Morgunblaðið - 26.09.1992, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
Bandarísk þingnefnd vill skerða framlag til Mannvirkjasjóðs
Þarf ekki að þýða minnk-
un framkvæmda hérlendis
- segir skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofunnar
„ÞESSI niðurstaða nefndar beggja deilda Bandaríkjaþings, að leggja
aðeins 60 milljónir dollara til Mannvirkjasjóðs Atlantshafsbandalags-
ins, NATO, þarf ekki að þýða niðurskurð á framkvæmdum hér heima.
í fyrsta lagi á enn eftir að koma í ljós hvort Bandaríkjaforseti sam-
þykkir fjárlagafrumvarpið í þeirri mynd, sem þingið hefur nú sent
frá sér, eða hvort hann beitir neitunarvaldi. í öðru lagi á eftir að
koma i Jjós hvort NATO skerðir framlag til framkvæmda hér, jafn-
vel þótt þingið fái sínu framgengt. Innan NATO er mikill stuðning-
ur við framkvæmdirnar," sagði Róbert Trausti Árnason, skrifstofu-
stjóri vamarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, í samtali við
Morgunblaðið.
íslenskir aðalverktakar ákváðu í
sumar að hefja framkvæmdir vegna
flugskýla og eldsneytisdreifingar-
kerfís á' Keflavíkurflugvelli, þó ekki
lægi fyrir heimild frá Mannvirkja-
sjóði NATO. Með þessu vildi fyrir-
tækið koma í veg fyrir verkefna-
leysi og að undirbúningur verksins
tefðist vegna frosts í jörðu þegar
og ef heimild fengist. Heildarkostn-
aður við framkvæmdimar er áætl-
aður um 3,5 milljarðar króna.
Bandaríkjamenn hafa lagt fram
um 27% af fjármunum Mannvirkja-
sjóðsins. Nefnd á vegum beggja
þingdeilda hefur nú fjallað sameig-
inlega um fjárlagafrumvarp Banda-
ríkjastjórnar, þar á meðal um fram-
lag til Mannvirkjasjóðsins. Farið var
fram á að það yrði 221,2 milljarðar
dollara, en nefndin lagði til að það
yrði 60 milljónir dollara.
„Snemma í næstu viku fær
Bandaríkjaforseti frumvarpið til
samþykkis eða _synjunar,“ sagði
Róbert Trausti Ámason. „NATO
getur ekkert gert núna nema beðið
þeirrar niðurstöðu. Fari svo, að
framlag Bandaríkjamanna verði
aðeins 60 milljónir dollara í stað
rúmlega 221 milljónar, er samt
óvíst hvort niðurskurðurinn kemur
illa niður á framkvæmdum hér á
landi. NATO gæti hert sultarólina
annars staðar, enda er mikill stuðn-
ingur innan bandalagsins við bygg-
ingu flugskýla og Helguvíkurfram-
kvæmdirnar. Við getum ekkert gert
nema beðið og séð hvemig málið
þróast og það er ástæðulaust að
fyllast svartsýni strax,“ sagði Rób-
ert Trausti.
VEÐUR
V
f DAG kl. 12.00
NeimiW: Veðurstofa fslands
f f (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFURIDAG, 26. SEPTEMBER:
YFIRLIT: Við strönd Grænlands vestur af Snæfellsnesi er heldur vax-
andi 985 mb lægð sem hreyfist litið en hæðarhryggur milli íslands og
Skotlands þokast austur.
SPÁ: Sunnanátt, stinningskaldi og rigning um austanvert landið, einkum
suðaustanlands, en hægari suðvestanátt og skúrir vestan til. Hiti 8-13
stig.
Norðan- og norðaustanátt, kaldi eða stinningskaldi vestast en allhvasst
eða hvasst annars staðar. Rigning verður austan lands, skúrur norðvest-
an til en suðvestanlands verður skýjað en þurrt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðaustlæg átt, víða strekk-
ingsvindur. Skúrir víða um land, síst á Norðurlandi. Hiti víðast é bilinu
5-10 stig, hlýjast norðanlands.
Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
Ö
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað
/ / / * / *
/ / * /
/ / / / * /
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma Skúrir Slydduél El
Sunnan, 4 vindstig.
Vindórin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrir,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v Súld
= Poka
j
FÆRÐA VEGUM: <ki.i 7.301 gær>
Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú greiðfærir. Ýmsir hálendisvegir
eru ennþá taldir þungfærir eða ófærir vegna snjóa. Má þar nefna
Sprengisandsveg norðanverðan, Eyjafjarðarleið, Skagafjarðarleið og
Kverkfjallaleið en Kjalvegur er fær fjallabílum. Fjallabaksleiðir, nyðri og
syöri, eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
i grænní Itnu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA
kl. 12,00 ígær
UM HEIM
að í$l. tíma
híti veður
Akureyri 8 alskýjað
Reykjavlk 8 úrkoma
Bergen 14 alskýjað
Helsinki 13 þokumóða
Kaupmannahöfn 17 skýjað
Narssarssuaq 2 skýjað
Nuuk 0 slydduél
Ósló 14 þokumóða
Stokkbólmur 16 þokumóöa
Þórshöfn 8 alskýjað
Algarve 23 skýjað
Amsterdam 18 alskýjað
Barcelona 24 léttskýjað
Beriín 16 skýjað
Chicago 9 léttskýjað
Feneyjar 23 heiðskírt
Frankfurt 19 léttskýjað
Glasgow 13 skýjað
Hamborg 20 léttskýjað
London 11 rigning
LosAngeles 18 heiðskirt
Lúxemborg •20 hátfskýjað
Madríd 24 skýjað
Malaga 25 skýjað
Mallorca 27 skýjað
Montreal 6 léttskýjað
NewYork 11 alskýjað
Orlando 24 alskýjað
Parls 22 skýjað
Madelra 21 skýjað
Róm 26 heiðskírt
Vín 21 skýjað
Washington 13 alskýjað
Winnipeg 15 iéttskýjað
Kjarasamningar járniðnaðarmanna í hnút
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Slátursalan í fullum gangi
Slátursala á vegum Sláturfélags Suðurlands hófst í verslun Hagkaups
í Skeifunni nú í vikunni, en þar fer öll sala SS á ófrosnu slátri fram.
Slátur frá Goða hf. er hins vegar selt í verslunum Nóatúns ásamt
Miklagarði og Kaupstað í Mjódd og hófst salan þar í síðustu viku.
Verðið á ófrosnu slátri er 566 kr. stykkið, sem er nánast sama verð og
í fyrra, en fímm frosin slátur í kassa kosta 2.990 kr. Á myndinni
sést Helgi Straumfjörð, starfsmaður sláturfélagsins, við slátursöluna
Tel að VSÍ hafi fellt
samninginn úr gildi
- segir formaður Félags járniðnaðarmanna
ORN Friðriksson, formaður Félags járniðnaðarmanna, telur að Vinnu-
veitendasamband íslands hafi nú fellt samning þann sem undirritaður
var við járniðnaðarmenn 1. september. Að sögn Arnar hefur VSÍ lýst
því yfir bréflega að samningur hafi ekki komist á.
Umræða hefur verið um túlkun á
2. grein samningsins sem kveður á
um að laun umfram kauptaxta haldi
gildi sínu og breytist í samræmi við
miðlunartillögu ríkissáttasemjara. í
viðræðum sem VSÍ og samninga-
nefnd járniðnaðarmanna áttu af
þessum sökum kom fram að ekki
væri efnislegur ágreiningur um túlk-
un á innihaldi samningsins.
Öm segir að VSÍ hafi hins vegar
gert þá kröfu að 2. grein samnings-
ins hefði tímabundið gildi og væri
ekki hluti af kjarasamningnum. Fé-
lag jámiðnaðarmanna hafí ekki get-
að fallist á að þetta grundvallaratriði
væri tekið út úr samningi sem ný-
búið var að undirrita. „Samningurinn
var því lagður e1ns og hann var við
undirskrift fyrir fund í félaginu og
samþykktur samhljóða 22. septem-
ber eins og eðlilegt er að gera,“ seg-
ir Örn.
Að sögn Amar skilyrti VSÍ hins
vegar samþykki sitt með tilvísun í
einhliða bókun þar sem fram kemur
að 2. grein hafi tímabundið gildi og
væri ekki hluti kjarasamnings. Félag
járniðnaðarmanna ályktaði á móti
að það væri ekki skuldbundi'ð af þess-
ari bókun. Og í framhaldi af þessari
ályktun kom síðan bréf VSÍ þar sem
lýst er yfir að samningur hafí ekki
náðst. „Standist þessi túlkun VSÍ er
ljóst að framkvæmdastjórn Vinnu-
veitendasambandsins hefur fellt
samninginn sem undirritaður var 1.
september," segir Öm.
Olafsvíkurbær selur
heimamönnum tvo báta
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Snæfell-
ingur hf. í Ólafsvík hefur selt
heimamönnum hiutabréf sín í út-
gerðarfélögunum TungufeUi og
Varakolli og þar með bátana
Garðar II. SH 164 og Gunnar
Bjarnason SH 25 með samtals um
1.000 þorskígildistonna kvóta.
Kaupandi er Steinunn hf. í Ólafs-
vík. Snæfellingur hf. er í eigu
bæjarsjóðs Ólafsvíkur. Félagið var
stofnað til að halda skipum og
kvóta í bænum og koma f hendur
einkaaðila og að sögn Stefáns
Garðarsonar hefur með þessari
sölu sem gengið var frá í gær-
kvöldi mikilvægum markmiðum
verið náð.
Útgerðarfélagið Snæfellingur hf.
var stofnað eftir gjaldþrot Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur hf. Markmið
bæjarstjórnar vom að sögn Stefáns
Garðarssonar, bæjarstjóra og stjórn-
arformanns Snæfellings, að koma
vinnslu í frystihúsinu af stað, halda
togaranum Má í byggðarlaginu,
halda bátum frystihússins í bænum
og koma í hendur einkaaðilum og
loks stofna fiskmarkað. Stefán sagði
að með sölunni í gærkvöldi hefði
mikilvægur áfangi náðst því áður
hefði verið búið að koma vinnslunni
í gang og stofna fiskmarkað. Næst
á dagskrá væri að treysta útgerð
togarans helst af öllu að koma henni
í hendur einkaaðila á staðnum.
Útgerðarfélagið Steinunn hf. gerir
út samnefndan bát. Stefán vildi ekki
gefa upp kaupverð hlutabréfanna.
Hann fullyrti þó að með sölunni fengi
bærinn til baka allt það fé sem hann
hefði lagt í kaupin á útgerðarfélög-
unum og rekstur þeirra þanh tíma
sem hann var á hendi bæjarins.
----» »■ ♦ „
Gjaldþrot
Rækiustöðvarinnar
Búsljóri
ráðinn
BÚIÐ er að ganga frá ráðningu
á búsljóra fyrir þrotabú Rækju-
stöðvarinnar hf. á ísafirði. Það
er Skarphéðinn Þórisson hrl. í
Reykjavík sem ráðinn hefur ver-
ið. Ekki er búið að ákveða hve-
nær fyrsti skiptafundur verður.
Að sögn Guðmundar Agnarsson-
ar, framkvæmdastjóra Rækjustöðv-
arinnar, liggur ekkert fyrir um að
eigendur fyrirtækisins ætli sér að
reyna áfram rekstur rækjuvinnslu
á Isafírði. Hann telur raunar mjög
ólíklegt að svo verði.