Morgunblaðið - 02.10.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.10.1992, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 Norræna félagið 70 ára Á _þessu ári er Norræna félagið á Islandi 70 ára, en stofnfundur þess var haldinn í Reykjavík 22. september 1922. Kvikmynd- in Pjalla- hótelið sýnd íMÍR FJALLAHÓTELIÐ nefnist kvikmynd sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag, 4. október, kl. 16. Fjallahótelið var gerð á áttunda áratugnum í Tallin, Eistlandi, und- ir leikstjóm Grígoríj Kromanovs. í myndinni er sagt frá því er rann- sóknarlögreglumaðurinn Glebskíj fær boð um að halda til íjallahót- els eins, sem ber það skrítna nafn Dauði íjallgöngumaðurinn. Lög- reglumaðurinn verður einskis grunsamlegs var á hótelinu en fínnst þó sitthvað sérkennilegt við staðinn. Og þegar snjóflóð teppir veginn að hótelinu og veldur því að lögreglumaðurinn kemst ekki í burtu fara einkennilegir og dular- fullir atburðir að gerast. Skýringar eru með myndinni á ensku. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingum MIR er ókeypis og öllum heimill. Markmið Norræna félagsins er og hefur ætíð verið að efla sam- vinnu norrænna þjóða, en sam- svarandi félög em einnig starfandi á Álandseyjum, í Finnlandi, Fær- eyjum, á Grænlandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Heildarfjöldi félagsmanna Norrænu félaganna er yfir 100.000 og þar af em um 7.000 félagar í Norræna félaginu á íslandi. Norrænu félögin era því fjölmennasti vettvangur Norrænn- ar samvinnu og eru á vegum þeirra eða í samvinnu við þau haldin ár- lega fjölmörg námskeið, mót og stefnur um margvísleg efni. Afmælisins verður minnst með tvennum hætti. Laugardaginn 3. október verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu, þar sem formenn félagsdeilda og fastanefnda Nor- ræna félagsins ræða m.a. framtíð Norræna félagsins í Ijósi stöðu norræns samstarfs í dag og vænt- anlegra breytinga í kjölfar aukins stjórnmálalegs samstarfs milli Norðurlandanna og annarra Evr- ópuríkja. Sunnudaginn 4. október kl. 14 verður afmælisins síðan minnst með samfelldri dagskrá í íslensku óperanni. Þar mun lista- fólk koma fram og flytja norræna tónlist, lýst verður broti úr æsku- lýðsstarfsemi félagsins og ávörp flutt. Meðal flytjenda tónlistar má nenfa Tjamarkvartettinn úr Svarfaðardal, Auði Hafsteinsdótt- ur fiðluleikara og finnska vísna- söngvarann og lagasmiðinn Bengt Ahlfors. Aðalræðu dagsins flytur dr. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrv. ráð- herra. Hátíðin í íslensku óperanni er öllum opin meðan húsrúm leyf- ir. Formaður Norræna félagsins á íslandi er Haraldur Ólafsson, dós- ent við Háskóla íslands. (Fréttatilkynning) Eiður Guðnason umhverfisráðherra tekur við bókagjöfinni af Janet S. Andres, starfandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi. Umhverfisráðuneyti fær bókagjöf frá Bandaríkjunum Hvalreki að fá þessar bækur - segir Magnús Jóhannesson, aðstoðarmaður umhverfisráðherra Umhverfisráðuneytinu hefur borist vegleg bókagjöf frá Bandaríkjun- um og var gjöfin afhent í vikunni af Janet S. Andres, starfandi sendi- herra Bandaríkjanna hér á landi. „Þessi bókagjöf er hvalreki fyrir okkur því þetta er safn bóka sem tekur á öllum þáttum umhverfis- mála,“ segir Magnús Jóhannesson, aðstoðarmaður umhverfísráð- herra. Umhverfisvemdarstofnun Banda- ríkjanna gefur bækurnar, en um er að ræða ritgerðir, úttektir og rann- sóknir á ýmsum þáttum umhverfis- mála á undanförnum áram. Magnús segir að í þessum bókum sé margt sem getur komið íslendingum að góðum notum, svo sem förgun úr- gangs, verndun vatns og mengun- arvarnir. „Bókagjöf þessi mun efla bókakost ráðuneytisins og nýtast starfsmönn- um þess sem og öðrum sem áhuga hafa,“ segir Magnús. „Bókasafn ráðuneytisins er aðgengilegt þeim sem vilja kynna sér umhverfismál." Aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi EB GONGUSKOR yp5q Stefnt að stofnun fiskmarkað- ar á norðanverðum Austfjörðum ISLAND Stærðir4047. Verðkr. 13.780,- ISLANDLADYStærðir 36-41. . Verðkr. 12.970,- útiléf: GLÆSIBÆ, SÍMI812922 Geitagerði. Á AÐALFUNDI Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, sem haldinn var á Höfn í Hornafírði nýlega, var stjórn sambands- ins falið að vinna að stofnun fiskmarkaðar á norðanverðum Aust- fjörðum. Á fundinum komu fram miklar áhyggjur vegna ört vax- andi atvinnuleysis hér á landi og í ályktun segir að ljóst sé að atvinnuleysi eigi eftir að aukast mikið á komandi mánuðum verði ekki brugðist við því með markvissum aðgerðum. Á samdráttartím- um sé mjög mikilvægt að rikisvaldið geri hvað það geti til að skapa aukna atvinnu. Á Austurlandi verði það m.a. gert með því að út- deila veiðiheimildum Hagræðingarsjóðs til þeirra byggðarlaga, sem verst verða úti vegna skerðingar á þorskveiðiheimildum. Einnig að stuðla að og styrkja ýmis sérverkefni í sjávarútvegi, flýta ýms- um verkefnum, m.a. í vegagerð og hlúa að vaxtarbroddum í ferða- mannaiðnaði. Á aðalfundinum var rætt um atvinnumál á Austurlandi og í ályktun kemur fram að það sé skylda Austfirðinga að kanna þær leiðir til hlítar, sem hagkvæmar þyki að því marki að ná fullum rétti til að virkja auðlind vatnsafls- ins, þegar færi gefast, einir, eða með öðram. Þá var stjórn sam- bandsins falið að kanna hvort mögulegt væri að stofna heildar- samtök atvinnurekenda á Austur- landi. Þá var samþykkt að fela stjórn sambandsins að koma á laggirnar samráðsnefnd framhaldsskóla- stigsins á Austurlandi, sem verði skipuð fulltrúum sveitarfélaga, Stjómunarnefndar framhalds- náms á Austurlandi og mennta- málaráðuneytisins. Nefndinni er m.a. ætlað að vinna að samningum sveitarfélaga og ríkis um fram- haldsskóla á Austurlandi. Stjórn SSA var falið að fara þess á leit við menntamálaráðuneytið að það kosti störf nefndarinnar. Fjallað var um samgöngumál og var þeim tilmælum beint til samgönguráðherra að hann beiti sér fyrir því að nefnd um jarð- gangagerð á Austurlandi, sem skipuð var af fyrrverandi sam- gönguráðherra árið 1988, skili áliti hið fyrsta. Þá samþykkti aðalfund- urinn að skora á alþingismenn að samþykkja tillögu til þings- ályktunar frá Hjörleifi Guttorms- syni o.fl. um aðgerðir til að tryggja vegarsamband á hringveginum yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi í Austur-Skaftafellsgýslu. SACHS HÖGGDEYFAR SACHS verksmiðjurnar eru leiðandi framleiðendur á höggdeyfum og kúplingum í evrópska og japanska bíla. ÓSKALÍNAN FRÁ SACHS TRYGGIR ÖRYGGIOG AKSTURSEIGINLEIKA Þá skoraði aðalfundurinn á Vegagerð ríkisins að auka snjó- mokstur frá því sem nú er á snjó- mokstursleiðum á Austurlandi og auka sveigjanleika varðandi snjó- mokstursreglur. Einnig var því beint til Vegagerðar ríkisins að nú þegar verði gefnar út skýrar reglur, sem geri sveitarstjórnum kleift að stemma stigu við hrað- akstri á þjóðvegum í þéttbýli. Loks var fagnað þeim árangri í sam- göngumálum fjórðungsins, sem væri í sjónmáli með byggingu Egilsstaðaflugvallar. Á fundinum var samþykkt að hvetja alla sveitarstjórnamenn til virkrar þátttöku í umræðu um samrana sveitarfélaga í stærri stjórnsýslueiningar. Aðalfundur- inn taldi æskilegt að verkefni fær- ist frá ríki til sveitarfélaga ef þess væri jafnframt gætt að sveitarfé- lögunum væra tryggðir fullnægj- andi tekjustofnar á móti. Lögð var áhersla á að ekki komi til greina að sveitarfélögin verði þvinguð til sameiningar með valdboði heldur verði það sjálfstæð ákvörðun þeirra eftir að vandlega hafa verið metnir kostir og gallar hins nýja skipulags. Benti fundurinn á sam- einingar syðstu hreppa Suður- Múlasýslu sem jákvæða þróun í þá átt. Jafnframt undirstrikaði fundurinn nauðsyn þess, að stuðl- að verði að sameiningu sveitarfé- laga með ýmsum óbeinum hætti, svo sem með samgöngubótum. Albert Eymundsson, Höfn í Hornafírði, var kjörinn formaður Sambands sveitarfélaga á Austur- landi en Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði, sem verið hefur for- maður SSÁ sl. 3 ár, lét af störfum samkvæmt reglum sambandsins um kjör stjórnarmanna. - G.V.Þ. ♦ ♦ ♦ Norræna húsið Kvikmynda- sýningar fyrir börn SÝNINGAR á barnamyndum hefjast í Norræna húsinu á morg- un, sunnudag, kl. 14. Þetta er orðinn fastur liður í vetrardag- skránni að hafa kvikmyndasýn- ingar fyrir börn á hverjum sunnudegi. Fyrsta myndin sem sýnd verður í vetur er danska myndin Otto er et næsehorn eftir sögu Ole Lund Kirkegaard. í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu segir um sögu- þráðinn: „Vinirnir Topper og Viggo búa í dæmigerðum dönskum hafn- arbæ. Ðag einn finna þeir töfrablý- ant sem getur töfrað fram hina ólík- legustu hluti, m.a. stóran gulan nashyrning og þá fara að gerast ýmsir kynlegir hlutir í bænum ...“ Myndin er ætluð börnum á öllu aldri og er hún um 90 mínútna löng með dönsku tali. Allir eru velkomn- ir og er aðgangur ókeypis. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURUNDSBRAUT 8 • SlMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 M Fyrirtækjasalan Braut Óskum eftir öllum fyrirtækjum á söluskrá. Fljót og góð þjónusta. Fyrirtækjasalan Braut, sfmi 626643, heimasími 36862.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.