Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
Ný bók um Reykjavíkurtj örn
Saga Tjarnarinnar,
lífríki og framtíð
Á TJÖRNINNI I Reykjavík synda nú nokkuð færri endur en síð-
ustu ár, fimm tegundir, en á Tjarnarsvæðinu verpa alls tuttugu
tegundir fugla. Ef Vatnsmýrin yrði öll lögð undir mannvirki
myndu tólf tegundir hverfa og hefur 7 hektara svæði umhverfis
Vatnsmýrarljörn verið friðað til að tryggja framtíð varpfugl-
anna. Og vaðfuglum veitir ekki af þeim óræktarspildum sem eft-
ir eru sunnan flugvallar. í bókinni „Tjörnin, saga og lífríki" sem
nýkomin er út á vegum Reykjavíkurborgar greinir frá þessu og
fjölmörgu öðru sem tengist Tjörninni.
Eggert E. Laxdal
Eg’g’ert E.
Laxdal sýn-
ir í Eden
EGGERT E. Laxdal sýnir mál-
verk í Eden í Hveragerði dagana
1.-12. október. Þetta er þriðja
sýning Eggerts í Eden en hann
er búsettur í Hveragerði.
Eggert hefur haldið margar sýn-
ingar í Reykjavík og auk þess all-
margar sýningar erlendis, t.d. í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi og Belgíu.
Nýlega hefur Eggert komist í
samband við listaverkasala í París
og Lausanne í Sviss, sem ætla að
vinna að kynningu verka hans er-
lendis.
Mynd eftir Eggert verður prent-
uð í alþjóðlegri listaverkabók, sem
prentuð verður í Sviss og kemur út
í haust eða snemma á næsta ári.
Þetta er fímmta einkasýning
Sigurðar og á henni verða um 40
olíu- og vatnslitamyndir, allar unn-
ar á þessu ári. Sigurður á verk í
ýmsum stofnunum og fyrirtækjum.
Sýningin, sem er sölusýning,
Fyrstu æfingar haustsins eru að
hefjast hjá kórum landsins. Og
framundan er stórt verkefni hjá
sunnlenskum kórum, en Sunn-
lenskir söngdagar verða á dag-
skrá í Iok október og byijun nóv-
ember. Þá munu sunnlenskir
kórar slá sér saman, einn eða
fleiri og heimsækja hver annan
yfir sýslumörk.
Hugmyndin að Sunnlenskum
söngdögum fæddist á Ári söngsins.
Söngáhugafólk á Suðurlandi vildi
efla kynni milli kóra frá mismun-
andi byggðum á Suðurlandi og einn-
ig vekja athygli á þeirri miklu starf-
semi sem þar fer fram. Menningar-
samtök Sunnlendinga, kórstjórar
og söngáhugafólk funduðu um
málið í mars sl. Ákveðið var að
halda Sunnlenska söngdaga og
Bókin er afrakstur samstarfs
margra, en að beiðni Davíðs Odds-
sonar þáverandi borgastjóra var
stofnaður vinnuhópur sem starfaði
frá marsmánuði 1987 þar til í
apríl í ár. Hópinn skipuðu fulltrúar
borgarinnar og Náttúruverndar-
ráðs og réðu til samstarfs ýmsa
sérfræðinga til að kanna vatnasvið
Tjarnarinnar og lífríki og áhrif
framtíðarbyggðar á flugvallar- og
Háskólasvæði.
Tjömin lokaðist af sem vatn um
árið 800 og virðist ætíð hafa verið
álíka djúp. Eftir því sem botnset
þykknar hæ.kkar yfírborð sjávar
og vatnsborð Tjarnarinnar og líkur
benda til að sjór flæði í hana eftir
300 til 500 ár. Höfundar bókarinn-
ar um Tjörnina segja því ekki
ástæðu til að raska frekar Tjamar-
botninum til dýpkunar. Þeir segja
að lífríki Tjamarinnar þoli ekki
að fyllt sé megi upp í hana, enda
hafí borgaryfírvöld ekki slík
áform.
Varpfuglastofnar við Tjörnina
hafa minnkað um 16% og fímmt-
ungi færri ungar komast nú upp
en áður. Hins vegar fjölgar öðrum
fuglum, eins og kríu, hettumáfí,
álft og grágæs, eða fækkar að
verður opnuð kl._ 14 á morgun,
laugardag. Tónlistaratriði verður
við opnunina og kaffiveitingar á
staðnum. Sýningin er opin kl.
14-20 alla sýningardagana.
(Fréttatilkynning)
nefnd skipuð til undirbúnings.
Fyrirkomulagi Sunnlenskra
söngdaga er þannig háttað: Suður-
landi verður skipt í 12 svæði, 6
austan og 6 vestan Þjórsár. Vest-
mannaeyjar teljast með svæðunum
að austan. Kórar af hveiju svæði
vinna saman að undirbúningi dag-
skrár og fá heimsóknir frá öðrum
kómm á víxl. Fleira söngáhugafólk
fær þannig tækifæri til að kynnast.
Kórum innan hvers svæðis er í
sjálfsvald sett, hvort þeir skipta
með sér verkum eða ekki. Til dæm-
is getur annar kórinn séð að mestu
um söngdagskrána þegar hann fer
í heimsókn, á meðan hinn er meira
í gestgjafahlutverkinu. Einnig geta
kórar heimsótt fleiri svæði, ef vilji
og áhugi er fyrir hendi.
(Úr fréttatilkynningu . frá
MENSA)
minnsta kosti ekki. Til að vaðfugl-
ar hafí einhvers staðar varpland
leggja bókarhöfundar til að borgin
semji við yfírvöld Reykjavíkurflug-
vallar um að eyðileggja ekki meira
óræktarspildur sem eftir eru á
vallarsvæðinu, sérstaklega við
Njarðargötu og í Seljamýri sunnan
flugvallar.
Grafa á síki meðfram friðlandi
í Vatnsmýrinni að Njarðargötu og
Hringbraut og byggja yfír það
nokkrar brýr sem taka má upp í
apríl og fram í júlí til að vemda
varp fugla í mýrinni. Síkið þarf
að útbúa að vetri til en óvíst er
hvort takist að gera nokkuð í vet-
ur. Stækka á Hústjörn við Nor-
ræna húsið, þannig að hún nái að
Sæmundargötu við kringluna
framan við aðalbyggingu Háskól-
ans. En sunnan Norræna hússins
ætlar skólinn að byggja nokkur
lágreist hús, samtals 30-40.000
fermetra og hafa opið svæði mitt
milli þeirra. Á næstu árum verða
reist hús fyrir náttúru-, líf- og
jarðfræði og verða þau austan
Norræna hússins.
í Tjarnarhópnum voru þeir Ein-
ar E. Sæmundsen landslagsarki-
tekt og dr. Gísli Már Gíslason pró-
fessor skipaðir af Náttúruverndar-
ráði en Halldór Torfason jarðfræð-
ingur, Jóhann Pálsson garðyrkju-
stjóri og Ingi Ú. Magnússon á
vegum borgarinnar. Ingi veitti
vinnuhópnum formennsku. Dr.
Ólafur K. Nielsen sá um ritstjórn
bókarinnar um Tjörnina. Hún er
200 blaðsíður og prýdd fjölda
mynda og skýringarkorta. Bókin
kostar 5.500 krónur og fæst í
bókabúðum.
------» ♦ ♦----
*
I úthlutunar-
nefnd Kvik-
myndasjóðs
STJÓRN Kvikmyndasjóðs ís-
lands hefur skipað úthlutunar-
nefnd sjóðsins til ársins
1992/1993. '
í nefndinni eiga sæti Ámi Þór-
arinsson ritstjóri, Kristbjörg Kjeld
leikkona og Laufey Guðjónsdóttir
dagskrárfulltrúi.
Inga Þórey
sýnir í Gall-
eríi 11
M-hátíð í Sandgerði
SYNING á verkum Sigurðar Arnar Leóssonar verður í húsi slysa-
varnafélagsins í Sandgerði dagana 26.-27. september og 3.-4.
október á vegum M-hátíðarnefndar í Sandgerði.
Sunnlenskir söngdagar
Myndir Hrings
Jóhannes-
sonar í Fold
í tengslum við sýningu Hrings
Jóhannessonar í Norræna húsinu
er úrval nýrra pastelmynda eftir
hann til sýnis og sölu hjá Fold, list-
munasölu, Austurstræti 3.
Fold er opin um helgina, laugar-
dag kl. 11.00-18.00 og sunnudag
kl. 13.00-18.00.
INGA Þórey Jóhannsdóttir opnar
málverkasýningu í Galleríi 1 1
við Skólavörðustíg í dag, laugar-
dag, kl. 14.
Inga Þórey útskrifaðist úr ný-
listadeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands árið 1988, hélt síðan
til framhaldsnáms við Hochschule
fúr angewandte Kunst í Vínarborg
1988-1989. Þetta er fjórða einka-
sýning Ingu. Málverkin á sýning-
unni eru öll unnin í Glasgow á síð-
asta vetri. Sýningin stendur til 8.
október og er opin kl. 14-18 alla
daga.
Jerzy Wielunski
Guðmundur Daníelsson
Fjölþýðingar
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Jerzy Eligiusz Wielunski:
„MONDO GANE“. Tristana
Publishing House. Lublin 1990.
Á borðinu liggur 170 blaðsíðna
handrit, tölvuprentað, bundið sam-
an í kjölinn. Enn þá hefur þetta
verk ekki verið gefið út — og verð-
ur líklega aldrei gefið út í óbreyttri
mynd. Efni þess er ljóð úr ýmsum
tungum og frá ýmsum tímum,
þýdd á pólsku og ensku. Þau eru
sundurleit og í rauninni mismiklar
bókmenntir. Samt er þetta verk
athyglisvert, líklega fyrst og
fremst vegna sérkennilegs áhuga
og óvenjulegrar eljusemi þýðand-
ans, Jerzy Eligiusz Wielunskis.
Hér er t.a.m. „The Fire Sermon“
eftir T.S. Eliot, þýtt á pólsku,
„Úber allen Gipfeln" (Tign er yfir
tindum) eftir Goethe og „To be a
Lyric" eftir Suleyman Stalski —
og meira að segja „Lady Ma-
donna“ eftir Paul McCartney. Með
ljóðunum fylgja stundum útskýr-
ingar og rakin eru æviatriði sumra
skáldanna. Tungumálin sem Wiel-
unski þýðir úr eru hvorki fleiri né
færri en 119 — sagt og skrifað
eitt hundrað og nítján! Meðal
þeirra eru jafn sjaldheyrð tungu-
mál og korsíska, baskneska, lúx-
emborgska, ossetíska og sikil-
eyska.
Jerzy Wielunski er efnafræðing-
ur að mennt, lauk prófí frá Marie
Curie-Klodowska háskólanum í
Lúblín. Hann hefur ritað um bar-
áttu Kelta fyrir máli sínu og menn-
ingu og hefur oftar en einu sinni
fengið verðlaun í skáldakeppni.
Hann hefur sýnt íslenskum bók-
menntum töluverðan áhuga, m.a.
þýtt „Stundarfrið“ eftir Guðmund
Steinsson sem var sýnt í sjónvarpi
í Varsjá 1992. Ásamt Guðmundi
Daníelssyni hefur hann gefíð út
tvær bækur; ljóðasafn og skáld-
sögu eftir úkraínska skáldið M.
Kociubynski. Og er þá ekki allt
talið.
Meðal annarra íslenskra höf-
unda sem Wielunski hefur þýtt
verk eftir eru Matthías Johannes-
sen, Thor Vilhjáhnsson, Kristján
frá Djúpalæk og Ingibjörg Har-
aldsdóttir.
Hvað vakir svo fyrir höfundin-
um með þessu verki? í blaðavið-
tali segist Wielunski hafa rannsak-
að mælikvarða gagnrýnenda á
bókmenntagildi þýðinga. Niður-
staða hans er sú að hvorki gagn-
rýnendur né þýðingarfræðingar
búi yfír neinum algildum reglum
um þýðingar. Þetta hefur gefið
Wielunski fijálsræði til að þróa
sínar eigin aðferðir þar sem hann
styðst við ákveðnar stærðfræði-
reglur. Orð eru að mati Wielunsk-
is aðeins hlutir sem hægt er að
mæla, endurtaka og greina, t.d.
með tölvum. Með þetta að leiðar-
ljósi hefur hann reynt að finna
samnefnara fyrir frumsamin verk
og þýðingar þeirra.
I þessum pistli verður enginn
dómur lagður á verk Wielunskis,
hvorki efnisval né aðferðir hans
við þýðingar — enda stendur slíkt
utan tungumálafærni þess sem hér
ritar. Þó má vel meta þetta óvenju-
lega framtak að verðleikum og
vona að eljusemi höfundarins
kveiki áhuga hjá þýðendum og
þýðingarfræðingum.
í lokin ska! birt úr verkinu
fyrsta erindi Ijóðsins „Hið eina“
eftir Guðmund Daníelsson á þrem-
ur tungum, íslensku, ensku og
pólsku:
Eg bið um aðeins eitt, -
For but a trifle I pray -
Ojedno blagam Cie,
um alit þó sönnu nær:
For all, to be precise,
Co wszystkim jest, to fakt.
Ég bið þig, list, mér ljúkist upp
I beg you, Art, I wish I could
Wez, zbliz mi tylko, Muzo, mórz
þinn leyndardómasær.
See through your secret’s tide.
Tajemic Twoich dna.
Inga Þórey við eitt verka sinna.
)