri samviskusemi, hvert sem það var. Auk þess átti hún hóp hænsna sem hún hugsaði um af mik- illi natni. Hún amma fór alltaf síðust að sofa að kveldi og við minnumst þess að hún kom alltaf að rúmi okk- ar og signdi yfir bijóstum okkar um leið og hún bað Guð að gefa okkur góða nótt. Að sama skapi var hún alltaf vöknuð snemma hvern morgun og bauð góðan og blessaðan dag. Amma var mjög trúuð og fór alltaf með bænir fyrir svefninn og hafði Biblíuna á kommóðunni við rumið sitt. Síðustu árin gekk amma ekki heil til skógar og af öllu því fólki sem aðstoðaði hana viljum við ekki á nokkurn halla þegar við viljum sér- staklega þakka Jakob frænda fyrir hans framlag. Jakob hjúkraði og hugsaði um móður sína síðustu árin af einstakri nærgætni og blíðu. Án hans umhyggju hefði hún ekki varið síðustu árum sínum á þeim stað sem henni var kærastur. Kæri Guð, styrktu og styddu hann afa okkar í sorg sinni og missi. Hann þarf nú að sjá að baki lífsförunauti sínum eftir rúmlega sex áratuga hamingjusaman búskap. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Blessuð sé minning ömmu okkar. Sjöfn, Agnes, Jóhanna, Hermann, Gísli, Tinna, Reynir, Almar og Elís. iVbiöurþér n aímaélisveislu! AF OLLUM VORUM MKWlKUDAG^FIMMTÚDAG/FÖSTUDAGpG IAUGARDAG SBS&PtílARABdíi SÆTOÍET/aG |®LS G@sWeSSA DAGA . JL irnmm úmrn. 7/1 Ma, GÓLFTEPPI - GÓLFDREGLAR VEG FILT GÓLFTEPPI 2m-4m HÖHNS parket VEGGFÓDUR )ÚKAR 5lcm á breil 2 KVERKLISTAR 6 geróir RIMlAGARDÍNlllR plast-ál\ LOFTRÓSIR 14 gerðir GOliFDUKAR 2m-3m-4m br&þ\r ROWNEY Listmalaravörur VILLEROY OG BOCH gólfflísar MÁLNINGAVÖRUR Harpa-Sadolin-Polytex LttíiEkiiIil tfomtm ** II IrMl HlrVII Grensásveg 11 ■ Sími 813500 0099999999999999999999999909990

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.