Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 2

Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 Rússar byrjaðir að landa ísfiski í Bretlandi Líklega engin áhrif á landanir frá Islandi - segir Pétur Björnsson fram- kvæmdastjóri Isbergs í Hull RÚSSNESKUR togari landaði um 150 tonnum af ísuðum þorski í Hull síðastliðinn mánudag, og að sögn Péturs Björnssonar fram- kvæmdastjóra umboðsfyrirtækisins Isbergs í Hull er þetta að öllum líkindum í fyrsta skipti sem rússneskur togari landar ferskfiski í Bretlandi. Pétur sagði togarann hafa fengið um 100 krónur á kíló- ið, en sama dag fengust 130-150 krónur fyrir íslenskan þorsk sem seldur var í Hull. Pétur sagðist ekki álíta að landanir rússneskra togara í Bretlandi hefðu áhrif á landanir frá íslandi í bráðina. „Fiskurinn sem rússneski togar- inn landaði leit ágætlega út að því leytinu til að hann var ferskur, en það var hins vegar mikið los í hon- um. Ég er ekki frá því að það eigi eftir að endurtaka sig í einhverjum mæli að Rússar landi hér, en ég hef orðið var við að það eru ákveðn- ar fyrirspurnir í gangi varðandi þetta. Þeir eru með nokkuð stóra afiakvóta í Barentshafi og með stór- an flota, en það sem þeir hafa ekki heilfryst sjálfír um borð í skipun- unm hafa þeir lagt upp töluvert í Noregi. Það virðist hins vegar vera nokkuð minni áhugi fyrir þeim við- skiptum í augnablikinu," sagði Pét- ur. Hann sagði landanir rússneskra togara í Bretlandi að öllum líkindum ekki hafa mikil áhrif á sölur frá íslandi. Bæði væri það vegna þess að núorðið kæmi sáralítið af fersk- um þorski héðan á markað, og einn- ig væri meðhöndlun aflans um borð í rússnesku togurunum mun lakari. „Þetta hefur því kannski ekki nein afgerandi áhrif fyrir okkur, því það er yfírleitt mikið los í þess- um físki og hann fer því meira til vinnslu. Það hafa hins vegar komið þúsundir tonna af heilfrystum físki af rússneskum togurum síðustu mánuði, og þetta er í sjálfu sér grein af sama meiði,“ sagði Pétur. Magnús Ver með forystu Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Magnús Ver Magnússon hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag af þremur í keppninni um titilinn Sterk- asti maður heims, sem hófst hér á landi í gær. íslend- ingurinn sigraði í keppni þessari í fyrra, og segist staðráðinn í að halda titlinum. Magnús varð fjórði í fyrstu grein gærdagsins, annar í þeirri næstu og sigraði í þriðju greininni. Myndin var tekin við það tækifæri, en hver kappanna tíu þurfti þá að vaða út í Bláa lónið, sækja sex tunnur sem möruðu í hálfu kafí, fara með þær á land og iyfta upp á pall. Hver tunna vó 100 kg. Magnús var hálfri mínútu á und- an næsta manni í þessari grein. Hann er til hægri á myndinni, en til vinstri er Gary Taylor frá Wales. Sjá nánar um keppnina á bls. 20. Guðmundur Óli Hauksson Drengur- inn sem lést Drengurinn sem lést eftir slys í Sundlaug Kópavogs á miðviku- dag hét Guðmundur Óli Hauks- son. Guðmundur Óli var níu ára, fæddur 16. febrúar árið 1983. Hann var sonur hjónanna Birnu Bjarnadóttur og Hauks Ingibergs- sonar, til heimilis að Kársnesbraut 69 í Kópavogi. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur andmælir opnun verzlana á sunnudögum VSI tilbúið til viðræðna um tryggingu hvfldartíma ♦ ♦ ♦ Ekið á teipu í Lækjargötu TÍU ára telpa varð fyrir bíl í Lækjargötu á móts við Iðnó um kl. 19.30 í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar meiddist telpan á hægra fæti, en ekki var talið að um aivarleg meiðsl væri að ræða. STJÓRN og trúnaðarmannaráð Verzlunarmannafélags Reykjavíkur andmæla þeirri ákvörðun ýmissa kaupmanna að hafa verzlanir sínar . opnar á sunnudögum og telja að hún brjóti í bága við lög og kjara- samninga. Á fundi forystu VR á miðvikudagskvöld var þó ákveðið að leggja ekki á yfirvinnubann, eins og um hafði verið rætt. Tilefn- ið var bréf Vinnuveitendasambands íslands til VR, þar sem lýst var áhuga á viðræðum um lausn málsins. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdasljóri VSÍ, segir að vinnuveitendur vilji tryggja að ákvæði laga um hvíldartíma launþega séu virt. „Verzlunarmannafélag Reykja- víkur efast um að með opnun verzl- ana á sunnudögum sé ákvæði laga um vikulegan frídag launþega full- nægt,“ segir m.a. í ályktun stjórnar og trúnaðarmannaráðs VR frá því á miðvikudagskvöld. „Ljóst er að kaupmenn nota sér erfítt atvinnu- ástand til að þvinga starfsmenn sína beint og óbeint til að vinna á sunnu- dögum. Lengri afgreiðslutími leiðir til óeðlilegs vinnuálags á verzlunar- menn. Vinna á sunnudögum, eina vikulega frídegi verzlunarmanna, bitnar óhjákvæmilega á fjölskyldulífí þessa fólks.“ „Við fórum ofan í þetta mál og okkar niðurstaða var sú að frá því að reglugerð Reykjavíkurborgar um afgreiðslutíma var meira og minna afnumin fyrir tæplega tveimur árum, megi heita að afgreiðslutími verzlana hafí í reynd verið frjáls," sagði Þórarinn V. Þórarinsson í sam- SfiS*g Þriðjungurnemenda, Kristina (f sem hefia nam i(ramhalrf«lrrila ÍV'**1* ^ Smit hefur greinst víða vestan Eyjafjarðarár og Þjórsár 7 Útsendingartími veðurfregna breytist________________________ Skiptar skoðanir um hvort breyt- ingarnar eru til bóta 16 og 21 Jqfntefli hjá Fischer og Spasskí Dugldgt líf Örlítið betri staða Fischers dugði ekki til vinnings 20 Leiðari ________________________ Staða kvenna í nýrri Evrópu 24 Fasteignir ► I skjóli friðhelgi heimiia - Mazda 121 í reynsluakstri - Lífs- stfll Suður-Asíubúa - Ford fjár- festir í nýjum bílvélum - Um verð- sófasettin - Bókahillur - Smiðjan lagningu okkar á ferðaþjónustu ► Setbergshlið í Hafnarfirði - Byggingarkostnaður - Bóta- skylda leigjenda - Chesterfield tali við Morgunblaðið. „Afgreiðslu- tíminn hefur vikið verulega frá þeim ákvæðum, sem áður voru skráð í kjarasamninga og tóku mið af regl- um Reykjavíkurþorgár. Þetta var þróun, sem var orðin þegar við geng- um frá kjarasamningum í vor þann- ig að í raun hefði sú skylda með réttu átt að hvíla á báðum samnings- aðilum að hafa frumkvæði að því að ræða þessi mál og breyta þessum samningsákvæðum, annaðhvort til þess vegar sem hlutir voru eða með öðrum hætti." Þórarinn sagði að greinilegt væri að verzlunareigendur litu svo á að fyrmefnd ákvæði kjarasamninga væru í reynd óvirk vegna breyting- anna á reglugerð borgarinnar. „Við gerum okkur hins vegar grein fyrir þeim aðstæðum, sem Verzlunar- mannafélagið bendir á; að ekki sé fyllilega tryggt að fólk, sem vinnur í verzlunum sem hafa opið sjö daga vikunnar, fái lögboðna hvíld. Þar hvílir á okkur nokkur skylda að hafa okkur í frammi og við erum reiðu- búnir til viðræðna við Verzlun- armannafélagið um það hvemig tryggja megi að hvíldartímaákvæði séu virt með viðunandi hætti.“ Pétur A. Maack, varaformaður Verzlunarmannafélagsins, sagði, aðspurður hvers vegna ekki hefði verið ákveðið á fundi stjómar og trúnaðarmannaráðs að fara út í yfir- vinnubann, að verzlunarmenn vildu reyna að fara friðsömu leiðina í þessu máli. „Við viljum leita leiða á friðsaman hátt til að leysa þessa deilu og fá kaupmenn til að virða kjarasamninginn. Við viljum ekki fara af stað með hamagangi á þessu stigi málsins," sagði Pétur. „Við finnum að verið er að bjóða upp á vissa leið. Vinnuveitendasambandið hefur í bréfí getið þess að ástæða sé til að taka upp viðræður um þessi mál. í skjóli þess, og eins eftir við- töl við ýmsa vinnuveitendur, teljum við þessa leið vænlegri til árangurs en að blása í herlúðra á þessari stundu. Það segir ekki að við séum endanlega búin að afskrifa eitt eða neitt.“ Morgunblaðið/Ingvar * Arekstur bifhjóls og valtara Tvítugur piltur á bifhjóli slasað- ist þegar hann ók á kyrrstæðan valtara á Vogatungu í Kópa- vogi skömmu eftir hádegið í gær. Að sögn Iögreglunnar var valtaranum ekið út á götuna, en þegar ökumaður hans sá til piltsins á hjólinu stöðvaði hann farartækið. Pilturinn lenti beint framan á valtaranum og fót- brotnaði hann illa á vinstra fæti við áreksturinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.