Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 11

Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 11 Hvað er eigin- lega á seyði? efíir Einar Braga Sú ótrúlega fregn hefur flogið- úr sölum alþingis að þar séu til menn sem hafi í hyggju að inn- leiða á nýjan leik illræmdan refsiskatt á bækur sem þingið afnam fyrir skömmu öllum góð- um mönnum til léttis og ájiti þjóðarinnar útávið til þarfrar við- reisnar. í heila hvers fæðist eiginlega svona hugmynd? Ekki hafa þingflokksmenn Sjálfstæðisflokksins breyst í því- líka umskiptinga í skyndi að þeir séu nú einhuga um að endur- vekja þennan menningarskað- lega skatt sem landsfundur flokksins 1989 tók skelegga af- stöðu gegn („ÖIl útgáfu- og menningarstarfsemi verði und- anþegin virðisaukaskatti") og þáverandi þingmenn flokksins (sem margir hveijir sitja enn á þingi) felldu síðan úr gildi með stolti eins og raunar allur þing- heimur. Orðalag landsfundar- samþykktarinnar ber augljóst yfirbragð stefnumörkunar stærstu stjórnmálasamtaka landsins í stórmáli. Það væri meiri hringlandaháttur en ábyrg- um stjórnmálaflokki er ætlandi, ef tveim árum síðar hefði á landsfundi verið gengið þvert á þessa grundvallarstefnu hans með jafnalmennri samþykkt og þeirri, að undirbúa bæri lækkun skatthlutfalls og ná því mark- miði „með breikkun skattstofns- ins (afnámi undanþága).. .“ Ég leyfi mér að fullyrða að fáir þeirra sem greiddu ' þessu at- kvæði hafi skilið svigaorðin tvö á þá lund, að nú skyldi öll út- gáfu- og menningarstarfsemi skattlögð á ný, enda vandséð hvað hefði getað réttlætt slíka kúvendingu. Hver trúir að forsætisráðherr- ann Davíð Oddsson, félagsmaður í Rithöfundasambandi íslands og Bandalagi íslenskra listamanna, eigi frumkvæði að skattpíningu menningar eða ljái henni fylgi? Ég fæ ekki séð að Rithöfunda- sambandið ætti annars úrkosti en víkja úr samtökunum hverjum sem jafngróflega réðist gegn brýnustu lífshagsmunum félags- manna. Það þættu tíðindi trúi ég í Evrópu og kannski víðar um álfur að forsætisráðherra bóka- þjóðarinnar íslensku hefði verið rekinn úr samtökum rithöfunda fyrir að leggja lestrarskatt á bækur. Algjörlega er útilokað að menntamálaráðherra ljái máls á annarri eins ósvinnu og sérskött- un námsfólks og bókelskra barna eða öllu heldur foreldra þeirra, því að þar er kominn sá hópur sem ómögulega gæti flúið lestr- arskattinn með því að fresta bókakaupum uns honum yrði aflétt. Eða landbúnaðarráðherr- ann — sonur bókavarðar við Einar Bragi „Ekki hafa þing- ílokksmenn Sjálf- stæðisflokksins breyst í þvílíka um- skiptinga í skyndi að þeir séu nú einhuga um að endurvekja þennan menningar- skaðlega skatt sem landsfundur flokks- ins 1989 tók skelegga afstöðu gegn.“ Landsbókasafn, dóttursonur bókavarðar við Landsbókasafn og útgefanda íslendingasagna — hvað þýðir að telja manni trú um að hann fáist til að skatt- leggja bókmenntir og aðra lista- starfsemi? Ég nefni aðeins þessa þijá áhrifamenn í Sjálfstæðis- flokknum sem gjörsamlega er óhugsandi að láti leiðast útí það spellvirki gegn íslenskri menn- ingu sem endurvakning virðis- aukaskatts á bækur væri. Annað eins og það gera menn bara ekki í þeirra stöðu. Og hver er sá burgeis í Sjálfstæðisflokknum sem gæti samfylkt öðrum þing- mönnum flokksins til krossfarar gegn bókmenntum í harðri and- stöðu við þessa máttarstólpa? Ég bara spyr. Eini þingmaður sem opinskátt hefur við því gengist að vilja leggja vítisaukaskatt á íslenska menningu er fjármálaráðherr- ann. Honum er vorkunn af því að sá sem í þann stólinn sest er næstum tilneyddur að benda á hveija fjáröflunarleið sem hann eygir, án þess að skeyta um skömm eða heiður. En aðrir hafa ekki þá afsökun. Höfundur er rithöfundur. Þorvaldur Þorsteins- son sýnir í Gerðubergi OPNUÐ veður sýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar mynd- listamanns í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í Breiðholti mánudaginn 5. október kl. 20.00. Á sýningunni eru lágmyndir sem Þorvaldur hefur verið að vinna að á undanförnum átta árum þar sem hann fjallar m.a. um hinar lang- vinnu landamæradeilur Rusllands og Listlands. Fjöldi listamanna á þessari öld hefur lagt sitt að mörk- um til að sætta þessi nágrannaríki og er sýningin í Gerðubergi þar enn eitt lóð á vogarskálarnar. Þorvaldur lauk námi frá Nýlista- deild MHÍ 1987 og framhaldsnámi frá Jan van Eyck Akademie í Ma- astricht 1989. Hann hefur sýnt víða erlendis og hér á landi á undanförn- um árum, síðast í Nýlistasafninu og á Mokka í janúar á þessu ári. Hann hefur auk þess framleitt bók- verk og vídeóverk, stjórnað Vasa- leikhúsinu á Rás 2 og í sumar sýndi P-leikhópurinn eftir hann leikverkið í tilefni dagsins. Sýningunni lýkur 3. nóvember. Hún er opin á mánudögum- fimmtudaga frá kl. 10-22, föstu- dögum og laugardögum frá kl. 13-16. Lokað á sunnudögum. EESÍ OKKARÞÁGU • EES-samningurinn eflir íslenskt atvinnulíf og bætir lífskjör landsmanna. Öflugt atvinnulíf er forsenda raunverulegs sjálfstæðis. • EES er besti kosturinn í sam- skiptum okkar við önnur Evrópuríki. EES tryggir hags- muni okkar og annar jafngóður kostur er ekki í augsýn. • EES dregur úr höftum og viðskiptahindrunum og eykur frelsi og samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur. • EES eykur fjölbreytni í atvinnulífi og skapar fleiri og áhugaverðari störf. • EES gefur okkur fleiri tæki- færi til útflutnings sjávar- afurða á mikilvægasta markað okkar. • EES stuðlar að áfram- haldandi stöðugleika hér á landi. ATVINNULÍFÍÐ STYÐUR EES Vinnuveitendasamband íslands • Samband veitinga- og gistihúsa • Landssamband iðnaðarmanna Verktakasamband íslands • Samtök fiskvinnslustöðva • Apótekarafélag íslands • Útflutningsráð íslands Verslunarráð íslands • Félag blikksmiðjueigenda • Félag íslenskra iðnrekenda • Félag íslenska prentiðnaðarins Landssamband bakarameistara • Landssamband veiðarfæragerða • Hárgreiðslumeistarafélag íslands Félag löggiltra rafverktaka í Reykjavík* Landssamband íslenskra útvegsmanna Meistara- og verktakasamband byggingamanna • Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda Málmur (samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.