Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 38

Morgunblaðið - 22.09.1992, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1992 Fischer virðist óstöðvandi ___________Skák_______________ Karl Þorsteins BOBBY Fischer lauk fyrri ein- vígishlutanum gegn Borís Spasskí með glæstum sigri í elleftu einvígisskákinni í Sveti Stefan. Viðureignin var mjög skemmtilega tefld af beggja hálfu og skákin líklega sú best teflda í öllu einvíginu hingað til. Fischer hefur teflt með gríðarlegum krafti í síðustu skákum og hefur yfirburða- stöðu í einvíginu nú þegar gert verður viku hlé á tafl- mennsku og einvígisstaðurinn færður til Belgrad. Fischer hefur hlotið fimm vinninga en Spasski tvo og fjórum skákum hefur lokið með jafntefli. Sá telst sigurvegari í einvíginu sem fyrr sigrar í tiu skákum. Með þijú töp í röð á bakinu þarf ekki að undra þótt sjálfs- traust Spasskís hafi beðið hnekki. Spasskí stýrði hvítu mönnunum í tíundu einvígisskákinni og hóf taflið sem fyrr með því að leika drottningarpeðinu fram um tvo reiti. Fischer svaraði með nimzo- indverskri vöm sem hann hefur ekki beitt fyrr í einvíginu, enda virðist hannn leggja áherslu á að koma andstæðingi sínum á óvart í byrjanavali líkt og í einvíginu í Reylq'avík 1972. Spasskí valdi hvassa leið sem heimsmeistarinn Garrí Kasparov hefur stundum notað, m.a. t.d. þess að leggja sjálfan Spasskí að velli á skák- móti í Linares fyrir rúmum tveim- ur árum. Fischer var hins vegar öllum hnútum kunnugur og kom með nýjan leik í fjórtánda leik. Spasskí virtist brugðið því í stað þess að vinna peðið til baka með skemmtilegum möguleikum á báða bóga kaus hann að veijast í endatafli með mislitum biskup- um og báðum hrókunum með peði minna. Sú ákvörðun var gagnrýnd af skáksérfræðingum, ekki síst þar sem öll spenna hvarf af borð- inu. Spasskí mat á hinn bóginn stöðuna rétt, jafnteflismöguleikar hans voru betri en vinningsmögu- leikar andstæðingsins og með mjög góðri vamartaflmennsku tryggði Spasskí skiptan hlut og um jafntefli var samið eftir 68 leiki. Þá hafði Fischer raunar teygt sig mjög langt í vinningstil- raununum, fómað m.a. skipta- mun, en þegar báðir keppendur höfðu vakið upp drottningar sætt- ist hann loks á jafntefli. Tíunda einvígisskákin: Hvitt: Borís Spasskí Svart: Bobby Fischer Nimzo-indversk vörn I. d4 - Rf6, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - Bb4, 4. Dc2 - d5, 5. cxd5 - exd5, 6. Bg5 - h6, 7. Bh4 - c5, 8. dxc5 — Rc6, 9. e3 — g5, 10. Bg3 - Da5 Spasskí lék sjálfur 10. Re4 í skák gegn Kasparov í Linares árið 1990. Áframhaldið varð þá II. Rf3 - Df6, 12. Bb5 - Rxc3, 13. Bxc6+ — bxc6?, 14. a3 — g4, 15. Be5! og hvítur náði betri stöðu. 11. Rf3 - Re4, 12. Rd2 - Rxc3, 13. bxc3 - Bxc3, 14. Hbl - Dxc5 Þótt það hljómi undarlega þá hefur peðsdrápið ekki sést fyrr í kappskák. Áður hefur verið leikið 14. a6, en eftir 15. Bd6 — Be5, 16. Bxe5 — Rxe5, 17. Be2 stend- ur hvítur betur að vígi. Eitt höfuð- einkenni á taflmennsku Fischers var ætíð ósérhlífni hans við að taka lið af andstæðingnum og það virðist ekkert hafa breyst í tutt- ugu ára einsemd! 15. Hb5 - Da3, 16. Hb3 - Bxd2+, 17. Dxd2 - Da5,18. Bb5 Það hefði mátt baula á Spasskí fyrir þennan leik. í stað þess að tefla stöðuna eftir 18. Dxa5 — Rxa5, 19. Hb5 - b6, 20. Hxd5 - 0-0 með fæmm á báða bóga, afræður hann að veijast í enda- tafli með mislitum biskupum þar sem jafnteflisfærin em meiri en sigurmöguleikar Fischers. 18. - Dxd2+, 19. Kxd2 - Bd7, 20. Bxc6 - Bxc6, 21. h4 - Ke7, 22. Be5 - f6, 23. Bd4 - g4, 24. Hcl - Ke6, 25. Hb4 - h5, 26. Hc3 - Hhc8, 27. a4 - b6, 28. Kc2 - Be8, 29. Kb2 - Hxc3, 30. Bxc3 - Hc8, 31. e4! Það verður ekki af Spasskí skafið að hann teflir vörnina mjög vel. Uppskipti em honum í hag, jafnvel þótt biskupinn verði að hörfa af d4 reitnum. 31 - Bc6, 32. exd5 - Bxd5, 33. g3 - Bc4, 34. Bd4 - Kd5, 35. Be3 - Hc7, 36. Kc3 - f5, 37. Kb2 - Ke6, 38. Kc3 - Bd5, 39. Kb2 — Be4, 40. a5 — bxa5, 41. Hb5 - a4, 42. Hc5 - Hb7+, 43. Ka3 - a6, 44. Ka4 - Bd5, 45. Kxa5 - Ke5, 46. Kxa6 - Hb3, 47. Hc7 - Ke4, 48. Hh7 - Hxe3, 49. fxe3 - Kxe3, 50. Hxh5 - Be4 Fischer hefur leitað allra leiða í vinningstilraununum og tók mikla áhættu með skiptamuns- fóminni þar sem nú hefst mikið kapphlaup um hvor keppandinn komi peði fyrr upp í borð. 51. Hh8 - Kf3, 52. He8 - Kxg3, 53. h5 - Bd3, 54. Kb6 - f4, 55. Kc5 - f3, 56. Kd4 - Bf5, 57. Hf8 - Kf4, 58. h6 - g3, 59. h7 - g7, 60. h8D - glD, 61. Kc4 - Dcl+, 62. Kb3 - Dc2+, 63. Kb4 - De4+, 64. Kc3 - Dc6+, 65. Kb3 - Dd5+, 66. Kc3 - Dc5+, 67. Kb2 - Db4+, 68. Ka2 og samið var um jafntefli. Fischer tefldi fremur sjaldséð af- brigði gegn sikileyjarvörn Spassk- ís í elleftu einvígisskákinni. Með peðsfóm í sjöunda leik kom hann Spasskí strax á óvart og sýndi í áframhaldinu allar sínar bestu hliðar. Hann tefldi mjög hvasst og eftir að Spasskí varð fótaskort- ur í ellefta leik átti hann í miklum erfíðleikum. Með því að gefa skiptamun í nítjánda leik virtist Spasskí öðlast mótspil með bisku- paparið og öflugt frípeð en Fisc- her hafði séð lengra. Hann lét riddara af hendi og náði í staðinn öðmm biskup Spasskís nokkmm leiiq'um síðar. Úrvinnslan var hnökralaus og eftir ijömtíu og einn leik gafst Spasskí upp. Ellefta einvígisskákin: Hvítt: Bobby Fischer Svart: Borís Spasski Sikileyjarvörn I. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 — g6, 4. Bxc6 — bxc6, 5. 0-0 - Bg7, 6. Hel - e5, 7. b4! Til þessa hafa liðstjómendur hvíta liðsaflans látið sér nægja að leika 7. c3 í því skyni að opna miðborðið með 8. d4. Fischer hef- ur aðrar hugmyndir og fómar peði í því skyni að flýta fyrir liðs- skipan og öðlast yfírráð yfír mið- borðinu. 7. — cxb4, 8. a3 — c5 Svartur er í úlfakreppu eftir 8 — bxa3, 9. Bxa3 — Re7, 10. Bd6! En einnig kom til greina að gefa peðið strax til baka með 8 - Re7. 9. axb4 — cxb4, 10. d4! — exd4, II. Bb2 - d6? Svarta staðan er þegar orðin mjög varhugaverð og síðasti leik- ur svarts er líklega of hægfara. 11. — Rf6 var e.t.v. betri kostur. 12. Rxd4 - Dd7, Rd2 - Bb7, 14. Rc4 - Rh6 Ef svörtum tekst að ljúka liðs- skipan með því að hrókera í næsta leik hefur hann ekkert að óttast en það er hvítur sem á leik. 15. Rf5! Mjög sterkur leikur. Við fyrstu sýn virðist 15. — Rxd6+ — Dxd6, 16. Rf5! vænlegt hjá hvítum en eftir 16. — Dxdl, 17. Rxg7n--- Kf8, 18. Haxdl - Hg8 hefur svartur ekkert að óttast. 15. - Bxb2, 16. Rcxd6+ - Kf8, 17. Rxh6 - f6? Hér missir Spasskí af einu vöminni. Best var 17. — Bxal. Eftir 18. Dxal — Dxd6, 19. Dxh8+ — Ke7 á svartur mögu- leika á að sleppa lifandi frá hildar- leiknum. Nú gefur Fischer engin grið og teflir áframhaldið af gríð- arlegum krafti. 18. Rdf7! - Dxdl, 19. Haxdl - Ke7, 20. Rxh8 - Hxh8 Spasskí hefur líklega haft þessa stöðu í huga þegar hann lék 17. — f6. Þótt hann sé skiptamun undir þá gefur frípeðið á a-línunni og biskupaparið möguleika til björgunar, auk þess sem hvíti riddarinn virðist illa staðsettur úti á kanti. Með næsta leik breytir Fischer því mati snarlega og leik- ur riddara í annað skiptið í skák- inni í opinn dauðann á f5-reitnum! 21. Rf5! - gxf5, 22. exf5 - Be5 Svartur missir annan biskupinn í öllum tilfellum. Eftir 22. — Kf7, kæmi 23. Hd7+ og 22. — Kf8 yrði svarað með 23. Hd8+ — Kg7, 24. Hd7+. 23. f4 - Hc8, 24. fxe5 - Hxc2, 25. e6! Framsæknið e-peð hvíts ræður úrslitum. Nú er peðið á g2 frið- helgt því eftir 25. — Hxg2+, 26. Kfl hótar hvítur 27. Hd7+. 25. - Bc6, 26. Hcl! Taflmennska Fischers er óað- fínnanleg. Nú þvingar hann fram uppskipti á hrókum og 26. — Be4 myndi engu bjarga eftir 27. Hxc2 — Bxc2, 28. Hal. Spasskí teflir vörnina mjög vel og leitar ýtrustu færa en að þessu sinni án árang- urs. 26. - Hxcl, 27. Hxcl - Kd6, 28. Hdl+! - Ke5, 29. e7 - a5! Hvítur getur nú unnið biskup- inn með 30. e8D — Bxe8, 31. Hel+ - Kd4, 32. Hxe8. Það yrði honum hins vegar ekki til hags- bóta því eftir 32. — b3 er hvíti kóngurinn of langt í burtu frá peðunum og hvítur verður að sætta sig við jafntefli. 30. Hcl! - Bd7, 31. Hc5+ - Kd4, 32. Hxa5 - b3, 33. Ha7 - Be8, 34. Hb7 - Kc3, 35. Kf2 - b2, 36. Ke3! - Bf7, 37. g4 - Kc2, 38. Kd4 - blD, 39. Hxbl — Kxbl, 40. Kc5 - Kc2, 41. Kd6 Spasskí gafst upp. Uppgjöfín þarfnast kannski skýringa því svartur er manni yfír í augnablik- inu en peð hvíts á kóngsvængs ráða úrslitum. Framhaldið gæti t.d. orðið 41. - Kd3, 42. Kd7 - Ke4, 43. e8D — Bxe8, 44. Kxe8 — h5, 45. gxh5 — Kxf5, 46. h4! og h-peð svarts verður að drottn- ingu. Þær Magnea íris Jónsdóttir og Rut Magnúsdóttir söfnuðu til hjálpar- starfs Rauða krossins í Sómalíu 1.725 kr. á hlutaveltu sem þær héldu. Þessar dömur efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Sómalíuhjálp Rauða krossins og söfnuðu 2.500 kr. Þær heita: Lísa Njálsdóttir, Vaka Halldórsdóttir og Helga Kristjánsdóttir. LJósm. Sigr. Bachmann HJONAEAND. 15. ágúst sl. voru gefín saman í Háteigskirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hrefna Bach- mann og Ólafur Þór Vilhjálmsson. Heimili þeirra er í Bandaríkjunum. LJósm. Sigr. Bachmann HJÓNABAND. 11. ágúst sl. voru gefín saman í Bessastaðakirkju af sr. Braga Friðrikssyni Hlíf Stein- grímsdóttir og Eyjólfur A. Krist- jánsson. Heimili þeirra er á Ásbraut 7, Kópavogi. Ljósmyndast. Nærmynd. HJÓNABAND. 25. júlí sl. voru gefín saman í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Alda Hauks- dóttir og Vignir Diego. Heimili þeirra er í Stórholti 25, Rvík. MYND, Hafnarfirði. HJÓNABAND. 29. ágúst sl. voru gefin saman í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigurbjörnssyni Ragnar Þor- geirsson og Guðríður Aðalsteins- dóttir. Þau eru til heimilis í Borgar- nesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.