Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 Sammngur um rekstur við Bláa lónið í höfn Gríndavfk. SAMNINGUR um rekstur bað- hússins við Bláa lónið hefur tekist milli Grindavikurbæjar og stjórn- ar Hitaveitu Suðurnesja. Er hann á svipuðum nótum og sá fyrri með breytingum sem meirihluti stjórn- ar HS sættir sig við. Samningurinn fjallar almennt um rekstur og framtíðaruppbyggingu við Bláa lónið. Stjóm Hitaveitu Suður- nesja hefur þegar samþykkt samn- inginn ásamt bæjarráði Grindavíkur og kvaðst Bjami Andrésson forseti bæjarstjómar Grindavíkur ekki eiga von á öðru en hann yrði samþykktur í bæjarstjóminni þegar hún kemur næst saman. „Við erum náttúrlega ánægðir með að hafa náð samkomulagi í þessu máli sem náðist góð samstaða um. Samningurinn er lítillega breytt- ur frá þeim samningi sem var felldur í stjóm HS á dögunum og eru það aðallega áherslubreytingar. Bæjar- stjómin í Grindavík hefur um tvo mánuði til að koma með tillögur um skipulagsbreytingar," sagði Bjami í samtali við Morgunblaðið. Grindavíkurbær tekur við rekstri baðhússins við Bláa lónið 15. október næstkomandi að öllu óbreyttu. - FÓ Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aðalstræti hefur verið opnað á ný. Umferð á ný um Aðalstræti OPNAÐ hefur verið fyrir bílaumferð um Aðalstræti í Reykjavík en gatan hefur verið lokuð frá því í vor vegna endurlagningar. Aðalstrætið hefur verið malbikað en upphaflega stóð til að helluleggja götuna. í samtali við Sigurð Skarphéðinsson gatna- málastjóra kom fram að ekki hefði væri hægt að helluleggja götuna í sumar þar sem burðarþol jarðvegsins hafí ekki verið nægilegt. Þegar fram- kvæmdir hófust og byrjað var að grafa hefðu komið í ljós fornleifar sem gerðu það að verkum að ekki var hægt að grafa nægilega djúpan grunn undir hellulögn. Því hefði ver- ið farin sú leið að malbika götuna og ætlunin væri að fræsa upp þetta malbik þegar fram líða stundir og helluleggja. í dag Nýnasistar styðja Króata Sveitir fíýnasista víðs vegar úr heiminum berjast með króatíska hernum. 21 UtanríkisráÖherra á allsherj- arþingi SÞ_____________________ Við upphaf allsheijarþings lýsti Jón Baldvin yfir vonbrigðum með að áratugur fatlaðra hefði ekki náð tilætluðum árangri 23 Enski boltinn beint____________ Beinar útsendingar úr ensku knattspymunni hefjast á ný í dag 43 Leiöari Myntbandalag í óvissu 22 Magnús Halldórsson sjómaður bjargaðist þegar bátur hans sökk Magnús Halldórsson helgina til að átta mig luuigunuiauiu/ ivrrauuu Hún var ekkert að slóra í fyrrakvöld þessi áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, f.h.: Benóný Ásgrímsson flugstjóri, Hermann Sigurðsson aðstoðarflugmaður, Jón Baldursson læknir, Kristján Jónsson spilmaður og Magni Óskarsson sigmaður. Þarf nú að minnsta kosti „MAÐUR er eiginlega ekki búinn að ná sér eftir þetta helvíti, þarf nú að minnsta kosti helgina til að átta sig,“ segir Magnús Hall- dórsson sjómaður sem bjargað var um borð í þyrlu Landheigisgæslunnar eftir að bátur hans sökk á Faxaflóa á fimmtudagskvöld. Magnús fékk ekki einu sinni kvef af volkinu en sepr dálítinn taugatitring í sér eftir atvik- ið. „Ég geri út frá Tálknafírði á sumrin og var á leið þaðan til Hafnarfjarðar í fyrrakvöld,“ segir Magnús og fellst með semingi á að segja blaðamanni frá atvikinu suður af Breiðuvík, nýkominn úr sjóprófum og finnst búið að þvæla nóg um það. „Þetta er svona 22 tíma sigling og ég átti kannski fjórðung eftir þegar havaríið bytjaði,” segir hann. “Það var fínasta veður og ég niðri í lúkar að búa til kvöldmat þegar einhver hnykkur kom á bátinn. Ég fór upp í stýrishús að athuga málið og þar logaði viðvörunarljós við lensidæl- una svo ég fór aftur í og sá að sjór var kominn í vélarrúmið. Þá fór ég að leita hvar hann streymdi inn, fór aftur niður í lest og taldi mig hafa fundið hvar þyrfti að rífa frá klæðningu til að laga bátinn. En báturinn var að fyllast, farinn að halla og ekkert að gera nema koma sér frá borði. Ég hafði nú skellt yfir mig vesti svona til að fara í eitthvað og svamlaði í því upp Nonni HF 35 sem sökk á Faxaflóa í vikunni. í gúmmíbátinn. Annars var nú aðalspenningur- inn að sjá hvort hann virkaði, maður hefur heyrt alls konar ljótar sögur. En það gekk fínt, mér tókst að skjóta upp neyðarblysum og svo komu þeir á þyrlunni. Vitleysan sem ég gerði var sú að vera alltof lengi um borð, þetta mátti ekki tæpara standa. Annars tapar maður öllu tímaskyni, ég vissi ekkert hvort ég hafði eytt tíu mínútum eða heilum tíma í að reyna að komast fyrir lekann. í sjóprófunum áðan var nú aðallega spurt um hvað langur tími hefði Iiðið frá þessu til hins og ég sé núna að helst hefði ég þurft að vera með augun á klukkunni. Auðvitað greip mig hræðsla í þessu baksi og taugatitringurinn er ekki úr manni,“ segir Magnús. Eldsnöggir í þyrluna Eins og sagt var frá í blaðinu í gær gekk björgun Magnúsar úr gúmmíbátnum vel, varð- skipið Týr heyrði neyðarkall frá bát hans, Nonna HF 35, og gerði Landhelgisgæslunni viðvart rétt upp úr átta í fyrrakvöld. Þótt áhafnarmeð- limir þyrlunnar hafí verið heima hjá sér var TF-SIF farin í loftið sautján mínútum seinna og Magnús kominn um borð 27 mínútum eftir það. Benóný Ásgrímsson flugstjóri þyrlunnar var spurður hvemig þeir hefðu getað verið svona snöggir? „Þetta hefur verið að smáþróast hjá okkur,“ svarar hann, „fyrir fímm árum settum við mark- ið við klukkustund frá hjálparbeiðni þar til við værum komnir á loft. En reynslan sýnir að við höfum verið fljótari, meðaltíminn á síðasta ári var 35 mínútur í svokölluðum A- og B-útkölIum, þar sem mikið liggur við. í fyrrakvöld fengum við A-útkall og þá fíýta menn sér eins og frekast er hægt. Það er á ábyrgð hvers og eins að koma sér með hraði í flugskýlið, þar er allt til reiðu, við steypum okkur bara í gallana og leggjum í hann. Það hefur stytt undirbúningstíma fyrir flug. að stjómstöð Landhelgisgæslunnar kannar nú veður fyrir okkur, upplýsingar um aðstæður bíða á faxi-og á þessu ári var tekið í notkun kallkerfí svo að áhöfn þyrlunnar getur borið sig saman á leið út á völl og rætt við stjórnstöð. Við höfum líka reynt að einfalda tékklistann sem farið er yfír fyrir flugtakið." Sala á eignum þrotabús Fiskimjölsverksmiðju Hornafjarðar hf. Landsbankinn samþykkir ekki óbreytta samninga LANDSBANKINN tilkynnti í gær mjölsverksmiðju Hornaljarðar til að hann féllist ekki að óbreyttu á heimamanna. Áð sögn Ragnars samninga sem gerðir hafa verið H. Hall, skiptastjóra þrotabúsins, um sölu á eignum þrotabús Fiski- var gengið til samninga um sölu Lesbók ► Forsíðumynd eftir Sebastian - Konur í sögum Jóns Trausta - Hvemig tónverkið Könnun varð til - Nýr arkitektúr - Sýning á myndum einhverfra. HUrgBoMabt^ Menning/Listir ► Afleiðingar virðisaukaskatts á bækur - Donizetti og Lucia di Lammermoor - Kynning á starfs- ári Tríós Reylqavíkur - Viðtal við Jón Þorsteinsson tenórsöngvara. eignanna i júlímánuði í tvennu lagi til heimamanna að höfðu sam- ráði við bankann og aðra veðhafa. Að sögn Ragnars virðist sem bankamönnum hafi snúist hugur í málinu frá því í júli því bankinn hefur hafnað með öllu samningi um sölu á Síldarsöltunarhúsi þrotabúsins og gert kröfur um sölu á fiskimjölsverksmiðju þrota- búsins. Boðaður verður nýr fund- ur veðhafa til að fjalla um hvern- ig eignunum skuli ráðstafað. Eftir að Fiskimjölsverksmiðja Homafjarðar, sem var dótturfyrir- tæki Kaupfélags A-Skaftfellinga, var tekin til gjaldþrotaskipta snemma í sumar voru eignir búsins auglýstar til sölu. Helstu lánardrottnar, sem voru opinberir sjóðir auk Lands- banka, ákváðu að gangatil samninga við heimamenn um kaupin og selja eignirnar í tvennu lagi en taka ekki öðru tilboði sem barst frá Suðurnesj- um. Fyrirtækin Borgey og Skinney ásamt Húnaröst í Reykjavík buðu í fiskimjölsverksmiðju búsins og var gerður kaupsamningur með fyrirvara um samþykki veðhafa um kaup þeirra á henni fyrir 50 milljónir króna í júlf, um leið og Borgey keypti sfldar- söltunarhús búsins fyrir 32 milljónir króna. Að auki var gerður samningur um sölu á lausafé fyrir um 8 miHjón- ir króna. Að sögn Ragnars H. Hall hafa samningamir síðan verið til skoðunar hjá veðhöfum og lá samþykki ann- arra fyrir þegar Landsbankinn hafn- aði samningunum eins og þeir lágu fyrir í gær. Að sögn Ragnars virðist sem Landsbankinn hafi breytt um afstöðu til málsins frá þvf í sumar. Hann sagði að það verð sem samn- ingurinn kvað á um hefði að mestu leyti nægt til til greiðslu annarra veðkrafna en 35 milljóna króna kröfu Atvinnutryggingasjóðs útflutnings- greina. Ragnar H. Hall sagði að kröfulýs- ingarfrestur væri nýlega liðinn og kröfuskrá með kröfufjárhæðum væri ekki tilbúin en þó virtist ljóst að ekki yrði um verulegar greiðslur að ræða til almennra kröfuhafa. Skipta- fundur verður haldinn 28. október en skiptastjóri kvaðst í gær stefna að því að halda fund með veðhöfum til að taka að nýju ákvörðun um ráðstöfun eignanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.