Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 219. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgomblaðsins Ráðhúsið í Lundúnum verður hótel Lundúnum. Reuter. JAPANSKT fyrirtæki, Shiray- ama, vann í gær kapphlaup við háskólann London School of Ec- onomics (LSE) er það gerði bind- andi samning um kaup á ráðhús- inu í Lundúnum. Shirayama héfur ákveðið að breyta ráðhúsinu í 600 herbergja hótel. Húsið er tignarlegt og stendur á bökkum Tempsár nokkum veginn gegnt þinghúsinu. Forsvarsmenn LSE höfðu reynt að kaupa stórhýsið sem var miðstöð borgarstjómar Stór-Lundúna sem Margaret Thatcher, þáverandi for- sætisráðherra Breta, lagði af árið 1986 með breytingu á sveitarstjórn- arlögum. Ríkisstjóm Johns Majors vildi hins vegar ekki veita skólanum n'kis- ábyrgð vegna kauptilboðs sem hljóð- aði upp á 65 miljjónir punda, jafn- virði 6,2 milljarða ÍSK. ------» ♦ ♦ Kírgízstan Ógnvekjandi eiturstuldur Moskvu. Reuter. ÞJÓFAR hafa rænt um 220 kílóum af kalíum sýaníði úr verksmiðju í Kírgizstan og að sögn Itar-Tass- fréttastofunnar dygði það til að drepa alla íbúa Samveldis sjálf- stæðra ríkja. Fréttastofan sagði að eitrið, sem lyktar af daufri möndlulykt og veldur svima, uppsölum, yfírliði og loks kvalarfullum dauða, hefði verið tekið traustataki í verksmiðju í Mið-Asíu í síðasta mánuði. „Þetta gífurlega magn af eitrinu dugar til að gera út af við alla íbúa Samveldisins. Sé það í höndum glæpamanna er okkur hætta búin,“ sagði í skeyti Itar-Tass. Reuter Á leið til Mars Bandaríkjamenn skutu í gær á loft geimfari sem ætlað er að komið verði á braut um Mars eftir ellefu mánuði. Geimfarið á að senda það- an upplýsingar um loftslag og jarðfræði reikistjörnunnar rauðu, kort- leggja hana með tilliti til þess hvar hugsanlega megi lenda mönnuðu geimfari á stjömunni á næstu öld. Guzman hótar „alþýðustríði“ Lima. Reuter. ABIMAEL Guzman, leiðtogi perúsku hryðjuverkasamtakanna „Skínandi stígs“, hótar áframhaldi „alþýðustríði11 í Perú þótt sjálfur sitji hann á bak við lás og slá. Alberto Fujimori, forseti landsins, segir hins vegar, að handtaka Guzmans sé upphafið að upprætingu samtakanna. Guzman, stofn- andi og hugmynda- fræðingur hryðju- verkasamtakanna, var sýndur blaða- mönnum í gær og tók hann þá á móti þeim með krepptum hnefa og hrópaði: „Lengi lifí marxism- inn, lenínisminn, maóisminn og hugs- anir Gonzalos." Meðal fylgismanna sinna er Guzman jafnan kallaður Gonzalo forseti. Hann svaraði hins vegar engu þegar blaðamenn spurðu hvað hann vildi segja um þær 26.000 manna, sem látið hefðu lífið í 12 ára stríði hans við yfirvöldin, en hótaði áframhaldandi „alþýðustríði". Fujimori forseti hefur lofað að sýna skæruliðum „Skínandi stígs" mildi gefist þeir upp og afhendi Reutcr Eins og dýr í búri Abimel Guzman foringi hryðjuverkasamtaka maóista í Perú var hafður í hálfgerðu ljónabúri í höfuðstöðvum lögreglunnar i Lima er blaða- mönnum var gefinn kostur á að leggja spurning- ar fyrir hann. Var hann hinn vígreifasti. vopnin en leggur jafnframt áherslu á, að geri þeir það ekki verði þeim engin grið gefín. „Þetta er upphafið að algerri upprætingu hryðjuverka- samtakanna," sagði forsetinn. Rússneskír harðlínumenn urðu undir Þingið greiðir fyr- ir einkavæðingunni Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA þingið samþykkti í gær einkavæðingaráform rík- Helmut Kohl og leiðtogar fjögurra annarra Evrópubandalagsríkja Maastricht-samkomulag- inu verður haldið til streitu Brussel, París, Bonn. Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, og leið- togar fjögurra annarra Evrópubandalags- ríig'a (EB), lýstu því yfir í Brussel í gær að ekki kæmi annað til greiha en halda Maast- richt-samkomulaginu til streitu og taka upp sameiginlegan gjaldmiðil í síðasta Iagi árið 1999. Vísaði Kohl í gær á bug fregnum þess efnis að þeir Francois Mitterrand Frakk- landsforseti hefðu komið sér saman um stofnun innra bandalags EB með samruna þýsku og frönsku gjuldmiðlanna. Leiðtogarnir fim.m, en auk Kohls voru það forsætisráðherrar Hollands, Belgíu, Lúxemborg- ar og Grikklands, útilokuðu að Maast- richt-samkomulaginu yrði breytt og sögðust vonast til að öll EB-ríkin 12 staðfestu það fyrir næstkomandi áramót. Kohl sagði í þýska þinginu að EB stæði nú frammi fyrir styrkleikaprófi sem ráða myndi úrslitum um framtíð þess. Færðu menn sér ekki í nyt það tækifæri sem Maastricht-samkomulag- ið byði upp á tæki bandalagið í raun skref mörg ár aftur í tímann. Óvissa ríkir hins vegar um hvert EB stefnir í ljósi þróunarinnar síðustu vikur; höfnun dönsku þjóðarinnar á Maastricht-samkomulaginu og brotthlaups Breta og ítala úr gengissamstarfi Evrópu (ERM). Jacques Delors, formaður fram- kvæmdastjórnar EB, gaf ótvírætt til kynna í fyrradag að nokkur aðildarríkjanna kynnu að taka sig út úr og koma á pólitískum og efnahags- legum samruna sín í millum. Þá ságði Theo Waigel fjámiálaráðherra Þýskalands í gær að skoða bæri möguleika á tvískiptri samrunaþróun EB, annars vegar milli ríkja sem uppfylltu skil- yrði um myntbandalag og svo hinna sem væru ekki efnahagslega í stakk búin til að taka þátt í því. Sagði hann að Þýskaland, Frakkland, Holland, Beigía, Lúxemborg og Danmörk ættu heima í fyrri hópnum. Það jók á óvissuna að Evrópumálaráðherra Frakka, Elisabeth Guigou, sagði í blaðaviðtali að í raun og veru mætti nú þegar segja að tví- skipting Evrópubandalagsins væri orðin að veru- leika og Ruud Lubbers forsætisráðherra Hol- lands sagði stofnun hóps kjarnaríkja, sem þróað- ist hraðar, ekki nýja hugmynd heldur beinlínis í anda Maastricht-samkonjulagsins. Leiðtogar seðlabanka nokkurra EB-ríkja sögð- ust í gær álíta að Maastricht-samkomulagið væri dautt plagg, ríkin 12 væru ekki í stakk búin að uppfylla það. Evrópska myntsamstarfið, hyrningarsteinn sameiginlegs gjaldmiðils EB í framtíðinni, væri ekki hið sama eftir uppnám á peningamörkuðum síðustu vikur. Alfons Verplátse, bankastjóri belgíska seðlabankans, sagði að.Frakkland, Þýskaland og Benelúx-lönd- in gætu ein tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil. isstjórnar Borís Jeltsíns á stormasömum þingfundi þar sem harðlínumenn reyndu að koma í veg fyrir að einkavæðingin hæf- ist 1. október næstkomandi. Rúslan Khasbúlatov þingforseti, sem ríkisstjórnin hefur ekki getað reitt sig á, neitaði að taka þings- ályktunartillögu harðlínumanna um að fresta einkavæðingunni á dag- skrá. Hann sagði óskynsamlegt að hindra áformin og sagði að í raun hefði átt að fjölga ríkisfyrirtækjum sem ætlunin væri að einkavæða í' fyrstu. Hvatti Khasbúlatov hins vegar til þess að fram yrði lögð ályktun þar sem stjórnin væri gagn- rýnd fyrir það hvemig hún hefði haldið á málinu og hvernig koma ætti einkavæðingunni í fram- kvæmd, en við því var ekki orðið Samkvæmt einkavæðingar- áformunum fær hvert mannsbam í Rússlandi senda 10.000 rúblna ávís- un eftir 1. október og verður ein- göngu hægt að nota hana til að kaupa hlutabréf í þeim ríkisfyr- irtækjum sem ætiunin er að einka- væða í fyrstu. Vonast hefur verið til að það stuðli að myndun fyöl- mennrar miðstéttar í Rússlandi sem hefði áhuga á frekari umbótum í efnahagslífinu og myndi ýta undir slíkar umbætur. Sjá „Vilja að ríkið gegni stærra hlutverki í markaðs- væðingu" á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.