Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JULl 1992
ftœmwi
Er ekki óhætt að segja hon-
um núna, að hann sé ætt-
leiddur ...?
Nei farangurinn er ekki
týndur. Töskurnar eru
ýmist i New York, Sidney
eða Tókýó...
HÖGNI HREKKVÍSI
// þE/R. Vö&CJ /?£> OPPGÖTVA
A£> 'ARJ£> HAP/ VB/&Ð Æ/ZFiTr.
BREF ITL BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Þegar fortíðin verður nútíð-
inni yfirsterkari
Frá Marínó G. Njálssyni:
Um síðustu áramót bað Morgun-
blaðið nokkra áberandi einstaklinga
í íslensku atvinnulífi að segja hug
sinn um ástandið í þjóðfélaginu. Af
öllum þeim fjölda sem rætt var við
voru aðeins einn eða tveir sem
horfðu á ástandið út frá lausnum,
hinir kepptust við að barma sér yfir
vandamálinu sem þá blasti við. í
sumarbyijun braut aftur á íslensku
atvinnulífi þegar í ljós kom að búið
var að að ganga fullnærri þorsk-
stofninum. Og hver voru þá við-
brögðin? Jú, menn kepptust við að
barma sér.
Það hefur oft verið viðkvæðið að
menn verði að barma sér til að hljóta
ekki öfund annarra. Svo rammt
kveður að þessu að það er sama
hversu vel gengur, alltaf eru menn
að væla. Sumir hafa jafnvel fengið
það orð á sig að þeim takist örugg-
lega að væla útaf öllu. Svo loksins
þegar illa gengur er maður alveg
hættur að trúa því að það gangi iila.
Það er búið að kalla úlfur, úlfur of
oft.
Annar stór galli er þetta að benda
alltaf á næsta mann. Einbjörn, Tví-
björn og Þríbjörn eru bræður sem
leynast víða í þessu þjóðfélagi. Ná-
skyld þeim eru Eiginhagsmunavarsi-
an og Fyrirgreiðslukarl, par sem
þrifist hefur með ágætum í æðstu
stjórnstöðum.
Þjóðarskútan er búin að steyta á
nokkrum skerjum nýlega og áhöfnin
virðist upptekin við að varpa ábyrgð-
inni yfir á aðra. Skipstjórinn bendir
á gamla skipstjórann og segir að
þetta sé nú allt honum að kenna (þó
svo að vandamálið sé að hluta til
miklu eldra en það). Skipsveijar
kenna matsveininum um að það
hafi minnkað svo mikið í búrinu að
skammta þarf matinn. Það kemur
málinu ekkert við að þeir hafi borð-
að of mikið á milli mála. Að sjálf-
sögðu krefjast allir að þeirra kostur
sé látinn óskertur, vegna þess að
þeirra starf er svo mikilvægt og
Yíkveiji
Einn af viðmælendum Víkveija
hefur ítrekað haft á orði, að
nauðsynlegt væri að leggja varan-
legt slitlag á veginn yfír Lyngdals-
heiði. Hér sé um fjölfarna leið að
sumarlagi að ræða. Auk þess, sem
skemmtilegt sé að aka um Lyng-
dalsheiði og þá ekki sízt fyrir er-
lenda ferðamenn, sem séu óvanir
slíku umhverfi liggi beint við að
tengja saman Þinvelli, Geysi og
Gullfoss með þessum hætti.
Viðmælandi Víkveija bendir á,
að mikill fjöldi ferðamanna hafi hér
stutta viðdvöl og auk þess að skoða
höfuðborgina og nágrenni fari þeir
gjarnan í ferð til Þingvalla og síðan
að Gullfossi og Geysi. Eigi þetta
ekki sízt við um farþega á þeim
stóru skemmtiferðaskipum, sem
koma hingað og eyða hér nokkrum
klukkustundum. Þessi hópur ferða-
manna sé orðinn svo stór, að ástæða
sé til að leggja í nokkra fjárfestingu
til þess að auðvelda þessar ferðir.
Ef ekki sé ekið um Lyngdalsheiði
frá Þingvöllum til Geysis og að
Gullfossi, þurfi Iangferðabílarnir að
taka á sig stóran krók. Þessi áhuga-
maður um varanlegt slitlag á Lyng-
dalsheiði kvaðst sannfærður um,
að slík fjárfesting mundi skila sér
þeir verði að halda fullum kröftum.
Enginn snýr sér að því að þétta í
götin, svo skútan sígur sífellt neðar
og neðar. Þar með kemst skútan
ekkert áfram og kosturinn minnkar.
Allir horfa á manninn í brúnni og
bíða eftir að hann gefi fyrirskipun.
Hann virðist helst horfa upp til
himna og bíða eftir kraftaverkinu.
Einn og einn yfirmaður reynir að
koma með tillögur, en helst virðist
sem þeir tali fyrst og hugsi svo.
Þegar þeir átta sig á því að hlutirn-
ir eru ekki eins og þeir héldu reyna
þeir að breyta raunveruleikanum svo
hann falli að þeirra orðaforða í stað-
inn fyrir að bæta nýjum orðum í
safnið sitt. Og viti menn, vandamál-
ið hverfur ekki. Furðulegt nokk!
Eftir að þörskurinn „hvarf“ hafa
menn verið að keppast við að finna
einhvern sökudólg. Kvótakerfið er
gjarnan nefnt og því kennt um.
Fiskifræðingar fá líka sína ádrepu,
en samt halda sjómenn því ailtaf
fram að það sé miklu meiri fiskur í
sjónum en fiskifræðingar hafa reikn-
að út. Aumingja fiskifræðingarnir
urðu að fá fína sérfræðinga utan
úr hinum stóra heimi til að koma
með .svartsýnisspá, svo sægreifar og
smákóngar tækju nú einu sinni mark
á spám þeirra. „Já, auðvitað er það
fiskifræðingunum að kenna að
þorskurinn „hvarf“. Eg notaði bara
stóru, fínu, tölvustýrðu ryksuguna
mína til að ná honum og ef hann
slapp í fyrsta umgang, fékk ég mér
bara sterkari mótor á ryksuguna og
þá slapp hann sko ekki.“
Betur má ef duga skal
Vissulega verða þingmenn og aðr-
ir hagsmunapotarar að gæta þess
að umbjóðendur þeirra beri ekki
skertan hlut frá borði, en það er líka
heiiög skylda þeirra að sjá hið stærra
samhengi. Þetta snýst um margt
meira en fáein tonn af þorski eða
byggðapólitík. Þetta snýst um það
að skoða vandamálið út frá hags-
munum allra. Hugsa fyrst og tala
svo. Sætta sig við að sumar lausnir
skrífar
betur en jarðgöngin á Vestfjörðum,
svo að dæmi væri nefnt. Þessum
sjónarmiðum er hér með komið á
framfæri, en fróðlegt væri að fá
fram skoðanir þeirra, sem annast
móttöku erlendra ferðamanna á
því, hvort varanlegt slitlag á Lyng-
dalsheiði mundi greiða fyrir umferð
ferðamanna um hinn gullna þrí-
hyrning, sem svo er stundum nefnd-
ur þ.e. Þingvöll, Gullfoss og Geysi.
xxx
Töluvert er nú rætt um, að er-
lendum ferðamönnum fækki
verulega á þessu sumri. Margar
ástæður eru gefnar til skýringar á
því m.a. þær, að nú kreppi að í
efnahagslífi Évrópuríkja og þess
vegna sé minna um ferðir hingað.
Einnig er haft á orði, að veðrið í
norðanverðri Evrópu hafi verið leið-
inlegt í sumar og þess vegna leiti
fólk í sólina sunnar í álfunni. Loks
er bent á , að ríkin í austurhluta
Evrópu séu að opnast sem ferða-
mannasvæði. Þar sé ótrúlega ódýrt
að vera og þess vegna kunni ferða-
menn að leita þangað.
Hver sem skýringin kann að vera
er augljóst, að fækkun á erlendum
eru góðar, þó þær séu í pólitískri
andstöðu við manns eiginn vilja. Það
vill nefnilega brenna við að bara er
horft á eina hlið og viðfangsefnið
afmarkað út frá því.
Það voru gerð mistök. Viðurkenn-
um þau og reynum að læra af þeim.
Vissulega væri gott að finna ein-
hvern sökudólg, en hvar stæðum við
hin þá? Vandamálið er enn þá til
staðar þó svo að vitsmunalegar skýr-
ingar hafi fengist á því. Og lausnin
er jafn langt í burtu.
Skyldi einhver annar hafa lent í
svipaðri stöðu? Getum við lært eitt-
hvað af reynslu annarra? Eða er
kannski bara sterkasti leikurinn að
muna nú vendilega hvaða mistök við
gerðum? Það er néfnilega mannlegt
að gera mistök, því miður virðist það
vera ofurmannlegt að læra af þeim.
Við höfum áður staðið í sporum
kreppu og stöðnunar. Það hafa önn-
ur þjóðféjög lent í þessu. Fyrir einu
ári vildi fjármálaráðherra endilega
horfa til Danmerkur og læra af
reynslu Dana. Það væri forvitnilegt
að vita hvort hann gerði það.
Kannski eru önnur svona tilfelli. Ef
einstaklingar geta lært hver af öðr-
um, hvað kemur þá í veg fyrir að
þjóðfélög geti lært?
Einstaklingur í tilvistarkreppu
leitar gjarnan á ný mið. Hann af-
markar líf sitt upp á nýtt. Þeir sem
læra af reynslunni öðlast þroska,
hinir gera sömu mistökin aftur. Þjóð-
félag í tilvistarkreppu getur líka róið
á ný mið, en fyrst og fremst þarf
það að skilgreina stöðu sína og
stefnu, annars vegar inn á við og
hins vegar meðal þjóða heims. Hvar
getum við keppt og náð árangri?
Höfum við eitthvað fram að færa
sem enginn annar hefur? Getum við
boðið betur en einhver annar? Mörg
fyrirtæki hafa einmitt uppgötvað
mikilvægi þess að aðgreina sig til
að ná markaðslegri sérstöðu þegar
illa hefur árað.
MARINÓ G. NJÁLSSON
Tjarnarbóli 6, Seltjarnarnesi
ferðamönnum þýðir umtalsvert
tekjutap fyrir þjóðarbúið, fyrirtæki
og einstaklinga. Víða um land hefur
verið lagt í verulega íjárfestingu til
þess að gréiða fyrir móttöku er-
lendra ferðamanna og er vonandi,
að sú fjárfesting skili sér betur í
framtíðinni en þeir fjármunir, sem
lagðir hafa verið í fiskeldi og loðdýr-
arækt.
Annars eru flestir sammála um,
að hár matarkostnaður hér valdi
okkur verulegum erfíðleikum, þeg-
ar reynt er að laða erlenda ferða-
menn til landsins. Það vandamál
verður ekki leyst fyrir erlenda
ferðamenn eingöngu, það tengist
að sjálfsögðu almennt spurningunni
um matvælaverð í landinu.
XXX
Víkveiji veitti því athygli á leið
með Flugleiðavél til Vest-
mannaeyja um helgina, að veruleg-
ur hluti farþega voru erlendir ferða-
menn. Síðar um daginn mátti sjá
myndarlegt skip á siglingu í kring-
um Eyjarnar fullt af erlendum ferð-
amönnum. Þetta er lítið dæmi um
fjárhagslega þýðingu heimsókna
erlendra ferðamanna.