Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 Minning Jörundur Hilmars- son háskólakennari Fæddur 15. mars 1946 Dáinn 13. ágúst 1992 Hinn 13. ágúst 1992 lést Jörund- ur Hilmarsson, heiðurskonsúll Lit- háens á íslandi, eftir erfið veikindi. Litháen missti góðan og einlægan vin. Jörundur Hilmarsson helgaði mikinn hluta ævi sinnar rannsókn- um á litháískri tungu við háskólann í Vilnius sem þýðandi og málvís- indamaður. Fyrir brennandi áhuga Jörundar og frábæra þekkingu hans á tungu okkar og þjóðsögum var skáldsaga Kazys Boruta „Myllan á Barði“ lesin og dáð af lesendum í hinu fjarlæga Islandi. Vinátta hans við Litháen og virðing fyrir þjóðinni kom fram í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann lét ekki slæma heilsu aftra sér í stuðningi við sjálfstæðisbaráttu Litháa og samþykkti að sinna ábyrgðarstörf- um heiðurskonsúls. Þegar maður hverfur svo skyndi- lega á braut skilur hann eftir mörg óleyst verkefni og drauma sem aldr- ei urðu að veruleika. Mörg eru þau verk litháískra höfunda sem biðu þess að þýðandinn íslenski færi um þau höndum og mörg okkar vonuð- ust eftir vingjamlegum samræðum og hlýlegu brosi. Því miður reyndist lífið of stutt. Megi vinur Litháens, Jörundur Hilmarsson, hvfla rótt í íslenskri moldu. Minning hans mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Við vottum bömum hins látna og hans nánustu, okkar dýpstu samúð. Vilnius, Vytautas Landsbergis, forseti æðsta ráðs lýðveldisins Litháen. Með þessum orðum vil ég minn- ast Jömndar fyrir alla umhyggjuna sem hann bar fyrir Hilmari litla og elskulega framkomu í minn garð í gegnum árin. Jömndur umgekkst Hilmar litla sem jafningja sinn og á milli þeirra ríkti einstakt sam- band. Oft settust þeir í sófann á Bakkavörinni með fuglabókina og spekúleruðu i hinum aðskiljanleg- ustu fuglategundum og rifjuðu upp það sem farið var yfir síðast. Stund- um var reynt að herma eftir fuglun- um bæði með hljóðum og látbragði og vom „póst-risahafemir“ og „sprattgaukar" lengi í sérstöku uppáhaldi. Á milli þess sem fuglar voru skoðaðir ræddu þeir um daginn og veginn og komu málfar og ýmis orðatiltæki þar oft við sögu. Annað áhugamál áttu þeir sameiginlegt en það var að borða hákarl, rúg- brauð og mjólk og var mikið skegg- rætt á meðan. Ekki njóta öll böm fram til 5 ára aldurs svo góðs frænda og kennara sem Jömndur var fyrir Hilmar, enda drakk hann í sig það sem þeim fór á milli og þroskaðist mikið í málfari. Eins og sjá má hafði Jörundur einstakt lag á bömum og fóm börn- in hans, Þorgerður og Þorsteinn, ekki varhluta af því enda mjög náið samband á milli þeirra. Hann umgekkst þau á jafnréttisgmnd- velli, hlustaði á það sem þau höfðu til málanna að leggja og tók tillit til þess. Vegna þessara eiginleika Jömndar laðaðist fólk að honum, ekki síst börn og unglingar. Jörundur sótti mikið til foreldra sinna og ríkti þar gagnkvæmt traust og virðing sem auðgaði líf þeirra allra. Fyrir um ári síðan kenndi Jömndur sér þess meins sem nú hefur dregið hann til dauða. Skömmu áður tókust náin kynni með Jömndi og Þuríði Elfu, eftirlif- andi eiginkonu hans. Þau voru mjög samrýmd og hamingjusöm þann tíma sem þau áttu saman og Þuríð- ur lýsti upp tilveru Jörundar þetta erfíða ár sem hann gekk með sjúk- dóminn. Ég trúi því að tíminn Iækni öll sár og við emm ríkari af því að hafa þekkt Jömnd og þökkum hon- um samfylgdina. Megi hann hvíla í friði. Sóley. Jömndi Hilmarssyni á ég margt að þakka, og hann skilur eftir skarð, sem vandséð er, að verði fyllt, nú þegar hann er allur. Eg var í hópi málvísindastúdenta í Háskóla íslands, sem Jömndur kenndi samanburðarmálfræði, eftir að hann kom þar til starfa haustið 1981. Þar fór kennari, sem var að ýmsu leyti óvenjulegur. Hann hafði góða rödd og þá snotrastu töflu- skrift, sem ég hafði kynnzt, og framsetning efnis var svo fumlaus og greinargóð, að tímaglósumar var nánast hægt að lesa eins og kennslubók. Hann var prúðmenni, en gat verið fjörugur, og var til- kippilegur að fara með okkur út á lífið — í smóking og bleikum sokk- um. Hann var ekki föðurlegur læri- faðir, heldur leit hann á sig sem jafnaldra okkar, en stóð einhvern veginn utan við aldur og kynslóðir í augum nemanda, sem var vanur að líta svo á, að kennarar væm á fjarlægum stalli. Var hann þó bæði mennskur og mannlegur í bezta skilningi þeirra orða. Þegar ég fór til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og ákvað að leggja samanburðarmálfræði fyrir mig, þurfti ég ekki að kvarta undan því að njóta ekki stuðnings og velvilja kennara minna. En eftir á að hyggja hefur Jörandur ef til vill verið sá málfræðingur, sem varð helzt til þess, að ég lagði af alvöra út á þessa braut. Hann hvatti mig ekki til þess með því að reka mig áfram með harðri hendi eða telja mér trú um, að fræðaheimurinn mætti ekki fara á mis við mig, heldur með því að sýna mér í verki, að þessi fræði væm þess virði að stunda þau þeirra sjálfra vegna. Hann var logandi af áhuga á Winterslögmáli í litháísku og fmmsömdu hljóðvarpsreglunni í tokkarísku, sem hann kallaði í gamni Jömndarlögmál. Þó var hann svo hógvær í ást á viðfangsefninu, að ég fékk á tilfinninguna, að sam- anburðarmálfræði væri ekki ein- göngu fyrir sérvitringa og stór- stjörnur, heldur gætu menn stundað hana sér til ánægju og lagt sitt af mörkum, þótt þeir hétu hvorki Rask, Saussure né Kurylowicz. Vestan hafs komst ég að því, að Jömndur var meiri stjama en ég hafði gert mér ljóst., „By the way, do you know that guy Hilmarsson?" spurði fyrsti samanburðarmálfræð- ingur, sem ég hitti vestra haustið 1984, og síðan hafa margir viljað vita deili á honum, sem þekktu skrif hans í erlend tímarit og voru for- vitnir um framgang tokkarískra fræða á fslandi. Á næstu árum sökkti Jömndur sér af alefli niður í þá grein indóevrópskra mála og varð á skömmum tíma einn atorku- samasti og afkastamesti fræðimað- ur í þeirri grein. Það var rétt eins og stífla brysti. Honum hljóp kapp í kinn, og ekki vantaði stórhug og bjartsýni. Ekki var til neitt alþjóð- legt tímarit um tokkarísk fræði, og þá var að bæta úr því. Hann ákvað að gera það upp á eigin spýtur. Ýmsum þótti fyrirtækið glæfralegt, en það kom á daginn, að framtakið var lofað og helztu fræðimenn í greininni vom fúsir að senda efni til birtingar. Rannsóknir á tokkar- ískri málfræði em fremur skammt á veg komnar, og skortur er á fræði- ritum. Menn þágu því með þökkum útgáfu tímaritsins Tocharian and Indo-European Studies og kunnu vel að meta röskleika Jömndar við að birta eigin verk. Áhugi málfræð- inga á'tokkarísku er lifandi og vax- andi. Jörandur var afar vel kynntur í þeirra hópi og þekktur að vand- aðri fræðimennsku. Nú var „þessi Hilmarsson" orðinn „hann Jörund- ur“, svo að ekki þurfti lengur að segja deili á honum, þegar saman- burðarmálfræðingar hittust ytra. Einn sagðist ætla að krefjast þess, að Jömndur yrði eftirmaður sinn, og aðrir stungu saman nefjum um, hvort hann væri fáanlegur í þetta rannsóknarverkefnið eða hitt út- gáfumálið. Þegar ljóst varð, að ég réðist til starfa við Háskóla íslands töldu menn það ekki ónýtt, að Jör- undur væri þar haukur í homi. Jömndur hafði ekki alveg sleppt af mér hendinni. Hann sendi mér hvatningar- og fréttabréf í útlegð- ina og kallaði mig á sinn fund, hvenær sem ég tyllti fæti á fóstur- jörðina. Á þeim fundum var rætt um fræðanna gagn og nauðsynjar, te var drukkið ómælt og skipzt á sögum af málfræðingaþingum aust- an hafs og vestan. Hann bað mig að lesa ritsmíðar sínar í handriti, sumar í mörgum útgáfum, og krafði mig álits. Það var vitanlega lær- dómsríkara fyrir mig en hann. Ég var innvígð í viðfangsefnin, fræði- uppgötvanir og framkvæmdir, og spurð ráða eins og jafningi. Þar kom, að ég sýndi honum með hálf- um huga ritgerð, sem ég hafði skrif- að um tokkarískt efni. Hann lét sig ekki fyrr en ég hafði fallizt á, að hún yrði birt í tímaritinu og það reyndist góður skóli að breyta henni í tímaritsgrein og búa hana til prentunar. Þannig hélt Jörundur áfram að mennta mig, þótt því hlutverki hans ætti að vera löngu lokið, og ég hef sjálfsagt notið þess, að ég varð fyrst nemenda hans til að feta í þessi fótspor. Það var eins og hann myndi ekki eftir því, að hann hafði fimmt- án ára forskot, og hann kom fram við mig, eins og við stæðum jafnt að vígi. Ekki var hægt annað en smitast af baráttuvilja hans og þrautseigju við að stunda fræði, sem verða ekki í askana látin og í raun ekki stunduð á íslandi við kjör- aðstæður. Hann vildi ekki heyra uppgjafartón og hafði lag á að láta mér fínnast, að hlutskipti mitt væri öfundsvert og allir vegir færir. Ég fór aldrei svo af hans fundi, að mér þættu fræðin ekki eftirsóknarverð- ari en áður og ég skrefí nær því að verða fullorðin. Nú hefur heimspekideild misst starfsmann, sem hverfur frá ólokn- um verkefnum og lét sér annt um fleira en tokkarísku fræðin sín, þótt það færi ekki alltaf hátt. Það hefur fækkað um einn í hópi mál- fræðinga, sem stunda sögulega málfræði á íslandi, og þar munar um hvem manninn. Svið tokkar- ískrar málfræði hefur misst þessa driffjöður og jafnframt málgagnið, sem óvíst verður um framhald á. „Þú getur alltaf gengið að mér,“ sagði Jömndur einhveiju sinni. Ég hafði þá trú, að ég ætti hann að um alla framtíð, og það er erfítt að sjá fyrir sér starfsævina án hans. Það þekkja ekki aðrir en reynt hafa, hvað það er að fínna læriföður verða að fræðabróður og vini. Þeim, sem mest hafa misst, votta ég djúpa hluttekningu. Guðrún Þórhallsdóttir, íþöku. í dag barst okkur sú fregn, að Jömndur Hilmarsson, dósent í al- mennum málvísindum við Háskóla íslands, hefði látist í Reykjavík eft- ir stutta legu. Þessar fréttir fylltu okkur sorg og mikilli samúð. Fyrir okkur var Jömndur Hilm- arsson ekki aðeins alþekktur vís- indamaður sem hafði á sér ágætt alþjóðlegt orð, sem sérfræðingur á vettvangi tokaríska tungumálsins, heldur einnig vinsæll starfsbróðir, sem hjálpaði með ráðum og dáð, þegar hann var þess beðinn. A þessari stundu vottum við eftir- lifandi eiginkonu og fjölskyldu sam- úð og munum geyma minninguna um Jömnd Hilmarsson í þakklátum huga. Heidelberg, Þýskalandi, dr. Georg Meerwein. Dr. Jömndur Hilmarsson dósent er fallinn í valinn, glæsilegur maður á hátindi starfsferils síns. Mikils er misst fyrir samstarfsmenn hans í Málvísindastofnun Háskóla íslands, eins og alla aðra sem kynntust þess- um afburðamanni. Jörandur hóf nám í indóevr- ópskri samanburðarmálfræði við háskólann í Ósló árið 1966 og lauk þaðan magistersprófi árið_ 1977. Samanburðarmálfræðin í Ósló er ekki við hæfí neinna veifískata og mun Jömndur hafa verið einn ör- fárra sem lokið hafa námi í henni. Hann aflaði sér enda yfírburðar- þekkingar á fornindóevrópskum málum var auk þess vel mæltur á margar samtímatungur, m.a. lithá- ísku sem hann nam við háskólann í Vilníus 1971-1972. Upp frá því lagði Jörundur jafnan rækt við lit- háíska tungu og menningu og var útnefndur heiðurskonsúll Litháens á íslandi á sl. ári eins og alþjóð varð kunnugt. Indóevrópsk samanburðarmál- fræði er gömul og virðuleg fræði- grein, stunduð víða um lönd. Eng- inn vafi er á að Jörundur hefði getað valið úr kennslu- og rann- sóknarstörfum við ýmsar af fremstu háskóladeildum heimsins í saman- burðarmálfræði, en hann kaus þó að starfa hér heima, við rýran bóka- kost og lítinn viðurgeming Háskóla íslands. Hann var stundakennari við Háskólann með nokkmm hléum 1974-1985, styrkþegi við hina heimskunnu Alexander von Hum- boldtstofnun í Þýskalandi 1979- 1981 og aftur 1988, varð fastráðinn stundakennari við Háskólann 1986 og loks dósent í almennum málvís- indum 1. júlí 1989. Jafnframt kennslunni hélt Jörundur áfram að mennta sig í fræðigrein sinni og stundaði auk þess skriftir og viða- miklar rannsóknir. Þar bar hæst rúmlega 400 blaðsíðna doktorsrit- gerð, sem Jörundur gaf úr í Reykja- vík 1986 og varði sama ár við há- skólann i Leiden í Hollandi, en hún fjallaði um athyglisverð álitamál í tokkarískri hljóðkerfís- og beyging- arfræði. Jömndur hafði víðfeðma þekk- ingu á indóevrópskri samanburðar- málfræði en helsta sérsvið hans innan hennar var einmitt tokkarísk hljóðkerfís- og beygingarfræði. Sá sem hér stýrir penna er alls óvís um þau fræði en þeir sem þeim em kunnugri fullyrða að Jömndur hafi verið á meðal mestu tokkarísku- fræðinga í heiminum, ef ekki fremstur þeirra allra. Því til sann- indamerkis má m.a. nefna að hann kom á fót og ritstýrði síðan af mik- illi elju og ósérhlífni eina alþjóðlega tímaritinu sem sérstaklega er helg- að tokkarískum fræðum, Tocharian and Indo-European Studies. Jömndur sat í stjórn Málvísinda- stofnunar árin 1990 og 1991 og reyndist stofnunni nýtur liðsmaður í hvívetna. En fyrst og fremst var Jömndur yfirburða vísindamaður og einn allra afkastamesti rann- sóknamaðurinn á meðal þeirra sem aðild eiga að Málvísindastofnun og reyndar á meðal starfsmanna Há- skólans alls. Það þykir gott meðal háskóiakennara að birta þetta eina til þijár greinar á ári að jafnaði en á síðastliðnu ári einu birtust eftir Jörund sjö greinar í ýmsum fræði- ritum og 219 bls. bók sem hann gaf út sem fylgirit með tímariti sínu. Bar Jörundur svo hróður sinn og Háskóla íslands víða um lönd með rannsóknum sínum og ritum. Á þessum erfiðu tímamótum vottar Málvísindastofnun öllum ættingjum og aðstandendum Jör- undar dýpstu samúð. Jömndur Hilmarsson var í senn prúðmenni og glæsimenni. Hann var jafnan fús til góðra verka, einkar ljúfur í við- móti, fróður um margvíslegustu hluti, glettinn í tilsvömm, glaður á góðri stund. Það var gott að verða honum samferða og því sárgræti- legt að þurfa nú að sjá á bak slíkum afbragðsmanni. F.h. Málvisindastofnunar Háskóla íslands, Halldór Ármann Sigurðsson. Þegar hringt var til mín og mér sagt að vinur minn, Jörundur Hilm- arsson, væri látinn átti ég eitt and- artak erfítt með að trúa að ég hefði heyrt rétt. Ég hafði vitað um all- nokkurt skeið að Jömndur var ekki heill heilsu og háði baráttu við erfíð- an sjúkdóm, en bjartsýni hans og vinnugleði ýttu þeim hugsunum á brott að hann væri ef til vill ekki að beijast til sigurs. Kynni okkar Jörandar hófust fyr- ir mörgum ámm en urðu að góðri vináttu er hann tók að sér verkefni fyrir Orðabók Háskólans. Því verki skilaði hann með sóma, en eftir það leit hann reglulega inn til mín til þess að skrafa um orðsifjar og velta upp nýjum hugmyndum. Við ákváð- um fyrir þremur árum að taka upp samvinnu um gerð orðmyndunar- orðabókar og okkur tókst að hrinda þeirri hugmynd af stað með góðum styrk frá Vísindasjóði. Fáeinum dögum áður en hann dó hringdi hann til mín og við ræddum langa hríð um allt sem við þyrftum að gera til þess að halda verkefninu gangandi og kynna það fyrir fræði- mönnum hér á landi og erlendis. Ekki örlaði á uppgjöf og verkefnin vom nær óþijótandi sem hann hafði á pijónunum og sagði mér frá. Jörundur var afbragðs vísinda- maður, hugmyndaríkur og vand- virkur. Hann var doktor í saman- burðarmálfræði en megináhugi hans beindist að hinni fornu tungu, tokkarísku. Hann hafði þegar getið sér mjög gott orð erlendis og var í frernstu röð fræðimanna á sínu sviði. Ósjaldan var ég spurð að því erlendis hver þessi maður væri sem skrifaði svo hálærðar fræðigreinar og gæfí út sérfræðitímarit langt norður í höfum. Ég hygg að Jörundi hafi sjaldan fallið verk úr hendi enda var hann rómaður fyrir vinnusemi. Tímaritið hans hefur öðlast alþjóðlega viður- kenningu, hann hafði nýlega lokið við bók um ákveðið vandamál tokk- arísku og var vel á veg kominn með orðsifjabók yfír tokkaríska tungu þegar hann féll frá. Góður vinur er farinn. Jörundar er nú sárt saknað af nemendum, samkennurum og vinum en enn meiri er söknuður eiginkonu, barna og fjölskyldu. Ég votta þeim öllum innilega samúð mína. Guðrún Kvaran. Vinur okkar, Jörundur Hilmars- son, er látinn, langt um aldur fram, eftir stutta og erfíða baráttu við illvígan sjúkdóm. Eins og ávallt, þegar menn falla frá í blóma lífs- ins, leita á okkur spurningar um tilganginn. Hvers vegna eru menn hrifnir á brott, þegar svo mörgu er ólokið og starfsævi í raun að byija að loknu námi? Jörundur var elstur barna hjón- anna Þorgerðar Jömndsdóttur og Hilmars Garðarssonar, skrifstofu- stjóra. Systkini hans eru Anna María og Þorsteinn. Það var öllum ljóst, sem þekktu Jömnd, að af honum var mikils að vænta. Hann var gæddur óvenju- miklum námshæfileikum og var reyndar með ólíkindum hve auðvelt honum reyndist að skila frábæmm námsárangri, þó að margvísleg áhugamál kölluðu á athyglina. A yngri árum lagði hann stund á knattspymu af kappi og auk þess var hann ágætur skákmaður og bridgespilari. Skáklistin var honum löngum hugleikin, enda liggja eftir hann ágætar þýðingar á skákritum af ýmsum tungumálum. Skáklífið á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.