Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.08.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 17 Séra Helga Soffía Konráðsdóttir vegar svo komið að erfitt er að ímynda sér hvernig bæjarfélagið geti haft þennan prest, enda bæj- arbúar sárir yfir því sem sagt er í greinargerð hans.“ „Ef það kemur hingað annar prestur, hef ég engar áhyggjur af að geta ekki starfað með honum — næstum sama hver það er,“ sagði Sævar. „Þetta er bara spurning um að geta rætt málin án þess að það verði sprenging eða þau afgreidd með valdboðum.“ Organistinn: Tillögur og ununæli kosta uppþot og stór orð „EG er búinn að vera tvö ár í Keflavík. Þegar ég kom til starfa tók ég iöulega upp hanskann fyrir prestinn, en fór fljótlega að átta mig á skapgerðarbrestum hans,“ sagði Einar Orn Einars- son, organisti. Einar tekur sem dæmi, að þegar hann stóð að tillögu um starfs- mannanefnd á vegum sóknarinnar, hafí hann ekki fengið ráðrúm til að skýra tillögur sínar fyrir presti. „Hann hefur ekki beðist afsökunar á ummælum sínum um mig þá, og á meðan standa þau ummæli," sagði hann. „Ég nenni ekki að vinna und- ir slíku.“ Auk þess sem hann er organisti stýrir Einar kirkjukórnum, og kvað hann málið einnig hafa snert ein- staklinga innan kórsins. „Þegar haldin vár menningarhá- tíð Keflavíkurkirkju, voru í nokkra daga fengnir til liðs við hana lista- menn á ýmsum sviðum til að sam- eina listirnar í þágu kirkjunnar," sagði Einar. „Viðbrögð prests voru hins vegar þau, að hann sagði að vonandi gæti ég lært af mistökun- um. Það skilur enginn svona um- mæli, og þetta er eins og að fá blauta tusku í andlitið." Einar hafði sagt starfi sínu lausu, en uppsögnin væri nú fallin úr gildi að svo stöddu. „Mér fellur vel í Keflavík og við fólkið þar. Þar er gott að starfa og ég vil sjá hvað Morgunblaðið/Þorkell samtali við Morgunblaðið í gær. „Hann var prófdómari minn í guðfræðideildinni, og þar er hann í miklu áliti sem kennari, enda er honum margt til lista lagt.“ Helga Soffía sagði það vissulega vera erfitt fyrir sig að dragast inn í deilumál af þessu tagi. „Þetta mál er afskaplega leiðinlegt fyrir alla aðila og fjölskyldur þeirra, og það á ekki síst við um sr. Ólaf sjálfan. Hins vegar hef ég haft gaman af störfum mínum hér <s_ókninni, og hef kynnst mörgu góðu fólki," seg- ir hún. „Ég mun verða um kyrrt í Keflavík fyrst um sinn, og hef ráð- ið mig sem kennara í vetur.“ Hvað sóknarnefndina varðar segist hún hafa átt ágætt samstarf við hana. Hún tekur upp hanskann fyrir nefndina í þeim deilum sem risið hafa, og segir útilokað að tólf manna hópur sem vill kirkjunni sinni vel taki það upp hjá sjálfum sér að ráðast á mannorð sóknar- prestsins án nokkurs tilefnis. „Ég veit að þetta fólk ber hag sóknar- innar og bæjarins fyrir bijósti, sem sést best á samþykki þeirra að starfa áfram í sóknarnefnd eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Helga Soffía. „Niðurstaða sóknar- fundarins var að mínu mati eindreg- inn stuðningur við sóknarnefndina." setur, því biskup og æðstu ráða- menn verða að taka á þessu máli á einhvern hátt. Urlausn verður að fást fljótt, því fólk getur reynt að gera sér í hugarlund hvernig það er, að þegar bornar eru fram tillög- ur eða eitthvað sagt, kosti það upp- þot og stór orð á annan veginn.“ „Það sem heldur mér við efnið er að ég lít á mig sem starfsmann safnaðarins þar sem eru þúsundir manna. Söfnuðurinn er meira en einn prestur, og það verður að hugsa um hina líka,“ sagði Einar. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir: Erfitt að dragast inn í deilumál af þessu tagi „ÉG vil taka það fram að ég þekki séra Ólaf Odd ekki vel,“ sagði séra Helga Soffía Konráðs- dóttir, sem hefur leyst séra Ólaf Odd af undanfarna mánuði, i Skarphéðinn H. Ein- arsson: Hefur unnið störf sín vel „ÉG held að séra Ólafur Oddur sé hinn mesti sómamaður. Ég hef hlýtt á messur hjá honum, og einnig þurft að sækja til hans sjálfur, og mér hefur fundist hann vinna störf sín vel,“ sagði Skarphéðinn H. Einarsson sem Morgunblaðið hitti á förnum vegi í Keflavík. „16 ár er langur tími, og sérkenni- legt að fyrst núna skuli sjóða upp úr. Mér segir svo hugur að eitt- hvað sé að hjá öðrum en honum." „Ég veit ekki hvað býr að baki þessu róti núna, en Ólafur hefur þótt góð- ur prestur þá tíð sem hann hefur þjónað hér,“ sagði Skarphéðinn enn- fremur. „En ég vona að málið fái farsælan endi, og að séra Ólafur Oddur fái að starfa hér áfram óá- reittur, svo fremi hann kærir sig um það.“ Skarphéðinn Gylfi Kristinsson: Einhverjir hafaekki komið hreint fram „ÞAÐ hefur ekki farið mikið fyr- ir þessu máli fyrr en nú,“ sagði Gylfi Kristinsson. „Almenningur hefur ekki tekið eftir neinu fyrr en þetta kemur fram nú, og er slegið upp í blöð- um. Þetta kom flatt upp á mig, en sjaldnast veld- ur einn þá tveir Gy" deila.“ „Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég er í fyrsta árgangnum sem Ólafur fermdi hér og hann hefur reynst mér vel þegar ég hef þurft á honum að halda,“ sagði Gylfi. „Þetta er leiðindamál sem sennilega hefði verið hægt að afgreiða án þess að gera úr þessu blaðaskrif." Gylfi kvaðst telja erfitt að mynda sér skoðun á máli sem ekki væri betur kynnt, en sér virtist vandinn frekar liggja í stærð sóknarinnar. Þörf væri á tveimur prestum í sókn- inni og vel mætti vera að verkefnin væru of mörg og of stór til að einn prestur valdi þeim. „Einhverjir hafaekki komið hreint fram,“ sagði Gylfi. „Það hefði verið hægt að ræða málin á annan hátt en nú hefur verið gert. Kirkjumál eru alltaf viðkvæm, og þetta er leið- indamál fyrir bæjarfélagið." Sveindís Pétursdóttir: Hræðilega farið að manninum „MÉR finnst hreint hræðilega far- ið að manninum," sagði Sveindís Pétursdóttir, þegar Morgun- blaðið hitti hana í Keflavík í gær. „Ég bý reyndar í Vogum, en hef starfað mikið með öldruðum á Suðurnesjum, og hef lítillega kynnst störfum prestsins í gegnum það.“ „Hann hefur messað fyrir þá hópa sem ég hef starfað með, og fólk hefur látið vel af störfum hans. Þetta mál líkist einna helst aðför að sókn- arprestinum, og mér hefur fundist illa vegið að honum," sagði Sveindís ennfremur. Sveindís Lárns Guðmundsson: Ekkiof mikil ánægja með prestinn „MENN sem ég hef hitt hafa lít- ið blandað sér í þetta mál, en þó finnst mér held- ur meira um að mönnum finnist að presturinn ætti að hafa sig á brott,“ sagði Lárus Guð- mundsson sem ekur leigubíl í Keflavík. „Þó hittir maður einn og einn sem tekur upp hanskann fyrir hann, og finnst að honum vegið.“ Lárus sagði, að almennt væri málið ekki mjög mikið rætt. Sjálfur væri hann úr Njarðvík, og því snerti þetta ekki hans sókn. „Mér hefur þó heyrst að Keflvíkingar hafi ekki verið of ánægðir með störf séra Ólafs.“ Lárus Mest seldu steikur á Islandi Nauta-, lamba*- og svínagrillsteikur m. bakabri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. Tilbobsverb: 69®,- krónur. Vib seldum um þaö bil 6.000 steikur í júií. Jarlinn, Sprengisandi, er því oröinn aö stœrsta steikhúsi landsins. Viö þökkum frábœrar undirtektir og framlengjum steikartilbobib út ágústmánub. ‘Lambakjöt ófáanlegt í bili. V E I T I N G A S T O F A Sprengisandi - Kringlunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.