Morgunblaðið - 26.09.1992, Síða 44
MICROSOFT. einar j.
WINDOWSl skúlasonhf
MORGVNBLADW, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SlMl €-- ------------ '-----'-----
1 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRI: IIAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
SIS seldi hlut í Islenzkum sjávarafurðum
Samvinnulíf-
eyrissj óðurinn
keypti bréfin
Samvinnulífeyrissjóðurinn var samkvæmt öruggiim heimildum
Morgunblaðsins kaupandi hlutabréfa Sambandsins í íslenzkum sjáv-
arafurðum hf., sem seld voru fyrir skömmu. Um var að ræða bréf
að nafnvirði 30 milljónir króna, sem samsvöruðu 4,55% af hlutafé
fyrirtækisins. Með sölunni komst eignarhlutur Sambandsins niður
fyrir 50%, en Landsbankinn hafði gert Sambandinu aðvart um að
ef móðurfélag ætti meira en heiming í dótturfyrirtæki, teldist það
allt undir móðurfélaginu. Landsbankinn gerði þá kröfu að Samband-
_Jð minnkaði hiut. sinn í ýmsum dótturfyrirtækjum til þess að bæta
stöðu sína gagnvart bankanum, en innan hans gildir sú regla að
einstakt fyrirtæki megi ekki skulda bankanum meira en 50% af eig-
in fé hans.
Reglugerð Samvinnulífeyris-
sjóðsins var breytt í fyrra og sett
í hana heimild fyrir sjóðinn að
kaupa hlutabréf í fyrirtækjum upp
að vissu marki. Á síðastliðnu ári
voru keypt bréf fyrir 156 miiljónir
króna í Olíufélaginu hf., sem Sam-
bandið á þriðjung í, og fyrir 40
milljónir í Vátryggingafélagi ís-
iands hf., sem varð til með samruna
Brunabótafélagsins og Samvinnu-
trygginga. Sjóðurinn fjárfesti ekki
í öðrum hlutafélögum á síðastliðnu
ári, samkvæmt ársreikningum
hans.
Samvinnulífeyrissjóðurinn er eig-
andi að einni hæð í Sambandshús-
inu á Kirkjusandi, sem bókfærð er
á 119 milljónir króna í ársreikning-
unum. Margeir Daníelsson, fram-
Rifshöfn
7 0 lítrar
af áfengi
finnast í
Hofsjökli
TOLLVERÐIR úr Tollgæslu
íslands og lögreglumenn úr
Ólafsvík fundu 70 lítra af
áfengi í Hofsjökli, flutninga-
skipi Samskipa, þegar skipið
kom til Rifshafnar á Snæ-
fellsnesi frá Bandaríkjunum
í gær. Uppistaða smyglsins
var vodki.
Kristinn Ólafsson, tollgæslu-
stjóri, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að skipið hefði
séð til þess í gegnum árin að
halda tollvörðum í_ þjálfun við
leit að smygli. „Ég held að
ekkert íslenskt skip hafí komið
oftar við smyglsögu okkar, af
þeim sem nú eru í flotanum,"
sagði hann.
Fimm skipveijar eru á Hofs-
jökli, sem eiga áfengið, og
verða þeir að greiða samtals
200.000 krónur í sekt vegna
þess.
Áfengið fannst á nokkrum
stöðum í lestum skipsins. Hofs-
jökull kom til hafnar í Hafnar-
fírði í gærkvöldi. Með í för voru
tollverðirnir úr Reykjavík sem
fundu áfengið við leit í flutn-
-ingaskipinu.
kvæmdastjóri Samvinnulífeyris-
sjóðsins, sagði í samtali við Morgun-
blaðið fyrr í vikunni að hæðin hefði
meðal annars verið keypt af Sam-
bandinu til að létta á stöðu þess.
Aðspurður hvort hann teldi hæðina
góða íjárfestingu — en þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir hefur ekki tekizt
að selja hlut Sambandsins í húsinu
á almennum markaði — sagðist
hann telja að svo væri. Hins vegar
hefði það gerzt, sem stjómendur
sjóðsins hefðu ekki átt von á, að
leigjendur á hæðinni hefðu flutt út
og ekki fengizt aðrir í staðinn. Sam-
vinnulífeyrissjóðurinn hefur ekki
sjálfur þörf fyrir heila hæð í Sam-
bandshúsinu, en starfsmenn hans
eru sex talsins, samkvæmt árs-
skýrslu.
Samvinnulífeyrissjóðurinn er líf-
eyrissjóður starfsmanna Sam-
bandsins, dótturfyrirtækja þess og
tengdra fyrirtækja og kaupfélag-
anna út um land. Formaður stjómar
sjóðsins er Guðjón B. Ólafsson, for-
stjóri Sambandsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Síldarfarmur til Faxamjöls
Keflvíkingur KE kom til hafnar í Reykjavík í gær og landaði þar 200
tonnum af sfld sem fóra til mjölvinnslu hjá Faxan\jöli hf. Áð sögn
Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, framkvæmdastjóra Faxamjöls, er
þetta fyrsti sfldarfarmurinn sem verksmiðjan tekur til vinnslu nú í
haust. Hann sagði tilfallandi hráefnisskort hafa verið hjá verksmiðj-
unni og sfldarfarmurinn nægði til tveggja daga vinnslu á mjöli sem færi
í laxafóður. Myndin var tekin þegar unnið var að löndun í gær.
Vinnumálaskrifstofa
félagsmálaráðuneytis
400 upp-
sagnir til-
kynntar
TILKYNNINGAR um uppsagnir
sem vinnumálaskrifstofu félags-
málaráðuneytisins hafa borist og
taka eiga gildi um næstu áramót
snerta á fimmta hundrað laun-
þega. Óskar Hallgrímsson, for-
stöðumaður vinnumálaskrifstof-
unnar, segir að jafn straumur
tilkynninga hafi borist að undan-
förnu en vænta mætti skæða-
drífu tilkynninga siðustu daga
mánaðarins.
Hann sagði að borist hefði til-
kynning frá íslenska jámbiendifé-
laginu á Grandartanga um upp-
sagnir 38 manna í vikunni, og væri
það stærsta einstaka málið sem
skrifstofunni hefði borist að undan-
förnu. Tilkynningum hefði fjölgað
eftir því sem liðið hefði á mánuð-
inn. „Menn era að póstleggja þetta
síðustu dagana fyrir mánaðamót
og jafnvel síðasta daginn. Það gæti
gerst að það kæmi eftir helgina
skæðadrífa tilkynninga," sagði
Óskar.
Hann sagði að á seinni helmingi
þessa árs hefði borist á fímmta
hundrað tilkynningar um uppsagnir
sem langflestar taka gildi um ára-
mótin. „Það kemur ekki allt til
framkvæmda. Það er skylt að til-
kynna uppsagnir þótt um endur-
skipulagningu sé að ræða og megn-
ið af fólkinu verði ef til vill ráðið
aftur. Það er því ekki hægt að draga
miklar ályktanir af þessum tölum
fyrr en á reynir," sagði Óskar.
Uppsagnirnar eru í mörgum
greinum atvinnulífsins, t.a.m. hjá
þjónustufyrirtækjum eins og hótel-
um, iðnfyrirtækjum og verktökum.
Óheimilt er að sökkva úreldingarskipum í hafið hér víð land
100 skip send sem brotajám
til Póllands á næsta áratug
FORSVARSMENN Dráttarskipa
hf. á Siglufirði eru í samninga-
viðræðum við nokkur útgerðar-
félög hér á landi um að félagið
taki að sér að draga skip sem
úrelt hafa verið til brotajárns-
vinnslu í Póllandi. Þá áttu Drátt-
arskip hagstæðasta tilboð í að
draga 100 skip til brotajárns-
vinnslu á næstu tíu árum, en
áætlað er að það verði sá fjöldi
skipa sem verði úreltur næsta
áratug. Það var nefnd á vegum
samgönguráðuneytisins sem ósk-
aði eftir tilboðum í þetta verk-
efni.
Jóhannes Lárasson hjá Dráttar-
skipum hf. sagði að mikil vinna
væri framundan við að draga skip
sem safnast hefðu fyrir í höfnum
landsins til brotajárnsvinnslu er-
lendis. „Samheiji á Akureyri á þrjú
skip, tvo báta og einn togara, tvö
þeirra eru á Akureyri og eitt í
Njarðvík. Vinnslustöðin í Vest-
mannaeyjum er með eitt úreldingar-
skip og við vitum af einu á Siglu-
firði, Stapavíkinni. Ég held að það
séu a.m.k. sextán skip nú þegar í
höfnum landsins sem þarf að eyða.
Við höfum sett okkur í samband
við þessa aðila vegna þess að það
verður ekki leyfílegt að sökkva
þessum skipum. Það þarf því að
koma þeim úr landi því hér á landi
er engin aðstaða til að brenna skip-
in í sundur," sagði Jóhannes.
Hann sagði að hér væri ekki um
arðbært fyrirtæki að ræða en það
veitti þó vinnu og Dráttarskip hefðu
staðið frammi fyrir verkefnaskorti.
Skipin verða dregin til Póllands þar
sem þau verða unnin í brotajárn,
en ekkert verður greitt fyrir skips-
skrokkana. „Það er samt ódýrara
að draga þau út en að vinna þau í
brotajárn hérlendis. Útgerðarfélög-
in greiða fyrir að láta draga úreld-
ingarskipin erlendis. Við þurfum að
draga tvö og helst þijú í hverri ferð
svo þetta standi undir sér,“ sagði
Jóhannes.
Hann sagði að Hvanneyri, skip
Dráttarskipa, yrði notað í þetta
verkefni, en það væri nú að draga
dýpkunarpramma í eigu danskra
aðila til Danmerkur. Á viðræðustigi
væri að á heimleiðinni drægi skipið
500 metra langa leiðslu í heilu lagi
frá Noregi, en hún verður hluti
skolplagnar frá dælustöðvum í
Reykjavík.
Sænskir hjartasjúkl-
ingar fresta komu sinni
EKKERT verður af komu sænskra hjartasjúklinga hingað til lands
í nóvember, til að gangast undir aðgerðir á Landspítalanum.
Svíar hafa ákveðið að fresta því að senda sjúklingana hingað,
vegna erfíðs efnahagsástands heima fyrir.
Fyrirspurn barst frá Svíþjóð í
vor, um möguleikana á því að
sænskir hjartasjúklingar gengjust
undir aðgerðir á hjartaskurðdeild
Landspítalans og átti fyrsti
hópurinn að koma til landsins í
nóvember. Áætlað hafði verið að
nokkrir tugir Svía kæmu hingað
til lands á ári hveiju og ef til vill
fleiri þegar fram í sækti. Davíð
Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkis-
spítalanna, sagði að Svíar hefðu
nýlega haft samband og sagt að
komu fyrsta hópsins hefði verið
frestað um óákveðinn tíma, vegna
erfíðs efnahagsástands í Svíþjóð..
Davíð kvað ekki hægt að segja
til um það nú hvenær sænskir
sjúklingar kæmu hingað.