Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 Yfir 13.000 manns í Kringluna á sunnudag Kaupmenn í Borgarkringl- unni taka ákvörðun í dag FLESTAR búðir í Krínglunni verða opnar á sunnudögum það'sem eftir er árs og í dag ákveða kaupmenn í Borgarkringlunni hvort þeir fara að dæmi granna sinna. Komið hefur til tals að hafa lokað hluta úr einhverjum virkum degi til að vega á móti sunnudagsvinnu verslunarfólks. Milli 13.000 og 14.000 manns komu í Kringluna á sunnudag að sögn Einars Halldórssonar framkvæmdastjóra og eigend- ur verslana sem höfðu opið voru ánægðir með viðskiptin. Meirihluti fyrirtækja Kringlimnar, 42 af 65 sem þar eru starfrækt, hafði opið á sunnudaginn í fyrsta sinn á þessum árstíma. Kaupmenn sem eru mótfallnir sunnudagsopnun eða treysta sér ekki í hana gátu sótt um undanþágu frá samkomulagi meirihlutans og 23 gerðu það. Sumir þeirra ákváðu samt að hafa opið. Jón Sigurðsson í Rammagerðinni er einn þeirra og segist hafa viljað tryggja sér möguleikann á að loka ef illa gengi á sunnudögum. Jón seg- ir alla vilja nýta frelsi í verslunartíma til fulls, nú sé dálítið írafár á mönn- um en hann telji engar líkur á til langs tíma að viðskipti aukist með sjöunda deginum. Með honum fjölgi ekki seðlum í veslq'um fólks og það þurfi ekki meiri mat eða fleiri peysur þótt alltaf sé opið. Bolli Kristinsson í 17 telur hins vegar auðsýnt að viðskiptin aukist. Hann segir erlenda reynslu þá að sunnudagurinn sé þriðji mesti sölu- dagurinn á eftir föstudegi og laugar- degi. Þetta hafí reynst rétt og hann sé ánægður með nýbreytnina eins og viðskiptavinimir. „Það kom hér til dæmis stelpa frá Selfossi sem kemst ekki úr vinnu aðra daga og hafði ekki farið í verslunarferð síðan fyrir jól.“ Kristín Kvaran í Bamastjömum tekur undir þá skoðun að opnar versl- anir á sunnudögum komi sér vel fyr- ir fólk utan af landi sem skreppur í helgarferð til Reykjavíkur. „Eg varð vör við þetta og til okkar kom líka mikið af pörum sem sögðust loksins komast saman út að versla. Svo heyrði ég meira að segja á tveim stjómendum fyrirtækja að þeir von- uðust eftir að nú fækkaði skreppitúr- um starfsmanna úr vinnutíma á virk- um dögurn." Jón Snorri Sigurðsson hjá Jens Guðjónssyni gullsmið ætlar að hafa lokað á sunnudögum þar til í desem- ber. Hann kveðst ekkert sjá á móti því að þeir fái að prófa að hafa opið sem vilja. Hann sé hins vegar ekki hrifínn af því að hafa opið á sunnu- dögum og að auki sé flóknara fyrir sérverslanir eins og með skart eða hljómtæki að hafa opið aukadag. Þá þyrfti að þjálfa starfsfólk með kostn- aði og fyrirhöfn, það hlaupi ekki hver sem er inn í svona verslanir. VEÐUR VEÐURHORFURIDAG, 22. SEPTEMBER: YFIRLIT: Skammt austur af landinu er 1.012 mb lægð sem þokast vest- ur. Um 500 km vestsuðvestur af Reykjanesi er 1.003 mb lægð sem þokast austnorðaustur. Þessar tvær lægðir munu sameinast yfir landinu á morgun. SPÁ: Suðaustangola eða kaldi og dálítil rigning sunnanlands og vestan. Hægviðri um austanvert landið, skýjað og sums staðar lítils háttar rign- ing eða súld. Þokuloft úti fyrir Norðuriandi. Hiti víðast 8-12 stig að deginum, einna hlýjast ó Suðausturiandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Austlæg ótt, víðast fremur hæg. Skúrir sunn- anlands en þurrt að mestu um landið norðanvert. Hiti 5-9 stig. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðlæg átt og heldur kólnandi. Skýjað norð- anlands og austan og líklega skúrir austast ó landinu en léttir til sunnan- lands og vestan. Svarsími Veðurstofu islands — Veðurfregnln 990600. o & Heiðskírt Léttskýjað / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda & Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma Skýjað Alskýjað v ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindórin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heíl fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld Þoka V rtig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru greiðfærir, þó er Þverárfjallsvegur milli Húnavatnssýslu og Skagafjarðar illfær vegna aurbleytu og af sömu ástæðu er hámarksöxulþungi miðaður við sjö tonn á Axarfjarðarheiði. Ýmsir hálendisvegir eru ennþá taldir þungfærir eða ófærir vegna snjóa. Má þar nefna Sprengisandsveg norðanverðan, Eyjafjarðarleið, Skaga- fjarðarleið og Kverkfjallaleið en Kjalvegur er fær fjallabílum. Fjallabaks- leiðir nyðri og syðri eru snjólausar og sama er aö segja um Lakaveg. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91 -631500 og (grænnilínu 99-6315. Vegagerðín. íDAGki. 12.00 V Hoímild: Veöurstofa tstands (Byggt á veðurspá kl. 16.1S (gœr) Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chlcago Feneyjar Frankfurt Glasgow Hamborg London LosAngeles Lúxemborg Madríd Malaga Mallorca Montreal NewYork Orlando Parfá Madelra Róm Vfn Waehington Winnipeg 26 léttskýjað 20 mistur 26 mísjtur 19 heiðskírt 18 rigning 24 heiðskírt 21 hálfskýjað 11 mistur 18 alskýjað 17 mistur 17 þokumóða 19 skýjað 25 skýjað 27 mistur 30 lóttskýjað 13 skýjað 19 skýjað vantar 19 alskýjað 23 léttakýjað 26 þokumóða 22 léttskýjað 20 alskýjað 12 iéttskýjað Bergen 12 rignlng Helainki 1B ekýjað Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Narssaresuaq 4 rlgning Nuuk vantar Ósló 13 alskýjað Stokkhólmur 14 alskýjaö Þórshðfn 10 skýjað VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hiti veður 6 þoka 8 léttskýjað /■ Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir 7.-10. bekkur Grunnskólans á Hellu fór á dögunum í vettvangs- ferð að Heklu. í ferðinni skoðuðu þau sig um við fjallið og nýja hraunið sem rann 1991. Þá tóku þau að sér að hreinsa nýja vegar- slóðann af öllu stórgrýti, en það verk leystu þau af hendi fljótt og vel. Rangárvallahreppur Nýr vegarslóði lagður að Heklu Hellu. GERÐ NÝS vegarslóða að Heklu sem fær er öllum fjórhjóladrifn- um bílum lauk nýverið. Vegarslóðinn liggur hæst í um 800 metra hæð yfir sjávarmáli og aðeins er um 5 km ganga frá enda vegar- stæðisins á Heklutind. „Það er löng saga á bak við gerð þessa vegar,“ sagði Valur Haraldsson, formaður nefndar um nýtingu og skipulag á Rangár- vallaafrétti, „en 1980 var ruddur vegarslóði frá Hafrafelli vestan Vatnafjalla um Mundafellsháls og niður í Skjólkvíar. Norðurendi hans eyðilagðist í gosinu 1980 og 7-8 km fóru undir hraun 1991. Rangvellingar stóðu frammi fyrir því að verið var að aka um þetta viðkvæma svæði afréttarins utan slóða og við því varð að bregðast. í júlí sl. fóru nefndarmenn ásamt eftirlitsmanni Náttúruvemdarráðs á Suðurlandi í vettvangsferð til að ákvarða hvort um frekari vegargerð yrði að ræða. í fram- haldi af því kom nefndin með til- lögu um legu slóðans. Er jákvætt svar hafði borist frá Náttúru- vemdarráði var hafíst handa.“ Ekið er inn á nýja vegarslóðann af Fjallabaksleið syðri innan við Hafrafell inn með Vatnafjöllum að austan, vestur úr Breiðaskarði að Hekluhraunum sunnan Munda- fells. Þess má geta að slóði um Mundafellsháls í Skjólkvíar hefur verið lagfærður þannig að jeppum er fært þá leið. Nýi slóðinn var ruddur á tveim dögum nú í haust- byijun af verktakafyrirtæki Jó- hanns Bjamasonar á Hellu. 23 km eru frá afleggjara í Langvíuhrauni að bílastæði við enda slóðans. „Það er mjög mikil umferð um og í kringum fjallið og nauðsynlegt að beina vegfarendum inn á vegi og merkta slóða svo menn aki ekki út um allt,“ sagði Valur, „en næsta skref hjá okkur er að stika leiðina og merkja og fínna verður nafn á hinn nýja veg.“ I samtali við Val kom fram að unnið hefur verið í sumar eftir tillögum nefndarinnar á afréttin- um. Heimamenn eru að þreifa fyrir sér hver þörfín er varðandi aðstöðu fyrir ferðamenn á svæð-' inu. Fyrsti vísir þess var að starfs- menn á vegum hreppsins unnu við lagfæringar á húsakosti og girð- ingum í Hvanngili, Fitjum og á Króki auk þess að leiðbeina ferða- mönnum og annast heysölu til hestamanna. „Það er ljóst að með aukinni umferð verður aðstaðan að batna svo við verðum betur í stakk búin að taka á móti auknum fjölda ferðamanna,“ sagði Valur Haraldsson að lokum. - A.H. Sameinaðir verktakar Fallið frá kröfu um nýjan hluthafafund ÞEIR sem gengu af aðalfundi Sameinaðra verktaka síðastliðið föstudagskvöld hafa nú fallið frá kröfu um að hluthafafundur verði kallaður saman í félaginu innan viku. Sú krafa var sett fram og studd atkvæðum fleiri en 10% hluthafa í almenningshlutafélaginu en hand- hafar um 47% hlutafjár gengu af fundi. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ástæða þess að fallið er frá kröfu um hluthafafundinn sú að þeir aðilar sem settu fram kröfuna eftir að hafa ient í minni- hluta á aðalfundinum telja sig þurfa meiri tíma til undirbúnings þeim málum sem þeir hyggjast leggja fyrir hluthafafund. Fyrir liggi stuðningsyfírlýsing frá öllum stjómarmönnum í Byggingafélag- inu Brú við Jón Halldórsson, nýkjör- inn stjórnarformann Sameinaðra verktaka, sem samkvæmt því virð- ist hafa meirihlutastuðning hlut- hafa. Hins vegar sögðu viðmælendur blaðsins úr þessum hópi að hlut- hafafundur yrði boðaður við fyrsta tækifæri og þar yrði rætt ítarlega um þau mál sem valdið hafa deilum innan félagsins. -----♦ ♦ ♦-- Handtekinn með leik- fangabyssu UNGUR maður var handtekinn eftir að hafa ógnað lögreglumönn- um með leikfangabyssu í Austur- stræti aðfaranótt sl. laugardags. Tveir lögreglumenn voru á gangi í Austurstræti er þeir sáu mann beina byssu að þeim. Þeir náðu að taka af honum byssuna og kom í ljós að um leikfang var að ræða. Maðurinn kvaðst hafa keypt byss- una í leikfangaverslun og ekki ætlað sér að ógna neinum með henni. Hann var látinn laus að yfírheyrslu lokinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.