Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 23 Fíkniefnavarnir í Árnessýslu Vitað um nokkra neyslu- o g sölustaði fíkniefna Tíma og fé skortir til aðgerða, segja tveir lögreglumenn sem sinna fíkniefnamálum Selfossi. „Við vitum um ýmsa staði á Suðurlandi þar sem neysla og sala fer fram en þurfum meiri tíma og fé til að nálgast málið,“ segja tveir lögreglumenn hjá lögregluembættinu í Árnessýslu sem hafa frá því í maí í fyrra annast sérstaklega mál er snerta vímuefni og koma til kasta lögreglunnar. Á þessum tíma hafa þeir kært 32 ein- staklinga fyrir neyslu og sölu efna. Lögreglumennirnir eru í góðri samvinnu við fíkniefnalögregluna í Reykjavík og halda ásamt henni skrá yfir þá sem tengjast meintum fíkniefnamálum og eru búsettir á Suðurlandi. Skráin nær yfir undan- farin tíu ár og geymir nöfn 270 einstaklinga. „Neyslan er ekkert meiri hér en annarstaðar á Iandinu og sem betur fer fáum við að vera með puttana í þessu og það á sinn þátt í því að nöfnin koma á skrá,“ sagði Elís Kjartansson sem starfar að þessum málum ásamt Jóni Hlöð- ver Rafnssyni. Þeir félagar vinna að fíkniefna- málum ásamt því að sinna almenn- um lögreglustörfum og fullyrða að greinilegt sé að slegið hafi á neysl- una eða að hún sé ekki eins áber- andi og verið hafi fyrir rúmu ári. Þeir sögðu að fylgst væri með fólki sem kæmist á skrá en skráin er lið- ur í upplýsingabanka fíkniefnalög- reglunnar fyrir allt landið. Það væri greinilega mikið um að fólk sem tekið hefði verið fyrir litla neyslu snéri alveg við blaðinu og hætti fiktinu. Elís og Jón Hlöðver hafa haldið fræðslufundi um fíkniefnamál og segja þá gefa góða raun. Vinna þeirra að þessum málum frá því í maí hefur meðal annars skilað þeim árangri að gott samband er milli lögreglunnar og skemmtistaðanna í sýslunni hvað eftirlít snertir. „Það er mikilvægt fyrir okkur að fjölga þeim augum úti í samfélaginu sem fylgjast með þessum málum,“ sagði Elís. „Við miðum starf okkar við að byggja upp traust í okkar garð en við þurfum á gagnkvæmu trausti að halda þegar kemur að upplýs- ingaöflun og því er algjör nafnleynd varðandi þá aðila sem gefa upplýs- ingar,“ sagði Jón Hlöðver. Þeir lögðu báðir áherslu á mikilvægi þess að ná til foreldra, sem oft væru hikandi gagnvart þessum málum, en mikilvægt væri að for- eldrar hefðu samband ef þá grun- aði eitthvað varðandi börn sín eða félaga þeirra. Þeir hefðu oft leið- beint foreldrum í þessum efnum með góðum árangri. Þeir sögðu þann hóp fara ört stækkandi sem gæfi þeim upplýs- ingar um neyslu og mögulega sölu efna. Rauða kross deildin í Árnes- sýslu lagði starfi þeirra lið og gaf símsvara sem tekur við skilaboðum um fíkniefnamál og önnur afbrot. Þeir sem vilja koma þeim á fram- færi þurfa ekki annað en hringja í síma 98-22444. Þeir sögðu þessi mál ekki hafa nein sérstök einkenni hvað Suður- land snerti sérstaklega, þetta væri eins um allt land, neyslan færi mjög leynt og hún væri mjög víða, sama hvað hver segði. Eitt mætti nefna sem einkenni fyrir landsbyggðina en það væri að hópar leituðu í æ ríkara mæli út á land, í sumarbú- staði, til þess að vera í friði frá lögreglunni við neysluna. Oft væri um vinahópa að ræða en þá færi Stjórn veitustofnana 60 milljónir í rekstur og viðhald Perlunnar í BÓKUN Sigrúnar Magnúsdóttur, Framsóknarflokki, í stjórn veitu- stofnana, er vakin athygli á að kostnaður vegna reksturs og við- halds við Perluna í Öskjuhlíð sé orðinn 60 milljónir í ágúst en í áætlun er gert ráð fyrir 24 milljónum. Gunnar Kristinsson hitaveitu- stjóri sagði að hér væri um misskilning að ræða, sem hann muni fyrst gera grein fyrir í stjórn veitustofnana en ekki í fjölmiðlum. Á fundi stjórnarinnar 9. septem- ber lagði hitaveitustjóri fram yfírlit yfir framkvæmdastöðu Hitaveitu Reykjavíkur fyrir janúar til ágúst árið 1992 og gerði hann jafnframt grein fyrir yfirlitinu. í framhaldi af bókun Sigrúnar lagði Guðrún Zoéga, Sjálfstæðisflokki, fram bók- un, þar sem fram kemur að í áætl- un um rekstur Perlunnar hafi fast- eignagjöld til borgarinnar verið vanáætluð um 8,4 milljónir. Á fundi borgarráðs í vikunni lagði Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, fram fyrirspurn vegna kostnaðarins og óskaði eftir skýr- ingu á skekkju i áætlun. einn úr hópnum til Reykjavíkur og keypti fyrir hina. Þeir kváðust hafa vísbendingar um að neyslan færi vaxandi en erfitt væri að segja ákveðið til um það. Þumalputtaregl- an væri sú að 5-7% neyslu og sölu kæmu til kasta lögreglunnar og það segði sína sögu. Eitt áberandi ein- kenni sem fylgdi neytendum og seljendum væri hnífaburður sem yrði æ meira áberandi. Þeir Elís og Jón Hlöðver sögðust vilja geta gert mun meira og gætu það ef meiri tíma og fé væri varið til málefnisins. Þeir kváðust vita um ýmsa staði þar sem neysla og sala færi fram, en þyrftu tíma til þess að sinna þeim stöðum þannig að hægt væri að láta til skarar skríða gegn þeim. Enn sem komið er væru fíkniefnasalar og -neytend- ur ofaná en það væri klárt að ef fíkniefnavarnir lögreglunnar yrðu öflugri um allt land mætti nánast útrýma vímuefnaófögnuðinum. Sig. Jóns. Elisabeth Zeuthen-Schneider, Ulrikke Host-Madsen og John Damga- ard í „Tre Musici“. „Tre Musici“ á íslandi TOPPARNIRILANDSLIÐINU Sigurður Sigurjónsson, Orn Arnason og Þórhallur Sigurðsson komnir aftur með nýtt efni til að... þenja hláturtaugar gesta okkar * ★ Útsetning og hljómsveitarstjóm: Jónas Þórir * Leikstjóm: Egill Eðvarðsson DANSKA píanótríóið „Tre Musici" er nú statt á íslandi á vegum Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjarðar. Miðvikudaginn 23. september kl. 20.30 halda þau tónleika í safnaðarheimilinu „Vinaminni" á Akranesi, föstudaginn 25. september kl. 20.30 í Keflavíkurkirkju, laugardaginn 26. september kl. 17.00 í Stykkishólmskirkju og að lokum í Hafnarborg sunnudaginn 27. septem- ber kl. 20.00. Tónleikarnir í Hafnarborg verða hefur ferðast víða og er J)etta í ann- jafnframt fyrstu tónleikarnir í tón- að sinn sem það sækir Island heim. leikaröð, sem Tríó Reykjavíkur og Á efnisskránni verða Tríó í B-dúr Hafnarborg standa fyrir. eftir Schubert, „Geister“-tríóið eftir „Tre Musici“ var stofnað 1988. Beethoven og tvö dönsk aldamóta- Meðlimir þess eru Elisabeth Zeuthen- verk í hefðbundnum, rómantískum Schneider fiðluleikari, Ulrikke Host- stíl eftir P.E. Lange-Muller og Fini Madsen sellóleikari og John Damga- Henriques. ard píanóleikari. Þau eru öll þekktir (Fréttatilkynning) einleikarar í heimalandi sínu. Tríóið Mannlegi þátturinn í verkefnastjórnun Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands og Félagið verkefna- stjórnun standa sameiginlega að námskeiði um mannlega þáttinn í verkefnasljórnun (The Human Resource Aspects of Project Management) 28.-30. september nk. Þessir aðilar hafa frá árinu 1984 staðið sameiginlega að fræðslu á þessu sviði og reglulega fengið hingað færa erlenda sér- fræðinga til kennslu. í þetta skipti koma tveir danskir sálfræðingar, þær Mette Amtoft og Henning Green, sem báðar hafa langa reynslu sem kennarar og ráðgjafar á þessu sviði. Námskeiðið, sem fram fer á ensku, er einkum ætlað reyndum verkefnastjórum og er tilgangur námskeiðsins að æfa þá í að tak- ast á við mannlega þáttinn í verk- efnastjórnun. Þeir fá þjálfun í að hvetja og örva samstarfsmenn í verkefnum, fræðilega innsýn í kenningar sálfræðinnar um hóp- stjórn og þjálfun í viðbrögðum við eigin hegðun við þær aðstæður. Allar frekari upplýsingar og skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Endurmenntunarstofn- unar Háskólans. (Fréttatilkynning) * * * * LAUGARDAGSKVÖLD Stórkostleg skemmtun, þrírétta veislukvöldverður (val á réttum) og dansleikur. Verð kr. 4.800 Opinn dansleikur frá kl. 23:30 til 3:00 HLJÓMSVEIT BJÖRGVINS HALLDÓRSSONAR Vetrarverð á gistingu. Pantanir í síma 29900. Grœnt númer 996099 - lofar góðu ! ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.