Morgunblaðið - 02.10.1992, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
31
Minning
* _____
OlafurE. Gestsson
pípulagningamaður
Fæddur 29. janúar 1927
Dáinn 25. september 1992
í dag er til moldar borinn ástkær
faðir minn, Ólafur E. Gestsson,
Unufelli 50, Reykjavík, sem lést
25. september síðastliðinn á
Borgarspítalanum.
Fyrir um tveimur árum greindist
hann með þann sjúkdóm er að lok-
um sigraði. Pabbi fæddist í Reykja-
vík en var á sumrin hjá móðurafa
sínum og ömmu í Stykkishólmi, þar
sem hann undi hag sínum vel.
Hann starfaði við pípulagningar
mestan hluta ævinnar.
í febrúar 1950 giftist hann móð-
ur minni, Ingibjörgu Axelsdóttur
úr Reykjavík, og var hún hans stoð
og stytta alla tíð og þá ekki hvað
síst í veikindum hans. Foreldrar
mínir hófu búskap í Reykjavík og
bjuggu þar alla tíð.
Margs er að minnast þegar litið
er yfír farinn veg og þá sérstakleg-
as lífsgleðinnar er einkenndi hann
svo mjög. í sumar var hann búinn
að vera um tíma á sjúkrahúsi er
hann dreif sig á fætur og keypti
sér nýjan bfl, en allir töldu að hann
ætti stutt eftir. Þegar nýi bíllinn
var kominn lifnaði hann allur og
efldist. Dreif sig á Þingvöll og fór
vestur í Stykkishólm að sjá æsku-
stöðvarnar. Þangað var farið með
stuttum fýrirvara því pabbi las
auglýsingu um hús til leigu þar,
hringdi og pantaði húsið og dreif
mig, Unni og Axel litla með. Áttum
við þar ánægjulega viku saman.
Þá rifjaði hann upp æsku sína þar
og einnig ræddi hann það sem
framundan væri og virtist sáttur
við að kallið kæmi þá og þegar þó
hann ætti sína drauma. Pabbi naut
þess að vera úti í náttúrunni og
taka með sér veiðistöng og nesti.
Að leiðarlokum vil ég, Unnur og
Axel litli þakka sérstaklega sumar-
ið í sumar, þar sem við pabbi náð-
um mjög vel saman. Vil ég loks
þakka starfsfólki Borgarspítalans
á deild A-7 fyrir elskulega umönn-
un við pabba þann tíma sem hann
þurfti að dvelja á spítala. Guð blessi
pabba og styrki þig elsku mamma.
Axel Ólafsson.
Nú er afi minn farinn til Guðs.
Um hann á ég margar góðar
minningar. í sumar sem leið fórum
við að veiða silung. Afi kastaði og
ég fékk að draga inn. Það fannst
mér gaman. Við fórum líka á Þing-
völl með gúmíbát. Við máttum ekki
fara of langt út á vatnið því þá var
amma hrædd. Ég veit að ég á eft-
ir að sakna hans mikið en hugga
mig við það að nú líður honum vel.
Eg vil að lokum þakka afa mín-
um samverustundirnar. Hvíli hann
í friði.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guð englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Axel litli.
„Deyr fé,
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim sér góðan getur.
í dag verður til moldar borinn,
elskulegur bróðir okkar, hann lést
á Borgarspítala 25. september, eft-
ir hetjulega baráttu við illvígan
sjúkdóm. Það er erfitt að trúa því
að hann sé horfinn sjónum okkar,
svo hetjulega bar hann sín veik-
indi, kvartaði aldrei, ávallt stutt í
brosið.
Óli var sérlega skapgóður og
jákvæð persóna. Það geislaði frá
honum kærleika. Ólafur fæddist í
Reyjavík, sonur Guðrúnar Ólafs-
dóttur og Gests Hannessonar, pípu-
lagningameistara. Guðrún lést
1979, en Gestur lifir son sinn.
Eiginkona Ólafs er Ingibjörg
Axelsdóttir og varð þeim 6 barna
auðið, barnabörnin eru 9 og barna-
barnabörn 4.
Inga og Óli, eins og við köllum
þau, voru mjög samrýnd, þau
minntu oft á unglinga þegar þau
voru að ferðast saman og það voru
þau dugleg við, bæði innanlands
og utan.
Það er sárt að sjá á bak elsku-
legs bróður, en von um endurfund
hjálpar í sorginni. Með þessum fá-
tæklegu línum kveðjum við Óla
okkar. Guð gefi Ingu og börnum
styrk í sorginni. Minningin um góð-
an dreng lifir.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem.)
Systkinin.
Sigurður Hall-
dórsson - Minning
Fæddur 4. desember 1913
Dáinn 26. september 1992
Hinn 26. september sl. var hringt
í mig að heiman vegna þess að afí
hafði dáið þá um morguninn.
Afi fæddist í Húsey í Hróars-
tungu 4. desember 1913. Ég á
margar kærar minningar um afa,
bæði á Egilsstöðum og heima f
Garðabæ. Hann var hjá okkur flest
jól eftir að hann flutti aftur austur
á árinu 1978, en þá hafði hann
dvalið í Reykjavík í 5 ár vegna
veikinda ömmu, Guðrúnar Ingi-
bjargar Guðmundsdóttur, en hún
lést í janúar 1977.
Afi gat endalaust setið með okk-
ur krökkunum við að leysa alls
konar þrautir og leiki. Hans líf og
yndi var að fást við tölur og þess
vegna voru störf hans við bókhald
honum hugleikin. Hann vann lengi
á skrifstofu Kaupfélags Héraðsbúa
á Egilsstöðum eða þar til fyrir
tveimur árum. Þá orðinn 76 ára
en vildi hafa eitthvað að fást við
og keypti sér þá tölvu og byijaði
að læra á hana. Okkur krökkunum
fannst alltaf gaman að sjá hvað
stóru hendurnar hans voru fimar á
tökkunum.
Jafnaðargeð afa var alveg ein-
takt, alltaf sömu rólegheitin, hann
skipti aldrei skapi eða hækkaði
röddina og oft var nú hávaði í okk-
ur krökkunum og mamma að reyna
að þagga niður í okkur. Þau þurfa
nú aðeins að hreyfa sig, sagði þá
afi.
Mér þykir það leitt að geta ekki
verið með fjölskyldu minni og
skyldmennum á þessari sorgar-
stundu og geta ekki fylgt afa mín-
um til hinstu hvíldar.
Fráfall ástkærs afa míns skilur
eftir sig stórt skarð en ástin og
allar þær minningar sem ég á um
hann hjálpa mér núna við fráfall
hans.
Megi guðs náð og kærleikur
ætíð vera með honum og megi
hann hvíla í friði.
Edda Hrund Halldórsdóttir,
San José, Costa Rica.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reyk)anesbraut.
Kópavogi, sími
671800
OPIÐ SUNNUDAGA
KL. 2 - 6
Plymouth Laser RS Twln Cam 16v '90,
grásans, 5 g., ek. 33 þ. mílur, rafm. í öllu
o.fl. Sportbíll í sérflokki. V. 1690 þús., sk.
á ód.
MMC Lancer 4x4 hlaðb. '91, rauöur, 5
g., ek. 27 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 1080
þús. stgr.
Chevrolet Suburban 20 Silverado 6.2
diesel '85, sjálfsk., ek. 94 þ., rafm. í öllu.
3'/2 T.spil o.fl. Gott eintak. V. 1980 þús.,
sk. á ód.
Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, sjálfsk.,
ek. 48 þ., central, rafm. í rúðum o.fl.
V. 780 þús.
BMW 5181 '88, silfurgrár, 5 g., ek. 43 þ.,
álfelgur, rafm. í öllu o.fl. Toppeintak.
V. 1290 þús. stgr.
Dodge Power Ram 4x4 turbo diesel
'90, sjálfsk., ek. 29 þ. vask-bíll. V. 1800
þús., sk. á ód.
Mazda 323 GLX 1500 Sedan '88, 5 g.,
ek. 45 þ. V. 490 þús. stgr.
Nissan Laurel diesel '84, sjálfsk., ágætt
ástan. V. 390 þús.
MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 26 þ. V. 720
þús. stgr.
MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 61 þ.
V. 650 þús. stgr.
Nissan Bluebird 2.0 SLX '89, sjálfsk., ek.
58 þ. V. 790 þús. stgr.
Nissan Douple Cap 4x4 '88, 5 g., uppt.
vél. V. 780 þús. stgr.
Nissan Terrano 2.4i 4x4 '90, 5 g., ek.
60 þ. V. 1750 þús.
Suzuki Vitara JLXi '91, talsvert breyttur,
ýmsir aukahl., ek. 40 þús. V. 1470 þús.
stgr.
Toyota Tercel RV Special 4x4 '88, sóll-
úga, o.fl., ek. 79 þ. V. 750 þús. stgr.
MMC L-300 GLX 4x4 diesel, '88, hvítur,
8 manna, 5 g., ek. 70 þ., álfelgur o.fl.
V. 1250 þús., sk. á ód.
Toyota Landcruiser turbo diesel, '87,
steingrár, 5 dyra, ek. 100 þ., talstöð o.fl.
Úrvalsjeppi. V. 1980 þús., sk. á ód.
Subaru 1800 DL 4x4 station '91, stein-
grár, 5 g., ek. 42 þ. Fallegur bíll. V. 1050
þ. stgr.
Royal
-fjölbreyttur
skyndibúðingur
Fimm bragðtegundir:
Súkkulaði, jarðarberja,
karameilu, vaniilu
og sitrónu.
Royal
' VANILLJ n OM ísL.'l L J
*
' COo*
Vinnupallar - Sölutilboð
Gefum 15% afslátt af takmörkuðu magni
vinnupalla á meðan birgðir endast og
30% afslátt af notuðum vinnupöllum.
Sölutilboðið gildir til 16. október.
í ! i. Ir V .( >1 ‘
. <_ÍJ T* , ,UPírrT bs.fi í
lii ■■ *> • ? v \
wBm' ,
O.—-V *-r*í 1 -r ’ i
L _
Veggjapallar
Innivinnupallar
Alhjólapallar
Pallar hf.
Dalvegi 16, Fífuhvammi, Kópavogi,
símar 641020 og 42322.