Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 25

Morgunblaðið - 14.08.1992, Page 25
__________ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992_ Hannes nálgast stórmeistaratitilinn ___________Skák_______________ Margeir Pétursson EFTIR afar lélega byijun á alþjóðlega mótinu í Altensteig í Þýskalandi náði Hannes Hlífar Stefánsson frábærum enda- spretti og komst upp í fimmta sætið á mótinu. Sigurvegari varð hinn kunni úkraínski stór- meistari Oleg Romanishin. Hannes náði því að hækka veru- lega á stigum, en það skiptir hann nú afar miklu máli. Um leið og hann nær 2.500 stigum á lista Alþjóða skáksambands- ins hefur hann náð stórmeistar- atitli. Eftir árangurinn í Altens- teig má ætla að hann sé með 2.480-2.485 stig og ætti að verða hægðarleikur fyrir hann að ná því sem upp á vantar á mótum fram til 1. desember. Ungverski jafntefliskóngurinn Zoltan Ribli tók snemma foryst- una á mótinu í Altensteig. En honum brást kjarkur til að fylgja henni eftir, seinni helming móts- ins gerði hann allar skákir sínar jafntefli, flest alveg baráttulaus. Romanishin notaði tækifærið, tók mikla áhættu í mörgum skáka sinna, skrapaði t.d. jafntefli á afar slæmar stöður gegn Þjóðverjun- um Gabriel og Vogt. En vogun vinnur, vogun tapar, þeir Stangl og Sadler voru alveg heillum horfnir gegn Romanishin, töpuðu fyrir honum í rúmlega 20 leikjum og hann náði að vinna yfirburða- sigur. Um einstök úrslit vísast til meðfylgjandi töflu. Fimm stór- meistarar tóku þátt á mótinu, en hinir keppendurnir sjö eru alþjóð- legir meistarar. Það olli Þjóðverj- um nokkrum vonbrigðum að eng- inn af þeirra ungu og efnilegu meisturum tókst að ná áfanga að stórmeistaratitli. Hannes vann sér rétt til þátt- töku með því að deila efsta sætinu á móti ungra meistara í sömu borg í vor. Að þessu sinni var afar heitt í veðri og tók það Hann- es talsverðan tíma að venjast því. Mjólkurkýr íslenskra skákmanna Við skulum líta á viðureign Hannesar við Þjóðveijann Thomas Luther. Hann varð í þriðja sæti á mótinu í fyrra og náði þá áfanga að stórmeistaratitli, en gekk ekki eins vel nú. Upp kom afbrigði af Sikileyjarvörn sem oft hefur kom- ið upp í skákum íslendinga upp á síðkastið. Það hefur reynst okkar mönnum afar farsælt bæði með hvítu og svörtu, jafnvel þó staðan upp úr byijuninni hafi stundum virst óhagstæð. Úr sex skákum er árangurinn fimm vinningar. Fyrst vann Jóhann Hjartarson Danann Mortensen í þriðju um- ferð Ólympíumótsins í Manila. Þeir Jón L. Árnason og Rússinn Vyzmanavin gerðu jafntefli í 11. umferð þess, Hannes og Þjóðveij- inn Lutz gerðu jafnteflr í þeirri tólftu eftir að Hannes hafði látið öruggan vinning sér úr greipum ganga og loks vann Jón L. Ion- escu frá Rúmeníu í næstsíðustu umferð. íslendingarnir höfðu hvítt í öllum þessum skákum, en á svæðamótinu í Östersund tefldi Jóhann byijunina með svörtu gegn Ernst og hafði sigur að lok- um eftir langa og stranga vörn. í skýringunum hér á eftir er vitn- að til allra þessar skáka: Hvítt: Thomas Luther Svart: Hannes H. Stefánsson Sikileyjarvörn I. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — a6 5. Bd3 — Rf6 6. 0-0 - Dc7 7. De2 - d6 Það er rúmenski stórmeistarinn Florín Gheorghiu sem gert hefur þessa broddgaltaruppstillingu vin- sæla. 8. c4 - g6 9. Rc3 - Bg7 10. Hdl - 0-0 11. Rf3 - Rc6 Athyglisverður mögulejki hér er II. — Rg4!? 12. Bf4 (Ónákvæm- ara er 12. h3?! — Re5 13. Rxe5 - de5 14. Be3 - Bd7 15. Hacl - Rc6 16. Rd5 - exd5 17. cxd5 og skák Jóns L. Árnasonar og Rússans Vyzmanavins í 11. um- ferð Ólympíumótsins leystist fljót- lega upp í jafntefli.) 12. — Re5 13. Hacl - Rbc6 14. b3 - De7 (Eftir 14. - Rxf3+ 15. Dxf3 - Re5 16. De2 - Bd7 17. Bbl - Hfd8 18. h3 - Be8 19. Be3 fann svartur enga áætlun í skák Jóns L. Árnasonar og Rúmenans Io- nescus í 13. umferð ÓL og hvítur vann á sókn.) 15. Bbl — Hb8 16. Khl! (Nákvæmara en 16. h3 — Hannes Hlífar Stefánsson b6 17. De3 - Kh8 18. Re2 - f5!? 19. Rfd4 - Rxd4 20. Rxd4 — Bb7, með færum á báða bóga, Jóhann Hjartarson- Mortensen, Danmörku, 3. umferð ÓL.) 16. — b6 17. Bg5! - f6 18. Be3 - Kh8 19. Rd4 — Rxd4 20. Bxd4 — Rc6 21. Be3 - f5 22. Dd2 - Hd8 23. f3 og hvítur stendur nokkru bet- ur, Ernst-Jóhann Hjartarson, svæðamótinu í Östersund. Nokkru síðar í skákinni vann Ernst peð, en honum fórst úrvinnslan svo óhönduglega að hann missti skák- ina alla leið niður í tap. 12. h3 Hannes Hlífar lék sjálfur 12. Bf4 í stöðunni gegn hinum nýbak- aða þýska stórmeistara Lutz í 12. umferð ÓL. Þjóðverjinn svaraði með 12. — e5! 13. Be3 — Bg4 14. Bc2 — Rd7 og náði að jafna taflið. 12. - Rd7 13. Bf4 - Rce5 14. Hacl - b6 15. b3 - Bb7 16. Bbl - f5!? Hannes reynir að flækja taflið, en þetta er beggja handa járn því hann veikir eigin stöðu í leiðinni. 17. Rd4 - Hae8 18. Dd2 - Rf7 19. Rde2?! Hér missir Luther þráðinn í skákinni og Hannes nær með þvinguðum leikjum að hrifsa til sín frumkvæðið. Það hefði gert hvítum talsvert auðveldara um vik ef hann hefði skotið 19. exf5 — gxfö inn. Þá á hann ýmsa athygl- isverða möguleika, t.d. 20. Rd5!? - Dd8! (En ekki 20. - exd5? 21. cxd5 og næst 22. Re6 með geysi- sterkri stöðu fyrir manninn og ekki, því ekki gengur 21. — Rc5 22. b4.) 21. Rxe6 - Hxe6 22. Bxf5 og hvítur hefur tvö peð og sterka stöðu fyrir mann. Hann getur einnig farið rólegar í sakim- ar, t.d. hindrað 20. — e5 með 20. Dc2!? 19. - e5! 20. Bh2 - Bh6 21. f4 — fxe4 22. Bxe4 — Bxe4 23. Rxe4 - exf4 24. R2c3 - f3 25. Bf4 - Bxf4 26. Dxf4 - Rfe5 Svartur hefur peði meira, en þyngra vegur þó að kóngsstaða hans er mun traustari. Hannes skilar líka fljótlega peðinu til baka en heldur öruggu frumkvæði. 27. Dg3 - Rc5 28. Hxd6 25 28. - Kh8 Allur er varinn góður. Hannes lætur ekki bæði svörtu hjónin horfast í augu við hvítu drottning- una. Það yrði dýrkeypt eftir 28. - Red3? 29. Hxg6+! - hxg6 30. Dxc7. Nú er 29. — Red3 hins vegar raunveruleg hótun. 29. Hfl - b5? Gefur hvítum færi á að rétta úr kútnum. Áður en hvítur nær að valda drottninguna var upplagt að leika 29. — Rxe4 30. Rxe4 — Rxc4 31. bxc4 — Hxe4 32. Hxf3 (Þvingað, því nú gengur 32. Hxg6? ekki vegna 32. — Dxg3 33. Hxg3 - f2+! 34. Kh2 - Hel.) 32. - Hxf3 33. Dxf3 - Dc5+! 34. Kfl — Dxc4 og svartur vinn- ur peð með skák og áframhald- andi frumkvæði. 30. cxb5 - axb5 31. Kh2 - Rxe4 32. Rxe4 - Hf5 33. Hf6? Tapleikurinn. Eftir 33. gxf3 — Hef8 34. f4 — g5 eru vinnur svart- ur peðið til baka og staða hans er eitthvað betri, en baráttunni engan veginn lokið. 33. - De7! 34. Hxf5 - gxf5 35. Rg5 - Hg8 36. Hel - Hxg5 37. Dxe5+ — Dxe5+ 38. Hxe5 — f2 og hvítur gafst upp. Altensteig 1992 Stig 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 Vinn. Röð 1. Romanishin, Úkraínu 2.555 0 1 'h 1 'h 1 'h 1 1 'h 1 8 1. 2. Ribli, Ungveijalandi 2.610 1 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 'h 1 6'/: 2.-4. 3. Kindermann, Þýskalandi 2.505 0 'h 1 1 1 'h 1 0 1 'h\ 61/: 2.-4. 4. Schlosser, Þýskalandi 2.500 'h 'h 0 1 'h 'h 'h 1 'h 1 'h 61/: 2.-4. 5. HannesHlífar 2.445 0 'h 0 0 'h 1 'h 1 'h 1 1 6 5 6. Vogt, Þýskalandi 2.530 '/: 'h 0 'h 'h 'h 'h 1 'h '/2 'h 5>/2 6.-7. 7. Stangl, Þýskalandi 2.475 0 'h 'h 'h 0 'h 0 'h 1 1 1 5*/2 6.-7. 8. Gabriel, Þýskalandi 2.490 'h 'h 0 'h 'h 'h 1 'h. 'h 0 'h 5 8. 9. Muller, Þýskalandi 2.490 0 'h 1 0 0 0 'h 'h 'h 1 'h 4'/: 9.-10. 10. Brunner, Sviss 2.490 0 'h 0 'h 'h 'h 0 'h 'h 1 'h 4>/2 9.-10. 11. Sadler, Englandi 2.515 'h 'h 1 0 0 'h 0 1 0 0 'h 4 11. 12. Luther, Þýskalandi 2.435 0 0 'h 'h 0 'h 0 'h 'h 'h 'h 3>/2 12. Afmæliskveðja: Helga Olafs Akureyri - 100 ára Hver vildi ekki verða hundrað ára, ef sá hinn sami héldi eldmóði æsku, andlegri og líkamlegri orku, og nyti sama vinfengis og vin- sælda alla sína löngu æfi? Helga er hrein goðgá. Læknar og vísindamenn um allan heim leitast við að afhjúpa ástæðuna fyrir heilbrigðu og löngu lífi. Ég held þeir ættu að skreppa upp á dvalarheimilið Hlíð á Ákureyri í dag, þar geta þeir vaflaust fundið svarið. Fislétta á fæti, og brosmilda af kæti, þannig man ég Helgu best. Bæjarlækurinn í Búðargilinu var lengst af næsti nágranni Helgu. Hann gat yglt sig á vorin, en litla dúkkuhúsið hennar Helgu stóð af sér öll áhlaup og hvergi var heimil- isylurinn meiri en hér. Nú veit ég að vísu kæra Helga að hæverska þín og lítillæti fyrir- býður mér að rekja æfisögu þína, en örfá þakkarorð á eigin vegum og fjölskyldunnar, vona ég þó að þú líðir mér. Helga þekkti alla, og allir bæj- arbúar Akureyrar þekktu Helgu í mannsaldur. I dag spyija menn um ætt og uppruna. Foreldrar Helgu voru Ólafur Þorsteinsson söðlasmiður og Sigurborg Ólafs- dóttir kona hans. Bróður átti Helga, Harald að nafni, en hann fluttist vestur til Kanada ungur að árum, og leit aldrei gamla land- ið aftur. Helga skrapp að vísu vestur um haf í boði bróður síns, en ekki vildi hún ílendast þar, og sneri heim aftur að ári. Hún hefur alla tíð síðan sett svip sinn á bæjarlífið í höfuðborg Norðurlands. Helga Ólafs eða Helga Ryel, hver er nú hver? Helga er nátengd ,nei hún tilheyrir Ryels fjöl- skyldunni, og það er því ósköp eðlilegt að hún gegni báðum nöfn- um jöfnum höndum. Það þarf ekki að bera oflof á Helgu. Fyrir þeim óeigingjarna og samviskusama getur fjálglegt ta! verkað neikvætt. En gömlu góðu tímarnir eru liðnir hjá. í dag taka menn það ekki eins og sjálfsagðan hlut að starfsfólkið vinni af hollstu og samviskusemi myrkranna á milli meðan húsbóndinn er fjarverandi, oft 3-4 mánuði af árinu. Það veit a.m.k. að faðir minn átti engu og engum velgengni sína meira að þakka en Helgu Ólafs. Fyrir alla þá hollustu í garð föður míns og fjölskyldunnar færi ég þér í dag, kæra Helga, mínar innileg- ustu þakkir. Gjarna hefði ég viljað skreppa norður í dag til að heilsa upp á þig kæra Helga. Við konan mín, og nafna þín, munum þó vera hjá þér í huganum, og vonandi færðu hugskeytið með góðum skilum. Lifðu bæði vel og lengi lengi. Richardt. Morgunblaðið/Jón G. Gunnarsson Árni Gunnarsson (t.v.) og Sturlaugur Þorsteinsson undirrita sam- komulagið um neyðarsímaþjónustu fyrir hönd Slysavarnafélags ís- lands og viðsemjenda í Austur-Skaftafellssýslu. Samningnr um neyð- arsímaþjónustu á Höfn ÁRNI Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands, og Sturlaugur Þorsteinsson, bæjarstjóri á Höfn, undirrituðu miðvikudag- inn 12. ágúst samning milli Slysavarnafélagsins og bæjarstjórans á Höfn fyrir hönd viðsemjenda í Austur-Skaftafellssýslu um neyðarsíma- þjónustu í sýslunni. Slysavarnafélagið tekur að sér að vakta neyðarsímann 81919 allan sól- arhringinn alla daga ársins og koma áleiðis hjálparbeiðnum. í þetta númer geta allir hringt er þurfa á neyðarað- stoð að halda hvort sem er hjá lög- reglu, slökkvilíði, lækni eða vegna sjúkraflutninga. Erfiðleikar hafa verið með neyðar- þjónustu hér undanfarið og er verið að leita leiða til að bæta úr brýnni þörf. Nú er unnið að tæknilegum undirbúningi en formlega á þjónust- an að hefjast 1. október nk. Slysa- varnafélagið annast tæknilegan und- irbúning en bæjarfélagið á Höfn greiðir kostanð. Eftirþriggja mánaða reynslutíma mun ákvörðun um gjald fyrir þjónustu SVFÍ verða tekin. Nú munu yfir 170 neyðarsíma- númer vera skráð á landinu en að sögn Árna Gunnarssonar væri æski- legast að einungis eitt númer gilti fyrir landið og þá sama númer og verður í gildi í Evrópu, það er 112. - JGG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.