Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992
Reuter
Óeirðalögregluþjónar handtaka einn nýnasistanna, sem tók þátt i
árásinni á gistiheimili erlendra flóttamanna í Rostock í fyrrinótt.
Sænskir jafnaðarmenn vilja kosningar
Hætta á stjóm-
arkreppu í haust
Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins.
Þýskaland fyr-
ir Þjóðveija
- kölluðu nýnasistar í Rostock
Rostock. Reuter.
HÓPAR nýnasista flugust á við óeirðalögreglu og báru eld að gistiheim-
ili flóttamanna í borginni Rostock í austurhluta Þýskalands í fyrrinótt
en áður hafði tekist að flytja flóttamennina á brott. Þúsundir íbúa
borgarinnar fylgdust með aðförunum og hvöttu nýnasistana áfram
með hrópum og köllum. Stjórnarandstaðan í Þýskalandi hefur sakað
stjórnvöld um að bera ábyrgð á árásunum með því að skella skollaeyr-
um við miklu atvinnuleysi og miklum félagslegum vandamálum í austur-
hluta landsins.
Japanir
reisa hæli
fyrir vinnu-
sjúklinga
JAPANIR hafa ákveðið að reisa
347 endurhæfingastöðvar fyrir
vinnusjúklinga um land allt á
næstu sjö árum. Með því er ætl-
unin að spoma við auknum fjölda
dauðsfalla sem rakinn er til of
mikillar vinnu. Opinberar tölur
um andlát af völdum óhófsvinnu
eru ekki til en talið er að mörg
hundruð dauðsföll af því tagi
verði árlega í Japan. Auk hress-
ingarhælanna verður reist ein
rannsóknarstöð í hverri sýslu
landsins, en þær eru 47, til þess
að sérþjálfa lækna til þess að
fást við sjúkdóma af völdum
vinnuálags.
Aukinn þrýst-
ingnr á Collor
LUIZ Antonio Fleury Filho ríkis-
stjóri í Sao Paulo í Brasilíu sagði
í gær að Femando Collor de
Mello væri óhæfur til að gegna
starfi forseta Iandsins eftir að
sýnt hefði verið fram á það með
óyggjandi hætti að hann hefði
gerst sekur um spillingu og
mútuþægni. Fleury er álitinn
einn mesti áhrifamaður Brasilíu
en í Sao Paulo-ríki era höfuð-
stöðvar flestra stærstu banka
landsins og iðnfyrirtækja.
Jeltsín beitir sér
fyrir sáttum
BORÍS Jeltsín
Rússlandsfor-
seti mun á
næstu dögum
eiga viðræður
við Edúard
Shevamadze
leiðtoga Ge-
orgíu og
freista þess að
fínna pólitíska
lausn deilna
stjómvalda í Tbílísí og aðskilnað-
arsinna í héraðinu Abkhazíu í
vesturhluta ríkisins. Líkur á blóð-
ugri borgarastyijöld þar jukust
í gær er stjómarher Georgíu gaf
leiðtoga aðskilnaðarsinna, Vla-
dfslav Ardzínba, sólarhringsfrest
til uppgjafar.
Carrington
aðhætta
BOUTROS Bo-
utros-Ghali,
framkvæmda-
sfjóri Samein-
uðu þjóðanna,
kvaðst í gær
telja að unnt
yrði að koma á
friði í Bosníu-
Herzegovínu f
friðarviðræð-
unum, sem
hefjast í Lundúnum í dag, en
útilokaði þó ekki að hemaðarí-
hlutun kynni að reynast nauð-
synleg. Carrington lávarður,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Bretlands, kvaðst í gær ætla að
hætta sem helsti samningamaður
Evrópubandalagsins í júgóslav-
nesku lýðveldunum fyrrverandi.
Líklegt er að annar fyrrverandi
utanríkisráðherra Bretlands,
David Owen, taki við af Carring-
ton.
íröskumþotum
yrði grandað
BRENT Bennit, aðmíráll í
bandaríska flotanum, sagði í gær
að íraskar flugvélar, sem myndu
virða hið fyrirhugaða bann við
flugi í suðurhluta íraks að vett-
ugi, yrðu skotnar niður án við-
vörunar. Tæki bannið gildi mætti
ganga út frá því sem vfsu að
Irakar hefðu fengið nægar við-
varanir eftir diplómatfskum leið-
um um að þeir ættu ekki að
fljúga á þessu ákveðna svæði.
MARGT bendir til, að erfitt efna-
hagsástand í Svíþjóð geti valdið
stjórnarkreppu í landinu þegar
líður fram á haustið. Vegna sí-
lækkandi gengis á verðbréfa-
markaðinum og hárra raunvaxta
hefur tiltrú almennings á ríkis-
stjórn borgaraflokkanna minnkað
mikið og nú hefur Ingvar Carls-
son, leiðtogi jafnaðarmanna og
fyrrverandi forsætisráðherra,
skorað á Carl Bildt forsætisráð-
herra að segja af sér fyrir sína
hönd og stjómarinnar.
Carl Bildt hefur skorað á lands-
menn sína að vera þolinmóðir og
fullyrðir, að efnahagsmálastefna
stjómarinnar muni leiða til aukinnar
atvinnu og lægri vaxta á næsta ári
í síðasta lagi. Háu vextimir að und-
anfömu hafa hins vegar neytt marga
íbúðar- og einbýlishúsaeigendur til
að selja ofan af sér og oft fyrir miklu
lægra verð en þeir keyptu fyrir í
þenslunni 1988-90.
Ingvar Carlsson segir, að komist
jafnaðarmenn til valda á ný, muni
þeir afnema allar skattalækkanir
núverandi ríkisstjómar, þar á meðal
lækkun virðisaukaskatts á mat.
Tekjuaukinn, sem af þessu hlytist,
yrði síðan notaður til að auka verk-
legar framkvæmdir á vegum hins
opinbera. Þannig vill Carlsson bjarga
byggingariðnaðinum að hluta en inn-
an hans er atvinnuleysið nú hvorki
meira né minna en 30%.
Á einu ári hefur verðbólga í Sví-
þjóð Iækkað úr 11% í rúm 2% miðað
við heilt ár en samt heldur atvinnu-
leysið áfram að aukast og er nú rúm
6%. Það þýðir, að meira en 300.000
manns hafa enga vinnu. Við þessar
aðstæður vill Ingvar Carlsson, að
efnt verði til kosninga en ekki hafa
þó allir trú á, að tilkoma jafnaðar-
manna í stjóm breytti miklu. Auk
erfíðra ytri aðstæðna er sænskt þjóð-
félag nú að súpa seyðið af yfírboðs-
pólitíkinni og fyrirhyggjuleysinu,
sem ríkti meðan þenslan var sem
mest.
Ágreiningur með ríkisstjómar-
flokkunum fjórum virðist ekki mikill
á yfirborðinu en sagt er, að undir
niðri séu sprengjur, sem geti sprang-
ið með haustinu. Þar er einkum um
að ræða tillöguna um aukinn umönn-
unarstyrk, sem er hjartansmál kristi-
legu demókratanna. Hafa þeir hótað
að segja sig úr stjóm verði tillagan
ekki samþykkt en nú í vikunni sögðu
talsmenn Nýs lýðræðis, að þeir væru
andvígir henni. Ríkisstjómin hefur
því ekki meirihluta fyrir henni á
þingi.
Talið er að þúsundir manna hafi
tekið þátt í mótmælum gegn útlend-
ingum við gistiheimilið og þar af
hentu nokkur hundrað ungmenni eld-
sprengjum að því og lentu í áflogum
við óeirðalögregluþjóna er þau
reyndu að ráðast inn í húsið. Nýnas-
istamir hrópuðu meðal annars
„Þýskaland fyrir Þjóðvetja," „útlend-
ingana burt“ og „við munum ná
ykkur öllum" og tóku áhorfendurnir
óspart undir með þeim. Lögreglan
notaði öflugar vatnsdælur og táragas
til að halda aftur af óeirðaseggjun-
um, sem höfðu greinilega skipulagt
aðgerðirnar vel. Þrátt fyrir viðbúnað
lögreglunnar tókst nokkrum árásar-
mönnum að ráðast inn í bygginguna
og kveikja í henni en þá var búið
að flytja flóttamennina, sem vora
flestir Víetnamar eða rúmenskir sí-
gaunar, á brott. Eftir að kveikt hafði
verið í byggingunni beitti lögreglan
meiri hörku og handtók marga
óeirðaseggi.
Stjórnmálamenn úr öllum flokk-
um, sem sæti eiga á þýska þinginu,
hafa fordæmt atburðina í Rostock
og sagt það skammarlegt, að árás-
armennirnir hafí verið studdir með
hvatningahrópum og köllum frá þús-
undum íbúa borgarinnar. Þá hafa
margir fjölmiðlar gagnrýnt lögreglu-
yfírvöld fyrir dugleysi vegna þess að
ekki tókst að hindra íkveikju í bygg-
ingunni þrátt fyrir að mörg hundrað
lögregluþjónar hafí verið á svæðinu.
Rostock er 250.000 manna borg
á strönd Eystrasalts og er atvinnu-
leysi mikið í henni eða um 17%. Jafn-
aðarmenn, sem era í stjórnarand-
stöðu í þýskalandi, segja að ofbeldis-
verkin í Rostock séu afleiðing af
miklu atvinnuleysi og félagslegum
vandamálum í austurhluta landsins,
sem stjórnvöld beri ábyrgð á. „Eigi
einhver hópur í miklum vanda er
hætta á að reiði hans bitni á þeim,
sem hefur það enn verr,“ sagði Björn
Engholm, leiðtogi Jafnaðarmanna
um atburðina í Rostock í gær og
skírskotaði þannig til þess, að flestir
nýnasistanna eru atvinnulaus ung-
menni. Rudolf Seiters innanríkisráð-
herra vísaði í gær ummælum Jafnað-
armanna á bug og sagði að með
þeim væri reynt að réttlæta ofbeldið
í Rostock. „Ekkert réttlætir slíka
valdbeitingu, hvorki gagnvart Þjóð-
veijum eða útlendingum," sagði
hann. Seiters sagði að orsök aukins
ofbeldis gegn útlendingum væri fyrst
og fremst hinn mikli flóttamanna-
straumur til Þýskalands en á honum
bæru Jafnaðarmenn mikla ábyrgð.
Hingað til hafa Jafnaðarmenn neitað
að styðja tillögur stjórnvalda um að
breyta stjómarskrá landsins í því
skyni, að þrengja lög um innflutning
flóttamanna til Þýskalands.
George Bush forseti
með Saddam í sigtínu
Bush
Saddam
Washington. Thc Daily Telegraph.
Bandaríkjastjórn hyggst í vikunni leggja fram tillögur sínar um
væntanlegt bann við því að írakar noti flugvélar í baráttu Saddams
Husseins forseta við uppreisnarmenn af trúflokki shíta í suðurhluta
landsins. George Bush forseti hefur ákveðið að þjarma að Saddam
og ^jóst er hver ástæðan er: Bush getur ekki hugsað þá hugsun til
enda að hinn 4. nóvember sitji íraksforseti enn glottandi á traustum
valdastóli en bandarískir kjósendur vísi ef til vill Bush, meintum
sigurvegara I Persaflóaófriðnum, út í ystu myrkur.
Viðskiptabann Sameinuðu þjóð-
anna hefur valdið miklum þreng-
ingum í írak en engin ótvíræð
merki era um að veldi Saddams
sé að hrynja. Með flugbanninu ger-
ir Bush enn eina tilraun til að velta
Saddam. Vitað er að bandaríska
leyniþjónustan, CIA, hefur stutt við
bakið á ýmsum íröskum stjómar-
andstæðingum og fyrir skömmu
komst upp um samsæri í Bagdad
er hafði að markmiði að myrða
Saddam.
Vegna tillits til kosningabarátt-
unnar heima fyrir og Iítt vinsam-
legri túlkun demókrata á ráðagerð-
unum þurfti Bush að fresta því um
viku að leggja áætlun sína fyrir
Breta og Frakka. Þeir munu ekki
aðeins styðja flugbannið í orði held-
ur hafa þeir einnig heitið að senda
flugvélar á vettvang til að tryggja
að það verði haldið. Þessi töf hefur
ekki fallið í góðan jarðveg hjá
bandamönnunum en verra er þó
að afstaða margra arabaríkja, sem
börðust með bandamönnum, er
ýmist hikandi eða beinlínis nei-
kvæð. Tyrkir hafa auk þess ekki
viljað tjá sig um flugbannið og á
mánudag var sagt að enn yrði
frestur á ákvörðunum bandamanna
þar sem ríkin í Miðausturlöndum
þyrftu að ráðgast betur við um
málið. Það sem ráðamenn þessara
ríkja óttast er að írak muni leysast
upp ef harðar verði gengið fram.
Þótt sum nágrannaríkin hefðu ekk-
ert á móti því að hirða sneið af
írak er hræðslan við uppgang shíta,
sem ef til vill myndu stofna eigið
ríki í Suður-írak, víða ráðandi en
shítamir njóta stuðnings klerka-
stjórnarinnar í íran.
Ekki er hægt að útiloka að til
bardaga komi ef írakar reyna að
bijóta flugbannið, þeir hafa óspart
beitt flugher og stórskotaliði til að
bæla niður mótspyrnuna í suður-
héraðunum. Tekist hefur að
tryggja réttindi Kúrda í norðurhlut-
anum allvel með því að lýsa héruð
þeirra griðasvæði og umsvif Íraks-
hers hafa verið mjög takmörkuð
þar. Niðurlægingin yrði svo mikil
fyrir Saddam ef stjómvöld í
Bagdad mættu ekki fljúga yfír
tveim þriðju hlutum landsins að
hann gæti litið svo á að hann yrði
að láta sverfa til stáls og reyna að
beijast. Þá kemur margt til álita.
Lagaleg óvissa
Deilt er um það hvort samþykkt-
ir öryggisráðs SÞ veiti bandamönn-
um heimild til að hefja átök ef írak-
ar neita að hlíta flugbanninu. Stór-
blaðið The New York Times gagn-
rýnir fyrirætlanir stjórnar Bush
harðlega og segir þær „fljótfærnis-
legar, lagalega óveijandi og óskyn-
samlegar frá pólitísku sjónarmiði".
Bill Clinton, keppinautur Bush,
hefur að vísu sagt að hann styðji
stefnu hans í málefnum íraka en
með nokkram fyrirvara þó; sér-
fræðingar Clintons í alþjóðamálum
hafa gagnrýnt forsetann fyrir tæki-
færisstefnu og segja hann hafa
látið örvæntingu vegna lélegrar
niðurstöðu í skoðanakönnunum
hafa áhrif á gerðir sínar. Ráðgjafar
Bush segja að hræðslan við shíta
og bókstafstrúarofsa þeirra eigi
ekki lengur rétt á sér. Klerkastjóm-
in í íran hafí tekið upp hófsamari
stefnu og shítanir í Irak séu ekki
heldur jafn öfgafullir og íranskir
trúbræður þeirra. Ráðamenn í Kú-
veit, sem styður flugbannið, og
Saudi-Arabíu era sagðir hafa tjáð
Bush að þeir hafí ekkert á móti
því að írak verði skipt upp. En
yrði hægt að kom því til leiðar án
þess að senda á ný landher gegn
Saddam?
Það versta sem komið gæti fyrir
Bush ef til átaka drægi væri að
írakar skytu niður bandaríska flug-
menn og næðu þeim lifandi. Jimmy
Carter forseti tapaði kosningunum
1980 vegna gísladeilunnar við ír-
ana. Myndir af bandarískum her-
föngum á fjöldafundum í Bagdad,
er sýndar væru á bandarískum
sjónvarpsskjám næstu mánuði,
gætu dugað til að gera út af við
vonir Bush um endurkjör.
Shevardnadze