Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992
t
Ástkær eiginmaður minn,
JOHN ARTHUR JEANMARIE,
Miklubraut 62,
andaðist í Landspítalanum 19. september.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Hrefna Hannesdóttir.
t
Faðir okkar,
ARILÍUS B. ÞÓRÐARSON,
Stórahrauni,
lést í Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 18. september.
Börn hins látna.
t
Móðir okkar,
GYÐA STEFANÍA GRÍMSDÓTTIR,
Egilsstöðum I,
Seltjarnarnesi,
lóst á dvalarheimilinu Sunnuhlíð 20. september.
Jón H. Stefánsson,
Stefania S. Stefánsdóttir,
Erla Stefánsdóttir.
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
VILHJÁLMUR G SVEINSSON,
Smyrlahrauni 42,
Hafnafiröi,
lést að morgni 21. september. Jarðarförin auglýst síðar.
Esther Kristinsdóttir, Sigurður Bergsteinsson,
Þorgeir Vilhjálmsson,
Sveinn Rúnar Vilhjálmsson, Helga Fjeldsted,
Sesselja Unnur Vilhjálmsdóttir, Valgeir Guðbjartsson,
Jónfna Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir.
t
Móðir okkar og tengdamóöir,
RAGNA EINARSDÓTTIR,
andaðist í Landspítalanum laugardaginn 19. september.
Helga Rósa Hansdóttir,
Einar Vignir Hansson, Inga Bjarnadóttir.
Útför ástkærrar eiginkonu og móður,
JÓNÍNU ÞÓRU
HELGADÓTTUR,
fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudag-
inn 24. september kl. 15.00.
Guðmundur Vestmann,
Harpa Helgadóttir,
Sigurður Helgi Heigason,
Guðmundur Helgi Helgason.
t
Útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður,
ÓTTARS P. HALLDÓRSSONAR,
verðurgerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 22. septem-
ber kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag nýrnasjúkra.
Nína Gfsladóttir, Helga Liv Óttarsdóttir.
Gísli Óttarsson, Hildigunnur Hauksdóttir.
t
Móðir mín, systir, tengdamóðir okkar og amma,
BJARNHEIÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. septem-
ber kl. 13.30.
Edda Magnúsdóttir, Rögnvaldur Jónsson,
Þórdís Brynjólfsdóttir, Margrét Karlsdóttir
og barnabörn.
Dagrún Jónsdóttir
Harder — Minning
Fædd 7. febrúar 1945
Dáin 21. ágúst 1992
Hinn 21. ágúst sl. lést í St.
Markuskrankenhaus í Frankfurt
Dagrún Jónsdóttir Harder. Dagrún
hafði þá um nokkurra mánaða skeið
barist hetjulega fyrir lífí sínu. Þeirri
baráttu lauk þó með ósigri hennar.
Síðastliðin 25 ár bjó Dagrún
ásamt manni sínum, Jens Uwe
Harder, í Þýskalandi. Hjá þeim
sannreyndum við að viskan um
hjartarúmið og húsrúmið á við rök
að styðjast. Það var einstaklega
gott að koma til þeirra og ekkert
virðist þeim Dagrúnu og Uwe
fínnast eðlilegra og sjálfsagðara en
að við hefðum á heimili þeirra alla
okkar hentisemi og í svo langan
tíma sem við óskuðum.
Alltaf leitaðist Dagrún við að
mæta þörfum allra gesta sinna og
uppfylla óskir þeirra. Einn úr hópn-
um varð veikur meðan á dvölinni
stóð og fékk hann meiri umhyggju
og betri aðhlynningu en hann átti
að venjast undir sömu kringum-
stæðum. Yngsti gesturinn hafði
áhuga á dýralífinu í garðinum.
Dagrúnu fannst jafneðlilegt að
krjúpa með baminu í garðinum og
stunda með því dýralífsrannsóknir,
eins og það var sjálfsagt að leið-
beina og sinna fullorðna fólkinu um
áhugamál þess. Þannig var að koma
til Dagrúnar.
Dagrún hafði ljúfa kímnigáfu og
það var notalegt að hlæja með
henni. Hún hafði auga fyrir því sem
var spaugilegt, sérstaklega því sem
sprottið var af tilgerð og sýndar-
mennsku. Þetta tvennt var henni
sjálfri mjög fjarri. Hún var hrein
og bein. Þó var það ekki svo að hún
gleypti fólk í fyrsta skipti sem hún
hitti það. Fjarri því. Það tók tíma
að kynnast henni, en það var vel
þess virði að vinna sig inn fyrir
veggi feimni, sem hún reisti stund-
um í kringum sig. Það var ríkur
maður sem átti rúm í hjarta hennar.
í Biblíunni stendur: „Sjá ég geri
Hersveinn Þorsteins-
son - Kveðjuorð
Fæddur 5. september 1902
Dáinn 27. ágúst 1992
Hersveinn áfi minn var jarðsung-
inn 3. september síðastliðinn. Mig
langar til að minnast hans með
nokkrum orðum.
Sérhver maður tjáir með lífemi
sínu hvað hann telur vega þyngst
í lífínu. Hugsun og hegðun eins
getur kennt öðrum happadrjúgt lífs-
viðhorf. Hersveinn gaf mikilvægt
svar við spurningunni: Hvemig er
heillavænlegast að vera? Hann
sagði það aldrei með bemm orðum
og ég las það ekki í neinni spekibók
fornra eða nýrra spekinga. Her-
sveinn var sjálfur svarið og hljómar
það svona: Að vera öðrum eitthvað.
Hann var öðmm mikils virði og
þess vegna er hans sárt saknað.
Það skiptir til að mynda engu fyrir
sálarheill bams hvort faðir þess er
frægur, heldur hvort hann er bami
sínu góður. Það skiptir heldu engu
máli hvort móðirin er rík af pening-
um heldur aðeins hvort hún er bam-
inu góð. Og ef manneskja telur sig
vera merkilega og hreykir sér í sí-
fellu upp, þá á hún ekkert öðmm
til að gefa og engum finnst gleði-
legt að eiga saman við hana að
sælda. Þess vegna skiptir eiginlega
mestu máli hvað maður er öðmm.
Það var bæði gott að eiga Hersvein
sem afa og gefándi að eiga sam-
skipti við hann.
Hersveinn var vinsæll vegna þess
að hann kepptist ekki við að vera
sjálfum sér bestur heldur öðrum.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁSTU M. EIRÍKSDÓTTUR,
Hvftabandinu,
áður Stigahlfð 26,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. septem-
ber kl. 15.00.
Erna Guðbjarnadóttir,
Guðmundur Guðbjarnason, Þórunn Magnúsdóttir,
og barnabörn
t
Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS M. TRYGGVASONAR,
sfðast til heimilis
á Hrafnistu, Reykjavfk,
verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. september
kl. 15.00.
Sverrir Ólafsson, Hjördfs Guðlaugsdóttir,
Þórhallur Ólafsson,
Ólafur Ólafsson, Svanhildur Jóhannnesdóttlr,
Brynja Ólafsdóttir Kjerúlf, Jónas Kjerúlf,
Snorri Ólafsson, Þurfður Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR EYJÓLFSSON,
Álftahólum 2,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. septem-
ber kl. 15.00.
Þeim, er vildu minnast hins látna, er bent á að láta Styrktarfélag
vangefinna njóta þess.
Þorbjörg Guðlaugsdóttir,
Sigurður Guðlaugsson,
Ingólfur Guðlaugsson,
Jón G. Guðlaugsson,
Bárður Guðlaugsson,
Magna Baldursdóttir,
Rannveig L. Pótursdóttir,
Lára Jónsdóttir,
Guðný Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
J—
alla hluti nýja.“ Dagrún er loks laus
við þjáningar þessa heims og er
farin að takast á við verkefni á
nýjum stað. Fjölskyldurnar Vöku-
landi, Kommu og Punkti biðja henni
blessunar í nýjum heimkynnum um
leið og þær votta Uwe samúð sína.
Stefán, Vaka, Ingibjörg
Ösp og Gunnur Ýr.
Allt strit er eftirsókn eftir vindi ef
enginn nýtur þess nema maður
sjálfur. Predikarinn sagði að allt
væri hégómi nema lífsgleðin. „Ég
komst að raun um að ekkert er
betra með þeim en að vera glaður
og gæða sér meðan ævin endist.
En það, að maðurinn etur og drekk-
ur og nýtur fagnaðar af öllu striti
sínu, einnig það er Guðs gjöf.“
(Pred. 3.12.). Afí var lífsglaður
maður og setningin „Vertu eitthvað
öðrum — með glöðu geði,“ er sú
setning sem Hersveinn kenndi án
þess að segja hana. Þessa gjöf gaf
afi minn öðrum og ótal aðrar og
þannig er hann mér mikilvægur og
einnig gott fordæmi fyrir aðra. Lífs-
vandinn er fólginn í því að vera
einn eða að vera eitthvað öðrum.
Ég þakka fyrir að hafa kynnst
honum því hann var innilegur mað-
ur og góður. Ég og fjölskylda mín
sendir öllum syrgjendum hans bestu
kveðjur. Guð varðveiti sálu hans.
Gunnar Hersveinn.
Minningarkort Styrktartélags
krabbameinssiúkra barna
Seld í Garðsapóteki,
sími 680990.
Upplýsingar einnig veittar
í síma 676020.