Morgunblaðið - 26.09.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
27
JWtóáur
/
a
morgun
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl.
11. Guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Ingibörg Marteinsdóttir
syngur einsöng. Kaffisala Safnað-
arfélags Ásprestakalls eftir messu.
Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sig-
urbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl.
11. Guðsþjónusta kl. 14. Ellefu
manna hljómsveit tekur þátt í
messunni og fluttir verða Taizé
söngvar. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dóm-
kórinn syngur. Organisti Marteinn
H. Friðriksson. Fundur með for-
eldrum fermingarbarna eftir
messu. Sunnudágaskóli í safnaðar-
heimilinu á sama tíma. Kirkjubíllinn
fer frá Vesturbæjarskóla kl. 10.45.
Sr. Hjalti Guðmundsson.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. 6 ára börn og eldri
og foreldrar þeirra uppi. Yngri
börnin niðri. Messa kl. 14. Prestur
sr. Halldór S. Gröndal. Organisti
Árni Arinbjarnarson. Þriðjudag:
Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur í
10 mínútur. Fyrirbænir, altaris-
ganga og léttur hádegisverður.
Þriðjudag kl. 14. Biblíulestur. Sr.
Halldór S. Gröndal annast fræðsl-
una. Kaffiveitingar.
HALLGRÍMSKIRKJA: Fjölskyldu-
messa kl. 11. Altarisganga. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Þórir Jök-
ull Þorsteinsson cand. theol. préd-
ikar.
KIRKJA H EYRN ARLAUSRA.
Messa kl. 14. Sr. Miyako Þórðar-
son. Hervör Guðjónsdóttir talar af
tilefni dags heyrnariausra. Mynd-
listarsýning 5 heyrnarlausra opn-
uð. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa
kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Kirkjubíll fer um Hlíðar og Suður-
hlíðar á undan og eftir messu.
Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveins-
son. Biblíulestur mánudagskvöld
kl. 21. Kvöldbænir og fyrirbænir
eru í kirkjunni á miðvikudögum kl.
18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Guðsþjónusta kl.
11. Prestur sr. Flóki Kristinsson.
Kór Langholtskirkju (hópur I) syng-
ur. Organisti Jón Stefánsson.
Barnastarf á sama tíma. Kaffisopi
eftir guðsþjónustu. Aftansöngur
alla virka daga kl. 18.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir
messar. Barnakór Grensáskirkju,
Barnakór Biskupstungna og
Drengjakór Laugameskirkju syngja
í guðsþjónustunni. Barnastarf á
sama tíma í umsjá Þórarins Björns-
sonar. Barnakórarnir syngja einnig
fyrir guðsþjónustu frá ki. 10.30.
Heitt á könnunni eftir guðsþjón-
ustu.
NESKIRKJA: Barnasamkoma kl.
11. Munið kirkjubílinn. Guðmundur
Óskar Ólafsson. Guðsþjónusta kl.
14. Sr. Frank M. Halldórsson. Mið-
vikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson.
Guðspjall dagsins:
Matt.6.:
Enginn kann tveimur
herrum að þjóna.
SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Kynningarguðs-
þjónusta fyrir fermingarbörn, þar
sem fermingarbörn og fjölskyldur
þeirra verða sérstakiega boðin vel-
komin. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Organisti Gyða
Halldórsdóttir. Barnastarf á sama
tíma. Umsjón Hildur og Erla. Mið-
vikudagur: Kyrrðarstund kl. 12.
Söngur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur hádegisverður í safnaðar-
heimilinu.
ÁRBÆJARKIRKJA: Barna- og fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 árdegis
við upphaf barnastarfs kirkjunnar
í Árbæjarsókn. Foreldrar boðnir
velkomnir með börnum sínum í
guðsþjónustuna. Skólakór Árbæj-
arskóla syngur undir stjórn Áslaug-
ar Bergsteinsdóttur tónmennta-
kennara. Ungmenni aðstoða við
guðsþjónustuna. Organisti Sigrún
Steingrímsdóttir. Fyrirbænastund
miðvikudag kl. 16.30. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.
14. Ath. breyttan messutíma. Org-
anisti Daníel Jónasson. Samkoma
á vegum Ungs fólks með hlutverk
kl. 20.30. Ræðumaður: Helga Björg
Guðmundsdóttir. Bænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli
Jónasson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guös-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn
Hjartarson. Organisti Guðný M.
Magnúsdóttir. Fyrirbænaguðs-
þjónusta mánudag kl. 18. Helgi-
stund í Gerðubergi fimmtudadg kl.
10.30. Prestarnir.
GRAF ARVOGSPREST AKALL:
Barnaguðsþjónusta í Félagsmið-
stöðinni Fjörgyn kl. 11. Nýr sunnu-
dagspóstur. Aðstoðarfólk guð-
fræðinemarnir Sveinn Valgeirsson
og Elínborg Gísladóttir. Skólabíllinn
hefur akstur síðar. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helga-
dóttir. Vigfús Þór Arnason.
HJALLAPRESTAKALL: Messusal-
ur Hjallasóknar Digranesskóla.
Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Upphaf barnastarfs. Foreldrar eru
hvattir til að fylgja börnum sínum
til guðsþjónustu. Organisti Oddný
Þorsteinsdóttir. Helgistund og
fundir með fermingarbörnum og
foreldrum * þeirra í Messusalnum
sunnudag. Kl. 14 mæti börn úr
Snælandsskóla og Digranesskóla
og foreldrar þeirra og kl. 16 mæti
börn úr Hjallaskóla ásamt foreldr-
um. Sóknarprestur.
KÁRSNESPRESTAKALL: Fyrsta
samvera barnastarfsins verður í
safnaðarheimilinu Borgum sunnu-
dag kl. 11. Umsjón Viiborg, Helga
Sigríður og Edda. Ægir Fr. Sigur-
geirsson.
DIGRANESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Safnaðarheimilinu við
Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta
í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Ingólfur
Guðmundsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
SEUAKIRKJA. Guðsþjónusta kl.
14. Altarisganga. Organisti Kjartan
Sigurjónsson. Molasopi eftir guðs-
þjónustuna. Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN í RVÍK: Guðsþjónusta
kl. 11. Athugið tímann. Miðvikudag
30. september, morgunandakt kl.
7.30. Organisti Pavel Smid. Cecil
Haraldsson.
KRISTSKIRJA Undakoti: Messa
kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30.
Messakl. 14. Ensk messa kl. 20.
Laugardag: Messa kl. 14 og ensk
kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur
kl. 8 og kl. 18.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa
kl. 11. Laugardag kl. 14, fimmtu-
daga kl. 19.30. Aðra rúmhelga
daga messa kl. 18.30.
KFUM/K/SÍK/KSH: Samkoma í
kristniboðssalnum kl. 20.30.
Ræðumaður sr. Ólafur Jóhanns-
son. Upphafsorð og bæn: Valgerð-
ur Gísladóttir. Myndir og frásögn
af kristilegu barnastarfi. Einsöngur
Laufey Geirlaugsdóttir.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunar-
samkoma kl. 11. Kaft. Thor og El-
björg. Kl. 14 sunnudagaskóli. Bæn
kl. 19.30 og kl. 20 hjálpræðissam-
koma. Majorarnir Kare og Reidun
Morken og Odd Andersen stjórna
og tala.
HVÍTASUNNUKIRKJA Ffladelfía:
Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu-
maður Hafliði Kristinsson. Barna-
gæsla.
VEGURINN: Fjölskyldusamvera Jtl.
11. Ungbarnastarf m.m. Almenn
samkoma kl. 20.30. Biblíulestur
miðvikudag kl. 18. Sr. Halldór S.
Gröndal.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason préd-
ikar. Sunnudagaskóli í Kirkjuhvoli
kl. 13. Sr. Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa Hrafnistu kl.
13 og í kirkjunni messað kl. 14.
Prestur sr. Einar Eyjólfsson. Kór
Víðistaðasóknar. Organisti Úlrik
Ólason.
HAFNARFJ ARÐAR KIRKJA:
Sunnudagaskóli kl 11. Munið
skólabflinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Prestarnir.
FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11 og guðsþjónusta
kl. 11 í Hrafnrstu. Kór Víðistaða-
sóknar leiðir söng. Sr. Einar Eyj-
ólfsson.
KAPELLA St. Jósefsspítala:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa kl.
8.30. Rúmhelga daga kl. 8.
YTRI-Njarðvíkurkirkja: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Baldur Rafn Sig-
urðsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
sunnudag kl. 14. 10 ára vígsluaf-
mæli kirkjunnar. Sr. Örn Bárður
Jónsson prédikar. Pétur Sigur-
geirsson biskup og Jónas Gíslason
vígslubiskup þjóna fyrir altari
ásamt sóknarpresti, sr. Jónu Krist-
ínu Þorvaldsdóttur. Jón Hólmgeirs-
son og Jóhanna Sigurðardóttir lesa
ritnignarlestra. Margrét Sighvatsd-
sóttir syngur einsöng. Öllum kirkju-
gestum er boðið til kaffisamsætis
í safnaðarheimilinu eftir guðsþjón-
ustuna. Þar syngur kór kirkjunnat
nokkur lög undir stjórn kirkjuorgan-
istans Siguróla Geirssonar. Sókn-
arnefnd.
KAÞÓLSKA KAPELLAN Keflavík:
Messa kl. 16.
í miskunnarleysi martraðar
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bióborgin/Bíóhöllin:
Alien8.
Leikstjóri David Fincher. Aðal-
leikendur Sigourney Weaver,
Charles S. Dutton, Charles
Dance, Paul McGann, Brian
Glover, Ralph Brown. Banda-
rísk. 20th Century Fox 1992.
Þá er komið að lokakaflanum í
þrennunni um „Alien“, sem tví-
mælalaust er einn eftirtektarverð-
asti kvikmyndabálkur síðari ára,
ekki síst úr vísindaskáldskapar-
geiranum. Hann hófst með „Alien“
árið 1979, æsispenndi geimhroll-
vekju sem var leikstýrt af Ridley
Scott og margir kvikmyndaunn-
endur flokka í hóp sígildra mynda
af sinni gerð. Árin liðu og sjö árum
síðar betrumbætti James Camer-
on, spennumyndaleikstjórinn
kunni, hugmyndina með „Aliens".
Eða svo var dómur flestra. Einn
aðalhvatamaður Alien3 er enginn
annar en stjarna myndanna allra,
hin góðkunna Sigourney Weaver
sem vildi enda þessa metnaðarfullu
seríu með stórum punkti. Og ekki
er annað að sjá en það hafi tekist
með láði.
„Alien"“ hefst langt, langt úti í
buskanum þar sem geimfarinn
Weáver rumskar af löngum svefni
í brotlendingu á fangaplánetu þar
sem örgustu glæpafól sitja af sér
í einangrun gamallar verksmiðju.
Vekur nærvera konunnar mikla
spennu meðal fanganna og hún
eykst þegar i ljós kemur að hún
hefur ekki komið einsömul heldur
hefur geimskrímslið ógnarlega
slæðst með í för .. .
- Sú í þriðja veldinu sver sig í
ætt við forvera sina; framúrstefnu-
leg, metnaðarfull, spennandi, grá
og grimm. Og er jafnvel enn magn-
aðri og vafalaust ein hrottalegasta
og óþægilegasta hryllingsmynd
sem gerð hefur verið um árabil.
Hvergi er skímu að sjá. Persónurn-
ar skítugar upp fyrir haus og held-
ur ókræsislegt úrkast úr mann-
heimum ef undan er skilin hin jafn-
grómtekna en guðumlíka Weaver.
Og umhverfið gæti eins gott verið
sjálft Helvíti í allri sinni grámyglu
og viðurstyggð þar sem hvergi
bregður fyrir hlýlegri sýn. Og efn-
ið sjálft er ekki síður andstyggi-
legt. Krafist er hrikalegrar fómar
af aðalpersónunni sem minnir ekki
lítið á trúarlega athöfn. Og út
myndina er hún á flótta undan
skrímslinu og mannskepnunum.
Það er því alveg ljóst að „Ali-
en3“ er ekki hvers manns hugljúfi
og ekki fyrir þá viðkvæmustu. En
þeir sem hafa unun af vel gerðum
vísindaskáldskaparhrollvekjum
þar sem andinn fær að svífa
óvenju-óbeislaður meðal lista-
mannanna — sem þurfa auk þess
heldur ekki að hlíta þeim leiðu
reglum kvikmyndaborgarinnar að
láta allt saman enda í rósrauðri
birtu — fá mikið fyrir snúð sinn.
Leikstjóranum Fincher farnast
býsna vel í sinni fyrstu mynd og
hann hefur gott tak á brellunum
en flest spennuatriðin líða þó nokk-
uð fyrir seinagang og endurtekn-
ingar. Sagan er heldur ófrumleg
og má segja að hún hafi verið sögð
í fyrri myndunum og er að auki
eftir eina þrjá, fjóra höfunda. En
það er lagt ofurkapp á að hafa
„Alien3“ sem ljótasta og yfirgengi-
legasta og að vissu leyti hefur hún
slegið ný met í martraðarkenndu
miskunnarleysi og rustamennsku.
Og það er hreint ekki auðhlaupið
að ná því marki á þessum síðustu
og verstu! Tæknin er mikil, tón-
list, klipping og taka í úrvalsflokki
og leikhópurinn einstaklega
smekklega valinn úr röðum hinna
ófélegustu skapgerðarleikara. Og
Weaver stormar í gegnum mynd-
ina sína í gervi sem fæstar stöllur
hennar þyrðu að voga sér í. Tekur
áhættuna, snoðuð og kámug, og
vinnur. Hér bólar á Óskarsverð-
launatilnefriingu. Það kemur á
óvart hversu áberandi „bresk“
myndin er í útliti. Þar er kannski
komin ástæðan fyrir takmörkuðu
gengi hennar vestan hafs en vin-
sældum í Evrópu?
Klassík; úr teiknimyndinni um Mjallhvít.
Móðir Disneymyndanna
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Mjallhvít og dvergamir sjö
(„Snow White and the Seven
Dwarfs“). Sýnd í Sambíóunum.
Framleiðandi: Walt Disney.
Leikstjóri: David Hand. 80 mín.
1937.
Hæhó, hæhó, við höfum unnið
nóg ... syngja dvergarnir í ævin-
týrinu um Mjallhvíti og víst er að
þótt þeir hafi unnið nóg fær heim-
urinn aldrei nóg af þeim og litlu
prinsessunni sem þeir gæta. Sam-
bíóin endursýna nú þessa einu
frægustu og bestu teiknimynd sem
gerð hefur verið, Mjallhvít og
dvergana sjö. Hún er frá árinu
1937 og var sýnd í Sambíóunum
fyrir fímm árum á hálfrar 'aldar
afmæli myndarinnar. Nú er kær-
komið tækifæri til að endurnýja
kynnin við þessa klassísku mynd
og fyrir nýja áhorfendur að upplifa
teiknimyndagaldur eins og hann
gerist bestur.
Mjalihvít er móðir Disney-teikni-
myndanna. Hún var fyrsta teikni-
myndin sem gerð var í fullri lengd
og með henni rættist áralangur
draumur teiknimyndaframleiðand-
ans Walts Disneys um að búa til
teiknimynd í 'lengd venjulegrar,
leikinnar myndar. Mjallhvít varð
fyrirmynd þeirra Disney-teikni-
mynda sem á eftir komu og hefur
haft margvísleg áhrif á listamenn.
Meðal annars mun Orson Welles
hafa tekið upphafsskotið á kastala
Kane í sinni frægu mynd „Citizen
Kane“ úr Mjallhvíti þar sem sýnt
er upp í kastalaglugga nomarinn-
ar; Fellini skrifaði í handritið að
Júlíu andanna árið 1956 að móðir
Giulietta Masina í myndinni ætti
að líkjast drottningunni í Disney-
myndinni; sovéska tónskáldið
Serge Prokofiev var svo hrifið af
samvirkni hljóðs og myndar í Mjall-
hvíti að hann samdi tóniistarævin-
týri sem hann vonaði að Disney
gerði mynd eftir, Pétur og úlfinn.
Teiknimyndin um Mjallhvít og
dvergana sjö er með ástsælustu
barnamyndum sem gerðar hafa
verið, hún er með vinsælustu
myndum kvikmyndasögunnar og
fyrir utan sögulegt mikilvægi
hennar eru hún einfaldlega veru-
lega skemmtileg, falleg og ljúf.
En eins og hún er töfrandi og
hugljúft ævintýri er hún líka ógn-
vekjandi og grimm að því er lýtur
að drottningunni og illum áform-
urn hennar og í teiknimyndinni
er lögð áhersla á hvort tveggja.
Hún er bæði myrk og spennandi,
nánast hrollvekjandi, þar sem
drottningin bruggar banaráð í
höllinni og ekki síður björt og
gamansöm þegar kemur að lýs-
ingu á hinum óborganlegu sjö
dvergum og Mjallhvít í skóginum.
Þetta er hrífandi blanda brugguð
úr litaseið Disney-listamannanna
fyrir 55 árum og hefur staðist'
tímans tönn ótrúlega vel.