Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 Tekinn með fíkni- efni límd á líkamann FÍKNIEFNALÖGREGLAN hefur krafist gæsluvarðhalds til 9. sept- ember yfir 53 ára gömlum manni sem fíkniefnalögreglan og toll- verðir á Keflavíkurflugvelli handtóku á Keflavíkurflugvelli í Norðurlönd Utanríkisráð- herrar funda á Svalbarða JÓN Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra, situr utanríkisráð- herrafund Norðurlanda á Sval- barða í dag og á morgun. Málefni á dagskrá fundarins verða m.a. öryggi kjarnorkuvera og stöðvun tilrauna með kjarnavopn, ráðstefna um öryggi og samvinnu i Evrópu, þróun í EB og afstaða Norðurlanda til EB og fyrrum Júgó- slavíu. fyrradag, vegna gruns um að hann hefði í fórum sínum fíkniefni. Maðurinn reyndist hafa á sér inn- anklæða tæplega 3 kg af hassi og tæplega 400 grömm af amfeta- míni. Einnig var í gær gerð krafa um gæsluvarðhald yfír 28 ára gömlum manni sem kom til landsins með sömu flugvél frá Lúxemborg og maðurinn sem var handtekinn, en var ekki með fíkniefni í fórum sínum. Talið er að sá sé við málið riðinn, en hann hefur áður komið við sögu í fíkniefnamáli. Sá sem handtekinn var með efnið á sér hefur hins vegar aldrei komið við sögu í slíku máli áður. Ranglega var sagt í frétt Morgunblaðsisn í gær að fundist hefðu tæp 4 kíló af hassi og 340 grömm af amfetamíni á manninum. Einnig var ranghermt að maðurinn hefði lent í skyndileit tollvarða. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafði fíkniefnalög- reglan fengið grun um að menn þess- ir hygðu á innflutning fíkniefna og beið þeirra ásamt tollvörðum við komu flugvélarinnar. | 4,55% 2,53% Heilsuvernd Tómstundaiðkun og menntun Föt og skófatnaður Ferðir og flutningar | 1,51% 0,0% | Drykkjarvörur og tóbak 0,0% | Önnurútgjöld -0,95% §|||| Aðrar vörur og þjónusta -1,27% |ÉHfe| Húsgögn og heimilisbúnaður Framfærsluvísitalan Breytingar einstakra liða frá ágúst 1991 til ágúst 1992 Vísitölufíölskyldan Húsnæðiskostnaður hefur lækkað VÍSITALA framfærslukostnaðar er 161,4 stig í ágúst, en var 157,2 stig á sama tíma fyrir ári. Hækkun vísitölunnar er 2,7% á þessum tíma, en hún var sett á hundrað í maí 1988. Á meðfylgj- andi töflu má sjá hlutfallslegar hækkanir á grunni vísitölunnar frá því í ágúst í fyrra. Sá liður er mest hækkaði var heilsuvemd, 12,5%, en sá liður vegur hins vegar ekki mikið í vísitölunni, eða um 2,5%. Matvara hækkaði minna en vísitalan síðustu 12 mánuði, og sama má segja um húsgögn og heimilisbúnað. Eini liðurinn sem lækkaði á tímabil- inu var húsnæðiskostnaður, en útgjöld vísitölufjöl- skyldunnar til þess lækkuðu um 1,8%. Þessi liður veg- ur um 8% í vísitölunni. VEÐUR ÍDAGkL 12.00 Hdmlld: Vaðuretofa Islands (Byggt a veðurepé kl. 16.1S I gær) VEÐURHORFUR I DAG, 26. AGUST YFIRLIT: Um 600 km suðsuðaustur af landinu er 993 mb lægð, sem þokast austnorðaustur, en yfir Grænlandi er 1025 mb hæð. SPÁ: Norðan- og norðaustanátt á landinu og svalt í veðri, einkum norð- antil. Rigning á Austur- og Norðausturlandi, en slydda eða snjóar til fjalla. Þurrt að mestu í öðrum landshlutum og nokkuð bjart á Suðvestur- landi. HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðanátt. Vætusamt á Norður- og Noröausturlandi, en annars að mestu þurrt. Nokkuð bjart veður á Suðvestur- og Suðurlandi. Hiti 4-6 stig um landið norðanvert, en nærri 10 stigum svðra að deginum. Svarsfmi Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt r r r r r r r r Rigning Léttskýjað Hálfskýjað * r * * * ♦ * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað v $ ý Skúrír Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er2 vindstig.. 10° Hitastig y súid = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu vegir um landið eru nú greiðfærir. Vegna skemmda hefur brúin á Jökulsá á Dal, við brú á Efri-Jökuldal, verið lokuð bílaumferð, en búast má við að brúin verði opnuð fyrir létta umferð á morgun. Brú yfir Norðfjarðará hefur nú verið opnuð fyrir alla umferð. Fjallabilum er fært um flestar leiðir á hálendinu. Athygli má þó vekja á því að vegur um sunnanverðan Sprengisand er orðinn mjög grófur og seinlegur yfir- ferðar. Ferðalangar eru hvattir til þess að leita sér nánari upplýsinga um færð áöur en lagt er af stað í langferð til þess að forðast tafir vegna framkvæmda. Upplýsingar um færð eru veittar hjá vegaeftirliti í síma 91 -631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri 8 skýjað Reykjavík 12 skýjað Bergen 15 skýjað Helsinki 14 þrumuveður Kaupmannahöfn 14 rigning Narssarssuaq 14 skýjað Nuuk 6 léttskýjað Osló 17 skýjað Stokkhólmur 17 skýjað Þórshöfn 10 þokaígrennd Algarve 24 þokumóða Amsterdam 21 skýjað Barceiona 28 hálfskýjað Berlín 23 skýjað Chicago 21 þokumóða Feneyjar 29 heiðskírt Frankfurt 27 léttskýjað Glasgow 15 skúr Hamborg 20 skúr London 21 skýjað LosAngeles 18 hálfskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Madríd 34 léttskýjað Malaga 31 léttskýjað Mallorca 32 léttskýjað Montreal 21 mistur NewYork 23 mistur Orlando vantar Parls vantar Madeira vantar Róm 30 heiðskírt Vín 30 léttskýjað Washlngton 22 þokumóða Winnípeg 7 skýjað Innflutningnr buff- tómata stöðvaður Landbúnaðarráðuneytið hefur stöðvað innflutning á tómötum til landsins. Skrifstofustjóri ráðuneytisins segir að innflutningsleyfi á bufftómötum hefðu ekki verið nægilega takmörkuð og það orðið til þess að í þessari viku og síðustu hafi verið fluttir inn litlir bufftómat- ar, líkir venjulegum íslenskum tómötum, og það valdið erfiðleikum á markaðnum. Þegar innfluttu tómatarnir komu á markaðinn nánast stöðvaðist sala íslensku tómatanna, en hún hafði að einhveiju leyti jafnað sig í gær. Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri sagði að stóra bufftómata hefði vantað á markaðinn og inn- flutningur þeirra því leyfður. Venjan væri að gefa leyfi fyrir ákveðinni tegund sem vantaði á markaðinn en ekki magni og hefðu um 10 tonn af tómötum verið flutt inn undan- farna daga. Hins vegar hefði komið í ljós að uppistaðan í innflutningnum væri litlir bufftómatar, ólíkt því sem áður hefði gerst, og þeir farið í sölu á móti íslenskum tómötum. Það hefði valdið erfiðleikum hjá framleiðend- um hér á landi því nú væri grænmet- isverð í lágmarki víða erlendis. I síðustu viku voru flutt inn fjög- ur tonn af bufftómötum og sex tonn í þessari. Er þetta um það bil þriðj- ungur eða fjórðungur af tómatasöl- unni. Hins vegar er talið að vikuþörf- in hér af hefðbundnum bufftómötum sé um það bil hálft tonn. Guðmundur Sigþórsson sagði ljóst að næst þegar leyfður yrði innflutn- ingur á bufftómötum yrðu sett stærðarmörk, ekki væri nóg að til- greina tegundir. Morgunblaðið/Frimann Ólafsson Búningsaðstaða og baðaðstaða hefur verið útbúin fyrir hóp Þjóð- veija sem kannar lækningamátt Bláa lónsins. Grindavík Vísindakönmm á lækn- ingamætti Bláa lónsins Gríndavík. HÓPUR Þjóðverja er væntanlegur til íslands í dag, miðvikudag, sem mun taka þátt í vísindalegri könnun á lækningamætti Bláa Iónsins við Svartsengi. Nefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins hefur undirbúið komu Þjóðveijanna og fengin var fjár- veiting frá ríkinu. Hitaveita Suð- urnesja hefur útbúið afmarkað svæði við Bláa lónið sem verður notað til þess að gestirnir geti baðað sig og er það þannig úr garði gert að segldúkur er settur á jörðina og ómengað affallsvatn látið streyma í hann og kísill úr lóninu með. Gestirnir dvelja á hótelinu við Bláa lónið og borða í veitingahús- inu. Koma þeirra er styrkt af ýms- um sveitarfélögum og fyrirtækjum á Suðurnesjum. Það eru hins vegar sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna í Þýskalandi sem greiða ferðir hóps- ins hingað. FÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.