Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 Finnsk listakona ________Myndlist_______________ Bragi Ásgeirsson I FÍM-salnum, Garðastræti 6, sýn- ir um þessar mundir finnska mynd- listarkonan Lena Pyyhtiá-Viljanen nær tvo tugi myndverka. Listakonan, sem er fædd 1950 og býr í Helsing- fors, nam við Frjálsa listaskólann þar í borg og hefur frá árinu 1980 hald- ið tug einkasýninga og verið athafna- söm á almennum sýningarvettvangi. Það sem Lena hefur valið að sýna í húsakynnum FÍM eru frekar litlar myndir og virka sem lítil myndljóð. Hún raðar upp ýmsum smáeiningum frumforma og notar frekar hógværar litaandstæður. Myndimar eru í fæstum tilvikum byggðar upp á mikilli nákvæmni og jrfirvegun, heldur er líkast sem lista- maðurinn láti eðlisávísunina ráða við niðurröðun litaflatanna. Slíkt er leik- ur sem er oft viðhafður af myndlist- armönnum og telst fullgildur, en í þessu tilviki skera þær myndir úr sem eru markvissast unnar, svo sem „Valla-hall“ (6), „Campos“ (II), „Mateo“ (12), „Huone“ (17) og „Hope-Jim“ (18). Af þessum myndum má ráða að myndlistarkonan hafi þörf fyrir nokkurn aga í myndgerð sinni, en annars einkennast myndverkin í heild af þeim vinnubrögðum sem mikið eru viðhöfð í frjálsum listaskólum og svokölluðum nýlistadeildum. En frelsi í vinnubrögðum þýðir einnig frelsi til að beita sjálfan sig nokkrum aga, og það er nokkuð misskilið frelsi hjá ýmsum, er leggja það að jöfnu við þokukennd og ómarkviss vinnubrögð. Tilfinningin fyrir litnum er að mínu viti sterkasta hlið Lenu Pyyht- iá-Viljanen, en hins vegar er lit- og formræn samsetning myndverka hennar á þessari sýningu nokkuð ósannfærandi og myndbyggingin í heild oft losaraleg. Það er hins vegar af hinu góða að fá hingað heimsókn listamanns frá Finnlandi og þarmeð dálitla inn- sýn inn á vettvang yngri kynslóðar þarlendra listamanna. [LAUFAS FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 Sæviðarsund 160 fm endaraðhús á einni hæð. Góð stofa, 4 svefnherbergi, 20 fm bílskúr. Glæsilegur garður, gróðurhús. Laust fljótlega. 911 M 91 97H ^Ru® Þ' VALDIMARSSOM framkvæmdastjori m \ I V w h I V I v KRISTINN SIGURJ0NSS0N, HRL. loggiiturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Nýleg og góð í Vesturbænum 3ja herb. íbúð um 80 fm nettó á 1. hæð. Nýtt parket. Nýleg innrétt- ing. Sólsvalir. Þvottahús á hæð. Góð geymsla í kjallara. Ágæt sam- eign. Sanngjarnt verð. í gamla góða Vesturbænum 6 herb. efri hæð 116 fm nettó. Nýtt sérsmíðað eldhús. Nýtt bað. Nýl. parket. Tvær sólríkar saml. stofur með svölum á suð-vesturhlið. 3 rúmg. svefnherb. Verð aðeins kr. 9-9,5 millj. Skammt frá Háskólanum 2ja og 3ja herb. íbúðir við Hringbraut og Ásvallagötu. Hentar m.a. námsfólki. Neðst við Njarðargötu Efri hæð og rishæð í reisulegu timburhúsi. Nýtt þak. Ný klæðning utanhúss. Á hæðinni er 3ja herb. íb. I risinu er svefnherb., föndur- herb. og bað. Góðgeymsla íkjallara. Bílsk. með sérbílastæði. Gott verð. Miðsvæðis í borginni með bílskúr 3ja herb. íbúð á 3. hæð rúmir 80 fm. Ágæt sameign. Góður bílskúr. Útsýnisstaður. Nýlegt steinhús - austurborgin Húsið er hæð 132 fm með 5-6 herb. íbúð. Nýtt parket. Kjallar, gott húsnæði nú tvær litlar íbúðir m.m. Góður bílskúr 49 fm, sérbyggður. Gott lán. Tilboð óskast. Ný endurbyggt og stækkað steinhús ein hæð 129,5 fm við Háabarð í Hafnarfirði. Bílskúr 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Skipti æskileg á góðri íbúð miðsvæðis í borginni. Góðar eignir - hagkvæm skipti 3ja-4ra herb. íbúðir óskast í skiptum fyrir sérhæðir á vinsælum stöðum í borginni. Ennfremur óskast góðar íbúðir í lyftuhusum. Sérstaklega óskast lítið einbýlis- eða raðhús með bílskúr, má vera í Mosfellsbæ. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Opið á iaugardaginn. ALMENNA FASTEIGNASAt AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Frumraun í Hafnarborg Tónlist Ragnar Björnsson Þær stöllur tvær Ingunn Ósk Sturludóttir, mezzosópran, og Þórhildur Björnsdóttir, píanóleik- ari, frömdu frumraun sína, að undirrituðum skilst, með opinber- um tónleikum í Hafnarborg sl. sunnudag. Báðar hafa þær verið við nám í sama tónlistarskóla, sem kenndur er við þann fræga organleikara og tónskáld J.P. Sweelinck er lauk ævinni í Amst- erdam, en Sweelinck-tónlistar- skólinn er einmitt þar staðsettur. Ingunn Ósk lauk 8. st. námi frá Söngskólanum í Reykjavík 1987 og lokaprófi frá ljóða- og óperu- deild skólans í Amsterdam sl. vor. Þórhildur lauk einleikara- prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík einnig 1987 og er enn við nám í píanóleik í Sweelinck- tónlistarskólanum. Ingunn hygg- ur á frekara nám svo eiginlega má segja að báðar séu þær enn í námi og einkenndist flutningur- inn eðlilega nokkuð af því. Námið heldur að vísu áfram á meðan rödd og fingur svara, persónu- mótunin fær fyrst fijálsa braut þegar skólanámi lýkur. Til þess að dæma söngrödd eða hljóðfæra- leik væri „steriliserað" eða dauð- hreinsað umhverfi heppilegast, mikil eftirómun virkar eins og of mikil pedalnotkun á píanó. Auð- heyrt er þó að Ingunn hefur góða söngrödd og túlkunarhæfileika sem einsöngvari. Skap virðist vera fyrir hendi og litabreytingar í meðferð verkefna. Það sem Ing- unn þarf að lagfæra er vibratorið á röddinni, sem er of mikið og gerir röddina gamla fyrir aldur fram. Á sama hátt er sá söng- máti ekki fallegur né réttur að syngja ö þar sem skrifað stendur e, jafnvel þó á þýsku sé. Hægt væri að fara út í miklu nánari Ingunn Ósk Sturludóttir, mezzosópran, og Þórhildur Björnsdótt- ir, píanóleikari. skilgreiningu á fyrirbærinu, en Ingunn veit áreiðanlega hvað hér er átt við. Áræði er af óreyndum listamönnum að bytja tónleika á Brahms-lögunum, sem eru hvert einasta þeirra erfið í flutningi, en áríðandi er að ná allri athygli áheyrandans strax í upphafi tón- leika, vantaði enda á að athyglin héldist ótrufluð. „Liederkreis" er enginn smábiti að kyngja. Hvert einasta lag í þessum ljóðaflokki býr yfir trega, léttleika, þung- lyndi, stemmningum öðrum og töfrum sem þær stöllur nálguðust og komust kannski næst í síðasta lagi ljóðaflokksins, „Friihl- ingsnacht". Þórhildur virðist efni- legur píanóleikari, en henni hætti til að spila of sterkt og pedalnotk- un var of mikil, a.m.k. miðað við hljómburð salarins. í Brahms og Schumann var þetta svolítið óhefta spil áber- andi, í því sem á eftir kom, t.d. Sibelius og í fimm negrasöngvum átti það frekar heima. Lög Jór- unnar Viðar söng Unnur skemmtilega og best, að mér fannst, annað lagið, Hestur í tunglskini. Einstaka sinnum má Unnur þó passa sig á tónhittni. Sibeliusar-lögin virtust eiga vel við Unni, svo og fimm negralögin eftir Montsalvatge, sem mér fannst að vísu misjafnlega merki- leg músík, en Unnur og Þórhildur skiluðu stundum mjög vel og ekki síst síðasta iaginu, sem hrópa hefði mátt bravó fyrir. Aðgátar er þörf eftirMagnús Einarsson Nú fer í hönd sá árstími sem er vegfarendum erfiður í umferðinni. Skyggja tekur og kólna fer. Gang- andi klæða sig betur og treflar og húfur teknar fram til notkunar. Rigningin verður láréttari í storm- inum. Allir eru að flýta sér. Hausta tekur og skólar taka til starfa. Nýir nemendur hefja sína fyrstu göngu til skóla. Það eru yngstu bömin. Þau sem þarfnast mestrar umhyggju. Það er lífsnauðsyn að foreldrar og forráðamenn veiji góða gönguleið fyrir börnin sín til og frá heimili og skóla. Leiðin þarf að uppfylla þau skilyrði að vera stutt, greiðfær og örugg eins og kostur er. Þegar þessi leið er fundin þá að ganga með barn- inu fyrstu ferðirnar og leiðbeina því hvernig það á að haga sér. Barn sem er vel útsofið, hefur borðað góðan morgunverð, er vel klætt og er hlýtt er rólegra, yfirvegaðra og líklegara til að meta aðstæður rétt heldur en barn sem er illa sofið, svangt og kalt. Það er full þörf á því að foreldr- ar og kennarar fylgist vel með and- legri og líkamlegri heilsu barnsins heima og í skólanum. Ökumenn, nú um næstu mánaða- mót byrja börnin að sækja skólana. Þið verðið að hafa í huga að barn er barn og fjarlægðar- og hraða- skynjun þess er ekki alveg rétt. Sér- staklega eiga börn erfitt með að meta hraða bifreiðar eða bifhjóla þegar þau sjá beint framan á þau. Það er sagt að við verðum öll tvisv- ar sinnum böm. Eldra fólk á einnig erfítt með að meta hraða ökutækja og gæti farið yfir götu þótt bifreið sé komin hættulega nálægt því. Þetta verða ökumenn að hafa í huga. Á árinu 1991 slösuðust 307 ein- staklingar í umferðarslysum í Reykjavík og 8 létust. Það sem af er árinu 1992 hafa 244 slasast og 5 látist. Helsta orsök árekstra og umferðarslysa er að bið- og stöðv- unarskylda er ekki virt, ekið á rauðu ljósi og ökumenn virða ekki hina almennu reglu að þegar leiðir Magnús Einarsson tveggja ökutækja skerast skal sá víkja sem fær hinn á hægri hönd. Ökumenn, þetta er alfarið okkar mál að vinna úr og við getum engum öðrum um kennt en okkur sjálfum. Það er tómt mál að tala um að þetta sé einhveiju yfírvaldi eða öðrum að kenna ef við virðum ekki bið- eða stöðvunarskyldu eða ökum á móti rauðu ljósi. Hvað þá að víkja ekki fyrir þeim sem koma okkur á hægri hönd þegar t.d. þarf að beygja á gatnamótum eftir að grænt ljós kviknar eða stöðvað hefur verið við stöðvunarskyldu. Eg flyt öllum veg- farendum sem um sárt eiga að binda vegna umferðarslysa hugheilar sam- úðarkveðjur og bið að við öll sýnum hvert öðru tillitssemi í umferðinni. Lifið heil. Höfundur er aðstoðar yfirlögrcglusijóri ogyfirmaður umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík. Skemmtistaður Til sölu einn þekktasti skemmtistaður borgarinnar. Af sérstökum ástæðum selst hann hugmyndaríkum framkvæmdaaðilum mjög ódýrt gegn góðum trygg- ingum. Upplagt fyrir heila hljómsveit að kaupa sinn eigin skemmtistað. Góð hljómtæki til staðar. Snið- ugir náungar geta drifið þarna upp vinsælasta skemmtistað landsins - það er enginn í því hlut- verki í dag. r^7TTTiT77^TT7IT^ITVIT71 SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRlMSSON.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.