Morgunblaðið - 26.09.1992, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
NY EYROPA?
eftirÞórhall
Heimisson
í bókinni „Veröld sem var“ lýsir
rithöfundurinn Stefan Zweig þeirri
Evrópu 19. aldarinnar er leið und-
ir lok í hildarleik fyrri heimsstyrj-
aldarinnar. Sú Evrópa var Evrópa
keisaravelda og konungdæma og
er nútíma Vesturlandabúum flest-
um lítt hugnanleg. En á sama tíma
var gamla Evrópa samtengd, frá
Atlantshafi að Úralfjöllum. Um
hana flæddu viðskipti og menning-
arstraumar að mestu óhindrað og
sköpuðu heild er ekki hefur þekkst
frá hinu örlagaríka ári 1914.
í dag er gamla Evrópa að rísa
úr öskustó kommúnismans, nokk-
uð lúin að vonum. Jámtjald kom-
múnismans, eins og Churchill kall-
aði landamæri Austur- og Vestur-
Evrópu, skipti fyrrum iðandi menn-
ingarsvæði í tvennt og kæfði öll
eðlileg samskipti, alla eðlilega þró-
un mannfélagsins. Nú er á ný tek-
ið að hilla undir fyrrum athafna-
frelsi eftir fall einræðisríkja sósíal-
ismans. Um fomar æðar álfunnar
streymir aftur næring viðskipta,
hugmynda, listsköpunar og líkra
mannlegra samskipta er kommún-
istar óttuðust svo mjög.
Um leið hefur gamall draugur
vaknað úr dvala. Það er draugur
þjóðemishyggjunnar er kostað hef-
ur Evrópu meira blóð síðastliðinn
200 ár en nokkuð annað. Illur og
svartur grettir hann sig í Júgó-
Arnarfjörður
44 refir
unnir á
grenjum
BQdudaL
FJÖRUTÍU og fjórir refír
voru unnir í Arnarfirði á
grenjatímanum í sumar sem
Iauk 31. júlí. Ekkert dýr
vannst í Ketildölunum en tvö
greni fundust í Bíldudals-
hreppi.
Að sögn grenjaskyttna hef-
ur ref fækkað lítillega í Arnar-
firði miðað við veiði síðustu
ár. Fyrir grendýr em greiddar
975 kr., fyrir yrðling 430 kr.
og fyrir hlaupadýr 1.360 kr. í
Vestur-Barðastrandarsýslu
veiddust árið 1990 145 refir,
en á öllu landinu veiddust
2.730 dýr sama ár. Heildar-
kostnaður við refaveiðar það
ár nam 32,3 millj. kr. Fjölgun
hefur orðið á ref á vestanverðu
landinu og má gera ráð fyrir
að stofnstærð sé að nálgast
hámark þar. Fjölgun hefur
haldið áfram og virðist nýliðun
og stofnstærð þar hafa u.þ.b.
þrefaldast á tímabilinu 1978-
1989.
Fjárveiting á fjárlögum
1992 vegna hlutdeildar ríkisins
í kostnaði við refa- og minka-
veiðar á þessu ári nemur 22
milljónum króna. Heildar-
kostnaður við refa- og minka-
veiðar að óbreyttu fyrirkomu-
lagi var áætlaður 50 milljónir
króna. Samkvæmt 33. gr. laga
nr. 1/1992 greiðir ríkissjóður
helming kostnaðar við refa-
og minkaveiðar. Aætlaður
kostnaður ríkissjóðs á árinu
að óbreyttu fyrirkomulagi
nemur því 3 milljónum króna
umfram fjárveitingu á fjárlög-
slavíu, Þýskalandi, Rússlandi, um
alla álfuna. Enginn veit hvort takst
muni að særa hana burt með skjót-
um hætti eða hvort enn sem fyrr
þarf að fórna milljónum mannslífa
til að kveða hann niður.
Undirritaður sat ráðstefnu á
vegum guðfræðideildar Árósarhá-
skóla í Danmörku fyrstu daga
septembermánaðar þar sem fjallað
var um framtíð og stöðu „Evrópu-
hússins" í kjölfar hruns einræðisins
í austri. Þátttakendur komu allt
frá Eistlandi og drógu upp mynd
af brostnum vonum og örvænt-
ingu. Evrópa er frjáls á ný. Hver
er ávinningur frelsisins? Lítum á
nokkrar hliðar þess í ljósi fyrr-
greindrar ráðstefnu.
Pólitísk frelsun
Austur-Evrópa er ein rjúkandi
rúst eftir harðstjóm kommúnism-
ans. í þriðja sinn á öldinni þarf
að reisa álfuna úr rústum. Við vit-
um hveijar urðu afleiðingar fyrra
og seinna heimsstríðs. En hverjar
eru afleiðingar frelsunarinnar nú?
Vissulega hafa mannréttindi fyrr-
um þegna alþýðulýðveldanna auk-
ist. En víða eru leyfar harð-
stjómarinnar enn við völd. í öðmm
löndum ríkir ringlureið aragrúa
smáflokka líkt og gerðist á dögum
Weimar-lýðveldisins í Þýskalandi
og einræðisöfl til hægri á hinu
pólitíska sviði eiga hægt um vik.
Lýðræðið stendur höllum fæti.
Efnahagsleg frelsun
Ríkin er áður tengdust af
Comecon, efnahagsbandalagi
kommúnistaríkjanna, reyna nú
mörg hver að beita hrossalækn-
ingu vestræns k'apítalisma á hag-
kerfi sín. Efnahagur þeirra er í
rúst eftir áratuga óstjóm. Einka-
væðing, lokun vinnustaða er ekki
bera sig, uppsagnir og atvinnuleysi
í kjölfar þessa hafa kallað fram
örvæntingu og vonleysi. Borgar-
amir eiga í erfíðleikum með að
bregðast við þessu og fyllast minni-
máttarkennd gagnvart nýjum
kröfum og aðstæðum er þeir skilja
ekki. Umbreytingin er óhugsandi
án vestrænnar aðstoðar. En Vest-
urlönd hafa aðeins rétt nágrönnum
sínum litla fíngurinn. Spurningin
er hvort markaðshyggjan sé eina
lausnin. Um leið og allt er mælt á
mælikvarða gróða og efnishyggju
er lýðræðisumbótum stefnt í voða.
Þess sjáum við dæmi bæði í Rúss-
landi, fyrrum Austur-Þýskalandi
og Póllandi.
Frelsun menningarinnar
Allt þar til fyrir fáum áram
reyndu Sovétríkin að bijóta niður
þjóðerniskennd minnihlutahópa á
áhrifasvæði sínu. Bannað var að
kenna á öðrum málum en rússn-
esku í skólunum, rækt við menn-
ingararfleifð þjóða og minnihluta-
hópa lagðist af, aðeins trúnaður
gagnvart alheimsríki öreiganna
leyfðist. Nú hefur þjóðerniskennd-
in fengið byr undir báða vængi.
Þjóðemisrækt getur vissulega ver-
ið af hinu góða virði hún aðra
kynþætti og þjóðir. Hún getur
verkað sem jákvæður hvati. En
þjóðerniskennd dagsins í dag
minnir óþyrmilega á brjálsemi fyrri
hluta aldarinnar. „Þjóðernishreins-
un“ er orð sem aldrei átti að heyr-
ast á ný í Evrópu. Ætlar Evrópa
að enda tuttugust öldina eins og
hún hóf hana, með ofsóknum gegn
minnihlutahópum og „þjóðernis-
hreinsunum“?
Frelsun trúarbragðanna
Með öllum ráðum reyndu al-
þýðulýðveldin að framfylgja þeirri
trúarstefnu kommúnistmans að
trúarbrögð væra af hinu illa. Kirkj-
an var bönnuð, kirkjum lokað, nýj-
ar að sjálfsögðu ekki reistar og
kristnum mönnum gert allt til
miska. En varðhundar alræðisins
vanmátu styrk kirkjunnar og trú-
arinnar, eins og þeir hafa reyndar
alltaf gert. Kirkjan varð tákn og
málsvari frelsisins. Svo fór að
kirkjan varð sú þúfa er velti af
stað þungu hlassi byltingarinnar í
Austur-Þýskalandi og í Póllandi
var kirkjan eina raunveralega
stjórnarandstöðuaflið.
Nú ríkir á ný trúarbragðafrelsi,
alla vega í orði. En gamlar væring-
ar hafa vaknað milli kirkjudeilda
og þær taka sumar hveijar virkan
þátt í deilum þjóðarbrota. Efnis-
hyggjan er líka allsráðandi í aust-
antjaldslöndunum fyrrverandi (og
núverandi?), skilgetið afkvæmi
kommúnismans og markaðshyggj-
unnar, þó ótrúlegt sé að þessir
erkifjendur hafí getið afkvæmi
saman. Sumar kirkjudeildir hafa
fallið í þá freistni að styrkja stöð-
una milli kirkju og þjóðemis til
þess að missa ekki völd sín. Víða
Þórhallur Heimisson
„Vid ættum að sjálf-
sögðu að semja við Evr-
ópu um viðskipti okkar
í milli, en ekki selja
okkur Evrópu á vald að
fullu og öllu. Þá verður
nú lítið um frelsi. Fullt
frelsi fæst eingöngn
með því að binda ekki
trúss sitt við einn aðila,
heldur bjóða öllum
samskipti og sam-
vinnu.“
er kirkjan þjóðernisleg stofnun,
tengd þjóðeminu. Má nefna sem
dæmi rússnesku rétttrúnaðarkirkj-
una og rétttrúnaðarkirkjuna í
Rúmeníu sem fer með offorsi gegn
Ungveijum í Transylvaníu. En
þetta á við um allar kirkjudeildir,
því miður.
Ekki má heldur gleyma þvi að
múslimar og kristnir standa gráir
fyrir jámum hvor frammi fyrir
öðram eftir öllum suðurlandamær-
um Rússlands og heyja blóðuga
baráttu í fyrram Júgóslavíu. Þang-
að vilja Tyrkir og fleiri íslömsk
ríki senda heri til að styrkja trú-
bræður sína. Öldin gæti hæglega
endað með trúarbragðastyijöld í
Evrópu, þó ómögulegt sé að segja
milli hverra.
Nýtt járntjald?
Nýtt ,járntjald“ ógnar þeirri
frelsisöldu sem drekkti kommún-
ismanum. Það er járntjald auðsins.
Jámtjald kommúnismans var ætl-
að að halda þegnum alþýðulýðveld-
anna inni, að koma í veg fyrir
flótta. Nú loka ríki Vestur-Evrópu
í sívaxandi mæli landamærunum
fyrir fólki sem er að flýja efrtahags-
kreppu í heimalandi sínu, en stöð-
ugt fleiri flýja heimkynni sín í leit
að betri lífskjöram, eða undan
átökum og eijum. Flestir sækja til
Vestur-Evrópu. Fólksflóttinn hefur
vakið upp gömul deilumál, t.d. í
Þýskalandi þar sem ný-nasistar
hafa séð sér leik á borði. Gildir það
reyndar einnig um önnur lönd
Vestur-Evrópu.
Svo er það ísland!
Það sem nú er að gerast í Júgó-
slavíu gæti hæglega verið vísbend-
ing um það sem koma skal víðar
í álfunni. Enginn veit hvaða ríki
eða afl mun fylla valdatómið sem
ríkir eftir fall kommúnismans þeg-
ar til lengri tíma er litið. Efnahags-
bandalagið hefur ekki sýnt burði
til þess að fást við vanda álfunnar
enn sem komið er, hvað sem verð-
ur.
Hver er staða Islands í þessu
umróti þjóðanna? ísland getur nú
sem fyrr tekið sér stöðu utah við
sjálfan suðupottinn, ef íslendingar
bera gæfu til að halda ró sinni.
Við erum Atlantshafsþjóð fyrst og
fremst með tengsl til austurs sem
vesturs. Allt of sjaldan heyrast
raddir sem vilja rækta þau góðu
tengsl sem ríkt hafa milli íslands
og Bandaríkjanna. Það er glám-
skyggni að kasta því fyrir borð sem
vel hefur reynst, til þess eins að
stíga dans sem enginn veit hvaða
stefnu tekur. Á menningarsviðinu
höfum við um langt árabil átt góð
samskipti við Norðurlöndin og þau
má efla frekar en hitt, hvort sem
frændur okkar gerast allir Efna-
hagsbandalagsbúar eða ekki. Við
ættum að sjálfsögðu að semja við
Evrópu um viðskipti okkar í milli,
en ekki selja okkur Evrópu á vald
að fullu og öllu. Þá verður nú lítið
um frelsi. Fullt frelsi fæst ein-
göngu með því að binda ekki trúss
sitt við einn aðila, heldur bjóða
öllum samskipti og samvinnu. Inn-
an NATO, með varnarsamninginn
við Bandaríkin að baki og samning
við Evrópubandalagið um viðskipti
upp á vasann, þurfum við ekki að
óttast óvissu og upplausn. Vel að
merkja ef sá samningur felur ekki
í sér valdaafsal. Því þá eigum við
á hættu að dragast inn í átök og
deilur þjóða sem við fáum engu
um ráðið.
Höfundur er fræðslufulltrúi
þjóðkirkjunnar í
Austfirðingafjórðungi.
Er hægt að ráða við ríkið?
eftir Þorstein
Gylfason
íslenzka ríkið er stofnun sem
við innrætum bömum okkar að
bera virðingu fyrir. Við segjum
þeim að lögreglan sé góð og gæti
okkar. Við förum með þau i skrúð-
göngu á sautjánda júní með lúðra-
blæstri og íslenzkum fánum á
hverri stöng. Sautjánda júní á lýð-
veldið- afmæli. Lýðveldið er ís-
lenzka ríkið.
En þetta íslenzka ríki er ekki
allt þar sem það er séð. íslenzka
ríkið rauf samninga á mennta-
skólakennurum fyrir skemmstu
með ljúfu geði, og afsökunin var
sú ein að litlir hagsmunir hafí orð-
ið að víkja fyrir miklum hagsmun-
um. Hagsmunir ríkisins eru miklir
og hagsmunir þegnanna litlir. Þá
hætta réttlæti og ranglæti að
skipta máli. Reykjavíkurborg
kveinar sáran þessa dagana eins
og stundum áður. Það þýðir ekkert
fyrir borgina að semja við íslenzka
ríkið. Þá er skrifað undir með ann-
arri hendinni og samningurinn
gerður að engu með hinni. Ríkið
„íslenzka ríkið er að
verða að ófreskju. En
eftir því sem ég þekki
til eru stjórnendur ís-
lenzka ríkisins, alþing-
ismenn og ráðherrar,
engar ófreslgur. “
skapar vonir hjá ungu fólki um lán
handa því til að standa straum af
námi. Þessar vonir era ekki fyrr
orðnar til, og áætlanir um framtíð-
ina gerðar í krafti þeirra á hundr-
uðum heimila, en ríkið kippir að
sér hendinni. Það var allt í plati.
Það hefur enginn aflabrestur, og
heldur ekkert eldgos, valdið jafn
sáram raunum á Islandi og linnu-
laus rangsleitni islenzka ríkisins.
Tilefni þessara orða er ekki mik-
ið. Fyrir þremur árum tók íslenzka
ríkið mikilsverða ákvörðun fyrir
íslenzka menningu. Það aflétti
virðisaukaskatti af bókum. Bækur
urðu ódýrari. Útgefendum varð
auðveldara en áður að gefa út stór-
Þorsteinn Gylfason
virki eins og íslenska alfræði og
þýðingar Helga Hálfdanarsonar á
verkum Shakespeares. En við meg-
um ekki gleyma því að það var
ríkið sem átti hlut að máli. Alþingi
samþykkti stefnubreytinguna í
skattamálum bókmenntanna ein-
um rómi. Og íslenzka ríkinu má
ekki treysta. Þremur árum eftir
að bókavinir fógnuðu skattalækk-
uninni sem tímamótaviðburði
stendur fyrir dyrum að gera hana
að^engu. Þar er ríkið að verki.
íslenzka ríkið er að verða að
ófreskju. En eftir því sem ég þekki
til eru stjómendur íslenzka ríkis-
ins, alþingismenn og ráðherrar,
engar ófreskjur. Þeir mundu ekki
gefa bömum sínum fyrirheit í dag
og bregðast þeim á morgun. Það
er ríkið sem hefur tekið völdin af
þeim. Þeir eru hættir að ráða við
það.
En skyldi ekki vera hægt að ná
tökum á ófreskjunni? Hvers vegna
skyldum við láta ríkið komast upp
með svik og pretti sem enginn
heiðvirður maður mundi leyfa sér
í lífí sínu? Hvernig væri að reyna
að hafa hemil á því og byija strax
í dag? Þá mætti til dæmis byija á
því að afsegjalestrarskattinn nýja.
Höfundur er einn af
forvígismönnum hreyfingarinnar
Rithöfundar gcgn lestrarskatti.