Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992 27 Egill Pálsson, Borg- arnesi - Minning Fæddur 6. september 1912 Dáinn 7. ágúst 1992 Egill Pálsson var fæddur að Búð- um á Snæfellsnesi þann 6. septem- ber 1912 og var því mánuði fátt í áttrætt er hann lést á Sjúkrahúsi Akraness þann 7. ágúst sl. Foreldr- ar Egils voru Páll Pétursson (1861- 1925) og Guðveig Guðmundsdóttir (1885-1950) en ættir þeirra beggja voru borgfirskar. Egill var yngstur þriggja alsystkina, en einn hálf- bróðir var yngri, sammæðra. Öll eru systkinin nú gengin á fárra ára bili. Þau voru auk Egils, Pétur, sem var elstur og bjó lengst af í Kópa- vogi, Jórunn, sem bjó í Borgamesi og yngstur var hálfbróðirinn Guð- mundur Viðar Guðsteinsson sem bjó í Reykjavík. Guðveig og Páll slitu samvistir þegar Egill var þriggja ára gamall og flutti Guðveig í Borgames með börnin þrjú og var heimili hennar þar eftir það. Árið 1926 giftist Guðveig síðan Guðsteini Friðriks- syni (1863-1940) og var Guðmund- ur Viðar sonur þeirra. Páll Pétursson faðir Egils var ráðsmaður á Barðastöðum í Staðar- sveit þar sem tvö eldri böm hans fæddust en var fluttur að Búðum með fjölskyldu sína þegar Egill fæddist. Þar var hann þurrabúðar- maður, en fluttist síðar í Borgar- fjörð og dvaldi síðustu árin heilsulít- ill að Hamri í Borgarhreppi. Hann lést í Reykjavík árið 1925. Egill Pálsson vandist snemma öllum verkum og viðfangsefnum lífsbaráttunnar og varð snemma eftirsóttur til allra verka. Best létu honum öll bústörf. Móðir hans hélt alla tíð skepnur í Borgarnesi og í félagi við hana og síðar einn við- hélt Egill sjálfsþurftarbúskap enda marga munna að metta þegar á leið. Þegar Egill stóð á tvítugu hafði heimskreppan náð til íslands og möguleikar ungra manna fáir af þeim sökum. Það var því bæði rök- rétt og eðlilegt að næstu ár var Egill í vinnumennsku, lengst af í Sólheimatungu. Þar hafði hann reyndar fyrst dvalist sumarlangt þrettán ára gamall og alltaf haldið tengslum við það heimili síðan. Var hann því fyrst hjá Jónasi og síðan Tómasi syni hans og við Sólheima- tungubræður af þriðja lið þá Jónas og Sigurð Tómassyni hélt hann sambandi allt fram á siðasta dag. í Borgarnes fór Egill aftur þegar daglaunavinna fékkst og hóf fyrst störf utanbúðar hjá Verslunarfélagi Borgarfjarðar og leið þá skammur tími að stærstu tímamótunum i lífi hans. Þann 29. apríl 1939 giftust þau Egill og eftirlifandi kona hans Jó- hanna Lind, sem er fædd 11. sept- ember 1916 í Svíney í Færeyjum dóttir Pouls Lind og Kristínar Lind konu hans sem þar bjuggu. Egill og Jóhanna stofnuðu heimili sitt í Borgamesi og eignuðust fimmtán börn, en Jóhanna átti eina stúlku fyrir, sem ólst upp í Færeyjum. Tvo drengi misstu þau unga, en þrettán böm komust upp, sjö drengir og sex stúlkur. Öll bera þau nafnið Lind sem skimarnafn til viðbótar sínu íslenska nafni. Barnabömin eru orðin þijátíu og þijú og bama- barnabörnin sjö, auk þess sem barnabörn Jóhönnu í Færeyjum urðu þijú, eitt lést í æsku, en barna- barnabömin þar em tvö. Árið 1944 hóf Egill störf hjá Kaupfélagi Borgfírðinga og þar starfaði hann allt til ársins 1982 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Framan af var Egill utanbúð- ar hjá kaupfélaginu og við fláningu í sláturhúsinu á haustin. Egill var mikill kappsmaður og afburða flán- ingsmaður. En óhætt er að fullyrða að aldrei var kappið án forsjár eða magnið á kostnað gæðanna. Til marks um það má geta þess að Egill var fenginn til þess að leið- beina við fláningu bæði á Höfn í Hornafirði og á Patreksfirði því sláturhús Kaupfélags Borgfirðinga stóð þá sem nú á traustum fagleg- um grunni. Síðar hóf Egill störf í kjötvinnslu kaupfélagsins og þar vann hann til starfsloka. Egill var alla tíð með skepnur fyrir heimilið eins og áður sagði, framan af hafði hann kýr, kindur, hesta og hænsni eins og títt var í Borgarnesi fyrr á ámm. Slægjur hafði hann m.a. í landi Bjargs og Hamars en árið 1963 hætti hann með kýrnar og nokkmm ámm síðar flutti hann fjárbúskap sinn upp í Bjargsland þar sem hann átti bæði peningshús og slægjur. Börnin eignuðust líka hesta og lögðu bú- skapnum lið og þannig var undir- staða hestamennskunar lögð hjá þeim Egilsbræðmm. Haustið 1983 lét Egill lokið fjárbúskap sínum og framseldi Borgarnesbæ land sitt og lét frá sér síðustu kindurnar, sáttur við sitt hutskipti enda hans eigin ákvörðun. Lífshlaup Egils Pálssonar var í senn venjulegt og óvenjulegt. Það var venjulegt að því leyti að við- fangsefni hans vom nær öll í því umvherfi og af þeim toga sem hann hafði alist upp við enda stóð hugur hans til þess. Það óvenjulega við lífshlaup hans var umfang ævi- starfsins og sú atorka og farsæld sem einkenndi það. Barnabörn Egils Pálssonar og Jóhönnu Lind hafa réttilega heyrt margt af dugnaði og hreysti afa síns, sem alltaf sá heimili sínu far- borða þrátt fyrir mikla ómegð og af ljúflyndi og ósérhlífni ömmu sinnar sem gæddi baráttuna lífs- gleði. Saman skópu þau það verk sem lifír með börnum þeirra og afkomendum. Egill Pálsson tók hlutverk sitt alvarlega sem fjöl- skyldufaðir og var trúr yfir öllu sem honum var falið. Gæfa hans var sú að hvað studdi annað, vinnugleðin og verkin, hvert sem verkið var enda þótt bústörf og skepnuhirðing væm hans líf og yndi. Hann bjó við öryggi og sálarró og miðlaði því til annarra. Bamgóður var hann og með mannkostum sínum ávann hann sér virðingu allra sem honum kynntust. Egill var sáttur við Guð og menn þegar kallið kom. Megi minningin um hann styrkja tengdamóður mína á skilnaðarstund. Blessuð sé minn- ing Egils Pálssonar. Magnús Ingólfsson. í dag er borinn til grafar afi minn, Egill Pálsson frá Borgarnesi. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness eftir stutta sjúkralegu, tæplega átt- ræður að aldri. Það er hægt að koma ævisögu afa fyrir í fáum línum. Hann átti þó langa og viðburðarríka ævi. Af- rekin sem hann vann eru mörg. Kannski er mesta afrekið að koma til manns 13 heilbrigðum börnum. Þau, og barnabörnin hans, eiga honum mikið að þakka. Borgarnes- bær á honum einnig mikið að þakka. Hann várði stærstum hluta starfsævi sinnar í Borgarnesi og tók virkan þátt í uppbyggingu bæjar- ins. Afi á einnig þakkir skildar frá Kaupfélagi Borgfirðinga. Ég held að það sé varla hallað á neinn þó sagt sé að afi hafi verið einn traust- asti og besti starfsmaður þess fé- lags í áratugi. Samfélagið, og við sem njótum lífsgæða sem menn af kynslóð afa sköpuðu, stöndum einn- ig í þakkarskuld við afa fyrir allt það starf sem hann vann með sínum •stóru og sterku höndum. Afi fæddist 6. september 1912, sonur Páls Péturssonar og Guðveig- ar Guðmundsdóttur. Hann átti tvö systkini, Pétur og Jórunni, sem bæði eru látin. Afi fór að vinna strax og hann hafði aldur til. Hann var á unglingsárum og fram eftir aldri vinnumaður á bæjum í Borgar- firði, lengst af í Sólheimatungu. Árið 1939 kvæntist hann Jóhönnu Lind Pálsson og fluttist þá í Borgar- nes og vann þar verkamannavinnu upp frá því. Afi hafði allt fram á síðustu ár fjárbú ofan við Borgar- nes og lengi átti hann einnig tvær kýr sem hann geymdi í Borgarnesi skammt frá heimili sínu. Afí bjó lengst af á Gunnlaugsgötu 10, en þar reisti hann stórt hús fyrir fjöl- skyldu sína. Egill og Jóhanna eignuðust sam- an 15 böm: Ólafur fæddur 1939, bóndi á Hundastapa í Mýrasýslu, kvæntur Ólöfu Guðmundsdóttur. Þau eiga fímm böm og átta bama- börn. Hilmar fæddur 1940, verka- maður í Borgamesi. Kristinn fædd- ur 1941, bóndi í Örnólfsdal í Þverár- hlíð, kvæntur Iðunni Jónmundsdótt- ur. Þau eiga þijú börn. Guðmundur fæddur 1943, bifreiðarstjóri í Borg- arnesi, kvæntur Kristínu Halldórs- dóttur. Þau eiga fjögur börn. Páll fæddur 1944, verkamaður í Borgar- nesi. Rannveig fædd 1946, skrif- stofumaður í Reykjavík, gift Elíasi B. Elíassyni. Þau slitu samvistir og eiga fjögur börn. Þorbergur fæddur 1947, bifreiðastjóri í Borgarnesi. Hann á eitt bam. Sigrún fædd 1948, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, gift Magnúsi Ingólfs- syni. Þau eiga fjögur böm. Eygló fædd 1950, starfsmaður á elliheim- ili í Borgamesi, gift Róbert Crosby. Hún var áður gift Sigurði Sigurðs- syni. Eygló á'sjö börn. Sonja fædd 1951, verslunarmaður í Bretlandi, gift Peter Carter. Sólrún fædd 1953, verkakona í Borgarnesi. Hún á einn son. Hans fæddur 1955, en hann lést á fyrsta ári. Hans fæddur 1957, vélstjóri í Borgarnesi, kvænt- ur Sveinbjörgu Stefánsdóttur. Þau eiga tvö börn. Jenný fædd 1959, snyrtifræðingur í Borgamesi, gift Gunnari Ringsted. Þau eiga tvö börn. Auk þess eignuðust Jóhanna og Egill eitt andvana barn. Fyrir síðustu jól sá ég um að vinna efni fyrir blað sem gefíð var út á Vesturlandi. Mér datt þá í hug að taka viðtal við afa og ömmu og spyija þau út í gamla tíma. Þau tóku málaleitan minni ljúflega og við spjölluðum saman eitt síðdegi um jólin fyrr á tíð, brauðstritið og afkomendurna. Eftir þetta samtal gerði ég mér betur grein fyrir því hve afí þurfti að leggja á sig gífur- legá mikla vinnu til að sjá stórri fyölskyldu sinni farborða. Ég spurði afa hvort vinnudagur- inn hefði ekki oft verið langur. Hann játti því. Sagðist hafa farið eldsnemma á fætur til að mjólka kýmar og gefa skepnunum. Síðan hefði hann farið í vinnuna um líkt leyti og aðrir menn. Að loknum vinnudegi tóku við kvöldgegning- amar. Það var því yfírleitt langt liðið á kvöld þegar hann kom heim og þá átti eftir að koma börnunum í rúmið. Að auki hirti afí í allmörg ár skepnur fyrir nágranna sína í Borgamesi. Hádegið var oft notað til að sinna þessari aukavinnu. Afí vildi ekki gera mikið úr því að hann hefði verið þreyttur eftir þennan langa vinnudag, en viðurkenndi þó að hann hefði stundum ekki haft mikinn tíma til að borða í hádeginu þau ár sem hann sinnti skepnum fyrir nágranna sína. Afí sagði mér að sumarleyfí hefðu verið óþekkt fyrirbæri á fyrstu búskaparárum sínum. Frí var aðeins á sunnudögum og oftast nær eftir hádegi á laugardögum. Sú spurning vaknaði því í huga mér hvenær hann hefði fundið tíma til að heyja handa skepnunum fyrst engin vom sumarfríin. Hann svar- aði því til að hann hefði vaknað fyrir allar aldir, dregið fram orfíð og slegið þangað til tími var til kominn að mæta í vinnuna. Jóhanna hefði síðan snúið heyinu ef þurrt var í veðri. En hvað með matinn, var alltaf til nógur matur handa öllum þessum börnum, spurði ég. Já, já, það var alltaf til nógur matur sögðu gömlu hjónin og lögðu áherslu á orðin. Þau sögðu hins vegar að það hefði þurft mikinn mat. Tíu lítra af mjólk hefði þurft til heimilisins á dag. Kartöflur hefðu verið soðnar í tveimur pott- um. Allt Iqöt, kannski 25-30 lamba- skrokkar af hjörðinni upp á Egils- túni, hefði horfið ofan í börnin á einum vetri. Ég held að það sé enginn vafí á að afí hafði gaman af því að vinna. Þegar krafturinn fór minnkandi fyrir rúmum tíu ámm og læknar sögðu honum að hann yrði að minnka við sig vinnu, þá tók hann því illa. Hann kunni ekki að slaka á og hvíla sig. Að vinna var það eina sem hann kunni og þekkti. Hann lofaði læknunum að vinna aðeins hálfan daginn, en hann kunni því illa að fara heim á miðjum degi þegar verkefnin í kjötvinnslunni voru næg. Afi lærði þó um síðir að slaka á og hann átti ánægjulegt ævikvöld. Eg hygg reyndar að afí hafí verið hamingjusamur allt sitt líf. Hann átti einstaklega góða og duglega konu. Hún syrgir nú mann sinn umvafin börnum og barnabörn- um. Dæmi um það hvað afí hafði gaman af því að vinna er saga sem hann sagði stundum. Hann vann í mörg ár við fláningu á haustin. Með honum unnu oftast nær sömu menn, allt afkastamiklir flánings- menn. Og auðvitað var keppst við hver næði að flá flest lömb yfír daginn. Venjan var sú að flánings- maðurinn safnaði dindlum af skepn- um og þau voru notuð sem sönnun- argagn fyrir því hvað mikið hver og einn hefði flegið. Afi sagði frá því með nokkru stolti að hann hefði nær alltaf átt flesta dindlana að kvöldi. Þó hefði það komið fyrir eitt haustið að einn vinnufélaginn hefði átt fleiri. Það átti þó sínar skýringar. Hann hafði nefnilega keypt dindla af öðrum vinnufélaga til að reyna að slá Agli Pálssyni við. Ég vil fyrir hönd barnabarna Egils og Jóhönnu þakka afa fyrir samfylgdina. Blessuð veri minning- in um sterkan og góðan afa. Egill Ólafsson. S I Ð A S T I D A G U R I A G ! í Fimm fræknum tilboðum Nýherja gefst þér einstakt tækifæri til að eignast hágæða IBM tölvur á hreint ótrúlegu verði. Þetta er tækifæri sem þú mátt ekki missa af. Komdu í Nýherja, Skaftahlíð 24, strax í dag og kynntu þér málið. MUNDU FIMM FRÆKIIU TÖLVUTILBOÐ IUÝHERJA JaiiI M NÝHERJI SKAFTAHLlO 24 • SlMI 69 77 00 AUtaf akrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.