Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 VÁKORT Eftirlýst kort nr.: 4507 3900 0002 2355 4507 4300 0014 1613 4543 3700 0005 1246 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0033 0474 4548 9000 0035 0423 4548 9000 0033 1225 4548 9000 0039 8729 4548 9000 0042 4962 4507 4300 0004 4817 Afgreiðsiufólk vinsamlegast takiö ofangreind kort úr umferð og sendiö VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vfsa á vágest. ^zm VISA ÍSLAND Hðfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 IVAKORTALISTI Dags. 22.9.1992. NR. 101 5414 8300 3052 9100 5414 8300 2890 3101 5414 8300 2772 8103 5414 8301 0407 4207 5421 72“ 5422 4129 7979 7650 5221 0010 9115 1423 | Ofangreind kort eru vákort, sem taka ber úr umferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocards. KREDITKORTHF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 685499 ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveii &cohf. Borgartúni 28, sími 91-622900 Þórunn lenti í þriðja sæti í keppninni Ungfrú ísland sl. vor. Á myndinni er hún ásamt unnusta sínum Georgi Bergþóri Friðrikssyni, móður, Sigríði Þorvaldsdóttur og systrum sínum, þeim Ingibjörgu og Hjördísi Elínu. FEGURÐARSAMKEPPNI Kærastinn tók á móti mér með hringana í vasanum - segir Þórunn Lárusdóttir, Ungfrú Norðurlönd Hún tók kærastanum sínum opn- um örmum í Leifsstöð fyrir viku þegar hún kom heim frá Finn- landi sem nýkrýnd Ungfrú Norður- lönd enda tók hann á móti henni á flugvellinum með trúlofunarhring- ana í vasanum. „Til að forðast mis- skilning var hann búinn að kaupa hringana áður en ég fór út í keppn- ina,“ segir Þórunn Lárusdóttir, 19 ára yngismær úr Mosfellsbænum sem heldur betur var { sviðsljósinu þegar hún hreppti titilinn Ungfrú Norðurlönd í Vasa í Finnlandi þann 13. september sl. Auk þess kusu blaðamenn hana „Miss Press" eða bestu ljósmyndafyrirsætuna; Kæ- rastinn er aftur á móti Georg Berg- þór Friðriksson, en þau skötuhjú hafa verið saman eins og það er kallað í tvö og hálft ár. „Ég fór fyrst og fremst út til þess að hafa gaman af og var því lítið stressuð. Ég gerði mér engar vonir fyrirfram þannig að þetta kom mér skemmtilega á óvart. Mórallinn á milli okkar stelpnanna var mjög góður. Ég segi ekki að það hafi verið „keppnisskap" í sumum í byij- un, en þegar fór að líða á keppnina vorum við orðnar hinar bestu vin- konur þó samkeppnin hafi eflaust ríkt svona undir niðri,“ segir Þórunn í samtali við Morgunblaðið. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni Ungfrú Norðurlönd, tvær frá hveiju landi. Auk Þórunnar, sem lenti í þriðja sæti í keppninni um Ungfrú Island 1992, sem haldin var á Hót- el íslandi í maí sl., tók Heiðrún Anna Bjömsdóttir þátt í keppninni í Finnlandi fýrir hönd Islands, en hún var í öðru sæti í keppninni hér heima. Ungfrú Island er aftur á móti María Rún Hafliðadóttir. Þórunn er dóttir Lárusar Sveins- sonar trompetleikara og Sigríðar Þorvaldsdóttur leikkonu, en svo skemmtilega vill til að Sigríður var kjörin Ungfrú ísland árið 1958. Og það sem meira er, amma Þómnnar og mamma Sigríðar, Ingibjörg Hall- Morgunblaðið/Þorkell Þórunn Lárusdóttir, Ungfrú Norðurlönd, við störf i Skífunni. dórsdóttir, sem nú er látin, tók þátt í fegurðarsamkeppni hér á árum áður. Þórunn varð stúdent frá MH í vor ásamt Maríu Rún og vinnur nú í hljómplötuversluninni Skífunni í Kringlunni. Um tíma í sumar vann hún við fýrirsætustörf í Mílanó á Ítalíu og kemur til með að verða fulltrúi íslands í keppninni Miss International í Japan þann 18. októ- ber nk. Þangað til ætlar Þórunn að vera í biðstöðu og taka því rólega eins og hún orðar það, og einnig ætlar hún að hvíla sig frá skólabók- unum í vetur þar sem í hana toga tveir pólar, bæði leiklist og læknis- fræði. „Ég vil ekki vera að ana út í neitt að óathuguðu máli heldur átta mig betur á hlutunum fyrst. Þetta tvennt heillar mig vissulega mest þó hér sé um mjög svo ólíka heima að ræða. Og fyrirsætustörfin gætu hjálpað mér peningalega á námsbrautinnL" segir Þómnn. Þómnn hefur lítillega unnið við fýrirsætustörf hér heima, en fór til Mílanó aðallega til þess að safna í möppuna sína. Aðalatriðið væri að hafa möppu fulla af fínum myndum. „Þetta er harður bransi skal ég segja þér. Fyrirfram vissi ég svo sem ekki hverju við var að búast, en varð alls ekki.fyrir vonbrigðum. Maður var að vísu hlaupandi með möppuna milli staða daginn út og inn sem er mjög þreytandi til lengd- ar.“ Sem Ungfrú Norðurlönd hefur Þómnn engum sérstökum skyldum að gegna nema að hún þarf að fara til Finnlands að ári liðnu til þess að krýna arftaka sinn. Einhveijar bollaleggingar munu þó vera uppi um að flytja keppnina til Svíþjóðar. í verðlaun fékk hún refapels og forkunnar fagurt pennasett auk peningaverðlauna. „Það var nú eiginlega kærastinn minn sem kom mér fyrst af stað, ef svo má segja," segir Þómnn þeg- ar hún er spurð hvernig henni hafi dottið í hug að taka þátt í fegurðar- samkeppni. „Hann sendi myndir af mér í Ford- fyrirsætukeppnina fyrir tveimur árum og svo fór að ég tók þátt í þeirri keppni og komst í úr- slit. Ég var hins vegar mjög efins hvort ég ætti að láta til leiðast í keppnina Ungfrú ísland sl. vetur, en við María Rún, vinkona mín, sem þá var líka í MH, ákváðum báðar að skella okkur út í þetta og hugs- uðum með okkur að þetta yrði ábyggilega bara gaman. Við þekkt- umst reyndar lítið fyrir keppnina, en kynntumst vel síðar. Núna sé ég ekkert eftir þessu og hvet allar þær stúlkur, sem fá tækifæri, að slá tii. Þetta er virkilega skemmti- legt. Ég gef ekki mikið fyrir það neikvæða umtal, sem stundum hef- ur spunnist í kringum fegurðarsam- keppni. Maður lærir ýmislegt á þessu og sjálfsöryggið styrkist um allan helming." KELDUHVERFI Organisti í hálfa öld Björg Bjömsdóttir í Lóni í Kelduhverfi hefur verið organ- isti í 50 ár í Garðskirkju og 40 ár í Skinnastaðakirkju og var þess minnst við hátíðarmessu í Garðs- kirkju á sjötugasta og níunda af- mælisdegi Bjargar 9. ágúst sl. og henni þökkuð sérstaklega vel unn- in störf og gefnar gjafir. Björg er löngu þjóðkunn fyrir söngstjórn og lagaþekkingu sína. Þá þjóðkórinn starfaði á þjóðhátíð- arárinu 1944 ákvað stjórnándi hans, Páll heitinn ísólfsson tón- skáld, að efna til samkeppni með- al íslendinga um það hver kynni flest sönglög og átti viðkomandi að geta spilað eða raulað lagið og að kunna minnst eitt vers við það. Björg í Lóni sendi lista með 1.300 lögum, sem hún taldi sig kunna, og til staðfestingar á því var hún kölluð til prófs á Akur- eyri og stóðst hún það nteð prýði og fékk fyrstu verðlaun í þessari keppni. Hún er systir Árna Björns- sonar tónskálds. „Ég spila eitthvað lengur, því Bill Cosby enn sá hæstlaunaði. FORBES Cosby enn sá hæst- launaði Bill Cosby þarf ekki að hafa miklar áhygjur af íjármálun- um þó svo að framleiðslu hafi ver- ið hætt á þáttunum Cosby Show. Á lista yfír fjörutíu best launuðu skemmtikrafta Bandaríkjanna, sem tímaritið Forbes birti nú í vik- unni, vermir Cosby enn efsta sæt- ið. Ástæðan er sú að áætlaðar tekjur hans vegna endursýninga af þáttunum munu nema mörgum milljónum dollara árlega. Forbes telur ljóst að tekjur Cos- bys jafnt á síðasta ári sem þessu ári séu um 98 milljónir Bandaríkja- dollara. Samanlagðar eignir Cos- bys metur tímaritið á um 300 milljónir dollara sem gerir Cosby að ríkasta skemmtikrafti Banda- ríkjanna. I öðru sæti á listanum er sjón- varpsmaðurinn Oprah Winfrey og segir Forbes að tekjur hennar fyr- ir tvö síðustu ár séu um 88 milljón- ir dollara. Winfrey er með mjög vinsælan rabbþátt sem sýndur er í 55 löndum auk Bandaríkjanna. Leikstjórinn Kevin Costner lendir í þriðja sæti hjá Forbes þrátt fyrir að talið sé að tekjur hans muni lækka í „einungis“ 21 milljón dollara á þessu ári miðað við 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.