Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 18% bandarísk gjöld á Levi’s hér en ekki á Norðurlöndunum Innkaupsverð 2.450 kr. PÉTUR Arason, eigandi Levi’s- búðarinnar, sem flytur m.a. inn Levi’s-gallabuxur, segir að hluti skýringar á háu verði gallabuxna hér á landi sé að hér séu greidd 18% bandarísk gjöld af vörunni. Þessi gjöld sleppi aðrar Norður- landaþjóðir við að greiða. Eins og fram kom í verðsaman- burði milli níu evrópskra borga sem birtist í Morgunblaðinu á fímmtu- dag eru Levi’s-gallabuxur í Reykja- vík 59% dýrari en i Helsinki, þar sem þær voru ódýrastar. Pétur Arason segir að í Danmörku kosti buxurnar 659 danskar kr., rúmar 6.300 ÍSK, á meðan þær kosti 6.890 kr. á íslandi. Svipað verð sé á þeim í Svíþjóð. „Ég veit ekki hvers vegna þær eru svo miklu ódýrari í Hels- inki. Innkaupsverð á buxunum er 255 danskar kr., [2.450 ÍSK] síðan leggst á þær 15% tollur og 3,5% vörugjald. Þá leggst á söluverðið 24,5% virðisaukaskattur." Pétur sagði að hann yrði einnig að greiða 18% í bandarísk gjöld af vörunni. Hann sagði að buxurnar væru fyrst fluttar til Helsingborg í Svíþjóð og þaðan til íslands. Aðrar Norðurlandaþjóðir fái bandarísku gjöldin endurgreidd. í verðkönnuninni kom fram að Philips AVM 611-örbylgjuofn var 78% dýrari hér en í Hamborg, þar sem hann var ódýrastur. Wiíliam Gunnarsson, sölustjóri hjá Heimilis- tækjum hf., sem er umboðsaðili Philips örbylgjuofna, sagðist skýra að hluta hið háa verð á örbylgjuofn- unum með þvl að könnunin hafi verið gerð áður en verðlækkun sem . veitt var til seljenda Philips í Evr- ópu sl. vor, hafí komið inn í verðið hérlendis. Verðlækkunin hafí verið um 15%. Þegar könnunin var gerð kostuðu þessir ofnar 27.500 kr., en kosta nú 23.655 kr. Að öðru leyti kvaðst William ekki o geta skýrt hinn mikla verðmun, nema hvað flutningskostnaður til íslands væri hærri, en ofnarnir eru framleiddir í Svíþjóð, og 15% að- flutningsgjöld væri einnig hluti skýringarinnar. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Um 100 eru nú atvinnulausir í Grindavík, mest konur sem leggja traust sitt á að síldin komi. Myndin _____________ er tekin við Grindavíkurhöfn. Atvinnuleysi á Suðurnesjum er tvöfalt landsmeðaltal Greiddar 3-4 milljónir í atvinnuleysisbætur á viku Keflavík. HLUTFALL atvinnulausra á Suðurnesjum hefur verið um nokkurn tíma og er enn um helmingi hærra en meðaltal atvinnulausra á land- inu öllu — og er ástandið hvað verst í Grindavik og Vogum. Um 100 manns hafa verið atvinnulausir í Grindavík að undanförnu og sagði Jón Gunnar Stefánsson bæjarstóri að konur væru þar í miklum meirihluta. Í Vogum hafa um 20 manns verið atvinnulausir að jafn- aði undanfarið sem er um 8% af vinnufærum íbúum og að sögn Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra eru þetta nær eingöngu konur. Um síðustu mánaðamót var hlutfall atvinnulausra á Suðurnesjum samkvæmt yfirliti Vinnumálaskrifstofunnar um 5%, en á öllu landinu var meðaltalið 2,5%. Talið er að 3-4 milljónir séu greiddar út í at- vinnuleysisbætur á viku hverri. INNLENT Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri í Grindavík, sagði að menn biðu nú eftir síldinni sem bjarg- vætti í atvinnuleysinu. Verulegur samdráttur hefði til að mynda orðið í saltfískverkun og svo virtist sem þessi vinnsluaðferð væri að leggjast af. Jóhanna Reynisdóttir', sveitar- stjóri í Vogum, sagði að þar hefðu verið starfrækt tvö frystihús til skamms tíma, Vogar og Hafgull, en starfsemi Voga hefði síðan að mestu flust til Njarðvíkur og Haf- gull væri ekki starfrækt lengur. Hafgullsmenn sem hefðu keypt allt sitt hráefni á fískmörkuðum hefðu einfaldlega ekki ráðið við hið háa fiskverð og vildu þeir nú jafnvel leigja húsið sem væri nýtt og gæti hentað til margs konar iðnaðar- starfsemi. Stjóm Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum hefur þegar lýst yfír áhyggjum sínum vegna ástandsins í atvinnumálum og telja stjómar- menn að nokkurt atvinnuleysi sé þegar farið að festa rætur á svæð- inu. í sumar ákvað stjóm SSS að efna til fundaherferðar um atvinnu- mál með haustinu og sagði Guðjón Guðmundsson framkvæmdastjóri að nú væri búið að skipa vinnuhópa til að fara ofan í saumana á atvinnu- starfseminni. Um væri að ræða þijá hópa, einum væri ætlað að skoða sjávarútveginn, öðmm flug og verktakastarfsemi og þriðji vinnuhópurinn væri að skoða þjón- ustugreinamar. Niðurstöður ættu að liggja fyrir í byijun október, en eins og staðan væri nú virtist ekki vera tilefni til bjartsýni. Guðjón sagði að bæjarfélögin hefðu varið verulegum upphæðum til sumar- vinnu unglinga í sumar og hefðu nokkur hundmð ungmenni fengið vinnu, sem að öðrum kosti hefðu verið atvinnulaus. Guðjón sagði að menn fylgdust nú grannt með gangi mála um þátttöku íslands í Evr- ópska efnahagssvæðinu og hvaða möguleikar gætu skapast þar. Varnarliðið er stærsti atvinnu- rekandinn á Suðumesjum og þar hafa liðlega 1.000 manns haft vinnu undanfarin átta ár. Um áramótin 1986 voru 1.112 íslendingar á launaskrá hjá vamarliðinu en vom 950 um áramótin 1992. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi vamar- liðsins, sagði að um lítils háttar fækkun starfsmanna væri að ræða og kæmi í kjölfar aðhalds í rekstri. Frysting hefði verið í nýráðningum undanfarin tvö ár, en að undan- fömu hefðu verið gefnar nokkrar undanþágur til að ráða íslendinga til starfa. Friðþór sagði að ræst- ingafólk hefði aðallega misst vinn- una vegna uppsagna að undanförnu og væri sú starfsemi nú að mestu í höndum verktaka. Friðþór sagðist ekki vita til þess að neinna meiri háttar breytinga væri að vænta í starfsemi vamarliðsins, en ljóst væri að gætt yrði aðhalds í rekstrin- um áfram. íslenskir aðalverktakar og Kefla- víkurverktakar bíða nú eftir nýjum verkefnum á vamarsvæðinu og sagðist Jón H. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Keflavíkurverktaka, vonast til að ákvarðanir lægju fyrir í byijun október. Hann sagði að í sumar hefðu 160-180 manns unnið hjá Keflavíkurverktökum en nú væm starfsmenn um 120 .sem væri eðlileg tala. Ef ekki kæmu til ný verkefni myndi það óneitanlega kalla á uppsagnir hjá fyrirtækinu. Ólafur Thors, starfsmannastjóri hjá Islenskum aðalverktökum, þar sem nú starfa 430 starfsmenn, sagði að beðið væri eftir grænu ljósi frá mannvirkjasjóði NATO með að hefja byggingu nýrra flugskýla sem þegar væri búið að samþykkja. Á meðan yrði að gæta fyllsta aðhalds í rekstrinum og óhætt væri að segja að menn tækju einn mánuð fyrir í einu. Þeir hefðu orðið að grípa til hinna hefðbundnu árstíðauppsagna í fyrra fallinu og hugsanlega yrði að grípa til þess ráðs að loka deild- um ef um frekari samdrátt yrði að ræða. Talsmenn stærstu verkalýðsfé- laganna á svæðinu, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og Verslunarmannafélags Suðurnesja, kváðust ekki vera bjartsýnir og sögðu að ekkert benti til batnandi ástands í atvinnumálum á svæðinu. Hjá Verslunarmannafélaginu fengu um 40 manns greiddar atvinnuleys- isbætur síðast en hjá Verkalýðs- og sjómannafélaginu fengu 302 greiddar bætur. Atvinnuleysisbæt- ur eru greiddar hálfsmánaðarlega og er um verulegar upphæðir að ræða. Töldu stjórnarmenn SSS að 3-4 milljónir væru greiddar á viku í atvinnuleysisbætur á Suðurnesj- um. -BB Konungur sem kom fram af heilindum Bók Lars Roars Langslet um Olaf konung V. NORÐMENN voru harmi slegnir er Ólafur konungur V lést í árs- byrjun 1991. Á þeim tíma sem liðinn er, hafa komið út fjölmargar bækur um konunginn sem átti hug og hjarta norsku þjóðarinnar. Nýjasta bókin um Ólaf kom út í byijun septembermánaðar og höfundur hennar er vel þekktur í Noregi, Lars Roar Langslet, yfirmaður menningarblaðs Aftenposten, fyrrverandi menningar,- málaráðherra og af mörgum talinn hugsuðurinn í Hægriflokknum norska. Vel á annan tug bóka hefur komið út eftir Langslet. Bók Langslets um Ólaf konung, sem heitir Ólafur V Noregskon- ungur - Konungsveldi á tímum örra breytinga, er á íjórða hundr- að síður. Langslet kynntist Ólafi konungi persónulega er hann var ráðherra og vann bókina að hluta til upp úr sex löngum samtölum sem hann átti við konung á haust- dögum 1990. Ætlunin var að þau yrðu fleiri en Ólafur konungur lést áður en þeim lauk. „Er við vorum að vinna að bókinni sagði konungur: „Ég held að þessi bók verði öðru vísi“, og ég vona að svo sé,“ segir Langslet. „Að baki bókarinnar liggur tveggja ára vinna en hugmyndin er mun eldri og hefur verið að geijast á meðan ég hef unnið að öðrum verkefnum. Vinnan hefur verið um margt sér- stök, eftir konung liggur ekki mikið skrifað, svo að vinna mín hefur fremur verið fólgin í sam- tölum við hann og aðra sem þekktu hann vel. Viðtöl voru sjald- an tekin við konung, hann taldi hættu á því að hann yrði ofnotað- ur, ef svo má segja, auk þess sem hann átti og vildi vera ópólitískur og óhlutdrægur." Langslet segist hafa valið að lýsa Ólafi V sem konungi en ekki farið sérstaklega ofan í saumana á einkalífí hans. „í rauninni tel ég að Ólafur hafí ekki átt sér tvær hliðar sem sneru annars veg- ar að þegnum og hins vegar að fjölskyldunni, heldur verið ein og sama persónan, sem ekki skýldi sér á bak við embættið heldur kom fram af heilindum." í bókinni segist Langslet reyna að meta líf konungs og sögulegt hlutverk hans en frásögnin ráði þó ferðinni. Saga konungs er rak- in í sömu röð og atburðimir gerð- ust allt fram til þess-tíma er Olaf- ur V tók við konungdómi. Lang- slet veltir fyrir sér spumingum á borð við tengsl konungs við kirkj- una og stjómmál, rakinn er að- dragandinn að trúlofun og. gift- ingu Haralds V sem tók við af föður sínum látnum og Sohju Haraldsen, en Langslet segir þol- inmæði Ólafs í málinu hafa bjarg- Lars Roar Langslet, höfundur nýrrar bókar um Ólaf V Nor- egskonung. að norsku krúnunni. Níu ár liðu frá því Haraldur V og Sonja kynntust og þar til þau giftu sig og vegna giftingarinnar hrikti í stoðum konungsveldisins. „Þjóðin bar mikla virðingu fyrir Ólafí konungi sínum og fram- ganga hans í erfíðum málum jók einungis á þá virðingu. Ólafur V var þægilegur maður, skylduræk- inn, vel lesinn og minnugur, gat jafnvel lýst nákvæmlega landslagi sem hann hafði séð löngu áður. Hann var nánasti ráðgjafi foður síns og voru þeir óvenju nánir.“ Langslet segir Ólaf V ætíð hafa borið sérstakan hlýhug til íslend- inga. „Í fyrsta sinn sem ég sá Ólaf konung, var þegar hann af- hjúpaði styttu af Snorra í Björg- vin. Hann þekkti Heimskringlu út og inn, kennari hans sagði eitt sinn frá því að þegar Ólafur V var bam, las hann konungasögur Snorra af svo miklum áhuga að tárin runnu niður kinnarnar þegar hann kom að sorglegum atburð- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.