Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 VERÖLD WAYNES RAPSÓDÍA í ÁGÚST mmmm Umsagnir: „Hrífandi, fyndin og hugljúf „Hreinskilin og stórkostleg mynd.“ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ 16 500 STEPHEN KING STEPHEN KING STEPHEN KING SPECTral RtCORDflG |Il|DOlBYETCRÍ5iaa sal A B OR NATTFARAR m SANNKALLAÐUR SUMARHROLLUR! M NÝJASTA HROLLVEKJA STEPHENS KING. - SKUGGALEG! Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. ÓÐURTIL HAFSINS Sýnd kt. 9. b.í.14. Síðustu sýn. BORNNATTURUNNAR Sýnd kl. 7íA-sal, sýnd kl. 5 í B-sal. ENGLISH SUBTITLE KL. 5. Miðaverð kr. 500. HNEFALEIKAKAPPINN Sýndkl. 11.16. b.í. 16. INGALÓ Sýnd kl. 7.05. ENGLISH SUBTITLE * ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ V 1912-1992 Styrktarpinnann fá allir 18 ára gamlir skátar og eldri og myndar þessi hópur styrktar- sveit íslensku skátahreyfing- arinnar. Ekkert formlegt starf fer fram á vegum þessa hóps. Þeir sem fá styrktarpinn- ann sendan fá hann endur- gjaldslaust. Pinnanum fylgir gíróseðill sem allir eru hvattir til að greiða, en þar er um að ræða gjald styrktarfélaga BÍS. Skátahöfðingi íslands, Bíldudalur Vegaframkvæmdir á Hálfdáni Bfldudal. NÚ STANDA yfir vega- framkvæmdir yfir Hálf- dán, sem er fjallvegurinn á milli Bíldudals og Tálknafjarðar. A síðasta ári var byijað á langtíma- verkefni, nýjum vegi yfir Hálfdán, og er áætlað að verkinu Ijúki 1994. Þessum öðrum hluta á að ljúka í nóvember. Lagður verður vegur frá Seljadal upp að Olíubeygju. Nýi vegurinn verður á snjóléttara svæði og með tilkomu hans fækkar mjög beygjum. Heildarefnis- magn er 148 þúsund rúm- metrar. Verktakin er Stakkafell. Þá er lokið við að leggja bundið slitlag á 3,3 km vegarkafla sem unnið var við á síðasta ári. R. Schmidt. Norræna húsið Dagskrá fyrir nor- ræna ferða- menn OPIÐ hús fyrir norræna ferðamenn verður í Nor- ræna húsinu fimmtudags- kvöldið 27. ágúst og er þetta síðasta dagskráin í þessari fyrirlestraröð um Island á þessu sumri. Að þessu sinni flytur Kristín Ástgeirsdóttir, sagn- fræðingur og þingmaður fyr- irlestur á sænsku um stöðu kvenna í íslensku þjóðfélagi. Einnig verður sýnd kvikmynd Osvalds Knudsens, Surtur fer sunnan. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Morgunblaðið/Róbert Schmidt Mikið jarðrask fylgir vegaframkvæmdunum yfir Hálfdán eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, þar sem búið er að kljúfa stóran hól fyrir nýju vegarstæði. Umhverfisátak Kísiliðj- iðjunnar í Mývatnssveit aaa ISS&k iaSí •JSJft KÍSILIÐJAN við Mývatn hefur að undanförnu stuðlað að margs konar umhverfisbótum í Mý- vatnssveit og hefur uppi ýmis frekari áform á því sviði. Sl. sunnudag gaf fyrirtækið Skútustaða- hreppi nokkur sorpílát sem sett verða upp í Reykjahlíðarþorpi. Eru þau skreytt slagorðunum „Virðum umhverfi — njót- um náttúrunnar“. Um árabil hefur verið hugað að umhverfisbótum á vegum Kísiliðjunnar en á árinu 1990 hófust miklar endurbætur á lóð fyrirtækis- ins. Hafa nú ökuleiðir verið malbikaðar og bílaplön steinlögð. Þá hefur fyrirtæk- ið staðið fyrir mikilli tijá- plöntun á lóðinni síðustu ár og hefur _ ræktunarstarfið gengið vel. í haust er áform- að að mála verksmiðjuhús Kísiliðjunnar, mála gúr- leiðslu frá dælustöð upp að verksmiðju og koma fyrir raflýsingu meðfram ökuleið- um. Á síðasta ári styrkti Kísil- iðjan landgræðslustarf í Skútustaðahreppi með 300.000 kr. framlagi og gaf einnig Landgræðslunni nokkurt magn af kísilgúr til húðunar á fræi. Þá eru uppi hugmyndir um að Kísiliðjan byggi gróðurskála til upp- eldis á tijáplöntum, sem síð- an yrðu gróðursettar sem víðast um Skútustaðahrepp. (Úr fréttatilkynningu.) Vasabrots- bók fyrir unglinga ÍSFÓLKIÐ - Bókaútgáfa hefur gefið út í vasabroti bókina Leyndardómar Eyðibýlisins eftir Einar Þorgrímsson. Höfundurinn skrifaði fimm unglingabæk- ur, sem út komu á árunum 1970-76 og kom þessi bók fyrst út 1971. Á bókarkápu segir, að þessi útgáfa sé tilraun, því í fyrsta sinn komi nú út vasabrotsbók fyrir unglinga eftir íslenskan höfund. Bókin komi nú út endurskoðuð og lagfærð og Frá afhendingu sorpilátanna í Hótel Reynihlíð sl. sunnu- dag, frá vinstri: Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Hörður Sigurbjarnarson, formaður um- hverfisnefndar Skútustaðahrepps og Sigurður Rúnar Ragnarsson sveitarsljóri. Styrktarpinni skáta 1992 Einar Þorgrímsson sé búin öllum þeim kostun sem unglingabók þurfi hafa. Bókin er 128 blaðsíður, unnin hjá Prenthúsinu. UM TÍU þúsund gamalla og eldri skáta hafa nýlega fengið styrktarpinna skáta 1992 sendan í pósti. Þetta er annað árið í röð sem styrktarpinni skáta er sendur út. Á hveiju ári er gefínn út nýr pinni. 'Viðtökur pinnans í fyrra voru góðar og reiknað er með betri viðtökum í ár á 80 ára afmælisári skáta- hreyfíngarinnar á íslandi. Af- mælismerkið prýðir styrktar- pinnann að þessu sinni. Gunnar Eyjólfsson, skorar á þá einstaklinga sem fá styrkt- arpinnann sendan að bera hann sem tákn um þann hug sem þeir bera til skátahreyf- ingarinnar. Auðvitað eru margir einstaklingar sem ekki fá pinnann sendan nú en vilja vera í hópnum. Þeir eru beðn- ir að hafa samband við skrif- stofu Bandalags íslenskra skáta og láta skrá sig sem „Eitt sinn skáta — ávallt Skáta". (Fréttatilkynning) Atriði úr kvikmyndinni Ameríkananum sem sýnd er í Laugarásbíói. Laugarásbíó frum- sýnir Ameríkanann LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina Amer- íkanann með Edward James Olmos, William Forsythe, Pepe Seraa og Danny De La Paz I aðalhlutverkum. Mynd- in er gerð eftir handriti Floyds Mutrux. Leikstjóri er Edw- ard James Olmos en hann var búinn að láta sig dreyma um að gera þessa mynd sl. 18 ár, eða allt frá því að hann las upprunalega handritið eftir Floyd Mutrux. I fréttatilkynningu frá kvikmyndahúsinu segir: „Árið 1991 dóu 769 manns af völd- um glæpahópa í Los Angeles. L.A. Times álítur að 90.000 skólaböm í Bandaríkjunum beri á sér byssur í skólanum. Þetta er saga spánsk- amerískrar fjölskyldu í gegn- um þijá ættliði og aðallega smákrimmans Santana. Hann stofnar glæpagengi í L.A. en eyðir miklu af lífi sínu innan fangelsismúra og þaðan stýrir hann glæpagenginu og endar í dópi, stórglæpum og dauða.“ Merki styrktarpinna skáta 1992. ■ | ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS n § HH r • HASKOLABIO SÍMI22140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.