Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 43 Astvaldur Bjarna son - Minning Að morgni 14. september lést Ástvaldur Bjarnason í Landspítal- anum eftir langa og stranga bar- áttu við sjúkdóma, sem frábært hjúkrunarfólk spítalans hafði létt honum eins og framast var unnt. Ástvaldur verður kvaddur hinstu kveðju i dag, þriðjudag, í Keflavík- urkirkju. Hann fæddist að Á á Skarðströnd 6. júní 1930, sonur hjónanna Mar- grétar Guðmundsdóttur og Bjarna Jónssonar sem þar bjuggu. Ástvald- ur var í miðið þriggja bræðra. Elst- ur var Jón sem býr j Vogum á Vatnsleysuströnd, þá Ástvaldur og yngstur Trausti sem býr myndarbúi að Á. Eina fóstursystir eiga þeir, Svan- hildi, hún býr í Kópavogi. Ástvaldur ólst upp í foreldrahúsum og ekki fór milli mála að hann átti góðar minningar um æsku sína og trausta vini átti hann á þeim slóðum alla tíð. Upp úr 1950 kom hann hér suð- ur eins og margir á þeim tíma og fór að vinna á Keflavíkurflugvelli. Hann varð starfsmaður hjá íslensk- um aðalverktökum frá stofnun þess félags og svo lengi sem kraftar leyfðu. Lengst af í steypu- og mal- bikunarstöðinni. Ástvaldur var frá- bær verkmaður og eftirsóttur til starfa, utan venjulegs vinnutíma vann hann mikið við fiskverkun. Um skeið átti hann trillu með öðrum og reri á henni seinni hluta vetrar. Þeir verkuðu aflann sjálfir, að mestu utan venjulegs vinnutíma. 1954 hóf Ástvaldur búskap með eftirlifandi konu sinni, Klöru Ólafs- dóttur frá Stóra-Knarranesi á Vatnsleysuströnd. Nokkru seinna giftu þau sig og hófu búskap á Hringbraut 50 í Keflavík og bjuggu þar síðan. Þau eignuðust fjögur börn: Elstur er Bjarni, þá Margrét, sem fórst í bílslysi 1979, Ólafur og Hulda. Klara átti son fyrir, Matthías að nafni. Honum reyndist Ástvaldur faðir ekki síður en eigin börnum. Síðustu kröftunum má segja að hann hafí eytt í að endurbyggja I Kveðjuorð Jóhann M. Fæddur 2. júlí 1920 Dáinn 21. ágúst 1992 Meðan ég var stödd í Þýskalandi lést góður vinur minn, Jóhann Magnús Eiríksson hestamaður, af slysförum og frétti ég ekki um and- lát hans fyrr en síðastliðinn laugar- dag. Mig langar að minnast hans héy eins og ég þekkti hann. Eg kynntist Jóhanni, þegar ég j var í sveit á Búðarhóli í Austur- Landeyjum. Hann var þá með hross þar á sumrin og kom til að ríða út. Um veturinn fór ég að venja komur mínar upp í hesthús til hans í Víði-. dal. Hann hafði gaman af áhuga | mínum fyrir hestum og gerði mig 1 að aðstoðarmanni sínum. Seinna sama vetur lét hann mig hafa fola til umráða sem ég eignaði mér og tamdi undir leiðsögn Jóhanns, sá hét Bleikur og var mikill vinur minn meðal hrossa. Það er svo erfítt að koma í orð þakklæti mínu fyrir alla þolinmæðina, þá vinnu og kærleika sem Jóhann lagði í uppeldi mitt sem tilvonandi hestamanneskju. Móðir mín sem var einstæð með okkur sex systkinin, hafði ekki ráð á sérstökum reiðfatnaði handa mér. Eiríksson Jóhanni fannst ekki gott að ég sliti út skólafötunum uppi í hesthúsi svo hann tók mig með sér í bæinn og keypti handa mér mínar fyrstu reið- buxur. Þegar ég fermdist, mætti Jóhann í fermingarveisluna með reiðstígvél undir hendinni handa mér í fermingargjöf. Svona mætti lengi telja. Fáir önnuðust hrossin sín af slíkri natni og alúð sem Jóhann Eiríks- son. Hann var samur við sig þegar ég, eftir langt hlé frá hesta- mennsku, keypti mér fola og fór að dusta rykið af reiðmennskunni. Alltaf var hann tilbúinn að leiðbeina og aðstoða eftir bestu getu á sinn hrjúfa hátt. Hann tók ekki í mál annað en að járna fyrir mig og veit ég að margir taka í sama streng þegar ég segi að þar hafí ég fengið bestu járninguna sem völ var á. Í mínum huga mun Jóhann Eiríksson alltaf standa upp úr og þakka ég honum fyrir allt og allt. Hann var höfðingi. Þór og fjölskyldu ásamt öðrum vandamönnum vott ég mína dýpstu samúð. Sigríður M. Björgvinsdóttir. A P T 0 N Einfalt • auðvelt • handhægt ■ Smíðakerfi sniSiö fyrir hvern og einn 1 ©DEX10N SINDRI ____ -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 bæinn á Stóra-Knarranesi, þar átti hann öðrum fleiri og betri handtök. Eftir þetta framtak er bærinn orð- inn einskonar félagsheimili niðja og venslafólks Knarraneshjónanna, þar er oft fjölmenni og alstaðar blasa við okkur verk Ástvaldar og minna okkur á hann um ókomin ár. Á góðum stundum var Ástvaldur glettinn og spaugsamur þótt aldrei væri hann margmáll, enda lítt hrif- inn af málæði, það samrýmdist ekki hans prúðmennsku. Því skulu þessi fátæklegu orð ekki höfð fleiri. Nú þegar leiðir skilja viljum við færa Ástvaldi alúðarþakkir fyrir samfylgdina. Tryggð hans og hjálp- semi mun seint gleymast okkur. Minning um góðan dreng mun lifa. Klöru og allri fjölskyldu þeirra fær- um við samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja. Fyrir hönd venslafólks, Ólafur Björnsson. HRAÐLESTUR - NÁMSTÆKNI Ef þú vilt margfalda lestrarhraðann til að njóta þess að lesa meira af góðum þókum eða til að taka næstu próf með glæsi- þrag, ættir þú að skrá þig á hraðlestrarnámskeið. Lestrarhraði nemenda meira en þrefaldast að jafnaði, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Næsta námskeið hefst fimmtudaginn 1. október nk. Skráning í sfma 641091.________________________ HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! S 1978-1992 \M Anna Möller, framkvstj. heildversl. Fantasia Hitt í Garðabæ. Vaskhugi „Nú veit ég alltaf upp á hár stöðu inn- skatts og útskatts. Hvilikur munur!" Vaskhugi er nú meðal fullkomnustu bókhaldsforrita hér á landi. Hvað verð og einfaldleika snertir á það sennilega engan jafningja. fgp Vaskhugi hf. 'S’ 682 680 Kjarnahvítlaukur - 100% hreinn ir hvítlaukurinn þinn hreinn hvítlaukur? Homdu beint að kjarnanum! 100% hvítlaukur 60% hvitlauksseyöi 40% hvitlaukur j!Pim—rm(_ ii!i6o%,r,i aukaefni Hreinleiki Kjarnahvítlaukur er 100% hreinn hvítlaukur. Hann er ekki þynntur með neinumfylliefnum, S.s.olíum, geri, mjólkur- Kjarnahvit|aukur Gamla aðferðin Garlic, sykri.spiraeða salti. - hollusta i hverju hylki! Langleginn hvltlaukur og mysa Citrus Super Formúla 100 & Oil 28% hvitlaukur 72% i aukaefni Gartic, Citrus & Oil (huöaö) S/yrkur Kjamahvitlaukur inniheldur500mg.af hreinu hvítlauksdufti unnu úr rúmlega 1,250 mg.afhvítlauk. 500 mg 300 mg 200 mg 167 mg Kjamahvitlaukur Gamla aöferöin Garlic, • hollusta í hverju hylkil Langleginn hvitlaukur og mysa Citrus Super Formula 100 & Oil Garlic, Citrus & Oil (húöaö) Kjarnahvítlaukur er.framleiddur af stærsta hvítlauksframleiðanda heims, Pure Gar í Bandaríkjunum, með upplýsingum á islensku. Kjarnahvítlaukur gefur framúrskarandi virkni og góðan hvítlauksilm ÁN ANDREMMU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.