Morgunblaðið - 26.08.1992, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.08.1992, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1992 17 HRAÐliSTRARNAMSKEID... með óbyrgð! ★ Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? ★ Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ★ Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? ★ Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi skaltu skrá þig á hraðlestrarnámskeið. Næsta námskeið hefst rmðvikudaginn 9. september. Skráning alla daga í sima 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN 1978-1992 suzuki swin á sérstöku tilbobsveröi Gunnarsson Þyrlan flutti endur- varpa upp á Öræfaökul Þyrla Landhelgisgæslunnar TF SIF aðstoðaði nýlega björgunarsveitar- menn í Öræfasveit við að koma fyrir endurvarpa í 1.848 m hæð á Öræfajökli fyrir VHS talstöðvarkerfi björgunarsveita og Landhelgis- gæslunnar. Þyrla frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafði tekið að sér að annast þetta verk, en varð að hverfa frá því eftir að hafa flutt hluta búnaðarins upp á jökulinn þar sem það var ofviða þyrlunni að flytja hann upp í svo mikla hæð. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti fjóra menn upp á jökulinn auk búnaðarins sem eftir var, og tókust flutning- amir í alla staði mjög vel. - Swift - sparneytinn bíll o vœqu veröi - Skreiðarflutningar til Nígeríu Suzuki Swift á verbi frá kr. $ SUZUKI —./m SUZUKIBÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 Vegna hagstæðra innkaupa bjóbum vib nú fáeina 695.000, “ stgr. á götuna. Bílarnir eru búnir aflmikilli 58 hö. vél meb beinni innspýtingu, framdrifi og 5 gíra gírkassa. Svo er eybslan alveg í sérflokki, frá abeins 4.0I á hundrabib. Nylialist! CLIPTEC rofamir og tenglamirfrá BERKER gegna ekki aðeins nytjahlutverki, þeir eru líka sönn fbúöarprýöi! CLIPTEC fæst í ótal litasamsetningum og hægt er að breyta litaröndum eftir þvf sem innbú, litir og óskir breytast. CLIPTEC er vönduð þýsk gæðavara á verði, sem kemur á óvart! LflP Vatnagörðum 10 a 685854 / 685855 Seyðisfjörður Eimskip krafið um 30 milljónir kr. í skaðabætur STÓR kaupandi að skreið í Nígeríu, hr. Nanakalu, hefur krafið Eim- skip um u.þ.b. bii 30 milljónir króna í skaðabætur vegna skemmda á vörunni í gámum sem Eimskip hefur tekið að sér að flytja milli ís- iands og Nígeríu. Nígeríumaðurinn dvaldi fjóra daga hérlendis og ræddi við forráðamenn Eimskips um málið áður en hann hélt af iandi brott í gærdag. Hjörleifur Jakobsson forstöðu- maður áætlanadeildar Eimskips seg- ir að mál þetta fái eðlilega meðferð hjá þeim og tryggingarfélag þeirra muni taka afstöðu til þess hvort tjónakrafan verði tekin til greina eða ekki. „Kröfur þessar bárust okkur formlega í hendur fyrir um mánuði og hefur verið unnið í þessu máli af fullum þunga síðan,“ segir Hjör- leifur. Samkvæmt upplýsingum frá Har- aldi B. Böðvarssyni lögmanni hr. Nanakalu hefur hann kvartað yfir gæðum skreiðarinnar frá því í maí á sl. ári. „Þessi upphæð um það bil 30 milijónir króna er það tjón sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna skemmda á vörunni frá maí í fyrra,“ segir Haraldur. „Við viljum ekki fullyrða hvort skemmdir á skreiðinni séu af völdum flutningsaðila eða framleiðenda hér heima en Eimskip hefur verið tregt til að svara kvört- unarerindum frá skjólstæðing mín- um.“ Hjörleifur Jakobsson segir að við- ræðurnar við Nígeríumanninn hafi einkum snúist um þá gáma sem enn eru stopp í Hamborg. Upphaflega var um 31 gám að ræða og fóru 14 þeirra strax áfram en 17 eru enn á hafnarbakkanum í Hamborg. Verið sé að vinna að lausn þessa máls og líkur á að gámarnir fari suður til Nígeríu með skipi hinn 2. september. Ottó Wathne til heimahafnar Seyðisfírði. NÝR frystitogari lagðist að bryggju á Seyðifirði i gærdag. Togarinn heitir Ottó Wathne NS- 90 og er í eigu samnefnds útgerð- arfélags. Kemur hann í stað ís- fisktogarans Ottó Wathne NS. Margir bæjarbúar voru á bryggj- unni til að fagna komu skipsins. Móttökuathöfn fór fram um borð og voru eigendum og fjölskyldum þeirra færð blóm og árnaðaróskir í tilefni dagsins. Ottó Wathne er keyptur frá Nor- egi. Skipið var smíðað á Spáni árið 1991. Er það 720 brúttórúmlestir að stærð, 51,5 metrar á lengd og 12 metra breitt. Frystigeta um borð er rúm 50 tonn á sólarhring og frystirými fyrir um 550 tonn. 3.000 hestafla vél er í skipinu. Að sögn Trausta Magnússonar annars eiganda skipsins er ætlunin HELGI Ólafsson og Margeir Pét- ursson unnu báðir skákir sínar í 8. umferð í iandsliðsflokki skákþings íslands í gærkvöidi. Helgi vann Árna Ármann Árna- son og Margeir vann Hauk Ang- antýsson. Þá vann Hannes Hlífar Stefáns- að Ottó Wathne farið á veiðar ein- hvern næstu daga. Verður byrjað á karfa og verður hann heilfrystur. Garðar Rúnar son Þröst Árnason, Þröstur Þórhalls- son vann Jón G. Viðarsson og Rób- ert Harðarson vann Sævar Bjama- son. Helgi er einn efstur með 7 vinn- inga en Margeir hefur 6'h. Hannes Hlífar hefur 5‘A vinning og Haukur Angantýrsson 5 vinninga. Skákþing íslands Efstu menn unnu báðir Listasafn Siguijóns Leikið á selló og píanó Gæbalímbönd sem bregöast ekki. Hrabvirk leið við pökkunarstörfin. j.S.Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 Pökkunar límbönd TÓNLEIKAR verða haldnir í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á morgun, fimmtudagin 27. ágúst kl. 20.30. Þar koma fram Wolf- gang Panhofer sellóleikari frá Austurríki og Johannes Andreas- en pianóleikari frá Þórhöfn í Færeyjum. Á efnisskrá er sónata í g-moll opus 5 nr. 2 eftir Ludwig van Beethoven, sónata í d-moll opus 40 eftir Dmitríj Sjostakovitsj og verk eftir austurriska tón- skáldið Hannes Heher. Wolfgang Panhofer sellóleikari er fæddur í Vín og stundaði nám við Tónlistarakademíuna þar í borg. Hann var síðar við nám í Manchest- er og iauk diplómprófi frá Royal Northern College of Music árið 1987. Hann hefur haldið tónleika víða og hefur að baki feril sem einleikari með þekktum hljómsveitum og kammerhljómsveitum, meðal annars BBC-kammerhljómsveitinni og Kammersveitinni í Vín. Hann hefur komið fram á alþjóðlegum tónlistar- hátíðum og hefur frumflutt mörg verk eftir tónskáld samtímans. Píanóleikarinn Johannes Andrea- Menntamálaráðuneyti Austurríkis og Menningarsjóður færeyska lög- þingsins hafa veitt þeim félögum styrki vegna tónleikanna í Reykjavík á fimmtudagskvöld. (Fréttatilkynning) Wolfgang Johannes Panhofer Andreasen en er færeyskur og stundaði fram- haldsnám sitt í Vínarborg á árunum 1982-1986 og sótti einnig tíma í kammertónlist við Menuhin tónlist- arakademíið í Gstaad í Sviss. Hann var í eitt ár í London hjá Peter Feuc- htwanger og hefur meðal annars sótt námskeið hjá Edith Picht Axen- feld og Hans Leygraf. Johannes Andreassen hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveitinni í Færeyjum og haldið tónleika í Vínarborg, Lon- on og hefur einig komið fram í Reykjavík. Á vetri komanda mun hann starfa sem kennari við Tónlist- arskólann í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.