Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 45 VELVAKANDI BEINA ÚTSENDINGU FRÁ TÓNLEIKUM DONOVAN Ásta Skúladóttir: Ég vil koma því á framfæri við Ríkissjónvarpið eða Stöð 2 að bein útsendin verði frá tón- leikum Jason Donovan sem verða í Glasgow hinn 7. desem- ber næstkomandi. ÁREKSTUR Óskað er eftir vitnum að árekstri milli tveggja bíla, ■grænnar Lödu og blárrar ’Momsu Chevrolet, sem varð á gatnamótum Skógarhlíðar og Flugvallarvegar miðvikudag- inn 1. júlí um kl. 16.40. Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 656290. HJÓL Dömureiðhjól, svo til nýtt ljósgrænt og hvítt, af tegund- inni Kiast, var tekið við Austur- strönd 6 fyrir skömmu. Vin- samlegast hringið í síma 611012 ef það hefur fundist. LÝSTEFTIR VITNUM Dökkblár fólksbíll ók á stúlku á reiðhjóli við Melatorg kl- 7.50 mánudagsmorgunninn 29. júní. Ökumaðurinn eða þeir sem urðu vitni að atburðinum eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Slysarann- sóknardeild lögreglunnar. ÚR Gullúr tapaðist þriðjucjaginn 30. júní, sennilega við Skip- holt, Þverholt eða Stakkahlíð. Finnandi er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 612163 eftir kl. 17. KÖTTUR Lúsífer er geltur fress, svart- ur og hvítur, eins og sjá má á myndinni. Hann hvarf frá Vatnsendabletti 27 við Elliða- vatn sunnudaginn 21. júní. Þegar hann fór að heiman var hann með bláa hálsól með tveimur bjöllum en ekki merkt- ur. Lúsífers er sárt saknað og ef einhver getur gefið upplýs- ingar um afdrif hans þá vin- samlegast hafið samband við Hallveigu í heimasíma 673621 eða vinnusíma 19200 eða lítið vita í Kattholti í síma 672909. KETTLINGUR Svartur og hvítur kettlingur tapaðist frá Vallartröð í Kópa- vogi. Vinsamlegast hringið í síma 43401 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. HVOLPUR Einstaklega stilltur og yndis- legur hvolpur fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 670647. AFKASTAGET- AN 3,2 TIL 4,7 Sú villa slæddist inn í grein- ina Nýjar leiðir í atvinnumálum eftir Asgeir Leifsson, sem birt- ist í þættinum Bréf til blaðsins 2. júní, að afkastageta Þeista- reykjasvæðisins væri 365 millj- ónir tonna á ári. Þarna átti að standa að afkastagetan væri 3,2 til 4,7 milljónir tonna á ári. Er beðist afsökunar á þess- um mistökum. Pennavinir Fimmtán ára tékkneskur piltur með mikinn íslandsáhuga. Safnar einnig frímerkjum og hefur áhuga á rokktónlist og íþróttum: Karel Simek, P.O. Box 35, 500 01 Hradec Kralove, Gzechoslovakia. Nítján ára þýsk stúlka með áhuga á kvikmyndum, leikhúsi, ton- list og íþróttum: Ulrike Hiliebrand, Feldstrasse 29, W-4000 Diisseldorf, Germany. Sautján ára japönsk stúlka með áhuga á ljósmyndun, tölvum, tón- list, bréfaskriftum o.fi.: Emiko Yuuki, 124-58 Katayachi, Yamagata, 990 Japan. LEIÐRÉTTING Korthafar firrtir tÓóni í frétt Morgunblaðsins fyrir helg- ina, þar sem skýrt var frá ákvörðun stjómar Visa að firra korthafa tjóni af viðskiptum við Flugferðir-Sólar- flug, misritaðist orð, sem breytti merkingu fréttarinnar. í fréttinni sagði, að korthafar yrðu fyrir tjóni, en þar átti að standa að þeir yrðu firrtir tjóni. Beðist er velvirðingar á þessari misritun. Vlnnlngstólur laudAiTbiránn 4. júlí 1992 (ioL lÁÍ ÍT375 Í8)@P ^ ■ («) \ VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 ^ 1 5.985.246 í n rvusÆ l 4. 4af 5* W3 211.614 3. 4af5 133 8.233 4. 3af 5 4.246 601 Heildarvinningsupphæð þessa viku- 10.266.923 kr. upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkulína991002 i Sérkenni íslendinga Frá Richardt Ryel: Eru íslendingar að einhveiju leyti frábmgðnir öðrum þjóðum og er hægt að greina einhver séreinkenni í fari íslendinga? Ég var nýlega boðinn að skoða nýja íbúð í Danmörku. Allt var snyrtilegt og eftir nýjustu tísku, en það vantaði samt eitthvað. Ég hafði orð á því við gestgjaf- ann að svona íbúð fyndist varla á íslandi. „Nú, að hvaða leyti er hún frábrugðin íbúðum á íslandi", spurði hann. „Jú, sagði ég, hér er enginn bókaskápur og eina bókin sem ég hef fundið er símaskráin." Ólæsi er óþekkt á íslandi og allir eiga bókaskáp, hann er hymingar- steininn á mörgu heimili íslendinga. íslendingar eru þjóðræknir. Hvergi úti í heimi hefí ég rekist á jafn einlæga föðurlandsvini (patri- ota). Samheldnin er mikil meðal íslendinga. Menn láta sig varða um náungann. Enginn ísiendingur er látinn afskiptalaus í neyð. Líta útlendingar sömu augum á okkur og við sjálf? Tæplega. Eyja- skeggjar em þunglyndir, seinteknir og tortryggnir. Þeir em hjátrúafull- ir, feimnir og óframfærnir. Og svo þola þeir enga gagnrýni. Þeir taka hana sem perónulega móðgun. ís- lendingar em örlagatrúar, en trúa þess utan á álfa, huldufólk, drauga og fylgjur manna. Útlendingar skyldu helst hrósa bæði landi og þjóð, því annars em þeir staurblindir og þess utan hrein- ar boðflennur. En íslendingar em hugsandi þjóð. Þeir eru ljóðelskir, listrænir og skapandi. Þar sem sami maður- inn er smiður, kóngur og kennari, verða menn að vera úrræðagóðir og listagáfan er greinilega tilorðin vegna glímunnar við aðsteðjandi vandamál. Minnifháttarkenndin er að hverfa. Þó em þessar eilífu spurn- ingar við útlenda ferðamenn „hvort Island sé nú ekki öragglega falleg- asta landið í heimi“, vottur um van- máttarkennd. Verða íslendingar síðustu aðilar í bræðralagi Evrópuþjóða? Vonandi ekki. Við lifum þó ekki lengi á fornri frægð og við megum ekki sofna á verðinum. Við þurfum ekki að óttast hin erlendu áhrif. Íslenska stuðlabergið stendur enn á gömlum merg. Þjóð sem sprottin er upp úr ís- lenskum jarðvegi mun ávallt varð- veita séreinkenni sín. RICHARDT RYEL, Sollered park 12, 1-17 2840 Holti, Danmörku. BEsm heHjSuræktin er að sofa á ekta rúmdýnu sem passar hæð þinni og pyngd Htis#a#nahöllin BILDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVlK - SIMI 01-681199 SÍMINNHJÁ OKKZJR ER 91-68 11 99 Lokad Vegna sumarleyfa starfsfólks verður skrifstofa okkar og vöruafgreiðsla lokuð frá 13. júlí til 17. ágúst nk. Agnar Ludvigsson hf., Nýlendugötu 21, sími 12134. PARKETTPARKETTPARKETTPARKETTPARKETTPARKETTPARKETT HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Sumamómskeið í hraðlestri hefst miðvikudaginn 15. júlí nk. Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og auka ánægju við allan lestur? Vilt þú bæta námsárangur þinn og auðvelda námið næsta vetur? Nú er tækifæri fyrir þá sem vilja margfalda lestrarhraða sinn, en hafa ekki tíma til þess á veturna. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINIM UU 10 ÁRA ”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.