Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 18
'i
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
Logi Eiðsson starf-
ar áfram hjá RUY
GENGIST var fyrir undirskriftasöfnun meðal starfsmanna Sjónvarps
í gær þar sem ákvörðun útvarpsstjóra um ráðningu í starf íþróttaf-
réttamanns Sjónvarps var harðlega mótmælt. Alls skrifuðu 89 manns
sig á listann, sem afhentur var Heimi Steinssyni útvarpsstjóra. í
framhaldi af því hefur útvarpssljóri lýst þvi yfir að hann ætli að
beita sér fyrir því að Logi Bergmann Eiðsson starfi áfram hjá stofn-
uninni, en ekki er frágengið í hveiju störf hans verða fólgin.
Morgunblaðið/Bjarni
Með kaffi, pönnukökur og plögg á setningarfundi landsþings Kvenréttindafélags íslands í fyrrakvöld,
f.v. Inga Jóna Þórðardóttir, formaður félagsins, Salome Þorkelsdóttir alþingismaður og Jóhanna Sigurð-
ardóttir félagsmálaráðherra.
Landsfundur Kvenréttindafélagsins
EES opnar leið til að
beita jafnréttislögum
HEILDARLAUN kvenna á íslandi eru um 60% af launum karia og
það er lægra hlutfall en í nokkru Evrópubandalagslandi samkvæmt
tölum sænsku hagstofunnar. Þetta kom fram í erindi Birnu Hreiðars-
dóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisráðs, á landsfundi Kvenréttinda-
félags íslands í umræðu um konur í breyttri Evrópu. Bima kvaðst
tejja að gerist ísland aðili hins Evrópská efnahagssvæðis (EES) opn-
ist leið til að beita jafnréttislögum gegn launamisréttinu.
„Ég mun beita mér fyrir því að
við fáum notið starfskrafta Loga
Bergmann Eiðssonar áfram eftir
því sem til vinnst á komandi tíð.
Málið er ekki komið lengra en sem
nemur þessari viljayfirlýsingu en
hún er líka ótvíræð. Ég ætla mér
að standa á bak við hana í reynd,"
sagði Heimir.
Ingólfur Hannesson, forstöðu-
maður íþróttadeildar Sjónvarpsins,
sagði að þetta væri niðurstaða sem
væri eins góð og hugsast gæti mið-
að við þá klípu sem stofnunin hafði
komið sér í. Þetta væri áfangasigur
fjmir starfsmenn ríkisútvarpsins.
Hitt væri annað mál og óskylt hvort
Borgarstjóm:
Tillaga um
aðkynna
gönguleið-
ir í miðbæ
NÝR Vettvangur lagði til á sein-
asta fundi borgarsljómar að efnt
yrði til ítarlegrar kynningar á
framtíðarskipulagi göngusvæða
í Kvosinni. Að því loknu yrði efnt
til skoðanakönnunar eða kosn-
ingar um framtíð Austúrstrætis
og nærliggjandi svæða og niður-
stöðumar yrðu leiðbeinandi fyrir
borgarstjóm þegar kæmi að því
að ákvarða framtíð götunnar.
Sjálfstæðismenn lögðu fram
breytingatillögu við tillögu Nýs vett-
vangs þar sem segir: „Staðfest deili-
skipulag liggur fyrir af miðbænum,
þar sem m.a. eru sýndar gönguleið-
ir á svæðinu. í samræmi við skipu-
lagið hafa á síðustu mánuðum verið
opnaðar gönguleiðir milli Austur-
vallar og Ingólfstorgs og Ingólf-
storgs og Víkurgarðs. Sjálfsagt er
að kynna gönguleiðir í miðbænum
sérstaklega í Geysishúsinu ásamt
öðrum skipulagsverkefnum í mið-
bænum og næsta nágrenni." Sam-
þykkt var með 10 samhljóða at-
kvæðum að vísa tillögunni, svo
breyttri, til skipulagsnefndar.
hún segði eitthvað um stofnunina
sem slíka og vinnubrögðin sem við-
hefð væru.
Logi Bergmann Eiðsson kvaðst
sætta sig við að halda áfram störf-
um hjá ríkisútvarpinu. „Það er hins
vegar óþægileg staða þegar ég kem
fyrir sjónir almennings að þar fari
maður sem útvarpsráð treysti ekki
fyrir þessu verki," sagði Logi.
Stjóm Félags fréttamanna sendi
frá sér ályktun í gær vegna af-
skipta útvarpsráðs af ráðningu
fréttamanna í gær. „Við erum afar
ósátt við þetta. Fréttamannastöður
eru einu störfín sem útvarpsráð
hefur eitthvað um að segja. Okkur
fínnst það fáranlegt fyrirkomulag
að fréttastjórum sé ekki treyst fyr-
ir því, eins og yfirmönnum annarra
deilda, að ráða til sín fólk. Og mér
þykir mjög miður að útvarpsstjóri
skuli taka umsagnir útvarpsráðs
fram yfír umsagnir fréttastjóra og
deildastjóra og allra þeirra sem
vinna á deildinni," sagði Valgerður
Jóhannsdóttir, formaður Félags
fréttamanna.
Heimir Steinsson útvarpsstjóri
segir að það sé lögbundið hlutverk
útvarpsráðs að taka þátt í ráðningu
starfsfólks. Það væri misskilningur
að halda að þetta væri einhver af-
skiptasemi, útvarpsráði væri skylt
að tjá sig. „Frá því að ég kom hing-
að hafa afskipti útvarpsráðs verið
einskorðuð við fréttamenn og alla
deildarstjóra. Ég held að það sé
rangt að leggja nokkurn annan
skilning í þetta annan en þann sem
lög mæla fyrir um og þá hefð sem
hér hefur skapast," sagði Heimir.
FULLTRÚAR starfsmanna
Kópavogshælis, félagar í for-
eldra- og vinafélagi vistmanna
Birna Hreiðarsdóttir sagði að
lengi hefði staðið í íslenskum lögum
að ekki mætti mismuna fólki á
grundvelli kynferðis og svipað
ákvæði væri í 119. grein Rómarsátt-
mála EB-landanna sem tekið er upp
í í 69. grein samningsins um Evr-
ópskt efnahagssvæði. „Þessu ákvæði
var lítið beitt til að byija með,“ sagði
og formaður Landssambands
Þroskahjálpar lýstu yfir ánægju
sinni með stefnuyfirlýsingu
stjórnarnefndar ríkisspítalanna
um breytingu á starfsemi hælis-
ins á blaðamannafundi í gær.
Stefnuyfirlýsingin hefur í för
með sér að meiri áhersla verði
lögð á endurhæfingu á Kópavogs-
hæli í þeim tilgangi að smám sam-
an verði hægt að útskrifa hluta
vistmanna á sambýli. Áfram er
gert ráð fyrir að hælið, sem gert
verður að Endurhæfingardeild
Landspítalans, veiti fólkinu þjón-
ustu sem og þeim sem áfram
dve(jist á hælinu. Árni Gunnars-
son, formaður sljórnarnefndar
ríkisspitalanna, segir að stefnuyf-
irlýsingin verði rædd á fundi með
Sighvati Björgvinssyni, heil-
brigðisráðherra, eftir helgi. Sig-
hvatur segist ekki tjá sig um
stefnuyfirlýsinguna fyrr en eftir
fundinn.
Á blaðamannafundi vegna
stefnuyfírlýsingar stjómarnefndar-
innar sagði Davíð Á. Gunnarsson,
forstjóri ríkisspítalanna, að stjórnar-
nefndin hefði horft á stefnumörkun
stjómvalda og gildandi reglugerð
um að koma sem flestum þroska-
heftum í sambýli. „Og, við segjum
sem svo, við viljum breyta Kópa-
vogshælinu í endurhæfíngardeild.
Við viljum gera það til þess að reyna
að gera sem flesta sem þar búa,
með markvissari og aukinni endur-
Birna, „en síðan hefur það verið
notað æ meira og Evrópudómstóllinn
í Lúxemborg er óragur við að beita
því þegar talið er að konur hafí bor-
ið skarðan hlut frá borði vegna kyn-
ferðis síns. Dómstóllinn túlkar jafn-
réttisreglur mun strangar en ísleiisk-
ir dómstólar og ef við gemmst aðilar
að EES getur það stuðlað að auknu
hæfíngu, hæfari til að flytjast á
sambýli. Þeim mun meiri sem þjálf-
unin er þeim mun líklegra er að fleiri
þeirra geti flust á sambýli. Þegar
það hefur gerst, og stjórnamefndin
hefur ekki lýst neinni skoðun á því
hversu hratt eða hægt það á að
gerast, þá vill nefndin að húsnæðið
sem er á Kópavogshælinu verði not-
að áfram sem endurhæfíngardeild
og þá ekki síst fyrir þroskahefta,
sem bæði búa á Kópavogshælinu
áfram og sem hafa flust á sambýli.
Hulda Harðardóttir, yfirþroska-
þjálfí, sagði að tillögur stjómar-
nefndarinnar væru spor í rétta átt.
„Ég er ein af þeim sem hef hafnað
Kópavogshæli eins og það hefur
verið. Það er bams síns tíma. Þetta
var úrræði fyrir 40 árum og því
miður hefur ekki verið fylgst nægi-
lega vel með þróuninni í málefnum
þroskaheftra. Þess vegna tel ég að
þarna hafí verið stigið afar heilla-
vænlegt spor,“ sagði hún.
Árni Már Björnsson, yfirþroska-
þjálfi á vinnustofu, tók undir orð
Huldu og sagði að eftir að hafa
velt tillögunum fyrir sér sæi hann
að þær væm hárréttar. Þær yrðu
til þess að fleiri myndu flytjast út
af hælinu. Það myndi verða þessum
vistmönnum til hagsbóta og Ifka
þeim sem eftir yrðu því þeir myndu
fá betri þjónustu en nú. „Og þar sem
ég er á vinnustofunum þá er það
minn draumur að geta opnað þær
meira fyrir fólkið sem býr út í bæ,“
sagði Arni Már í þessu sambandi.
jafnrétti karla og kvenna."
Lokadagur landsþings Kvenrétt-
indafélagsins er í dag, laugardag,
og fyrir hádegi verða til umræðu
áherslur í jafnréttisbaráttu næstu
ára. Erindi flytja Lilja Ólafsdóttir,
Hildur Jónsdóttir, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir og Sólveig Pétursdóttir
og umræður verða að þeim loknum.
Fundurinn hefst í Gerðubergi í
Breiðholti klukkan 9.30 og honum
lýkur síðdegis. Morgunblaðið greinir
í næstu viku nánar frá erindum
gærdagsins í umræðu um konur í
breyttri Evrópu.
Sigríður Harðardóttir, hjúkrunar-
forstjóri, sagðst telja að breyting-
amar ættu að auka og bæta hjúkr-
un.
Jóhann Amfinnsson, í foreldra-
og vinafélagi Kópavogshælis, sagði
aðfélagið fagnaði stefnuyfirlýsing-
unni. „Við teljum jákvætt að út-
skrifa eigi fólk og það komist út í
samfélagið en jafnframt að það eigi
afturkvæmt í stoðþjónustu á staðn-
um, í dagvistunarathvarf, vinnu-
stofu og sjúkraþjálfun,“ sagði Jó-
hann og lagði I máli sínu ríka
áherslu á að með breytingu væri
ekki verið að reka einn né neinn af
hælinu heldur yrðu ákvarðanir varð-
andi vistmenn teknar í nánu sam-
starfi við þá og aðstandendur þeirra.
Árni Gunnarsson, stjórnarfor-
maður ríkisspítala, segir að um ein-
falda stefnuyfírlýsingu af hálfu
stjórnarnefndar ríkisspítalanna væri
að ræða. „Hún hefur ekki fjárlaga-
valdið og þess vegna hlýtur þetta
að koma til kasta heilbrigðis- og
félagsmálaráðuneytis vegna þess að
hér er um það rætt að helmingur
af vistmönnum, sem talið er að geti
búið á sambýlum, flytjist á sambýli
en þetta er hins vegar ekki jafn
langt frá stefnu stjórnvalda og
margur gæti haldið því til er reglu-
gerð frá 1987 sem gerir ráð fyrir
því að það verði fækkun á Kópa-
vogshæli sem nemur um helmingi
vistmanna, sá helmingur fari í sam-
býli. Þetta hefur því miður ekki
gerst ennþá,“ sagði Árni.
Landssamband iðnaðarmanna
60 ára afmælis minnst
í með hátíðardagskrá
HÁTÍÐARDAGSKRÁ í tilefni 60 ára afmælis Landssambands iðnað-
armanna verður í Borgarleikhúsinu í dag. Hátíðin hefst með ávarpi
Haraldar Sumarliðasonar, forseta Landssambands iðnaðarmanna
og Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur ávarp.
Haraldur Sumarliðason sagði
við Morgunblaðið, að stærstu mál-
in sem sneru að sambandinu um
þessar mundir væru þær breyting-
ar sem væru að verða í þjóðlífínu
vegna samningsins urh Evrópska
efnahagssvæðið. „Við höfum tekið
þá afstöðu að þrátt fyrir ýmsar
hættur þá sé þetta mál sem við
þurfum að snúa okkur að. Aðalá-
herslan í iðnaðinum þessa dagana
er að setja sig í stellingar til að
mæta þessum nýju aðstæðum,"
sagði Haraldur.
Hann sagði mikið baráttumál
samtakanna að íslenskum iðnaði
yrði sköpuð sömu skilyrði og gilda
í þeim löndum sem aðilar verða
að EES. Fyrst og fremst væri um
að ræða skattamál. Landssam-
bandið væri afar óánægt með það
að iðnaðurinn byggi við skatta sem
væru óviðkomandi afkomu fyrir-
tækjanna.
Hann sagði að lítill skilningur
væri hjá ríkisstjórnum hvers tíma
á þörfum atvinnulífsins. Ofur-
áhersla væri lögð á sjávarútveg-
inn, en það vildi gleymast að ef
iðnaðurinn legðist með öllu af í
þessu landi, þyrftu tekjur af sjáv-
arútvegi að þrefaldast ef þjóðin
ætlaði að halda í horfinu hvað
varðar þjóðartekjur.
Aðrir dagskrárliðir á hátíðar-
dagskránni í dag verða erindi Stef-
áns Ólafssonar prófessors og auk
þess söngatriði og tónlistaratriði.
Dagskráin hefst kl. 14.
Kópavogshæli
_t__e__
Anægja með boðaða breyt-
ingu á starfsemi hælisins