Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.09.1992, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 Hraðfrystihús Ólafsfjarðar 20 milljóna króna tap fyrstu 8 mánuði ársins TAP Á rekstri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar á fyrstu átta mánuðum ársins nemur 20,6 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem nú liggnr fyrir og sagt er frá í bæjarblaðinu Múla í Ólafsfirði. Fyrir sömu mánuði í fyrra var tap á rekstrinum upp á 28 milljónir króna. Að teknu tilliti til greiðslu úr V erðj öfnunarsj óði sj ávarútvegsins að upphæð 10,8 milljónir króna nemur tapið tæpum 10 milljónum króna. Tap á frystingu var 16,4 milljón- ir króna eða 9,7% af veltu og tap á físki- og loðnubræðslu var 4,3 milljónir króna eða 13% af veltu. Heildarframleiðslutekjur Hrað- frystihúss Ólafsfjarðar voru um 200 milljónir króna á tímabilinu og juk- ust um 18 milljónir miðað við sama tíma á liðnu ári. Umfangsmiklar breytingar voru gerðar í frystihúsinu síðasta vetur þar sem m.a. var sett upp flæðilína og var kostnaður við endurbætum- ar um 25 milljónir króna. í kjölfar- ið hefur framleiðsla aukist sem og afköst og nýting hráefnis er betri. Á árinu hefur hlutafé að upphæð 25 milljónir króna verið selt og á stjórnarfundi i vikunni var ákveðið að auglýsa viðbótarhlutafé til sölu fyrir samtals 25 milljónir króna. Verstöðin Island sýnd í Borgarbíói HEIMILDARMYNDIN Verstöðin ísland verður sýnd á almennri sýningu í Borgarbíói á morgun, sunnudag, kl. 14 og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Mynd- in verður sýnd fyrir boðsgesti í dag, laugardag, og hefst sýning- in einnig kl. 14. arútvegsfræðinema við Háskólann á Akureyri auk Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, sem lét gera myndina til að minnast 50 ára af- mælis sambandsins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ferðakaupstefnunni lýkur í dag Ferðakaupstefnu Vestur-Norðurlanda lýkur í íþróttahöllinni á Akureyri dag og er hún opin almenningi milli klukkan 13 og 16. Fyrir hádegið verður haldin ráðstefna í safnaðarheimili Akureyrarkirkju undir yfirskrift- inni Ferðaþjónusta Vestur-Norðurlanda til ársins 2000. Einn fyrirlesari verður frá hverju landi og pallborðsum- ræður að þeim loknum. Halldór Blöndal samgönguráðherra og Katrín Eymundsdóttir kona hans eru heiðurs- gestir kaupstefnunnar og skoðaði Halldór sýninguna í gær. Með honum á myndinni er Lise Egcde-IIagélund, einn af fulltrúum Grænlendinga í ferðamálanefnd Vestur-Norðurlanda. Áform um breytingar á virðisaukaskatti Myndin skiptist í fjóra hluta, sá fyrsti nefnist Frá árum til véla og segir frá tímabilinu til ársins 1918, annar hluti nefnist Bygging nýs íslands og greinir frá tímabilinu frá 1920 til 1950. Þriðji hluti myndar- innar heitir Baráttan um fískinn og þar er greint frá sjávarútvegssög- unni á tímabilinu 1950 til 1989, en í fjórða og síðasta hluta myndarinn- ar er fléttað saman útgerð venju- legs báts, sem stundar veiðar með netum, botnvörpu og nót, og útgerð togara. Þessi hluti myndarinnar nefnist Ár í útgerð. Hver hluti myndarinnar tekur um eina klukkustund í sýningu. Stjórn myndarinnar, handritsgerð og gagnasöfnum var í höndum Erlends Sveinssonar, Sigurður Sverrir Páls- son annaðist kvikmyndatöku og Þórarinn Guðnason um hljóðupp- töku. í myndina er mikið notað af gömlum heimildarmyndum, sem fundist hafa bæði hér heima.og einnig erlendis og ekki hafa verið notaðar áður. Að sýningu myndarinnar á Akur- eyri standa Útvegsmannafélag Norðurlands, Stafnbúi, félag sjáv- Tugmilljóna viðbótarútgjöld fyr- ir bæjarsjóð og stofnanir hans Nýjar álögnr á sveitarfélög til að skapa ríkis- sjóði nýja tekjustofna, segir formaður bæjarráðs SIGURÐUR J. Sigurðsson formaður bæjarráðs Akureyrar segir að fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskatti og áform ríkissljórnar- innar um að fella niður endurgreiðslur virðisaukaskatts af vinnu og þjónustu sveitarfélaga hafi í för með sér tugmilljóna króna út- gjöld fyrir bæjarsjóð og stofnanir hans. Sveitarfélögin búi við óviðun- andi aðstöðu þegar þau geti átt von á nýjum álögum á nær hveiju ári og slíkt geri að verkum að langtímaáætlanir þeirra séu í upp- lausn. Þá geti einnig svo farið að ekki takist að ljúka gerð fjárhagsá- ætlunar fyrir árið 1993 fyrir áramót eins og stefnt var að. Miklar umræður urðu um þetta mál á fundi bæjarráðs á fimmtudag. „Fljótt á litið getum við ekki annað séð en að bæjarsjóður og stofnanir bæjarins verði fyrir út- gjöldum upp á tugi milljóna króna, sem ekki var ráð fyrir gert. Enn sem komið er sjáum við ekki ná- kvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða, en við væntum þess að línur skýrist fyrir næsta fund bæjarráðs, en við munum væntan- lega á þeim fundi láta í okkur heyra vegna þessa máls,“ sagði Sigurður, en fulltrúar í bæjarráði munu eiga fund með þingmönnum kjördæmis- ins á mánudag þar sem þeir ætla m.a. að fá nánari upplýsingar um áform ríkisstjómarinnar hvað þetta varðar. Sigurður sagði þó ljóst nú þegar að um yrði að ræða viðbótarálögur fyrir sveitarfélögin og nefndi að það eitt að hætta að endurgreiða virðis- aukaskatt af snjómokstri gæti haft mikil aukaútgjöld í för með sér fyr- ir Akureyrarbæ sem og aðra staði þar sem að jafnaði er snjóþungt. „Eitt er að fækka undanþágum frá virðisaukaskattinum, en hitt er alvarlegra að þama er verið að setja nýjar álögur á sveitarfélögin til að mynda nýja tekjustofna fyrir ríkis- sjóð. Það er óviðunandi aðstaða fýrir sveitarfélögin að eiga yfir höfði sér einhvetjar breytingar á nær hveiju ári. Það gerir að verkum að ómögulegt er að gera áætlanir fram í tímann, allar slíkar áætlanir verða í hálfgerðri upplausn af þess- um sökum. Þetta er mjög bagalegt fyrir sveitarfélögin og lítt skiljan- legt hvers vegna ríkisvaldið hefur ekki samráð við sveitarfélögin um svona mál,“ sagði Sigurður. Bæjarstjóm hefur nú til umfjöll- unar þriggja ára áætlun um rekst- ur, fjármál og framkvæmdir á veg- um Akureyrarbæjar og sagði Sig- urður að reynt yrði að halda áætlun- inni fyrir næsta ár. Stefnt hafði verið að því að ljúka gerð fjárhags- áætlunar fyrir næsta ár nú fyrir áramót, en Sigurður sagði að ef drægist að afgreiða fjárlög væri lík- legt að það setti strik í reikninginn og vinna við fjárhagsáætlun dræg- ist fram yfir áramót. J l Kiðrdæmisraft sjálfstæðisfélaganna í Horðurlandsklnrdæmi eystra boða til almennra stiórnmálafunda: Ólafsfjörður, þriðjudaginn 29. sept- ember, Tjarnarborg, kl. 21.00. Dalvík, miðvikudaginn 30. septem- ber, Bergþórshvoll, kl. 21.00. Akureyri, fimmtudaginn 1. október, Kaupangur v/Mýraveg, kl. 20.30. Þórshöfn, sunnudaginn 4. október, Félagsheimlið Þórshöfn, kl. 14.00. Raufarhöfn, sunnudaginn 4. októ- ber, félagsheimilið Hnitbjörg, kl. 17.00. Frummælendur á fundunum verða Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, og Tómas Ingi Olrich, alþingismaður. Hrafnagils- skóli reyklaus Kennararn- ir sýna gott fordæmi Ytri-Tjörnum; Eyjafjarðarsveit. SKÓLASTJÓRI og kennarar Hrafnagilsskóla hafa nú ákveðið að sýna nemendum sínum gott fordæmi með því að reykja ekki innan veggja skólans. f vinnuherbergi kennara hafa á undanfömum ámm verið leyfðar reykingar. Á kennarafundi nýlega bar yfírkennari skólans, Anna Guð- mundsdóttir, upp þá tillögu að skól- inn skyldi vera algerlega reyklaus og var hún samþykkt. Fáeinir af sautján kennurum skólans era reyk- ingamenn og verða þeir nú að stunda þá iðju utan dyra. Beiýamín Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir Ungir athafnamenn í Grímsey Þeir hafa sjálfsagt hug á að leggja sitt af mörkum til bættra sam- gangna í Grímsey, þessir félagar, Ragnar Guðmundsson, Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Sigfús Heiðarsson, sem voru á dögunum niður- sokknir í vegagerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.