Morgunblaðið - 07.07.1992, Page 38

Morgunblaðið - 07.07.1992, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 fclk í fréttum COSPER STYRKIR Sparisjóður Keflavíkur styrkir námsmenn Hér eru Björn Ingi Gunnlaugsson (Bangsi) fyrrverandi skipstjóri, formaður Islendingafélagsins í S-Florída, Ingibjörg Mohamed, sem hátíð eftir hátíð stjórnar matseld og veitingum fyrir félagið og hef- ur verið í stjórn þess um árabil og Þórir Gröndal, afar vinsæll ræðis- maðiir íslands í S-Florída. ISLENDINGAFELOG 17. júní vinafundir Is- lendinga í Suður-Flórida Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. J^okkrir tugir íslendinga komu vesturströnd Flórída og Orlando- til 17. júní fagnaðar íslend- ingafélagsins í Suður-Flórída laug- ardaginn 20. júní.'Mótsstaðurinn var á Danía-ströndinni í Hollywood, sem er stórt byggðarlag á milli Miami og Fort Lauderdale. Ekki var um formlega dagskrá að ræða en góðir vinafundir urðu í skála með stráþaki rétt upp af ströndinni, og margir brugðu sér í sjóinn, sem nú er þarna um 28C. Nokkrir komu alllangt að m.a. frá svæðinu. Grillaðstaða var á staðnum og notfærðu gestir sér það eftir því sem þá bar að garði, en félagið bauð upp á grillaða kjúklinga og pylsur og svaladrykki. A þessum slóðum er oft erfitt að efna til hátíðahalda útivið á þessum árstíma því þátttaka er stopul ef heitt er í veðri. Þennan dag var þægileg hafgola og áttu gestir því ánægjulegar samverustundir í lauf- skálanum og á ströndinni. Nýiega afhenti Sparisjóðurinn í Keflavík þijá Liðveislu- styrki og eina viðurkenningu til námsmanna frá Suðumesjum sem eru félagar í Liðveislu hans. Lið- veisla er heiti á námsmannaþjón- ustu Sparisjóðanna en til þess að geta sótt um styrk í Liðveislu Sparisjóðsins í Kefiavík þá þarf viðkomandi að vera Suðurnesja- maður og félagi í Liðveislu Spari- sjóðsins í Keflavík. Á þriðja hundr- að námsmanna eru nú skráðir í Liðveislu Sparisjóðsins í Keflavík sem starfað hefur síðan í ágúst 1991. Þeir sem hlutu Liðveislustyrk- inn 1992 eru: Albert Eðvaldsson sem lokið hefur BS námi í raf- magnstæknifræði frá Tækniskó- lanum í Óðinsvéum, Edda Rós Karlsdóttir sem er að ljúka Mast- er-námi í þjóðhagfræði við Háskól- ann í Kaupmannahöfn, Hrannar Hólm sem er að ljúka Master-námi í íþróttafræðum við Háskólann í Tubingen í Þýskalandi. Einnig fékk Sveinbjörg S. Ólafsdóttir nemandi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja viðurkenningu fyrir góðan námsárangur á stúdents- prófi. Dómnefndin sem sá um valið á styrkþegum var skipuð eftirtöld- um aðilum: Hjálmar Árnason skól- ameistari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem var formaður dómnefndar, Oddur Einarsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélags Suðurnesja og Guðjón Guðmundsson framkvæmdastióri SSS. í ár eru styrkirnir þrír, hver upp á 100.000 kr., ogein viðurkenning upp á 50.000 kr. / SUND Morgunuiauiu/ivooen. acnmiai Bryndís Björnsdóttir með börnin og litla lambið sem hún er með í fóstri. í FÓSTRI Með börn og lamb í gönguferð Heimalingar eru ekki óalgengir í sveitinni eins og velflestir vita, en það telst til tíðinda ef hei- fnalningar eru fóstraðir í íbúðarhúsi í þorpi. Bryndís Björnsdóttir er með lítið lamb í fóstri sem fæddist mán- uði fyrir tímann og var hafnað af móðurinni. Lambið er eitt af fjórum sem ærin bar, en vegna smæðar sinnar vildi ærin ekkert með það hafa en tók hin þrjú í sátt. Bryndís segist gefa lambinu mjólkurblöndu og að það dafni áægtlega og sé sprækt. Þegar fréttaritari rakst á Bryndísi á gangi um daginn með börnin síh og lambið var hún búin að fóstra heimalninginn í tvo daga. „Börnin eru hrifin og sækja mikið í það. Eins og er dafnar það vel en ég veit ekki hvernig verður með áfram- haldið, það verður bara að koma í ljós,“ sagði Bryndís. R. Schmidt. Á myndinni eru eftirtaldir aðilar f.v. Páll Jónsson sparisjóðs- stjóri, Tómas Tómasson sparisjóðsstjóri, Albert Eðvaldsson, styrk- þegi, Edda Rós Karlsdóttir, styrkþegi, Hallfríður Benediktsdóttir tók við styrknum fyrir hönd Hrannars Hólm, Sveinbjörg S. Ólafs- dóttir, styrkþegi, Hjálmar Árnason, skólameistari og formaður dómnefndar og Sæmundur Benediktsson viðskiptafræðingur og umsjónarmaður Liðveislu. 170 ungmenni á Lions- sundmóti Það var afar hresst og prútt sundfólk sem setti svip á kauptún- ið og hvatningarhróp og tilskipan- ir úr gjallarhorni glumdu um stað- inn. Sunddeild Kormáks á Hvammstanga bar þungann af mótshaldinu og annaðist skipuiag og matseld aila. Morgunblaðið náði tali af nokkrum aðkomnum leiðbeinendum og bar þeim saman um að allur aðbúnaður og skipulag væri til sóma. Stella Gunnarsdóttir frá Ár- manni sagði m.a. að góður kostur væri að fara á stað sem Hvamms- tanga með yngra sundfólkið, vega- iengdir á staðnum væru stuttar og ekki þyrfti eins mikið að hafa auga með þeim. Sundlaug Hvammstanga er um tíu ára en í svo góðri umhirðu að hún lítur út sem ný. Á hvítasunnudag var stutt helg- istund sem sr. Kristján Björnsson annaðist með aðstoð popphljóm- sveitar og þátttöku víðstaddra. - Karl. Um 170 ungmenni dvöldu á Hvammstanga um hvíta- sunnu og kepptu á Lions-sund- móti sem Lionsklúbburinn Bjarmi hefur staðið fyrir um nokkurra ára skeið. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Brynjólfur Sveinbergsson frá Lionsklúbbnum Bjarma á Hvamms- tanga afhendir verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.