Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.09.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 Fischer virðist óstöðvandi ___________Skák_______________ Karl Þorsteins BOBBY Fischer lauk fyrri ein- vígishlutanum gegn Borís Spasskí með glæstum sigri í elleftu einvígisskákinni í Sveti Stefan. Viðureignin var mjög skemmtilega tefld af beggja hálfu og skákin líklega sú best teflda í öllu einvíginu hingað til. Fischer hefur teflt með gríðarlegum krafti í síðustu skákum og hefur yfirburða- stöðu í einvíginu nú þegar gert verður viku hlé á tafl- mennsku og einvígisstaðurinn færður til Belgrad. Fischer hefur hlotið fimm vinninga en Spasski tvo og fjórum skákum hefur lokið með jafntefli. Sá telst sigurvegari í einvíginu sem fyrr sigrar í tiu skákum. Með þijú töp í röð á bakinu þarf ekki að undra þótt sjálfs- traust Spasskís hafi beðið hnekki. Spasskí stýrði hvítu mönnunum í tíundu einvígisskákinni og hóf taflið sem fyrr með því að leika drottningarpeðinu fram um tvo reiti. Fischer svaraði með nimzo- indverskri vöm sem hann hefur ekki beitt fyrr í einvíginu, enda virðist hannn leggja áherslu á að koma andstæðingi sínum á óvart í byrjanavali líkt og í einvíginu í Reylq'avík 1972. Spasskí valdi hvassa leið sem heimsmeistarinn Garrí Kasparov hefur stundum notað, m.a. t.d. þess að leggja sjálfan Spasskí að velli á skák- móti í Linares fyrir rúmum tveim- ur árum. Fischer var hins vegar öllum hnútum kunnugur og kom með nýjan leik í fjórtánda leik. Spasskí virtist brugðið því í stað þess að vinna peðið til baka með skemmtilegum möguleikum á báða bóga kaus hann að veijast í endatafli með mislitum biskup- um og báðum hrókunum með peði minna. Sú ákvörðun var gagnrýnd af skáksérfræðingum, ekki síst þar sem öll spenna hvarf af borð- inu. Spasskí mat á hinn bóginn stöðuna rétt, jafnteflismöguleikar hans voru betri en vinningsmögu- leikar andstæðingsins og með mjög góðri vamartaflmennsku tryggði Spasskí skiptan hlut og um jafntefli var samið eftir 68 leiki. Þá hafði Fischer raunar teygt sig mjög langt í vinningstil- raununum, fómað m.a. skipta- mun, en þegar báðir keppendur höfðu vakið upp drottningar sætt- ist hann loks á jafntefli. Tíunda einvígisskákin: Hvitt: Borís Spasskí Svart: Bobby Fischer Nimzo-indversk vörn I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Bb4, 4. Dc2 - d5, 5. cxd5 - exd5, 6. Bg5 - h6, 7. Bh4 - c5, 8. dxc5 — Rc6, 9. e3 — g5, 10. Bg3 - Da5 Spasskí lék sjálfur 10. Re4 í skák gegn Kasparov í Linares árið 1990. Áframhaldið varð þá II. Rf3 - Df6, 12. Bb5 - Rxc3, 13. Bxc6+ — bxc6?, 14. a3 — g4, 15. Be5! og hvítur náði betri stöðu. 11. Rf3 - Re4, 12. Rd2 - Rxc3, 13. bxc3 - Bxc3, 14. Hbl - Dxc5 Þótt það hljómi undarlega þá hefur peðsdrápið ekki sést fyrr í kappskák. Áður hefur verið leikið 14. a6, en eftir 15. Bd6 — Be5, 16. Bxe5 — Rxe5, 17. Be2 stend- ur hvítur betur að vígi. Eitt höfuð- einkenni á taflmennsku Fischers var ætíð ósérhlífni hans við að taka lið af andstæðingnum og það virðist ekkert hafa breyst í tutt- ugu ára einsemd! 15. Hb5 - Da3, 16. Hb3 - Bxd2+, 17. Dxd2 - Da5,18. Bb5 Það hefði mátt baula á Spasskí fyrir þennan leik. í stað þess að tefla stöðuna eftir 18. Dxa5 — Rxa5, 19. Hb5 - b6, 20. Hxd5 - 0-0 með fæmm á báða bóga, afræður hann að veijast í enda- tafli með mislitum biskupum þar sem jafnteflisfærin em meiri en sigurmöguleikar Fischers. 18. - Dxd2+, 19. Kxd2 - Bd7, 20. Bxc6 - Bxc6, 21. h4 - Ke7, 22. Be5 - f6, 23. Bd4 - g4, 24. Hcl - Ke6, 25. Hb4 - h5, 26. Hc3 - Hhc8, 27. a4 - b6, 28. Kc2 - Be8, 29. Kb2 - Hxc3, 30. Bxc3 - Hc8, 31. e4! Það verður ekki af Spasskí skafið að hann teflir vörnina mjög vel. Uppskipti em honum í hag, jafnvel þótt biskupinn verði að hörfa af d4 reitnum. 31 - Bc6, 32. exd5 - Bxd5, 33. g3 - Bc4, 34. Bd4 - Kd5, 35. Be3 - Hc7, 36. Kc3 - f5, 37. Kb2 - Ke6, 38. Kc3 - Bd5, 39. Kb2 — Be4, 40. a5 — bxa5, 41. Hb5 - a4, 42. Hc5 - Hb7+, 43. Ka3 - a6, 44. Ka4 - Bd5, 45. Kxa5 - Ke5, 46. Kxa6 - Hb3, 47. Hc7 - Ke4, 48. Hh7 - Hxe3, 49. fxe3 - Kxe3, 50. Hxh5 - Be4 Fischer hefur leitað allra leiða í vinningstilraununum og tók mikla áhættu með skiptamuns- fóminni þar sem nú hefst mikið kapphlaup um hvor keppandinn komi peði fyrr upp í borð. 51. Hh8 - Kf3, 52. He8 - Kxg3, 53. h5 - Bd3, 54. Kb6 - f4, 55. Kc5 - f3, 56. Kd4 - Bf5, 57. Hf8 - Kf4, 58. h6 - g3, 59. h7 - g7, 60. h8D - glD, 61. Kc4 - Dcl+, 62. Kb3 - Dc2+, 63. Kb4 - De4+, 64. Kc3 - Dc6+, 65. Kb3 - Dd5+, 66. Kc3 - Dc5+, 67. Kb2 - Db4+, 68. Ka2 og samið var um jafntefli. Fischer tefldi fremur sjaldséð af- brigði gegn sikileyjarvörn Spassk- ís í elleftu einvígisskákinni. Með peðsfóm í sjöunda leik kom hann Spasskí strax á óvart og sýndi í áframhaldinu allar sínar bestu hliðar. Hann tefldi mjög hvasst og eftir að Spasskí varð fótaskort- ur í ellefta leik átti hann í miklum erfíðleikum. Með því að gefa skiptamun í nítjánda leik virtist Spasskí öðlast mótspil með bisku- paparið og öflugt frípeð en Fisc- her hafði séð lengra. Hann lét riddara af hendi og náði í staðinn öðmm biskup Spasskís nokkmm leiiq'um síðar. Úrvinnslan var hnökralaus og eftir ijömtíu og einn leik gafst Spasskí upp. Ellefta einvígisskákin: Hvítt: Bobby Fischer Svart: Borís Spasski Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 — g6, 4. Bxc6 — bxc6, 5. 0-0 - Bg7, 6. Hel - e5, 7. b4! Til þessa hafa liðstjómendur hvíta liðsaflans látið sér nægja að leika 7. c3 í því skyni að opna miðborðið með 8. d4. Fischer hef- ur aðrar hugmyndir og fómar peði í því skyni að flýta fyrir liðs- skipan og öðlast yfírráð yfír mið- borðinu. 7. — cxb4, 8. a3 — c5 Svartur er í úlfakreppu eftir 8 — bxa3, 9. Bxa3 — Re7, 10. Bd6! En einnig kom til greina að gefa peðið strax til baka með 8 - Re7. 9. axb4 — cxb4, 10. d4! — exd4, II. Bb2 - d6? Svarta staðan er þegar orðin mjög varhugaverð og síðasti leik- ur svarts er líklega of hægfara. 11. — Rf6 var e.t.v. betri kostur. 12. Rxd4 - Dd7, Rd2 - Bb7, 14. Rc4 - Rh6 Ef svörtum tekst að ljúka liðs- skipan með því að hrókera í næsta leik hefur hann ekkert að óttast en það er hvítur sem á leik. 15. Rf5! Mjög sterkur leikur. Við fyrstu sýn virðist 15. — Rxd6+ — Dxd6, 16. Rf5! vænlegt hjá hvítum en eftir 16. — Dxdl, 17. Rxg7n--- Kf8, 18. Haxdl - Hg8 hefur svartur ekkert að óttast. 15. - Bxb2, 16. Rcxd6+ - Kf8, 17. Rxh6 - f6? Hér missir Spasskí af einu vöminni. Best var 17. — Bxal. Eftir 18. Dxal — Dxd6, 19. Dxh8+ — Ke7 á svartur mögu- leika á að sleppa lifandi frá hildar- leiknum. Nú gefur Fischer engin grið og teflir áframhaldið af gríð- arlegum krafti. 18. Rdf7! - Dxdl, 19. Haxdl - Ke7, 20. Rxh8 - Hxh8 Spasskí hefur líklega haft þessa stöðu í huga þegar hann lék 17. — f6. Þótt hann sé skiptamun undir þá gefur frípeðið á a-línunni og biskupaparið möguleika til björgunar, auk þess sem hvíti riddarinn virðist illa staðsettur úti á kanti. Með næsta leik breytir Fischer því mati snarlega og leik- ur riddara í annað skiptið í skák- inni í opinn dauðann á f5-reitnum! 21. Rf5! - gxf5, 22. exf5 - Be5 Svartur missir annan biskupinn í öllum tilfellum. Eftir 22. — Kf7, kæmi 23. Hd7+ og 22. — Kf8 yrði svarað með 23. Hd8+ — Kg7, 24. Hd7+. 23. f4 - Hc8, 24. fxe5 - Hxc2, 25. e6! Framsæknið e-peð hvíts ræður úrslitum. Nú er peðið á g2 frið- helgt því eftir 25. — Hxg2+, 26. Kfl hótar hvítur 27. Hd7+. 25. - Bc6, 26. Hcl! Taflmennska Fischers er óað- fínnanleg. Nú þvingar hann fram uppskipti á hrókum og 26. — Be4 myndi engu bjarga eftir 27. Hxc2 — Bxc2, 28. Hal. Spasskí teflir vörnina mjög vel og leitar ýtrustu færa en að þessu sinni án árang- urs. 26. - Hxcl, 27. Hxcl - Kd6, 28. Hdl+! - Ke5, 29. e7 - a5! Hvítur getur nú unnið biskup- inn með 30. e8D — Bxe8, 31. Hel+ - Kd4, 32. Hxe8. Það yrði honum hins vegar ekki til hags- bóta því eftir 32. — b3 er hvíti kóngurinn of langt í burtu frá peðunum og hvítur verður að sætta sig við jafntefli. 30. Hcl! - Bd7, 31. Hc5+ - Kd4, 32. Hxa5 - b3, 33. Ha7 - Be8, 34. Hb7 - Kc3, 35. Kf2 - b2, 36. Ke3! - Bf7, 37. g4 - Kc2, 38. Kd4 - blD, 39. Hxbl — Kxbl, 40. Kc5 - Kc2, 41. Kd6 Spasskí gafst upp. Uppgjöfín þarfnast kannski skýringa því svartur er manni yfír í augnablik- inu en peð hvíts á kóngsvængs ráða úrslitum. Framhaldið gæti t.d. orðið 41. - Kd3, 42. Kd7 - Ke4, 43. e8D — Bxe8, 44. Kxe8 — h5, 45. gxh5 — Kxf5, 46. h4! og h-peð svarts verður að drottn- ingu. Þær Magnea íris Jónsdóttir og Rut Magnúsdóttir söfnuðu til hjálpar- starfs Rauða krossins í Sómalíu 1.725 kr. á hlutaveltu sem þær héldu. Þessar dömur efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Sómalíuhjálp Rauða krossins og söfnuðu 2.500 kr. Þær heita: Lísa Njálsdóttir, Vaka Halldórsdóttir og Helga Kristjánsdóttir. LJósm. Sigr. Bachmann HJONAEAND. 15. ágúst sl. voru gefín saman í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hrefna Bach- mann og Ólafur Þór Vilhjálmsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. LJósm. Sigr. Bachmann HJÓNABAND. 11. ágúst sl. voru gefín saman í Bessastaðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Hlíf Stein- grímsdóttir og Eyjólfur A. Krist- jánsson. Heimili þeirra er á Ásbraut 7, Kópavogi. Ljósmyndast. Nærmynd. HJÓNABAND. 25. júlí sl. voru gefín saman í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Alda Hauks- dóttir og Vignir Diego. Heimili þeirra er í Stórholti 25, Rvík. MYND, Hafnarfirði. HJÓNABAND. 29. ágúst sl. voru gefin saman í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Ragnar Þor- geirsson og Guðríður Aðalsteins- dóttir. Þau eru til heimilis í Borgar- nesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.