Morgunblaðið - 26.09.1992, Side 31

Morgunblaðið - 26.09.1992, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992 31 njóta og var Annas Kristmundsson einn þeirra og vil ég þakka fyrir a,ð hafa orðið þess aðnjótandi að kynn- ast honum. Hann var hæglátur en þó ýtinn og fékk sitt fram. Aldrei fyrr hef ég kynnst jafn heiðarlegum manni. Alltaf stóðst það sem hann sagði. Hann var einn fárra af gamla skólanum. Annas var mjög skýr allt fram til dauðadags. Mörgum hafði hann kynnst á lífsleiðinni og margir höfðu verið með honum til sjós. Eg minnist þess að útgerðarmaður nokkur hafði sagt mér að Annas hefði verið á bát hjá honum og sagði hann við mig að ef hann hefði haft alla tíð menn eins og Annas á bátum sínum hefði hann aldrei þurft að hafa áhyggjur af útgerðinni. Slíkt traust til hans báru held ég flestir sem kynntust honum. Aldrei taldi hann það eftir sér að rétta hjálpar- hönd ef hann gat komið því við, meira að segja þegar hann var kom- inn á áttræðisaldur köm hann alla leið norður á Akureyri til að passa bamabörnin sín meðan dóttir hans og ég vorum erlendis. Annas gat oft verið spaugsamur og gefið glettin svör. Fyrir nokkrum árum, löngu eftir að hann var hætt- ur til sjós, fór hann sem afleysinga- stýrimaður á Sléttanesið ÍS í siglingu til Grimsby í Bretlandi. Ég spurði hann eftir ferðina hvernig honum hefði fundist að koma aftur til Grimsby eftir öll þessi ár og svaraði hann: „Hún er alltaf jafn skítug, svei mér þá ef það er ekki sami skíturinn og var þegar ég kom þar síðast." Annas var vinnusamur maður og féll honum aldrei verk úr hendi. Heimili hans var dæmigert sjó- mannsheimili þar sem húsbóndinn var langtímum saman á sjó til að færa björg í bú og með samheldni og atorku tókst þeim hjónum Ann- asi og Friðgerði að koma upp sjö myndarlegum og frískum börnum. Og ekki má gleyma því að á bak við hann stóð yndisleg eiginkona sem stóð með honum í blíðu og stríðu allt fram til dauðadags. Annasi tókst að komast í gegnum margan lífshá- skann og nokkrum sinnum var hann alla hluti og allt snyrtilegt bæði úti og inni. Mig langar að segja hér eina sögu sem lýsir vel þessum góðu hjónum. Það var daginn fyrir Þorláksmessu árið 1938 að farin var ferð úr Hnúks- nesi til Stykkishólms til að kaupa inn eitthvað til jólanna. Móðir mín bjó þá á Sveinsstöðum með barnahópinn sinn, en hún missti föður minn 1936 og vorum við þá sjö um og innan við fermingu og þijú eldri. Mamma sendi elsta soninn til innkaupa með umræddri ferð. Er hann kom á skrif- stofu kaupfélagsins var honum sagt að mamma fengi ekkert að taka út því hún skuldaði 160 kr. Bróðir minn kom allslaus úr ferðinni og leið hon- um afar illa svo ég tali nú ekki um hvernig mömmu leið að geta ekki breytt neitt til um jólin. En á Þor- láksmessu kemur Jóhannes í Lan- geyjarnesi með helminginn af því sem hann tók út fyrir sitt heimili og gefur mömmu. Þau hjónin höfðu þá skipt því á milli heimilanna, ég man svo vel enn þann dag í dag þá miklu gleði sem þessi stóra gjöf veitti mömmu og okkur í þeirri miklu fá- tækt sem þá var en þá voru engir styrkir eða neitt slíkt. Þessi stóra jólagjöf þeirra hjóna yljar mér enn í dag eins og þá er hún var gefín. Ég hélt alltaf sambandi við þau Minning Magnhildur Indriða dóttir, ljósmóðir hætt kominn, maður spyr því sjálfan sig, hvers vegna núna? En þessi stund er víst sú sem enginn maður ræður. Nafn hans mun lifa og við sem fengum að kynnast honum munum geyma persónuleika hans í hjörtum okkar. Megi Guð blessa heimili eiginkonu og ættmenna um ókomna framtíð. Sigurjón Haraldsson. í dag kveðjum við afa okkar, Annas Kristmundsson frá ísafirði, sem lést eftir stutt veikindi 15. sept- ember sl. Okkur langar að minnast hans í örfáum orðum, því öll eigum við margar af okkar fyrstu minning- um tengdar ömmu og afa á Engja- vegi 34. Við urðum þess aðnjótandi að eiga þau að og fátt er meira virði en eiga góða ömmu og afa. í okkar huga var ekkert til sem var bara amma eða bara afi heldur voru þau ein heild amma og afi á Engjó. Afi var afar dagfarsprúður og góður maður, hann var nægtabrunnur af allskyns fröðleik, minnugur á at- burði liðinna tíma og nákvæmur á frásagnir sínar sem skemmtilegt og fróðlegt var að hlusta á. Sjaldan fór afí í bæinn án þess að leiða einhvert okkar við hlið sér, enda var það sport að fara með afa í bæinn — einnig var það voða notalegt að sofa við klappið hans afa á kvöldin. Hann kepptist ekki við að vera sjálfum sér bestur heldur öðrum. Það sem átti hug hans mestan var amma og fjölskyldan. , Við kveðjum afa með virðingu og þökk og elskulegri ömmu vottum við samúð okkar. Með hveiju flóði sökkva sævarsker þó sólin vefi tindum kuflinn rauða. En hinsta kvöldið mun ég mæta þér á mörkum dags og nætur, lífs og dauða. Úr móðu stíga morgunroðans lönd, en móti okkur streymir fjallasvali. Þú réttir þínum vini heita hönd, og himnar opna sína bláu dali. (Stjömudraumar VIII, Davíð Stefánsson, Að norðan III.) F.h. barnabarna, Guðný Anna Vilhelmsdóttir. eftir að ég var farinn úr sveitinni og konan mín tók sérlega miklu ást- fóstri við þau og átti með þeim góð- ar stundir bæði hér fyrir sunnan og vestan. Hún kunni að meta þau ekki síður en ég, einnig börnin okkar og ýmsir vinir okkar sem kynntust þeim í gegnum okkur. Þau hjónin seldu syni sínum Langeyjarnesið og reikn- uðu með því að hann myndi búa þar er þau gátu ekki verið þar lengur, en Bergur hafði búið með þeim alla tíð, en hann seldi Langeyjamesið fyrir nokkrum árum og er það nú í eyði að mestu eins og flestar jarðir í sveitinni. Eigendur jarðarinnar nú hafa haldið öllu mjög vel við og þegar við hjónin erum í sumarhúsinu okkar og sólin kemur upp á morgnana baðar hún með geislum sínum hvítu húsin í Langeyjarnesi, þá hugsum við hlýtt til þessara horfnu vina sem eru kærir í minningunni. Jóhannes var afar léttur í spori fram á elliár, t.d. sagði hann m'ér einu sinni að hann hefði verið á stöð- ugum gangi á minkaveiðum í tvo daga og hann fann ekkert fyrir því, en hundamir sínir alveg steinupp- gefnir, þá var Jóhannes 74 ára gam- all. Já, þær eru óteljandi minning- arnar um þau hjónin sem ávallt veita y>- Jóhannes verður jarðsunginn frá Staðarfellskirkju, en lagður til hinstu hvíldar við hlið konu sinnar í heima- grafreit á Stakkabergi. Við kveðjum hér látna vini og biðjum þeim blessunar í fyrirheitna landinu um leið og við þökkum fyrir allt. Börnum og öðmm aðstandendum vottum við dýpstu samúð. Kveikt er ljós við Ijós burt er sortans svið. Angar rós við rós opnast himins hlið. Niður stjömum stráð engill framþjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. (Stefán frá Hvítadal) Hvíli þau í friði. Margrét og Kristinn Sveinsson. Fædd 17. apríl 1914 Dáin 16. september 1992 Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga. Lýsa þeim sem ljósið þrá en lifa í skugga. Þetta vers ritaði amma í minn- ingabókina mína er ég var níu ára. Ég níu ára og hélt að amma yrði alltaf hér. En amma hefur nú skyndi- lega kvatt, eftir standa minningam- ar ljóslifandi og hlýjar og boðskapur versins verður órofa tengdur ömmu. Amma hafði mjúkar hendur, hlýtt hjarta, vildi öllum vel og óskaði öllum Guðs blessunar. Að gera eitthvað fyrir aðra var einkenni ömmu, en að gera kröfur' fyrir sjálfa sig var nokkuð sem hún ekki kunni. Allt hennar lífshlaup einkenndist af því að vinna og hugsa um aðra meira en sjálfa sig. Hún lærði til ljósmóður veturinn 1937-1938 þrátt fyrir að á þeim tíma væri mjög erfítt fyrir ungt fólk að afla sér menntunar. Árið 1939 hóf hún störf sem ljósmóðir í Bisk- upstungum og gegndi því starfí í 45 ár. Hún var mjög farsæl í starfi þó oft væru aðstæður erfiðar. Fara þurfti á hestum milli bæja í hvaða veðri sem var, á hvaða tíma sólar- hrings sem var, oft um langan veg því í fjölda ára hafði amma tvö umdæmi. Ekki var spurt um aðstæð- ur heima fyrir og ætíð dvaldist hún í nokkra daga hjá mæðrunum til að hlúa að þeim og oft á tíðum sjá um heimili fjölskyldunnar. Samtímis ljósmóðurstarfinu eign- uðust hún og afí 5 böm og ráku stórt bú að Drumboddsstöðum. Auk þess dvaldist oft langdvölum hjá þeim fólk, bæði ungt og aldrað, sem sumt hvert væri talið sjálfsagt að vista á stofnunum í dag. Síðustu 10 árin hafa amma og afi búið í íbúðum fyrir aldraða í Bergholti, Biskupstungum. Þar, sem fyrr, ræktaði hún og gerði fallegt í kringum sig. Gróðurhús var reist og var hún bæði í matjurtarækt og skógrækt. Hún var mjög framsýn í öllu sem laut að umhverfismálum. Hún var í raun á undan sinni samtíð í þeim efnum því amma hafði fyrir löngu gert sér grein fyrir ýmsum sannleik sem við erum fyrst núna að vakna upp við. Hún hafði t.d. miklar áhyggjur af uppfoki landsins og sóun okkar í umbúðir og prjál. Hún var sannfærð um að hægt væri að fara margfalt betur með og þann- ig stuðlað að aukinni mannlegri far- sæld. Hún var ekki sú manngerð sem var fyrir að sýnast eða láta sér nægja að tala um hlutina heldur lifði hún eftir þessari sannfæringu sinni, fór vel með og nýtti alla hluti. Hún stuðlaði einnig að upp- græðslu landsins. Síðast fyrir u.þ.b. tveimur árum fór hún með hópi fólks úr sveitinni inn á afrétt í land- græðslustörf og plantaði þar fjölda trjáa. í Bergholti setti amma upp vef- stólinn sinn, óf dregla og bjó til ýmsa listmuni. í jólagjöf fyrir tveim- ur árum fékk ég t.d. handmálaðan dúk eftir ömmu og síðast í afmælisg- jöf fékk ég munstraða peysu sem hún hafði pijónað eftir þýskri upp- skrift. Þegar tími gafst til sótti hún flesta menningarviðburði í sveitinni og þegar hún kom til Reykjavíkur fór hún oftast á hinar ýmsu listsýn- ingar. Þrátt fyrir að amma hefði alltaf mikið fyrir stafni og um margt að hugsa var mannlega hliðin henni kærust. Hún fylgdist alltaf mjög náið með hvernig gengi í skólanum og öðru því er ég hafði fyrir stafni. Á próftímum fór ég því stundum og dvaldist hjá ömmu í nokkra daga og betri umönnun er vart hægt að hugsa sér. Hægt var að treysta því að amma vissi hvað manni væri fyr- ir bestu. Hún lagði mikið upp úr hollu fæði sem hún var óspör á og hafði oft ræktað sjálf. Hreyfingu taldi hún nauðsynlega og því fórum við oft saman í sund og gönguferðir og þegar haldið var í prófin vissi ég að frá ömmu streymdu heitar bænir um gott gengi. Allt þetta gerði amma með mikilli gleði, ástúð, skilningi og elskulegheitum. Þetta variist sem hún kunni. Amma var alla tíð mjög trúuð kona, þekkti lífið og lífsins sorgir. Hún hlúði að kirkjunni sinni, fannst sjálfsagt að sauma altarisdúkinn og planta sumarblómum á hveiju vori í Bræðratungukirkjugarð. Hún treysti Guði og var óhrædd við að falla í hans faðm. Ég vil kveðja ömmu með þeim orðum er hún kvaddi ætíð með: Guð blessi þig allt- af. Hildur Sólveig Pétursdóttir. Mikil kona og væn, Magnhildur Indriðadóttir frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum, lést hér í Reyk- holti 16. september og verður jarð- sett í-Bræðratungukirkjugarði nú í dag. Magnhildur fæddist 17. apríl 1914 í Efstadal í Laugardal, en 6 ára flytst hún að Arnarholti hér í Biskupstungum og bjó síðan alla sína tíð hér, utan þann tíma sem hún var við húsmæðranám og síðar er hún lærði til ljósmóður. Ég kynnt- ist Magnhildi fyrst fyrir 10 árum, er hún og maður hennar, Sveinn Kristjánsson, fluttu hingað í Reyk- holt í íbúðir aldraðra og vorum við fljótar að kynnast, enda fannst mér strax vera svo fjölda margt í hennar fari og líferni sem ég gæti tekið mér tii fyrirmyndar. Magnhildur var framsýn og tölu- vert á undan sinni samtíð og var mjög gaman að ræða við hana um umhverfis- og jafnréttismál og nán- ast alla hluti. Varla bar það mál á góma að Magnhildur hefði ekki skoðun á því, fannst mér þá oft ég vera að ræða við mér yngri konu og undraðist oft hve vel hún var heima í öllum málum og tók heil- brigða afstöðu til þeirra. Það var stórkostlegt að sjá margt af þvi sem hún hafði unnið í höndum í gegn um tíðina og kunningjakona mín, sem þekkti hana vel meðan hún var bóndakona á Drumboddsstöðum, hefur sagt mér að varla komi til að fundist hafi á íslandi annar eins myndarskapur í heimilisrekstri á þeim tíma og hjá Magnhildi minni. Hún óf öll rúmföt sjálf, gardínur, fataefni, húsgagnaáklæði og nánast allt efni til húshaldsins, Fyrir nú utan allan skrautvefnaðinn. Það var makalaust hvað henni varð allt úr engu og hvemig hún nýtti nánast alla hluti, það væri gæfa mannkyns- ins ef það næði að temja sér lífs- máta hennar. Hún hafði dálæti á allri ræktun, matjurtarækt, tijárækt og blóma- rækt og það var eitt af hennar fyrstu verkum eftir að hún flutti í Reyk- holt að koma sér upp litlum garði og eftir það lá ekki ósjaldan poki með grænmeti á eldhúsborðinu hjá mér. Þrenningarfjólan, sem Magn- hildur hafði sérstakt dálæti á og flutti með sér hingað í Reykholt frá Drumboddsstöðum, er jafnvel komin í girðinguna okkar uppi í Róta- mannagili, hafði plantan fylgt birki sem þau hjónin höfðu ræktað hér í Reykholti og gróðursett í reit sinn þar uppfrá. • Já hún Magnhildur var vinur vina sinna og fékk ég og fjölskylda mín að njóta þess. Það var gott að eiga hana að þegar erfitt var að komast frá börnyunum ungum og ennþá yndislegra að koma aftur heim og stoppað hafði verið í alla götótta ullarsokka heimilisfólksins, enginn var mér betri á þessum tíma en hún. Sveinn minn, við í skólastjórabú- staðnum sendum þér og þínu fólki okkar innilegustu samúðarkveðjur. Góð kona er gengin sinn veg, það var mikið lán að fá að kynnast henni. Ég mun sakna Magnhildar. Ragnheiður Jónsdóttir, Reykholti. Þegar haustar að og náttúran skartar sínum fegúrstu haustlitum, berst mér sorgarfregn. Tengdamóðir mín er bráðkvödd. Langar mig að minnast hennar með nokkrum orð- um. Magnhildur Indriðadóttir fæddist í Efsta-Dal í Laugardal 17. apríl 1914. Sex ára gömul flyst hún með fjölskyldu sinni að Amarholti. Þar elst hún upp i samheldinni fjölskyldu og miklu ástríki. Arnarholtsheimilið var annálað myndarheimili, þar sem heimilisiðnaður var mikill og vandað- ur. Ekki var þessi iðja eingöngu til eigin nota, því heimilið rétti oft hjálparhönd þeim er þess þörfnuðust utan þess. Magnhildur fór í Húsmæðraskól- ann á Hallormsstað og nam þar einn vetur, bjó hún að því alla tíð, einkum vefnaðarlistinni. Éitt af síðustu verk- um hennar var að setja upp vef og vefa borðdregla, sem voru jafnvand- aðir og þeir sem hún gerði fyrir 50 árum. Finnst mér þetta einstakt af- rek hjá svo fullorðinni konu. Árið 1937 fór hún í Ljósmæðra- skóla íslands fyrir áeggjan oddvita sveitarinnar, en þar vantaði þá ljós- móður. Magnhildur var svo starfandi ljósmóðir í sveitinni í 45 ár. Mér er sagt að í því starfi hafi hún verið ákaflega farsæl. Þetta var oft erfitt og krefjandi starf. Langar leiðir að fara og í misjöfnum veðrum. Yfir- gefa varð hún heimili sitt fyrirvara- laust oft frá ungum börnunum. Árið 1941 verða þáttaskil í lífi hennar er hún giftist eftirlifandi manni sínum, Sveini Kristjánssyni frá Bergsstöðum í sömu sveit. Hófu þau þá þegar búskap að Drumbodds- stöðum I og bjuggu þar til ársins 1982, er þau fluttust í íbúð aldraðra í Bergholti. Þá var sonur þeirra tek- inn við búskapnum. Magnhildur og Sveinn byijuðu við lítil efni en þau unnu bæði hörðum höndum og þeim búnaðist vel. Oft var heimilið mannmargt og mæddi því mikið á húsfreyjunni. Aldraðir foreldrar hennar dvöldust hjá þeim, einnig gömul kona, sem fylgt hafði fjölskyldunni þijá ættliði. Fleira fólk dvaldi oft langdvölum á heimilinu og sýndi hún því öllu frábæra um- hyggju. Magnhildur og Sveinn eignuðust 5 lifandi börn en þau eru: Svavar, kvæntur Laufeyju Eiríksdóttur; Ragnheiður, var gift Geir H. Gunn- arssyni; Guðríður, gift Pétri Gauta Hermannssyni; Gísli Rúnar, kvæntur Sigurveigu Helgadóttur; Baldur Indriði, kvæntur Betzy Marie Davidsson. Barnabömin eru 12. Mikil ræktunarkona var Magn- hildur. Blómsturgarðurinn á Drumb- oddsstöðum bar því glöggt vitni, einnig var hún mjög lagin við að rækta matjurtir og gaf hún mestan hluta uppskerunnar til vina og vandamanna. Margs er að minnast við fráfall Magnhildar. Samverustundirnar með þeim hjónum eru mér ógleym- anlegar, bæði á Drumboddsstöðum og síðar í Bergholti. Mér eru okkar fyrstu kynni einkar minnisstæð, þeg- ar ég kom fyrst með syni þeirra að Drumboddsstöðum, var mér strax þá tekið sem einni af fjölskyldunni. Magnhildur bar alla tíð hag ann- arra fyrir bijósti og lét sér mjög annt um okkur öll. Umhyggja henn- ar og hjálpsemi þar sem eitthvað bjátaði á var einstök. Hér kveð ég sérstaka heiðurskonu og er þakklát fyrir að hafa notið ástúðar og vin- áttu hennar. Blessuð sé minning hennar. Sigurveig Helgadóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.