Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 5

Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 5
5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 Vísitala framfærslu- kostnaðar er óbreytt VÍSITALA framfærslukostnað- ar er óbreytt í ágúst frá því sem var í júlímánuði og er hún 161,4 stig. Hækkun vísitölunnar und- anfarna þijá mánuði nemur 0,6%, sem jafngildir 2,3% verð- bólgu á heilu ári en siðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,7%. Miðað við eldri vísitölugrunn er vísitala ágústmánaðar 395,9 stig. Af einstökum liðum lækkuðu búvörur háðar verðlagsgrundvelli um 0,1% en aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur hækkuðu um 0,6%. Innfluttar mat- og drykkjar- vörur lækkuðu hins vegar um 2,2%. Af öðrum breytingum má nefna að húsnæðiskostnaður lækkaði um 0,6% en liðurinn önnur þjónusta hækkaði um 0,3%. Siðustu 12 mán. Breytingar á vísitölu framfærslukostnaðar Janúar 1990 til ágúst 1992, reiknaðar til árshækkunar Almenningsvagnar bs. taka til starfa: Samstarf í fólksfhitningum á öllu höfuðborgarsvæðinu NÝTT fyrirtæki í almenningssamgöngum, Almenningsvagnar bs., AV, mun taka til starfa á morgun, laugardag. Starfsvettvangur þess er fólksflutningar á höfuðborgarsvæðinu fyrir utan Reykja- vík og Seltjarnarnes. Samstarf verður nokkuð milli Almennings- vagna og Strætisvagna Reykjavíkur og fyrstu merki þess eru mánaðarkort, Græn kort svokölluð, sem munu gilda í allar ferðir þessara tveggja samgöngufyrirtækja. Almenningsvagnar bs. er byggðasamlag sveitarfélaganna Bessastaðahrepps, Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kjalarneshrepps, Kópavogs og Mosfellsbæjar. Fyrir- tækin Hagvagnar hf. og Meirihátt- ar hf. munu sjá um aksturinn og hafa þau keypt 17 nýja strætis- vagna til starfans. Auk þess að samræma strætisvagnaferðir í of- annefndum sveitarfélögum verður reynt að samræma ferðir við ferðir Strætisvagna Reykjavíkur. Jafnframt er það markmið að samræma gjaldskrár fyrirtækjanna og byrjunin á því er sú að laugar- daginn 15. ágúst verður byijað að selja mánaðarkort í strætó svo kall- að Grænt kort. Græna kortið gildir í 30 daga á öllum leiðum Almenn- ingsvagna og SVR og mun kosta kr. 2.000 til 15. september en kr. 2.900 eftirleiðis. Grænu kortin fást á skiptistöðvunum við Lækjartorg, Hlemm, Mjódd, Grensás, skrifstofu SVR Borgartúni 35, söluturninum Hallanum Bókhlöðustíg, Bræðra- borg í Hamraborg Kópavogi, Bitabæ Ásgarði 1 Garðabæ, Holta- nesti Melabraut 11 Hafnarfirði og söluturninum Snælandi við Vestur- landsveg Mosfellsbæ. Hjá AV munu einstök fargjöld fullorðinna kosta 100 kr. og tíu miða kort 900 kr., það sama og hjá SVR. Fyrir börn innan tólf ára kosta einstök fargjöld 50 kr. og tuttugu miða spjald 500 kr. Hægt verður að taka skiptimiða, sem gildir í 30-45 mínútur og börn inn- an 6 ára fá ókeypis í fylgd með fullorðnum. AV ætlar að bjóða upp á nætur- ferðir. Þá verður farið tvisvar á aðfaranótt laugardags og sunnu: dags frá miðbæ Reykjavíkur. í þessar næturferðir, sem hefjast 4. september, kostar 200 kr. og hvorki miðar né græn kort munu gilda. Á laugardag og sunnudag munu Almenningsvagnar bs. bjóða ókeypis í sína vagna og auk þess verður eftirfarandi dagskrá á laug- ardag: Kl. 6.20 rennur fyrsti vagninn úr hlaði frá skiptistöðinni við Fjarð- argötu í Hafnarfirði. Kl. 15 hefst dagskráin á tveimur stöðum. Á skiptistöðinni við Fjarð- argötu í Hafnarfirði mun fulltrúi Hafnarfjarðar þakka Landleiðum fyrir þá þjónustu, sem fyrirtækið hefur veitt og í Bessastaðahreppi, við Bjarnastaði, mun fulltrúi Bessa- staðahrepps þakka Erlendi Björns- syni sérleyfishafa fyrir unnin störf. Kl. 15.15 þakkar fulltrúi Garða- bæjar Landleiðum við Bitabæ í Garðabæ og í Mosfellsbæ við Hlé- garð mun fulltrúi Mosfellsbæjar þakka Mosfellsleiðum samstarfið. Kl. 15.30 þakkar fulltrúi Kópa- vogs Strætisvögnum Kópavogs fyr- ir þeirra þjónustu. Kl. 16 munu þeir Sveinn Björns- son fyrir hönd SVR og Örn Karls- son fyrir hönd AV skrifa undir samstarfssamning fyrirtækjanna. Kl. 16.20 verður lagt af stað með fulltrúa sveitarstjórnanna og gesti þeirra frá skiptistöð í Mjódd um akstursleiðir AV í Reykjavík að Lækjartorgi. Kl. 17 verður komið saman í J Félagsheimili Kópavogs og boðið upp á léttar veitingar. Fjallgöngugarparn- ir koma heim í dag ISLENSKU fjallgöngumönnunum, sem undanfarnar fjórar vikur hafa reynt við hæstu tinda fyrrum Sovétríkja, tókst ekki að ná lokatak- marki sínu, að klífa hinn fræga Kommúnistatind, sem er 7495 metra. Þeir koma til Islands í dag frá Kaupmannahöfn. Eftir því sem Morgunbiaðið kemst næst gekk ferðin með ágætum þó veður hafi verið fremur óhagstætt. Þeir félagar Björn Ólafsson og Einar Stefánsson sem báðir eru þrau- treyndir göngumenn klifu fyrst tind, sem er um 6300 metrar á hæð og nefnist Chetyreh 4. Sú ganga gekk mjög vel og var að mikilvæg til að geta aðlagast þunnu lofti og slæm- um aðstæðum sem einkenndust af miklum snjóþunga. Birni og Einari tókst því næst að klífa tindinn Korz- enewskoy sem er 7105 metra hár. Þeir gengu upp á hann á aðeins tveimur dögum. Að klífa Kommúnistatindinn, hæsta tind Samveldisríkjanna, var lokamarkmið þeirra. Veður var slæmt og snjóflóðahætta mjög mik- il. Þeir komust upp í 6300 metra hæð og urðu frá að hverfa eftir að hafa beðið þar í tvo daga. Aðstæður voru allar hinar verstu og því engin ástæða að þeirra mati að taka neina áhættu. Félagarnir eru væntanlegir heim í kvöld eftir viðkomu bæði í Moskvu og Kaupmannahöfn. Þeir höfðu í ferð sinni meðferðis sjónvarpsupp- tökutæki og eru nokkrar líkur á því að brot úr ferð þeirra verði sýnd í fréttatíma Sjónvarpsins um helgina. Forvarnakönnun heilbrig’ðisráðuneytisins: Fæni hætta að reykja en fleiri sleppa áfengi Forvarnakönnun heilbrigðisráðuneytis 1992 hefur leitt í Ijós að til- raunir fólks og árangur í að breyta lífsstíl sínum er í meginatriðum óbreyttur frá síðustu könnun, er gerð var 1989, þótt einstakir þættir hafi tekið breytingum. Einnig er tíðni aðvarana heilbrigðisstétta um áhættuþætti óbreytt frá fyrri könnun. Niðurstöður könnunarinnar nú eru sagðar vera, að efla þurfi upplýsingar og fræðslu í fjölmiðlum um forvarnir langvinnra sjúkdóma og slysa. Þá skipti heilbrigðisstétt- ir miklu máli í eftirliti, ábendingum og ráðleggingum um áhættu- þætti og breyttan lífsstíl. Tölfræðilega marktækar breyt- ingar frá könnuninni 1989 eru þær, að þátttaka og áhugi fólks á fundum og fyrirlestrum um heilbrigðis- og forvarnarmál hefur aukist. Aukin fræðsla um heilbrigðismál á sér stað gegnum fjölmiðla. Konur og eldra fólk fer oftar í læknisskoðun í for- varnarskyni og fólk í dreifbýli fer nú jafnoft og fólk í þéttbýli. Fleiri karlar en konur fá aðvörun um hækkaða blóðfitu nú en áður, en færri á aldrinum 65-75 ára fá nú aðvörun um hækkaðan blóðsykur. Aftur á móti hafa færri reynt að hætta að reykja, einkum meðal karla og meðal fólks á höfuðborgarsvæð- inu. Yngra fólk reynir þó meira en eldra að hætta reykingum. Færri í aldurshópnum 65-75 ára reyna nú að skera niður fítuneyslu. Yngra fólk reynir nú frekar en eldra að hreyfa sig meira og neyta minna áfengis, og búsetumunur varðandi hreyfívenjur er nú horfinn. Þá tekst fólki í þéttbýli betur að megra sig og skera niður fitu-, salt- og sykurneyslu en fólki í dreifbýli. Því er þó öfugt farið með áfengis- neyslu, þar sem fólki í dreifbýli tekst frekar að minnka áfengisneyslu sína en fólki í þéttbýli. Til sölu þessi einstaka bifreið - ein af fáum í landinu - SEM NÝ BMW 325i, órg. 1992, ekinn 5300 km. Bíllinn er svartur, beinskiptur 5 gira, á álfelgum, með rafdrifni sóllúgu, rafmagn í rúðum og læsingum, ABS-bremsukerfi, leðurinnrétting, fullkomin hljómflutnings- tæki, CD spilari, BMW sound system, splittað drif, 4 hauspúðar. Sjón er sögu rfkari. Upplýsingar í síma 676833 frá kl. 10.00-19.00 alla daga vik- unnar. Sveinn. ÚTSALA 20-1 50% afsláttur Iþróttagallar - Iþróttaskór - Bolir - Sundfatnaður - ÍJlpur og margt fleira. »hummel1f an E sportbúðin nýtt kortatímabil bafið Ármúla 40, sími 813555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.