Morgunblaðið - 26.09.1992, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
Guðjón Jónsson og Guð-
mundur A. Siguijóns-
son - Frændaminning
Guðjón
Fæddur 13. mars 1911
Dáinn 12. september 1992
Guðmundur Amar
Fæddur 6. apríl 1932
Dáinn 5. september 1992
Það er skammt stórra högga á
milli í íj'ölskyldunni frá Ásmúla.
Tveir frændur eru fallnir í valinn.
Það er sárt þegar menn kveðja
þessa tilvist þó svo að við sem eft-
ir lifum vitum að hefur verið þeim
lausn frá þjáningum þeirra.
Móðurbróðir minn, Guðjón, lést
á öldrunardeild Landspítalans, 12.
september sl. eftir löng veikindi.
Og systusonur hans, Guðmundur
Amar, lést á Landakotsspítala 5.
september sl., úr sjúkdómi sem
herjað hefur á hann sl. tvö ár.
Á stundu sem þessari reikar
hugurinn til liðins tíma, mér er
hugsað til afa míns og ömmu í
fallegri sveit, þar sem bærinn stóð
hátt í brekku fyrir ofan stórt stöðu-
vatn. Fegurðin þótti mér mikil og
auðvitað fallegasta bæjarstæðið
sem ég þekkti. Þarna var unnið
hörðum höndum að ræktun lands-
ins til nytja fyrir búpeninginn sem
var hefðbundinn; kindur, kýr og
hestar.
Hjónin í Ásmúla áttu tíu böm.
Fjölskyldan var stór og bömin tóku
til hendinni og hjálpuðu til við
búskapinn. Þegar fram liðu stundir
komu síðan bamabömin og settu
sinn svip á heimilið.
Guðmundur Amar var_ fyrsta
bamabarn hjónanna í Ásmúla.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JAKOB S. J. TRYGGVASON,
Hófgerði 9,
Kópavogi,
lést á heimili sínu 24. september.
Tryggvi Jakobsson,
Erlingur Jakobsson,
Helgi J. Jakobsson,
Sigrún Guðmundsdóttir,
Ragnar Guðmundsson,
Eybjörg Einarsdóttir,
Kristjana ísleifsdóttir,
Pálmar Björgvinsson,
Torfhildur Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT ÞÓRÐ ARDÓTTi R,
Hvassaleiti 42,
sem lóst á Hvítabandinu, verður jarðsungin mánudaginn 28. sept-
ember kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti líknarstofnanir njóta þess.
Þórður Rafn Guðjónsson, Jónína Björnsdóttir,
Katrín Hlíf Guðjónsdóttir, Hákon Sigurðsson,
Jón Hlíðar Guðjónsson, Sigriður J. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Bróðir okkar,
SIGURGEIR TRYGGVASON,
Svertingsstöðum,
Eyjafjarðarsveit,
verður jarðsunginn frá Kaupangskirkju miðvikudaginn 30. septem-
ber kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans,
láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess.
Fyrir hönd vandamanna,
Guðrún Bergrós Tryggvadóttir,
Haraldur T ryggvason.
t
Útför mannsins míns, föður, tengdafööur, afa og langafa,
VALDIMARS VETURLIÐASONAR,
Hrafnistu íHafnarfirði,
verður gerð frá Vífilsstaðakirkju mánudaginn 28. september
kl. 13.30.
Ingibjörg Kristjánsdóttir,
Frfða H. Valdimarsdóttir, Halldór Ebenesarson,
Ari Valdimarsson,
Helga Valdimarsdóttir,
Finnur Valdimarsson,
Pétur Valdimarsson,
Sigurður Valdimarsson,
Haraldur Valdimarsson,
Þórdís Valdimarsdóttir,
barnabörn og
Marit Valdimarsson,
Haukur Schram,
Ingibjörg Giisdóttir,
Stefanfa Guðmundsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir,
Ingibjörg T ryggvadóttir,
Hörður Snorrason,
barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu á margvíslegan
hátt við andlát og jarðarför systursonar okkar,
GUÐMUNDAR ARNARS SIGURJÓNSSONAR.
Systkinin frá Ásmúla.
Hann varð að sjálfsögðu auga-
steinn þeirra og eyddi þar sínum
fyrstu árum. Þegar hann komst á
skólaaldur dvaldist hann hjá móður
sinni í Reykjavík en var í Ásmúla
á sumrin.
Frá þessum tíma minnist ég
góðlátlegrar kímniblandinnar
stríðni hans. Ég minnist frásagn-
anna frá ferðum hans norður í
Skagafjörð, þar sem var urmull
af draugum. Endalaust var hægt
að hlusta á sögur af reimleika og
furðulegum fyrirbærum sem fyrir
hann höfðu borið. Frásagnir hans
voru svo lifandi að maður upplifði
nánast atburðina.
Ekki lá fyrir Arnari að njóta
þessarar gleði sem í honum bjó sem
ungum dreng. Hann varð snemma
heltekinn af þeim sjúkdómi sem
átti eftir að marka allt hans líf.
Þegar litið er til baka, til tíma
þjáninga, þá verður mér hugsað
til frétta um niðurskurð í heil-
brigðiskerfinu. Ég vil ekki trúa því
að við, þessi velmegandi þjóð, séum
ekki fær um að veita sjúkum þá
bestu þjónustu sem hugsanleg er.
Mér finnst það eigi að vera eitt
af forgangsverkefnum samfélags-
ins að líkna sjúkum.
Á annan áratug naut Amar
umönnunar starfsfólksins á Litla-
Hrauni, sem ailt gerði til þess að
honum gæti liði sem best, fýrir það
ber að þakka sérstaklega. Einnig
ber að þakka fyrir þá umönnun
og umhyggju sem starfsfólkið á
Kumbaravogi veitti honum hin síð-
ustu ár.
Megi frændi minn, Guðmundur
Arnar, hvíla í friði.
Guðjón var fjórði í röðinni af
börnum þeirra Olafar Guðmunds-
dóttur og Jóns Jónssonar bónda í
Ásmúla. Hann ólst þar upp og var
þar fram til fullorðinsára en þá fór
hann á vertíðir og vann einnig við
trésmíðar að vetrinum. Á sumrin
hvarf hann heim til þess að vinna
við bú foreldra sinna og varð síðan
sjálfur bóndi við fráfall föður síns.
Ég minnist Guðjóns sérstaklega
hversu hratt hann vann við hey-
skapinn. Hann var drífandi í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Hann unni landinu og fann jafn-
framt fyrir skyldum við það. Hann
sinnti öllum búpeningnum vel, en
ég hafði þó alltaf á tilfinningunni
að féð væri það sem hann hélt
mest upp á.
Guðjón bar ekki tilfinningar sín-
ar á torg, hann var fremur þögull
maður og sem barn bar ég vissan
ótta eða virðingu fyrir honum. Ég
gerði mér ekki ljóst fyrr en síðar
með kynnum hans af mínum dætr-
um hversu barnelskur hann var.
Guðjón bjó í Ásmúla ásamt bróð-
ur sínum, Guðmundi og systur
sinni, Lilju. Þegar aldurinn og
heilsan fóru að segja til sín brugðu
þau búi og fluttu til Reykjavíkur.
Það þarf mikið átak til þess að
taka sig þannig upp og hverfa frá
ævistarfi sínu, en búskapur er eng-
in léttavinna og samdráttur í bú-
skap e.t.v. ekki að þeirra skapi.
Þau vildu að áfram væri búið
myndarbúi á föðurleifð þeirra.
Guðjón var sín síðustu ár í Há-
túni lOb, á öldrunarlækningadeild
Landspítalans. Systkini Guðjóns
vilja þakka lækninum og öðru
starfsfólki sérstaklega fyrir alla
umönnun.
Blessuð sé minning Guðjóns
frænda míns.
Rut Guðmundsdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓSKAR V. EGGERTSSON,
Tunguvegi 82,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 28. september kl. 13.30.
Sigurlaug Sigurbjörnsdóttir,
Ágúst Óskarsson, Hildur Sigurðardóttir,
Elsa Óskarsdóttir, Sigurlaug Ósk Williams,
Guðborg Óskarsdóttir Gasper, Róbert Gasper,
Davíð Óskarsson, Þóra Sveinsdóttir,
Óskar Óskarsson, Lilja Guðbjörnsdóttir,
Eggert Óskarsson, Guðrún Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ESTHERAR HÖGNADÓTTUR,
Ásvallagötu 39.
Edda Jónsdóttir, Steingrfmur Björgvinsson,
Högni B. Jónsson, Hadda Halldórsdóttir,
Björgvin Jónsson, Jónína Bjarnadóttir,
Margrét G. Jónsdóttir, Ólafur Albertsson,
barnabörn og langömmubörn.
+
Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför elsku litlu dóttur okkar, systur og barna-
barns,
THELMU HRUNDAR SIGURGEIRSDÓTTUR.
Sigurgeir Sigurðsson, Herdfs Jónsdóttir,
Anna Ósk Sigurgeirsdóttir,
Sigurður Guðmundsson, Nanna Sigfúsdóttir,
Jón Guðmundsson, Alma Garðarsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför
INGIMUNDAR STEFÁNSSONAR
kennara.
Fyrir hönd arlnarra vandamanna,
Blanca Ingimundardóttir,
Helga Ingimundardóttir,
Jan Ingimundarson.
+
Þökkum innilega vináttu og samúð vegna andláts og útfarar
GRÍMS LAXDAL LUND.
Fyrir hönd aðstandenda,
Marfa Jóhannsdóttir.
(
I
(
í
i
í
$
i
í
ci
%
(
(
I