Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 07.07.1992, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1992 Skýrar forsendur bráðabírgðalaganna — segir Magnús Gunnarsson formaður , MAGNÚS Gunnarsson, formaður Yinnuveitendasambands íslands, sagði að forsendur bráðabirgðalaganna virtust það skýrar að niður- staðan ætti að vera nokkuð ljós. Betra væri þó að segja sem minnst fyrc en vitað er hvernig nýr úrskurður Kjaradóms verður. „Eg geri ráð fynr því að ríkis- stjórnin hafí farið í gegnum þá kosti sem hún hafði og ég tek það svo að mikill vilji sé fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að snúa þessum úrskurði við þannig að niðurstaðan verði í samræmi við það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu und- anfarna mánuði. Ég verð að ganga út frá því að að ríkisstjómin hafi metið það svo að þetta væri sú leið sem skilaði þéim þeirri niður- stöðu sem ég vænti að flestir eigi von á að komi út úr þessu," sagði Magnús. „Ég held að það sé engin spum- ing að ríkisstjórnin hefur skynjað að úrskurður Kjaradóms var ekki í takt við það sem hefur verið að gerast í þjóðfélaginu almennt. Það er hins vegar allt önnur umræða hver launakjör þessara aðila eiga að vera. Það eru stórir hópar sem vafalaust telja sig eiga að bera meira úr býtum og þeir hafa þurft að lúta þessum kringumstæðum. Þessi lögmál gilda einnig um þann hóp sem Kjaradómur ákveður laun fyrir,“ sagði Magnús. Aðspurður um hvort hann væri sáttur við þessa niðurstöðu sagði Magnús að betra væri að segja sem minnst þar til séð væri hver niður- staðan yrði. „Ég held að miðað við allar aðstæður þá sé þetta sú leið sem var fær ef litið er á lagalega möguleika," sagði Magnús. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, kvaðst undrast það að sú leið að setja bráðabirgða- lög, sem ríkisstjórnin hefði áður hafnað, skyldi farin. „Þær breyt- ingar sem gerðar hafa verið á starfsháttum Alþingis miðuðu ein- mitt að því að unnt væri að kveðja þing saman til stuttra funda, eins og gerist í nágrannalöndunum. Það kom því á óvart að sú leið skyldi ekki vera farin,“ sagði Þórarinn. „Það hvarflar ekkert annað að mér en að ríkisstjómin sé að láta undan þrýstingi. Hún var búih að taka eina ákvörðun fyrir nokkru og tek- ur aðra ákvörðun nú og á því er engin önnur skýring en að ólgan í þjóðfélaginu. Ég var sammála þessu mati. Ég hafði áhyggjur af því að sú sátt sem náðst hafði í þjóðfélaginu gæti brostið, ekki vegna úrskurðarins sjálfs, heldur vegna þess að það væri óþolandi staða fyrir ráðherra, sem sjálfir fengju svo og svo mikla hækkun, að útskýra samdrátt og niðurskurð vegna minnkandi þjóðartekna," sagði Þórarinn. Laun opinberra starfsmanna áður fyrr ákveðin með lögum ÞINGMENN skömmtuðu sjálfum sér laun úr ríkissjóði með laga- setningu þangað til fyrir um tólf árum. Laun allra opinberra starfsmanna á íslandi voru einnig ákveðin með lögum frá Al- þingi áður og fyrr, eða fram til 1963. Þetta er væntanlega sá „gamli farvegur“ sem Davíð Oddsson forsætisráðherra á við þeg- ar hann segir í Morgunblaðinu sl. föstudag: „Það er ekki mjög eftirsóknarverð aðferð fyrir þjóðfélagið að þingmenn og ráðherr- ar fari að skammta sjálfum sér og embættismönnum framvegis laun með lögum. Það endar í þeim gamla farvegi, sem allir höfðu mikla skömm á.“ Úrskurður kjaradóms, sem kveðinn var upp 26. júní síðastliðiiin, náði til þriggja hópa; presta, alþingismanna og embættismanna í æðstu stjórn ríkisins, þar á meðal forseta ís- lands. Hugmyndir hafa verið viðraðar um að hnekkja þeim úr- skurði með lögum. Laun opinberra starfsmanna á Islandi voru ákveðin með lögum frá Alþingi, svokölluðum launa- lögum, frá seinni hluta nítjándu aldar og fram á miðja þessa öld. Síðustu launalögin voru sett 1955 og fengu opinberir starfsmenn laun samkvæmt þeim allt fram til ársins 1963, en þá kvað kjara- dómur í fyrsta sinn upp úrskurð. Dóminum hafði verið komið á árið 1962 með nýjum lögum. Með þeim fékk meginþorri opinberra starfsmanna takmarkaðan samn- ingsrétt. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, sem hafði verið stofnað 1942, fékk þá samnings- rétt fyrir hönd opinberra starfs- manna, en semdist ekki með BSRB og ríkinu innan ákveðins tíma á hveiju samningstímabili var kjaradómi falið að úrskurða í deilunni. Sumir æðstu embættismenn ríkisins fengu þó engan samnings- rétt 1962, heldur fengu laun sam: kvæmt úrskurði kjaradóms. í fyrstu var aðeins um að ræða ráðherra, hæstaréttardómara og ríkissaksóknara, en síðan hefur þróunin verið í þá átt að fleiri og fleiri háttsettir embættismenn hafa þegið laun samkvæmt kjara- dómsúrskurði. Er embætti ríkis- sáttasemjara var stofnað 1979 var ákveðið að sáttasemjari skyldi hafa kjör hæstaréttardómara. Árið 1971 voru laun forseta ís- lands lögð undir kjaradóm, en þau höfðu verið ákveðin með lögum frá Alþingi. Laun ráðuneytisstjóra hafa verið ákveðin af kjaradómi frá 1978, en þeir voru áður á ráðherralaunum, samkvaemt ákvörðun fjármálaráðherra. Árið 1981 bættist biskup íslands í hóp þeirra, sem þiggja laun sam- kvæmt kjaradómi, en um laun hans var áður samið við Presta- félag Islands. Að sögn Sigrúnar Ásgeirsdótt- ur, deildarstjóra hjá starfsmanna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins, var stærsta skrefið í þá átt að kjaradómur ákveði laun háttsettra embættismanna stigið 1984. Þá var afnuminn samningsréttur þessara ríkisstarfsmanna: Rekt- ors Háskóla íslands, lögreglu- stjórans í Reykjavík, ríkisskatt- stjóra, póst- og símámálastjóra, yfirborgardómarans í Reykjavík (nú dómstjóri), yfírborgarfóget- ans í Reykjavík (nú sýslumaður), tollstjórans í Reykjavík, tollgæzlu- stjóra, borgardómara, borgarfóg- eta, sakadómara, sýslumanna, bæjarfógeta, héraðsdómara, rannsóknarlögreglustjóra, lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli, flugmálastjóra, sendiherra, skattrannsóknastjóra og forstöðu- manna ýmissa ríkisstofnana. Fram til 1984 höfðu einstök stétt- arfélög samið um kaup og kjör þessara embættismanna, til dæm- is voru dómarar í Lögfræðingafé- laginu fram til 1984. Annar hópurinn, sem hinn um- deildi úrskurður kjaradóms tekur til, er alþingismenn og forseti Alþingis. Alþingismenn ákváðu þingfararkaup sitt sjálfír með lög- um fram til 1980, en þá voru sett lög um að Kjaradómur dæmdi þingmönnum laun. „Þingmennim- ir voru í raun að afsala sér beizk- um bikar. í hvert sinn sem þeir ákváðu sjálfum sér laun varð dá- lítil sprenging í þjóðfélaginu," segir Halldór Grönvold stjórn- málafræðingur, sem kennir nám- skeið um hagsmunasamtök og kjaramál við Háskóla íslands. Loks ákvað kjaradómur laun presta 26. júní síðastliðinn. Frum- varp um að ákvörðun um kjör þeirra skuli lögð í kjaradóm var samþykkt á Alþingi í fyrra. Áður hafði Prestafélagið, Bandalag há- skólamenntaðra ríkisstarfs- manna, og þar áður BSRB, gert kjarasamninga fyrir hönd presta. Að ósk presta sjálfra var fyrir- komulaginu breytt. Þeir hafa talið að það samræmist ekki stöðu þeirra að taka þátt í kjarabaráttu og kröfugerð á hendur atvinnu- rekendum með tilheyrandi samn- ingaþrefi. Prestar töldu sig ekki geta nýtt verkfallsrétt sinn vegna eðlis starfs síns; að vera í nánu samstarfí við sóknarbörn og sinna sálgæzlu og félagslegri aðstoð. Sæmileg’ úthafskarfaveiði segir forstjóri Sjóla í Hafnarfirði JÓN Guðmundsson, forstjóri Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði, segir að sæmileg veiði sé iyá skipum félagsins, sem eru á út- hafskarfaveiði á djúpslóð. Hann segir að viðunandi verð fáist fyrir aflann, sem aðallega sé seldur til Japans. Að sögn Jóns eru nú 8 eða 9 íslenskir togarar á karfaveiðum, þar af tveir togarar Sjólastöðvar- innar, Sjóli og Haraldur Kristjáns- son. Hann segir að hjá þeim sé sæmilegur reytingur, að minnsta kosti sé hagstæðara að halda skip- unum úti heldur en að láta þau liggja í landi. Úthaldið standi í 3 til 4 vikur og hann búist við að skip stöðvarinnar eigi eftir að fara út einu sinni nú í sumar. Jón segir að skipin komi venju- lega með á milli 250 til 300 tonn af frystum físki eftir úthaldið og verð sé viðunandi, þó það hafí lítil- lega lækkað að undanförnu. Að jafnaði fáist milli 90 til 100 krónur fyrir kílóið. Aðallega sé selt til Japans, enda fáist þar besta verðið. Ólafur Spur Sigurjónsson, sellóleikari, Hlíf Sigurjónsdóttir, fiðluleikari og Simon H. Ivarsson, gítarleikari. Listasafn Signrjóns Ólafssonar: Fiðla, selló og g'ítar á þriðjudagstónleikum HLÍF Sigurjónsdóttir, fiðluleikari, Ólafur Spur Siguijónsson, sellóleikari og Símon H. Ivarsson, gítarleikari, koma fram á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar i kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna er són- Giuliani. ata í a-moll fyrir fíðlu, gítar og Tónleikamir standa í um það fylgirödd (selló) eftir Hándel ópus bil eina klukkustund. Kaffistofa 1 nr. 4, einleikssvíta fyrir selló safnsins verður opin og í efri sal eftir Bach nr. 3 í c-dúr og dúó er sýning á æskuverkum Sigur- fyrir fíðlu og gótar ópus 25 eftir jóns Ólafssonar. Húnavatnssýslur: Tveir sviptir ökuleyfi vegna hraðaksturs TVEIR ökumenn voru sviptir ökurétindum eftir glannaakstur i Húnaþingi um helgina. Annar ók á 143 km hraða skammt sunn- an Blönduóss en hinn mældi rad- ar lögreglunnar á 147 km/klst hraða í Víðidal. Talsverðar annir voru hjá lög- reglu í Húnavatnssýslum, að sögn Kristjáns Þorbjömssonar aðalvarð- stjóra, einkum vegna mikillar um- ferðar en alls vom 43 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs. Hins vegar komu ekki upp teljandi vandamál vegna ölvunar eða mann- safnaðar í héraðinu. VANNMN FJÖLSKVLDAÍ Heildarvinníngsupphæðin : 128.385.400 kr. Röðin :12X-1X1-222-12X2 13 réttir: 4 raðir á 14.980.780 - kr. 12 réttir: 177raðirá ~ 90.070-kr. 11 réttir: 2.752 raðirá 6.130 - kr. 10 réttir: 24.540 raðir á 1.450 - kr. Um næstu helgi hefst hópleikur íslenskra getrauna. Þeir sem hafa gömul hópnúmer eru beönir um aö staöfesta þau og þeim sem hafa áhuga á aö vera meö er bent á skrifstofu okkar, sími 91 -688322 grænt númer 99-6883

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.