Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 29 TRICHT-SATTMALANN I FRAKKLANDI Hugað að nýjum áherslum vegna úrslita franska þjóðaratkvæðisins Hraðlest EB hinkrí við svo að farþegarnir komist um borð ÞUNGBÚNIR stuðningsmenn sameinaðrar Evrópu sögðust óttast að „Evrópuhraðlestin“ í átt til samruna gæti farið af sporinu ef Frakk- ar höfnuðu Maastricht-samningnum. Svo fór ekki en naumur var meirihlutinn og ráðamenn í ríkjum Evrópubandalagsins (EB) hljóta að leggjast undir feld séu þeir ekki þegar búnir að því. Hvernig stend- ur á því að svo litlu munaði að kjósendur flengdu stjórnmálamennina, á sama hátt og Danir í júní? Frakkar voru taldir krosstréð sem aldr- ei myndi bregðast. Eining Evrópu er markmið sem flestum Frökkum hefur síðustu áratugi þótt sjálfsagt, jafn sjálfsagður hluti tilverunnar og kaffi með smjördeigshorni á sunnudagsmorgni. Þeir hafa verið stoltir af því að vera í fararbroddi þróunar sem einhvern tíma myndi valda því að Evrópa öðlaðist á ný sinn réttmæta sess á skákborði heimsstjórnmálanna. Sameinuð Evrópa, þar sem Frakkland væri að sjálfsögðu forystuþjóðin, myndi hafa í fullu tré við Bandaríkin og önnur stórveldi framtíðarinnar. Þegar Francois Mitterrand forseti ákvað í kjölfar þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Danmörku að leyfa frönskum kjósendum að segja álit sitt bjuggust því fáir við æsilegri kosningabaráttu. Reyndin varð önn- ur og embættismenn í Brussel og höfuðborgum aðildarríkjanna reyna nú að átta sig á því hvað fór úrskeið- is. Menn velta því fyrir sér hvort beitt hafi verið réttum röksemdum en einnig telja margir að tímasetn- ing Maastricht-samningsins hafi einfaldlega verið röng. Ráðamenn Frakka höfðu margir uppi ströng varnaðarorð þegar skoð- anakannanir fóru að sýna dvínandi fylgi við samninginn. Sumir þeirra gengu lengra. Hræðsluáróður hefur ekki gott orð á sér sem tæki í kosn- ingabaráttu og umdeilt er hvort hann hafí snúið fólki til fylgis við samkomulagið því að ótti við fram- tíðina getur vakið gerólík viðbrögð. Samkvæmt >■ skoðanakönnunum töldu um 73% stuðningsmanna Ma- astricht að samningurinn væri nauð- synlegur til að tryggja frið í álf- unni. Átökin í Austur-Evrópu, vax- andi ókyrrð vegna innflytjenda frá Norður-Afríku, árásir nýnasista í Þýskalandi á flóttamenn, allt eru þetta ógnvænleg merki um að fram- tíðin sé ótraust og þörf sé á nánara samstarfi eigi Evrópa ekki að brenna eina ferðina enn. Aðrir benda á að vaxandi þjóðerniskennd í mörgum löndum sé að líkindum merki um að á óvissutímum leiti margir athvarfs hjá einhverju sem það þekki vel, í þessu tilviki þjóðrík- inu fremur en meira eða minna' þokukenndum hugmyndum um ein- hvers konar Bandaríki Evrópu. Gengisglundroðinn Stuðningsmenn gerðu einnig mikið úr hættunni á efnahagslegum ógöngum Frakka ef andstaðan sigr- aði. Oróleikinn á gjaldeyrismörkuð- um Evrópu, að nokkru vegna óviss- unnar um niðurstöðu þjóðaratkvæð- isins, var notaður af stuðnings- mönnum jafnt sem andstæðingum sem röksemd í baráttunni. Andstað- an benti á að jafn náin samvinna og Maastricht kveður á um væri fjarstæða í ljósi síðustu atburða. Áðildarþjóðirnar gætu ekki einu sinni náð samkomulagi um lág- marks samstarf um gengismál. Stuðningsmenn vora á því að geng- isglundroðanum væri best svarað með því að styrkja enn samstarfið og koma á neinum gjaldmiðli fyrir Evrópubandalagið allt, eins og Maastricht segir til um. Nýtt Maastricht? Fyrstu viðbrögð Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar EB, eru að nú beri að hraða samrunaferl- inu. Harla ólíklegt er þó úr þessu að Maastricht-samkomulagið verði að veruleika óbreytt, svo miklar hafa hrakfarir þess vcrið. Margir evrópskir ráðamenn ásamt ýmsum stjórnmálaskýrendum og embættis- mönnum í Brussel eru á því að hægt verði að nota niðurstöðuna til að búa til nýjan samning á grunni hins gamla. Áð þessu sinni verði að taka fullt tillit til þeirra tilfinninga sem hafi blundað undir hiðri í þjóð- arsálinni og komið upp á yfírborðið, jafnt í Frakklandi sem í Danmörku. Fyrst og fremst er um að ræða mikla andúð á skriffinnunum í Brussel og meintu ofríki þeirra. Sumar röksemdirnar, sem notaðar voru fyrir samþykkt og voru uppr- unnar í Brussel, hljómuðu að vísu vel í eyrum velmenntaðra borgarbúa en verkalýðurinn í úthverfum París- ar og bændur létu ekki sannfærast. Oft var líka hrokafullur tónn í áróðr- inum fyrir samningnum. Embættis- menn og starfsfólk EB í Brussel era aðeins nokkrir tugir þúsunda manna, mun færri en í sumum ráðu- neytum einstakra aðildaríkja. En embættismennirnir þykja sumir ofl- átungslegir í framkomu. Spurt er hver hafi kosið þessa menn til að taka sér mikil völd og þingmenn á nær valdalausu þingi EB taka und- ir. Það er ekki víst að allir hafi munað eftir því ákvæði Maastricht sem tryggir aukin völd þingsins. Gagnrýendur hafa m.a. fundið að því að Abel Matutes, hann á sæti í framkvæmdastjórninni og annast aðstoð við þriðjaheimsríki, skuli vera stanslaust á ferð og flugi um heim- inn eins og hann sé í hópi helstu þjóðarleiðtoga. Hann drekki síðdeg- iste í Abu Dhabi, snæði kvöldverð í Buenos Aires og morgunverð í enn einni heimsálfunni. Laun og sporslur eru ekki skorin við neglur og skriff- innskan þenst út í samræmi við þróun mála hjá öðrum stofnunum. Margir heimta að þarna verði skorið niður. Skert lýðræði Mótmælin gegn Maastricht eru í mörgum tilvikum sprottin af hræðslu við að lýðræðislegt vald verði flutt frá þjóðþingum og héruð- um til fjarlægra möppudýra sem enginn hafi kosið, skriffinna sem vilji skipta sér af smáu sem stóru í daglegu lífí almennings og á end- anum ráða öllu í Evrópu. Nú segja margir að stöðva verði hraðlestina til samruna aðildarríkjanna og leyfa venjulegu fólki að komast um borð, ekki sé nóg að hún flytji eingöngu lestarstjóra og nokkra frammámenn til framtíðarlandsins. Ella verði gjá- in milli væntinga hins venjulega Evrópumanns og skrifræðisins svo breið að hún verði ekki brúuð. Einn- ig séu allar líkur á að bandalagið skiptist þá í tvo hluta, annars vegar þær þjóðir sem vilja hraðari «j)róun til einingar, hins vegar þær sem vilja fara sér hægar. Óttinn við Þýskaland Margir Frakkar hafa áhyggjur af því að sjálfsforræði þjóðanna hverfi endanlega í sambandsríki framtíðarinnar. Og undir niðri I EUROPEEN Reuter Michel Rocard, einn af leiðtogum sósíalista og fyrrverandi forsætisráð- herra, heldur á bol með áletruninni: „Ég er Evrópumaður og stoltur af því.“ Líkur eru á að Rocard verði forsetaefni sósialista þegar eftir- maður Mitterrands verður kjörinn en ýmsir spá nú afsögn forsetans. FRANSKIR kjósendur samþykktu Maastricht samninginn með naumum meirihluta í þjóðar- atkvæðagreiðslu á sunnudag S&T-' Á kjör6krá: 38.333.696 Kjörsókn: 69,68% kraumar alltaf óttinn við Þjóðveija, efnahagslegan mátt þeirra og upp- gang nýnasista í Þýskalandi. „Þessi ótti í sálardjúpinu, sem ekki mátti minnast á, var alltaf til staðar,“ sagði einn af áróðursmönnum flokks gaullista. „Okkur var boðið upp á tvo kosti; að sænga með þeim eða læsa dyrum svefnherbergisins". Michel Rocard, fyrrverandi forsæt- isráðherra og líklegt íorsetaefni sós- íalista, var einn þeirra sem greip til Þjóðverjaóttans. Hann gaf í skyn að Þjóðvetjar myndu ef til vill rifja upp fyrri útþenslustefnu ef sam- komulagið yrði ekki að veruleika. Maastricht myndi binda hendur Þjóðveija. Mjög er nú velt vöngum yfir fram- tíð Mitterrands forseta. Ekki síður er spurt hvort pólitísk dómgreind hans sé farin að sljóvgast. Misreikn- aði Mitterrand sig? Bent var á að í sumar vissi gamli stjórnmálarefur- inn vel að skoðanir voru mjög skipt- ar meðal flokksmanna helstu keppi- nauta sósíalistaleiðtogans, þeirra Jacques Chiracs og Valerys Giscard d’Estaings, um Maastricht-sam- komulagið. Freistingin var því mikil að reyna að auka á klofninginn í trausti þess að meirihluti væri hvort sem er öruggur, en reyna að hysja upp um sósíalistaflokkinn sem feng- ið hefur slæma útreið í sveitarstjórn- arkosningum og skoðanakönnunum síðustu mánuði. Forsetinn gæti síð- an hreykt sér af því að liafa lagt traustan grunn að sameinaðri Evr- ópu, frambjóðendur sósíalisfa í þing- kosningunum á nsæta ári og for- setaefni sósíalista 1995 gætu reynt að notfæra sér úrslitin á sama hátt. Talsmenn sósíalista segja, borgin- mannlegir á svip, úrslitin sigur fyrir Mitterrand en erfitt er að sjá hvern- ig þeir geta rökstutt þá skoðun. Framan af kosningabaráttunni var ljóst að íjölmargir kjósendur vildu ekki styðja Maastricht vegna þess að samþykkt yrði túlkuð sem stuðn- ingur við forsetann og sósíalista. Danski þröskuldurinn Helmut Kohl Þýskalandskanslari og fleiri þýskir ráðgmenn anda nú léttar. Fall Maastricht hefði getað losað um böndin sem tengja Þýska- land við Vestur-Evrópuríkin. En hann þarf að fást við annan vanda sem er vaxandi tortryggni meðal þýsks almennings í garð Ma- astricht. Mikill meirihluti þjóðarinn- ar, 77%, vill nú að þjóðaratkvæði fari fram um málið, ef marka má skoðanakannanir. Meirihluti Breta vill einnig þjóðaratkvæði og þessar tölur leiða hugann að „danska vandamálinu." Samkvæmt lögum Evrópubanda- lagsins hlýtur samkomulag á borð við Maastricht að falla þótt aðeins ein af aðildarþjóðunum reynist and- víg. Danir felldu samkomulagið í þjóðaratkvæðinu í júní. Fyrst í stað virtist sem ráðamenn helstu ríkja bandalagsins væru svo sannfærðir um að úrslitin væri ráðin í öllum hinum löndunum að þeir teldu óþarft að gera nokkuð í málinu, Danir myndu vitkast og samþykkja samn- inginn í öðru þjóðaratkvæði. Bretar fara með forystu í Evrópu- bandalaginu fram að áramótum. Krafan um þjóðaratkvæði verður æ háværari í Bretlandi, þar sem kann- anir sýna að meirihluti kjósenda er á móti samkomulaginu. John Major forsætisráðherra hefur áður sagt að Maastricht verði fyrst að veru- leika þegar Danir fínni einhverja málamiðlun sem þeir geti sætt sig við og fyrr verði ekki hægt að leggja samkomulagið fyrir breska þingið. Sumir danskir stjórnmálamenn hafa rætt um þann kost að gerðar verði umtalsverðar breytingar á sam- komulaginu en vandinn er sá að ekki er hægt að slá því föstu hvaða atriði fóru mest fyrir bijóstið á dönskum kjósendum. Aðrir hafa viðrað þá hugmynd að Danir fái undanþágu frá þeim ákvæðum sem helst eru talin vera í veginum, á svipaðan hátt og gert var í sam- bandi við aðild Breta að væntanlegu myntbandalagi. Ekki verði byggt á sandi Ýmsir stjórnmálaskýrendur úr röðum stuðningsmanna Maastricht hafa vakið athygli á því hve vara- samt það gæti verið fyrir framtíð bandalagsins að ætla að halda áfram á Maastricht-brautinni ef það aðeins hljóti meirihlutafylgi, án til- lits til þess hve stór sá meirihluti sé. Þeir benda á að frá því að Dan- ir felldu samninginn hafí kannanir í aðildarríkjunum gefið til kynna að stuðningur kjósenda við hann fari hratt minnkandi í nokkram helstu aðildarríkjunum. Samkomulagið sé svo afdrifaríkt skref að nauðsynlegt sé að um það ríki smstaða mikils meirihluta hverrar þjóðar, ella sé byggt á sandi. Sé reynt að þvinga fram úrslit geti það komið í bakið á ráðamönnum álfunnar síðar þegar enn verði tekin ný skref í sameining- arátt. Búið verði að sá fræjum upp- reisnar. Sé rétti tíminn ekki kominn verði að taka því, almenningur verði að fá að átta sig á kostum nánari sam- vinnu smám saman. Raunhæft mat á aðstæðum og möguleikum verði að ráða en ekki ofsatrú á sameining- arstefnunni. Bretar hafí lengi haft jákvæð áhrif á málefni EB með því að vera heldur tregir í taumi þegar Frakkar og Þjóðvetjar vildu hraða þróuninni, með þessu hafí hinir fyrstnefndu oft tryggt að farið væri betur í saumana á tillögum einingar- sinna. Árið 1989 hafi þeir Mitterr- and og Kohl viljað neyta sögulegs færis er umbyltingin varð í A-Evr- ópu, viljað taka langt stökk inn í framtíðina. Þetta færi hafi runnið mönnum úr greipum er fögnuðurinn eftir hrun Berlínarmúrsins og kom- múnismans breyttist í depurð og vonleysi vegna þeirra gríðarlegu vandamála sem komu upp á yfír- borðið við fall kommúnismans þegar í fyrra. Nú sé skynsamlegra , að huga að því að samhæfa efnahags- líf aðildarríkjanna hægt og sígandi án þess að ætla sér um of. Fullur samruni verði fyrst settur á dagskrá þegar öll aðildarríkin séu búin að koma efnahag sínum og félagsmálum í það horf að þau geti tekið þátt í honum - en ekki fyrr. Samantekt: Kristján Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.