Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 25
25 .... /íurmuuJiivflM aiGMa/yo,,,,,.. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1992 Þing Fjórðungssambands Norðlendinga 3 ráðherrar flylja framsöguerindi SÍÐASTA þing Fjórðungssambands Norðlendinga verður haldið um helgina í Grunnskólanum á Hvammstanga. Sambandið verður lagt niður og þess í stað stofnuð tvö ný samtök í hvoru Norðurlandskjördæ- manna. Rétt til setu á þinginu eiga 79 fulltrúar af Norðurlandi. Á föstudagsmorgun verða haldnir stofnfundir nýrra samtaka sveitarfé- laga á Norðurlandi eystra og vestra. Síðasta þing Fjórðungssambands Norðlendinga og hið þrítugasta og fjórða í röðinni verður síðan sett kl. 15 á föstudag, 28. ágúst, þar sem m.a. verður flutt skýrsla formanns og framkvæmdastjóra og tilkynnt verður stofnun hinna nýju lands- hlutasamtaka í kjördæmum Norður- lands. Seinni dag þingsins, laugardaginn 29. ágúst, verða þeir Davíð Odds- son, forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, landbúnaðar- og sam- gönguráðherra, framsögumenn und- ir liðnum: Atvinnumál og byggða- þróun. Þá verður efnt til umræðu- fundar undir yfirskriftinni: Hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga og uppstokkun á sveitarfélagskerfinu. Framsögumenn á fundinum verða Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála- ráðherra, Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Þingslit og starfsslit Fjórðungs- sambands Norðlendinga verða síð- degis á laugardag. Þrotabú POB Viðurkenndar kröfur upp á 105 milljónir HEILDARFJÁRHÆÐ viðurkenndra krafna í þrotabú Prentverks Odds Björnssonar nemur rúmum 105 milljónum króna. Frestur til að lýsa kröfum í búið er runninn út og verður fyrsti skiptafund- ur í búinu haldinn 2. september næstkomandi. Forgangskröfur nema 4,5 millj- ónum króna og þar er fyrst og fremst um að ræða orlof og líf- eyrisiðgjöld. Kröfur sem tryggðar voru með veðum í eigum félagsins nema 86,2 milljónum króna, en þegar er búið að selja eignir bús- ins fyrir 60 milljónir króna. Eftir standa almennar kröfur upp á 42,5 milljónir króna auk forgang- skrafna. Stærsti kröfuhafi í búið er Landsbanki íslands, en þrotabúið seldi bankanum fasteign búsins eftir gjaldþrotið og hann seldi síð- an Ako-plast á Akureyri fasteign og rekstur búsins. Þreytandi heyskapartíð Ytri-Tjörnum. HÁARSPRETTA er allgóð og er seinni slætti nú víðast hvar að ljúka hér um slóðir. Hefur gengið frekar hægt að þurrka heyið vegna vætutiðar, en ngnt hefur sólarhring í nokkrar vikur. Með tilkomu rúllubaggatækn- innar hefur mönnum tekist að afla góðra heyja, þó enn betra sé talið að forþurrka rúlluheyið í einn dag því þá verður það mun meðfæri- legra og rúllurnar ekki eins nökkvaþungar. Gera má ráð fyrir að heyfengur flestra bænda á svæðinu sé mjög góður, en eftir Jónsmessuhretið gerði ágæta heyskapartíð og náðu svo að segja eitthvað á hvequm menn þá ágætum heyjum, en bú- ast má við að magnið sé í meðal- lagi. Allmargir bændur í Eyjafirði áttu miklar fyrningar frá fyrra ári, sem þeim hefur ekki tekist að selja enn. Óvíst er hvað um þær verður, en um tíma var kannað hvort möguleiki væri á sölu heys- ins til Svíþjóðar. - Benjamín Morgunblaðið/Rúnar Þór Hneppt upp í háls Það má segja að nánast hafi rignt eitthvað á hverjum sólarhring síðustu viku og þá einkum ér líður að kvöldi, en á stundum hafa menn líkt rigningunni við það að hellt sé úr fötu. Ferðamönnum fer fækkandi nú er líður að hausti, en þeim sem á ferðinni eru þessa síðsumarrigningardaga þykir eflaust öruggara að hneppa alveg upp í háls. Flestir búnir með mjólkurkvótann Bændur mega safna mjólk til laugardags Ytri-Tjcjrnum. MJOG margir kúabændur á svæði Mjólkursamlags KEA kláruðu fullvirðisrétt sinn fyrri hluta ág- ústmánaðar og hafa því haft ura. það að velja að gefa hana kálfum, hella henni í svelginn eða leggja mjólkina inn í samlagið án þess að fá greitt fyrir. Örlítið hefur verið um að menn skildu mjólkina og gerðu smjör eða aðrar vörur úr henni. Nú síðustu daga hafa bændur líka verið ósparir við að hella rjóma út á nýtínd bláber. Ákveðið hefur verið hjá Samtök- um afurðastöðva í mjólkuriðnaði að heimila bændum að safna saman mjólk frá og með deginum í dag, miðvikudag, en sú mjólk verður sótt til bænda næstkomandi laugardag og skrifuð inn á næsta verðlagsár, sem hefst 1. septemember. Tíð hefur verið afar hagstæð til mjólkurframleiðslu í þessum mán- uði, en skúrasamt hefur verið og beit fyrir mjólkurkýr hefur því verið einkar góð. Á síðustu vikum hafa bændur því lítið þurft að gefa af kjarnfóðri og þannig náð að spara nokkra fjármuni. — Benjamín Dagamunur vegua 130 ára afmælis Akureyrarbæjar AKUREYRARBÆR verður 130 ára næstkomandi laugardag, 29. ágúst, og af því tilefni verður mikið um að vera í bænum. Stefnt er að fjörugu bæjarlífi og verður boðið upp á ýmis atriði, m.a. á ný- gerðu Ráðhústorgi. Verslunareigendur hafa verið hvattir til að hafa verslanir í miðbænum opnar og einnig hafa veitingahúseigendur verið hvattir til að gera bæjarbúum sérstök afmælistilboð þennan dag. Þá er sölumönnum boðið að setja upp söluborð eða tjöld í göngu- götunni eða við torgið. Af dagskráratriðum má nefna að svokallaðir Morgunmenn sýna Möllersæfingar við Sundlaug Akur- eyrar kl. 8 á laugardagsmorgun og sundleikfimi verður iðkuð þar kl. 9, 10 og 11. Plöntuskoðun verður í Lystigarði kl. 9 og ókeypis að- gangur verður að söfnum bæjarins í tilefni dagsins. Náttúruskoðunarferð undir leið- sögn Þóris Haraldssonar, líffræð- ings, um Glerárgil hefst kl. 10, en á sama tíma leikur Lúðrasveit Ak- ureyrar á torginu. Hálftíma síðar verður kassabílakeppni ræst á Ráð- hústorgi, en kl. 11 hefst söguskoð- unarferð um Innbæ í umsjá minja- safnsins. Félag harmonikkuunn- enda við Eyjafjörð verður á ferðinni á Ráðhústorgi kl. 11. Hlaupakeppni barna hefst á torg- inu kl. 11.30 og kl. 13 sýna júdó- menn þar. Þá leikur hljómsveitin „Stjánarnir", en kl. 14 hefst dag- skrá í 1929. Á sama tíma verða félagar úr TBA á ferðinni á torginu og efna til badmintonkeppni. Loks syngur kór Glerárkirkju nokkur lög og Blásarasveit æskunnar kemur fram kl. 14.30. Húsin í Grófargili verða opin og gefst fólki kostur á að skoða þar húsakynni frá kl. 14 til 18. Hesta- mannafélagið Léttir stendur fyrir reiðsýningu á flötunum neðan sam- komuhúss kl. 16. í Sundlaug Akur- eyrar verður kennsla og æfing í meðferð björgunarvesta fyrir börn á tímabilinu frá kl. 16 til 18. Skemmtidagskrá verður í Davíðs- húsi og hefst hún kl. 16.30 og um svipað leyti verður leikin ljúf tónlist í Laxdalshúsi. Garðyrkjufélag Ak- ureyrar, sem fagnar áttræðis- afmæli sínu, býður upp á kaffiveit- ingar í Lystigarði síðdegis. Lokst má nefna að Slökkvilið Akureyrar sýnir tæki sín við Ráð- hústorg og björgunarsveitir verða með bíla sína í göngugötu auk þess sem sjóbjörgunarsveit sýnir tæki sín við Torfunefsbryggju eftir há- degi. íþróttafélagið Akur kynnir boccia-íþróttina og skátafélagið Klakkur stendur fyrir uppákomun í Skipagötu. Endurmenntun, starfstengt nám, símenntun, tómstundanám og ýmis önnur fullorðinsfræðsla verður til umfjöllunar í sérblaði, sem fylgir Morgunblaðinu fimmtudaginn 3. september. Að læra meira er heiti blaðsins og verður leitast við að gera skil þeim fjölmörgu leiðum sem standa fólki opnar til að auka við þekkingu sína með lengra eða skemmra námi, námskeiðum, fjarnámi og fleiru. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði, er bent á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 69 11 11. Síðustu forvöð til að panta auglýsingar í blaðið eru kl. 11.00 mánudaginn 31. ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.