Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 16

Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 DEILUR I KEFLAVIKURSOKN Fyrstu sáttatilraun- irnar út um þúfur SAFNAÐARSTARF í Keflavíkurprestakalli hefur verið í brennidepli undanfarið vegna deilna sem upp hafa risið milli sóknarnefndar annars vegar, og sr. Olafs Odds Jónssonar sóknarprests hins vegar. Málið komst í hámæli í júní síðastliðnum, þegar sóknarnefndin hótaði að segja af sér nema sr. Olafur léti af embætti. Nefndin sagði af sér frá og með 1. júlí, en frestaði afsögninni til 1. ágúst að beiðni kirkjuyfirvalda. Þann 29. júlí var efnt til aukasafnaðarfundar til að kjósa nýja nefnd, en þá féllst gamla nefndin á endurkjör. Leit því út fyrir að nokkrar sættir hefðu tekist í málinu. Á þriðjudag var hins vegar gerð opinber í fjölmiðlum greinargerð séra Ólafs um málið. Þótti sóknar- nefnd og fleirum þar að sér vegið og færðust þá deilur í aukana að nýju. Morgunblaðið leitaði álits málsaðila og nokkurra vegfarenda í Keflavík um málið. Sr. Ölafur vildi ekki tjá sig um það frekar, og vísaði til greinar- gerðar sinnar. Ekki náðist í hr. Ólaf Skúlason, biskup, vegna málsins í gærkvöldi né heldur sr. Braga Friðriksson prófast. Séra Ólafur Oddur hefur þjónað Keflavíkur- prestakalli í sextán ár, en hefur verið í leyfi frá störfum síðastliðið ár. Til stóð að hann tæki við störfum á ný þann 1. september, og var sr. Helga Soffía Konráðsdóttir ráðin aðstoðarprestur til þess tíma. Á miðvikudag ákvað sr. Ólafur að taka við embætti að nýju. Svo virðist sem deilurnar snúist ekki fyrst og fremst um embættisfærslu hans út á við eða guð- fræðikenningar, heldur frekar um tengsl prestsins við nánustu samstarfsaðila. Þá hefur einnig borið á ágreiningi vegna fyrirhugaðrar stöðu aðstoðar- prests við sóknina, ekki síst þar sem sr. Helga Soffía hefur hætt við að sækja um þá stöðu, og ber því við, að hugmyndir hennar og séra Ólafs um starfið hafi ekki farið saman. Varaformaður sóknamefndar: Eitthvað er enn ekki komið fram í dagsljósið „MÁLIÐ er á mjög alvarlegu stigi,“ sagði Birgir Guðnason, varaformaður sóknarnefndar Keflavíkur. „Það er okkar mat, að eitthvað alvarlegt sé að, sem enn er ekki komið fram í dags- ljósið," sagði hann. Birgir sagði að sóknamefnd hafí átt fund með biskupi á fimmtudag í síðustu viku, og þar hafi verið samþykkt að gera allt sem í valdi málsaðila stæði til að stuðla að áframhaldandi samstarfi við Ólaf Odd með því skilyrði að farið yrði að þejm leikreglum sem biskup setti. Á mánudag hafi prófastur svo fundað með sóknamefnd og komist að sömu niðurstöðu. „Á þriðjudag birtist hins vegar greinargerð Ólafs í Tímanum, og þá var sem sprengju hefði verið varpað,“ sagði Birgir, og þá hafi sáttaleið sú, sem virtist í uppsiglingu, horfið. Áðspurður sagði Birgir að sam- starfið við aðstoðarprestinn, Helgu Soffíu Konráðsdóttur, hefði gengið vel. „Það kom eins og ferskur blær með Helgu,“ sagði hann, „því fram að þeim tíma höfðum við þurft að þola upphlaup prests." Aðspurður um dæmi slíks sagði Birgir að nokk- uð margir hefðu hætt í sóknarnefnd eftir deilur við prest og borið hefði á því í vaxandi mæli að sóknarbörn hafi leitað út fyrir sóknina eftir prestsþjónustu. „Við höfðum búist við því, að með byggingu nýs safnaðarheimilis ykist safnaðarstarf til muna, og þá þyrfti nýjan prest,“ sagði Birgir. „Yngri menn hafa ferskar hug- myndir.“ Hann kvað sóknina vera fjöl- mennasta einsetna prestakall lands- ins. „Þetta er tæplega 8 þúsund manna sókn, og varla á eins manns færi að annast hana,“ sagði Birgir. „Okkar annars ágæti prestur sr. Ólafur hefur ekki haft tíma eða tök á að sinna henni að fullu.“ Birgir. sagði að gefín hefði verið heimild til að ráða aðstoðarprest til kallsins, því löngu hafi verið ljóst að fleiri þyrfti til starfans. „Ég legg mikla áherslu á, að það var búið að ná samkomulagi í sóknarnefnd um að nýta sérstaka kunnáttu Ólafs á sérstökum þáttum kirkjustarfs- ins.“ „Ég hef verið persónulegur vinur Ólafs í mörg ár, og notið hans þekk- ingar til langs tíma,“ sagði Birgir. „En vaxandi upphlaup hans á fund- um og það að yfírgefa fundarstaði svo ekki var hægt að afgreiða mál, var að mínu mati óþolandi.“ Birgir kvað næsta skref vera í höndum biskups. „Á sáttafundi sem haldinn var með prófasti kom með- al annars fram sú hugmynd, að prestur framlengdi frí sitt meðan gengið væri frá farsælli lausn máls- ins. Þarna hafði hann tækifæri á að þiggja þessa lausn, svo ásættan- leg niðurstaða fengist." Birgir kvað sóknarnefndina hafa verið viljuga til að draga sig í hlé ef það mætti verða til sátta, enda hafi nefndin sagt af sér frá og með 1. júlí. „Sá frestur var framlengdur til 1. ágúst að beiðni kirkjuyfír- valda, en á safnaðarfundi 29. júlí var nefndin endurkjörin.“ Birgir kvað það reginfirru að „smalað" hefði verið á fundinn, eins og fram hafi komið í greinargerð sr. Ólafs. „Það er engin leið að svara því hvernig fer með vetrarstarfið, sem á að hefjast 1. september,“ sagði Birgir. „Það er hins vegar númer eitt, tvö og þijú að friður geti hald- ist. Virðing mín fyrir prestsembætt- inu er mikil, og það má ekki spila grimma pólitík í þessu sambandi.“ Ritari sóknarnefndar: Meginmálið að friður komist á RITARI sóknarnefndar, Kristján Hansson, sagðist í samtali við Morgunblaðið fyrst og fremst vera ieiður yfir því hvernig mál- ið hefur þróast. „Ég hef ekkert út á embættisfærslu prestsins sem slíka að setja, en framkoma hans gagnvart sóknarnefndinni, meðhjálpurum og organista hef- ur ekki alltaf verið sem best,“ sagði Kristján. „Svo virðist að séra Ólafur hafi býsna einstrengingslegar skoðanir á ýmsum málum, og hefur það leitt til leiðinda í safnaðarstarfinu. Hins 'vegar væri ég tilbúinn til að taka þátt í næstum hveiju 'Sem er til að aftur komist á friður í söfnuðinum, Stuttgart - Svartiskógur BOSS verksmiðjurnar - Villibráðaveisla Innifaliö: Flug KEF-ZRH, FRA-KEF, gisting í Stuttgart í fjórar nætur, ferðir til og frá flugvelli, skoöunarferðir, villibráðaveisla og íslensk fararstjóm. Lágmarksþátttaka er 20 manns. * Flugvallarskattur kr. 1.480 ekki innifalinn. Hafið samband við söluskrifstofur okkar eða farskrárdeild í síma 690300. Verð: 36.900:- Miðað við tvo í herbergi Dagskrá: Laugardagur 22. ágúst: Flogið frá Keflavík til Ziirich kl. 07:40 Rútuferð þaðan til Stuttgart Sunnudagur 23. ágúst: Skoðunarferð um Svartaskóg og Villibráðaveisla Mánudagur 24. ágúst: Frjáls dagur í Stuttgart Þriðjudagur 25. ágúst: BOSS verksmiðjumar heimsóttar og gerð kjarakaup. Miðvikudagur 26. ágúst: Flogið frá Frankfurt til fslands kl. 14:20 FLUGLEIDIR - Traustur íslenskur ferðafélagi Birgir Guðnason Sævar Reynisson hvort sem það væri að allir málsaðil- ar drægju sig í hlé, eða að nefndin starfi áfram með séra Ólafí. Hann á skilið að fá sitt tækifæri eins og allir aðrir, en fyrst þyrfti hann að sjá einhvetja sök á ástandinu hjá sér, og mér finnst afar leitt að hann kenni söfnuðinum eða séra Helgu Soffíu á einhvern hátt um ástandið. Ég hef verið í þjónustustörfum í Keflavík í 40 ár, og allt það fólk sem ég hef kynnst er gott og heilt. En mejginmálið er að koma á friði á ný. Eg á satt best að segja erfitt með að trúa því að ástandið sé orð- ið eins slæmt og það er.“ Gjaldkeri sóknarnefndar: Er ekki eins o g maður vill að prestur sé „ÞETTA blasir þannig við mér, að ég hefði ekki farið inn í sókn- arnefnd, hefði ég vitað hvernig ástandið var,“ sagði Sævar Reyn- isson, gjaldkeri nefndarinnar. „Það vantar mikið uppá, að eðli- leg samskipti séu milli sóknar- prests og annarra aðila.“ „Hann springur á fundum yfir Einar Örn Einarsson ólíklegustu málum,“ sagði Sævar. „Virðing manna fyrir sóknarpresti er mikil, og fólk koðnar niður og gerir ekkert. S.vona hefur þetta verið í mörg ár.“ Sævar kvað Keflvíkinga hafa skynjað hvernig í málum lægi. „Prestur blandar litlu geði við sam- starfsmenn og hefur skrifstofu sína heima. Hann er hins vegar mjög hæfur í að meðhöndla sorgina og góður ræðumaður, enda skarp- greindur og vel gefínn. Góðu kost- irnir gleymast hins vegar í umræð- unni því einblínt er á þá slæmu.“ Að sögn Sævars sinnir Ólafur hvorki bamastarfínu né gamla fólk- inu, kemur ekki heim í hús til að skíra, og „er ekki eins og maður vili að prestur sé.“ Þó væru margir sem ekki hefðu neitt slæmt af presti að segja, enda væri það fólk sem stæði honum nær, sem flest væri í miklum vandræðum. „Það hefur ekkert upp á sig að tíunda einstök dæmi um upphlaup og vandræði," sagði Sævar. „Þetta er margra ára vandamál. Forveri minn hætti til dæmis vegna þessa, en hann var búinn að vera gjald- keri sóknarnefndar í 30 ár áður en hann flæmdist burtu. Það er þetta sem er svo ömurlegt og menn geta ekki sætt sig við.“ Aðspurður kvað Sævar ekki sjá neina leið til að hafa samband við sr. Ólaf að fyrra bragði eða öfugt. „Biskup á næsta leik. Á fimmtudag- inn í síðustu viku bað biskup okkur um að segja ekki af okkur, heldur finna sáttagrundvöll. Nú er hins Rögnvaldur Olafs- son heildsali látinn RÖGNVALDUR Ólafsson heildsali lést á heimili sínu í Reykjavík í fyrradag eftir erfið veikindi. Hann hefði orðið fimmtugur í dag. Rögnvaldur fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1942, sonur hjónanna Sólrúnar Elínar Rögnvaldsdóttur og Ólafs H. Stefánssonar. Rögnvaldur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1963 og hóf þá skrifstofustörf hjá Kassa- gerð Reykjavíkur og starfaði þar uns hann réðist sem skrifstofustjóri til Dalvíkurhrepps. Rögnvaldur var um skeið skrifstofustjóri hjá Prenthúsi Hafsteins Guðmundssonar og starf- aði hjá Flugleiðum uns hann réðist til ferðaskrifstofunnar Útsýnar sem aðalgjaldkeri. Þaðan réðist hann að Hótel Borg, sem hótelstjóri og starf- aði þar til ársins 1987 er hann sneri sér að rekstri fyrirtækis, sem hann hafði stofnað og ber nafnið Heild- verslunin R. Ólafsson. Það fyrirtæki rak hann til dauðadags. Rögnvaldur Ólafsson starfaði um árabil innan Oddfellowreglunnar. Rögnvaldur Ólafsson lætur eftir sig eiginkonu, Þóreyju Erlu Ragnars- dóttur, og fjögur uppkomin börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.