Morgunblaðið - 19.07.1992, Side 30

Morgunblaðið - 19.07.1992, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SUNNUDAGUR 19. JULI 1992 IÞROTTIR FATLAÐRA Það verður erfttt að gera jafn vel og á leikunum í Seoul -segir Sveinn Áki Lúðvíksson aðalfararstjóri fötluðu íþróttamannanna sem fara til Barcelona í september UNDIRBÚNINGUR íslensku íþróttamannanna sem keppa munu á Paralympics leikunum, Alþjóðaleikum fatlaðra íþrótta- manna f Barcelona í septem- á ber, er nú ífullum gangi, og sama má segja um undirbúning þeirra íslensku iþróttamanna sem fara á Alþjóðaleika þroskaheftra, en þeir verða haldnir ífyrsta skipti í Madrid 13.-22. september. íslensku keppendurnir voru í æfinga- búðum á Laugarvatni fyrir nokkru, þar sem keppendur, þjálfarar og fararstjórar stilltu saman strengi sína auk þess sem keppendur æfðu af mikl- um krafti. Þar hitti Morgun- blaðið nokkra úr hópnum að máli. Tólf fatlaðir íþróttamenn munu keppa fyrir íslands hönd í Barcelona, en átta halda uppi merki mgggmm landsins í Madrid. Eftir Alls munu 4.000 Stefán keppendur frá 94 Eiríksson löndum keppa á leikunum í Barcel- ona, og hafa þeir aldrei verið fleiri. íslendingar stóðu sig mjög vel á síðustu leikum, sem haldnir voru í Seoul 1988. Frá keppninni í Seoul hefur mikil áhersla hefur verið lögð á þátttöku á sterkum mótum er- 1 lendis og hafa flestir þátttakendur því mikla keppnisreynslu. Fimm ís- lenskir heimsmethafar úr röðum hreyfihamlaðra og einn úr hópi sjónskertra munu keppa í Barcel- ona, og þrír heimsmethafar úr flokki þroskaheftra verða á leikun- um í Madrid. Leikamir í Seoul stórkostleg upplrfun Sveinn Áki Lúðvíksson er aðal- fararstjóri hópsins sem fer til Barc- elona. Hann var það einnig á síð- ustu leikum í Seoul, og segir það hafa verið stórkostlega upplifun. „í Seoul voru leikamir haldnir í fyrsta skipti á sama stað og af sama ' fólki og hélt sjálfa Ólympíuleikana. Ólympíufáninn blakti alla leikana og mun gera það einnig nú, auk þess sem Ólympíueldurinn fær að lifa fram yfir okkar leika,“ sagði Sveinn. „Það var heilmikið ævintýri fyrir hópinn að fara til Kóreu. Hvar sem I Stund milli strída Morgunblaðið/Sverrir Sundfólkið sem fer til Barcelona og Madridar æfir stíft þessa dagana, en hluti hópsins gaf sér engu að síður tíma til að slappa af í Kópavogslaug stutta stund og brosa framan í ljósmyndara Morgunblaðsins. komum hópuðust mörg hundruð krakkar í kringum íþróttamennina, og vildu fá eiginhandaráritanir hjá þeim. Það var litið á þau sem stjöm- ur, og fyrir þau var þetta gífurlega skemmtileg upplifun." Vissum að við vorum með efnisfólk í höndunum Sveinn sagði að mikið hefði verið lagt í að undirbúa íslensku keppend- uma fyrir leikana í Seoul. „Við viss- um að við vorum með efnisfólk í höndunum og vildum standa okkur. Liður í undirbúningnum var að láta þau taka þátt í alls konar mótum erlendis, því reynsluleysið hefur alltaf háð íslendingum. En undir- búningurinn gekk vel upp. Við feng- um tvö gull, tvö silfur og sjö brons á leiknum, sem segir meira en flest orð. Undirbúningurinn fyrir þessa leika hófst strax og við komum heim frá Seoul. Við höfum haldið þessum kjarna sem fór til Seoul saman, auk þess sem efnilegir nýlið- ar hafa bæst í hópinn, og þjálfarar vom ráðnir nánast strax við heim- komuna.“ íslensku keppendumir munu gera sitt besta Sveinn sagði að það yrði erfitt Morgunblaðið/Sverrir fyrir íslensku keppendurna að standa sig jafn vel og þeir gerðu í Seoul. Ástæðan væri þessi mikla fjölgun keppenda, og auk þess hefðu framfarir í flestum greinum verið miklar síðustu ár. „Það verður erfitt fyrir okkar fólk að standa sig jafn vel og á síð- ustu leikum. Þarna verða um fjögur þúsund keppendur frá 94 þjóðum, sem er mikil fjölgun síðan síðast. Þar að auki eru framfarirnar gífur- legar nú á síðustu árum, og afreks- fólk að koma upp í flestum löndum. Þegar við fórum til Seoul gerði þjóð- in sér ekki miklar vonir um að af- rek yrðu unnin, en þau stóðu sig frábærlega síðast og þjóðin ætlast til að þau geri það líka núna. Ég get engu lofað um verðlaunasæti, en þau munu öll leggja sig fram og reyna að gera sitt besta. Þetta er prúður og hraustur hópur og ég get lofað því að þau verða þjóð sinni til mikils sóma hvar sem þau koma,“ sagði Sveinn Áki Lúðvíksson. Þjálfarar íþróttamannanna: Keppnin er orðin harðari ^Jrlingur Jóhannsson sér um þjálfun fötluðu sundmannanna ásamt Kristínu Guðmundsdóttur. Erlingur sagði að enginn munur væri á æfingum fatlaðra og ófatl- aðra, fötluðu sundmennirnir leggðu alveg jafn mikið á sig og aðrir sem væru að æfa sund af einhverri al- vöru. Aðspurður sagði Erlingur að sem betur fer væri keppnin í sundi fatl- aðra orðin harðari, en keppendur þyrftu á móti að leggja harðar að sér og þau hefðu jafnframt aukið kröfumar. Hann sagði að vegna hinnar hörðu keppni byggist hann ekki við sömu verðlaunasúpunni og á síðustu leikum. Um möguleika einstakra kepp- enda sagði Erlingur að allir ættu raunhæfa möguleika á að komast í úrslit, og sumir jafnvel á verð- launapall. „Þau hafa ferðast og keppt mikið og öðlast þannig ómetnalega reynslu, og vita því flest að hveiju þau ganga,“ sagði Erling- ur. Frjálsíþróttamennimir eru í góðuformi Þjálfari frjálsíþróttamannanna sem fara til Barcelona er Stefán Jóhannsson. Hann sagðist búast við verðlaunum, Haukur Gunnarsson væri í góðu formi, og Geir Sverris- son, sem ekki hefur keppt í fijálsum á stórmóti eriendis áður, ætti eftir að koma á óvart. „Haukur er í góðu formi og fast- lega má búast við því að hann kom- ist á pall, sérstaklega í 400 m hlaupi. Miðað við þann tíma sem Geir hefur verið að ná að undan- - förnu á hann góða möguleika á að komast í úrslit. Hann stefnir að sjálfsögðu á pall, en ég held að hann eigi eftir að koma sjálfum sér mest á óvart," sagði Stefán. Erllngur Jóhannsson, þjálfari sundfólksins, tekur hér púlsinn á Báru B. Erlingsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.