Morgunblaðið - 02.10.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992
35
og Jónas Kristmundsson, sjómaður,
sem öll bjuggu lengst af í vestur-
bænum í Reykjavík, en af þeim lif-
ir nú Bergljót ein.
Foreldrar Önnu Maríu voru með
þeim fyrstu sem byggðu á sunnan-
verðu Seltjarnarnesi á árunum fyr-
ir 1960 og þar ólst hún upp ásamt
tveimur bræðrum sínum, en þeir
eru Jón Oddur, fæddur 1959, og
Magnús Ingi, fæddur 1966. Anna
María lauk skyldunámi í skólum á
Seltjarnarnesi, en settist síðan í
Verzlunarskóla íslands og lauk
þaðan verslunarprófí árið 1979.
Að námi þar loknu hóf hún fljót-
lega störf á skrifstofu fyrirtækisins
Blikks og Stáls hf. og þar starfaði
hún æ síðan. Anna María vildi hag
þess fyrirtækis sem bestan og mat
eigendur og samstarfsfólk mikils
enda naut hún öflugs stuðnings
þeirra allra þegar á þurfti að halda.
Strax á barns- og unglingsárum
komu fram þeir þættir í viðmóti
Önnu Maríu, sem alla tíð prýddu
hana. Hún var afar hlý og greiðvik-
in og þess nutu ömmur hennar og
afi í ríkum mæli. Anna María var
mjög frændrækin og lét sig aldrei
vanta ef efnt var til einhvers fagn-
aðar í fjölskyldunni. Þá var hún
mjög listræn og lagin í höndum og
til vitnis um það eru margir fagrir
hlutir, sem hún gerði og færði okk-
ur, ættingjum hennar, og prýða
heimili okkar. Foreldrum sínum var
Anna María ætíð mikil stoð og
stytta og þegar þau hófu rekstur
eigin fyrirtækis fyrir fáum árum,
þá var það Anna María sem tók
að sér umsjón með öllu bókhaldi
þess og leiðbeindi móður sinni um
framkvæmd og naut þar starfs-
reynslu sinnar. Anna María var
mjög stefnuföst, hún réðst fljótlega
eftir að skóla lauk í það að festa
kaup á íbúð á Seltjarnarnesi því
þar vildi hún búa og náði því tak-
marki fljótt.
Anna María var ógift, en eignað-
ist dótturina Ingu Láru, sem nú er
8 ára gömul, afar skýr og tápmik-
il stúlka. Þær mæðgur voru mjög
samrýndar, Anna María lagði
metnað sinn í að sinna dótturinni
sem allra mest og gefa henni tæki-
færi til að kynnast sem flestu. Þær
ferðuðust saman innan lands og
utan og sinntu ýmsum fleiri áhuga-
málum beggja. Þar gleymdist ekki
sunnudagaskólinn hjá séra Guð-
mundi í Neskirkju og án efa verða
þær stundir Ingu Láru nú vega-
nesti, þegar leitað er svara við
erfíðum spurningum.
Nokkur ár eru síðan Anna María
kenndi fyrst þess sjúkdóms sem
nú hefur bundið enda á líf hennar.
Frá byijun tókst hún á við þennan
vágest af miklu baráttuþreki og
dugnaði og var aldrei á henni upp-
gjöf að finna. Um tíma voru góðar
vonir bundnar við að tekist hefði
að ráða niðurlögum sjúkdómsins
enda er ekki lengra síðan en um
sl. páska að það mátti hitta þær
Ingu Láru á skíðum, en þá útivist
stunduðu þær jafnan af kappi. Á
miðju þessu sumri varð hinsvegar
ljóst að nú væri ný orusta hafin
og að þessu sinni varð hún hörð
en stutt. Síðari hluta ágústmánaðar
var svo af Önnu Maríu dregið að
hún flutti úr íbúð sinni ásamt Ingu
Láru til foreldra sinna, en þar áttu
þær mæðgur alltaf öruggt skjól,
og þess mun Inga Lára njóta um
ókomna tíð. Á engan er hallað þeg-
ar sagt er að í Áslaugu, móður
sinni, átti Anna María styrkustu
stoðina í sjúkdómsbaráttu sinni.
Áslaug var alltaf til staðar þegar
á þurfti að halda og síðustu dagana
vék hún ekki frá rúmi dóttur sinnar
og var við hlið hennar þegar kallið
kom. Fjolskylda Önnu Maríu þakk-
ar af alhug læknum og starfsfólki
krabbameinsdeildar kvenna á
Landspítalanum, sem önnuðust
hana í erfiðum veikindum.
Fyrir mína hönd, Bjargar og
dætra okkar, þökkum við fyrir að
hafa átt Önnu Maríu að vini og
samferðamanni í lífinu. Henni
tengjast eingöngu bjartar minning-
ar og þær munu verða Ingu Láru,
foreldrum, bræðrum, ömmu og öðr-
um vi'num og vandamönnum hugg-
un í sorg.
Þórður Jónsson.
Guðný Björk Jóns-
dóttir — Minning
Fædd 29. maí 1966
Dáin 25. september 1992
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fær aldregi
eilífð að skilið.
(J. Hallgrímsson)
Þetta erindi átti vel við í gleðinni
sem ríkti á brúðkaupsdegi þeirra
Hannesar og Guðnýjar, enda var
hún notuð við það tækifæri, en hún
á ekki síður vel við í sorginni sem
ríkir nú eftir andlát Guðnýjar, að-
eins nokkrum mánuðum eftir brúð-
kaupið.
Það ríkti alltaf mikil gleði í kring-
um Guðnýju og hún var alltaf til í
smá prakkarastrik við hvaða tæki-
færi sem var. Oft skemmtum vð
okkur konunglega yfir uppátækjum
þeirra hjónanna, sérstaklega þegar
grínið beindist að okkur og við gerð-
um þeim grikk á móti. Þá voru öll
tækifæri notuð og á afmælum og
jólum gat maður alltaf verið viss
um að pakkinn frá Hannesi og
Guðnýju væri alveg eintakur. Þann-
ig var það með allt sem þau hjónin
tóku sér fyrir hendur, það var engu
öðru líkt og þau sjálf einstök í sinni
röð. En nú hefur verið höggvið stórt
skarð í hópinn.
Þessi lífsglaða og góða vinkona
okkar er horfin á braut, og var hún
þó rétt að hefja lífið og átti ásamt
manni sínum og börnum svo bjarta
framtíð.
Elsku Hannes, Thelma og Kári.
Eftir svona stórt áfall er fátt hægt
að segja til huggunar, en minningin
er og verður alltaf til staðar, því
að „anda sem unnast fær aldregi
eilífið að skilið".
Við vottum ykkur og fjölskyld-
unni í Fossatúni okkar dýpstu sam-
úð.
Iris og Valgarður.
Hví var þessi beður búinn
bamið kæra þér svo skjótt.
(B. Halldórsson (sb. 1886).)
Föstudaginn 25. september lést
á heimili sínu tengdadóttir mín,
Guðný Björk, aðeins nýorðin 26 ára.
Guðný var dóttir hjónanna á
Fossatúni, Andakílshreppi, þeirra
Sturlu Guðbjarnarsonar og Sjafnar
Pálsdóttur.
Hún ólst upp við mikið ástríki
Ólafía Valgerður Hálfdánardóttir
lést á Akureyri hinn 22. september
á 90. aldursári. Hún fæddist á
Grænhóli í Kræklingahlíð 21. októ-
ber 1901, dóttir hjónanna Kristínar
Sigurðardóttur og Hálfdánar Hall-
grímssonar. Hinn 1. maí 1920 gift-
ist hún Jóni Þorvaldssyni frá Bessa-
hlöðum í Öxnadal og stofnuðu þau
heimili að Heiðarhúsum á Þela-
mörk. Þar bjuggu þau í 12 ár, en
síðan á ýmsum bæjum í Eyjafirði,
síðast á eignaijörð sinni, Tréstöð-
um. Eignuðust þau hjón sjö börn
og lifa þau móður sína, utan elsta
dóttirin sem lést ung. Frá 1965
bjuggu þau hjón á Akureyri á heim-
ili Kristrúnar dóttur sinnar og fjöl-
skyldu hennar. Árið 1976 andaðist
Jón en Ólafía dvaldi áfram hjá
Kristrúnu, en allra síðustu ár var
hún á dvalarheimilunum Skjaldar-
vík og Hlíð.
Fundum okkar Ólafíu bar saman
fyrir 13 árum, en þá var hún gest-
komandi í Hveragerði hjá Svein-
gerði, systur sinni en tengdamóður
minni. I þeirri ferð um Suðurlandið
foreldra sinna, ásamt tveim systkin-
um, Guðlaugu og Sölva. Guðlaug á
einn son, Smára, og á nú öll fjöl-
skyldan um sárt að binda vegna
fráfalls elskaðrar dóttur, systur og
frænku. Og votta ég þeim mína
dýpstu samúð. Hver skilur slík ör-
lög, ung elskandi móðir og eigin-
kona er hrifin burt frá fjölskyldu
sinni rétt þegar lífsstarfið er að
byija. Er einhver tilgangur með lífi
og dauða? Hvar eru svörin? Hvar
er huggunin? Hvar er sá sem sagði:
„Ég verð með yður á stund neyðar-
innar, ákallið mig.“ Það hefir verið
gert síðastliðin tvö ár en svörin virð-
ast vera hvert áfallið á eftir öðru.
Það þarf mikinn styrk til að standa
staðfastur í trúnni þegar svona er
komið eftir allar bænirnar Guðnýju
óg fjölskyldunni til handa. Ég vona
að Hannes sonur, minn eiginmaður
Guðnýjar, hafi þann styrk.
Þau voru bæði kornung er ástir
tókust með þeim, hún aðeins 15 ára
og hann 17 ára. Alla tíð síðan hafa
þau verið ótrúlega samrýnd, ást-
fangin og full vonar og trúar á
framtíðina. Þau eignuðust tvö böm,
Thelmu Sjöfn, sem er átta ára, og
Sigurð Kára, fjögurra ára, bæði
yndisleg og mannvænleg börn. Þau
eru svo ung að þau fá vart nokkurn ‘
tíma skilið hvers vegna guð tók
mömmu þeirra, þó vissu þau bæði
að hún væri mjög veik. Hannes og
Guðný luku bæði framhaldsnámi
sama vorið, hún varð stúdent en
hann lauk námi í húsbyggingum.
Það var mikill gleðidagur er haldið
var upp á útskrift þeirra.
Um haustið lögðu þau land undir
fót með Thelmu Sjöfn sem var á
öðm ári. Þau ætluðu að vinna, læra
og skoða heiminn örlítið. Þau gerðu
það í u.þ.b. tvö ár, en komu síðan
heim og unnu um tíma hjá Anda-
kílsárvirkjun. Síðan ákveða þau að
fara í frekara nám, hún fór í Há-
skólann en hann í Tækniskólann,
þá var Sigurður Kári fæddur. Ham-
ingjan brosti við þeim, að manni
fannst, samvinnan var einstök og
bæði lögðu mjög hart að sér.
Þá kom fyrsta áfallið, í júlí 1990
greindist Guðný með illkynja sjúk-
dóm, hún þessi hrausta stúlka sem
annars aldrei kvartaði hafði fundið
fyrir einhverri breytingu og fór því
heimilislæknis síns og síðan til sér-
fræðings sem taldi að um óverulegt
umkvörtunarefni væri að ræða.
Sérfræðingurinn úrskurðaði ein-
kennin svo ótrúlega að ekki er eftir
hafandi, en er þó svo sannarlega
rannsóknar verður. Þetta gerðist
dvaldi hún hjá okkur hjónum eina
dagsstund. Sá dagur varð einn af
þeim góðu dögum, sem gleymast
ekki. Þrátt fyrir fimmtíu ára aldurs-
mun milli okkar urðum við strax
vinkonur.
Ólafía var enn þegar ég sá hana
fyrst glæsileg kona. Hún var þrek-
lega vaxin, virðuleg í fasi og fríð.
Miðað við aldur var heilsufar henn-
ar gott, en andlegu atgervi hélt hún
enn betur.
Það má með sanni segja að hún
hafi „lifað tímana tvenna“. Á fyrsta
heimili sínu bjó hún við hlóðareld-
hús og fylgdi hún síðar eins og all-
ir aðrir í þessu landi hinni alkunnu
þróun í ytri skilyrðum. Þessum bylt-
ingarkenndu breytingum á þjóðfé-
laginu lagaði hún sig sérlega vel
að. Lýsing hennar á gamla tímanum
var lifandi og sönn, laus bæði við
upphafningu í ævintýraljóma og
sjálfsvorkunn þess sem bugast und-
an stritinu og erfiðleikunum. Nú-
tímanum tók hún eins og hann er
og naut þess sem hann hefur upp
á að bjóða. Þetta fannst mér ég sjá
ári áður en sjúkdómurinn var
greindur endanlega og þá var hann
kominn á mjög hátt stig. Ég er
þess fullviss að hefði rétt verið stað-
ið að rannsókn í fyrstu hefði þetta
fundist á byijunarstigi og staðan
verið jafnvel önnur í dag. En þau
ákváðu strax að láta ekki deigan
síga heldur takast á við sjúkdóminn
af fullri hörku með guðs og manna
hjálp. Baráttuvilji þeirra stappaði
stálinu í okkur öll hin í fjölskyldun-
um báðum. En forlögin láta ekki
að sér hæða, 10 dögum eftir þetta
áfall lést faðir Hannesar í bílslysi,
á einni örskotsstund var hann hrif-
inn brott, einmitt þegar hann þurfti
mest á sínum góða föður að halda.
Er nema von að svara sé vant.
Hvað meinar almættið, á hann
kannski hvergi hlut að máli?
Guðný var okkur hjónunum jafn
kær sem hún væri okkar barn, enda
bar hún með sér birtu og yl hvar
sem hún kom, hún var afar falleg,
listræn, vel gerð og mjög vel gefin,
hún virtist aldrei hafa neitt fyrir
því að læra en tók alltaf próf með
miklum ágætum. Allan tímann sem
hún var veik sótti hún skólann með
miklum dugnaði, baráttuviljinn var
svo sterkur að hún fór jafnvel í
próf að morgni og þaðan beint á
skurðarborðið eða í lyfjameðferð.
Aldrei féll úr dagur í mætingu í
skóla nema hún gæti ekki staðið á
fótunum. Um tíma héldu allir að
hún hefði komist yfir þetta. Og
vorið 1991 fór hún, nýkomin úr
skurðaðgerð, til Noregs með jarð-
fræðinemum í námsferð og allt
gekk vel. Hannes beið í Danmörku
hjá systur sinni og þangað kom
Guðný og saman voru þau þar í
viku. Þau höfðu ekki verið formlega
vígð saman, en í sumar ákváðu þau
að fara til Bandaríkjanna til að leita
frekari lækninga, brúðkaup var
haldið í Saurbæjarkirkju á Hval-
fjarðarströnd og veislan haldin á
Hlöðum. Þetta var yndisleg athöfn
og mikil gleði í veislunni, brúðhjón-
in ljómuðu af hamingju. Þessi dagur
skín yfír alla aðra um ókomna fram-
tíð. Ut fóru þau en dvöldu aðeins
í nokkra daga, því allt kom fyrir
ekki, heilsu hennar hrakaði og eftir
það var ekkert sem læknavísindin
réðu við.
Hún varð að láta í minni pokann
fyrir þeim „slynga sláttumanni, er
slær allt hvað fyrir er“. Hannes
stóð við hlið hennar allan tímann
og vék ekki úr sjúkrastofunni þegar
hún þurfti að dvelja þar. Þegar ljóst
var að hveiju stefndi fór hann með
hana heim og hjúkraði henni þar
svo aðdáunarvel að slíks þekkjast
vart dæmi. Á fimmtudaginn kvaddi
hún börnin sín og þau fóru í sveit-
ina með ömmu sinni og afa. En á
föstudagskvöld Iést hún í örmum
eiginmanns síns.
Hannes minn, Thelma Sjöfn og
vel þegar við hjónin buðum henni
reyndar með hálfum hug í Tívólí.
Þar virti hún fyrir sér leiktæki, sem
voru „af allt öðrum heimi“ en hún
og börn hennar ólust upp við og
svipur hennar lýsti ánægju og vel-
þóknum.
Ég held að það sé ekki ofmælt
að segja að Ólafía hafi haft mann-
bætandi áhrif á okkur sem vorum
Olafía V. Hálfdán-
ardóttir — Minning
Sigurður Kári, á svona stundum
koma engin orð að gagni, en þið
eigið ást mína og samúð alla. Sig-
rún systir þín og fjölskylda hennar
sendir ykkur öllum ástar- og sakn-
aðarkveðju.
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
lögð í jörð með himnafóður vilja,
leyst frá lifi nauða,
ljúf og björt í dauða
lést þú eftir litla rúmið auða.
Gráttu móðir, gjöfina Drottins friðu,
gráttu þá með djúpri hjartans blíðu.
Sérðu ei sigurbjarma?
Sérðu ei líknarvarma
breiða sig um bamsins englahvarma.
Því til hans, sem bömin ungu blessar.
biðjum hann að lesa rúnir þessar,
heyrum hvað hann kenndi:
hér þó lífið endi,
ris upp í Drottins dýrðarhendi.
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust bam án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(M. Jochumsson)
Svala ívarsdóttir.
Við viljum minnast Guðnýjar
skólasystur okkar sem kenndi okk-
ur það sem enginn skóli getur
kennt. Hún kenndi okkur að gefast
aldrei upp. Þau hjónin voru alltaf
jákvæð og horfðu bjartsýn fram á
veginn.
Guðný var dugleg og samvisku-
söm og fannst það ekkert mál.
Meðan við hin eyddum tíma í að
býsnast yfír því hve mikið var að
gera í skólanum vann hún verkefn-
in sín, var gjaldkeri Fjallsins, félags
jarð- og landfræðinema, sinnti fjöl-
skyldunni og var að byggja.
Okkur langar að segja litla sögu
úr skólanum sem lýsir Guðnýju vel.
Fyrir eldfjallafræðipróf þurfti að
lesa stóra og þunga bók, Guðný las
hana alla og gerði útdrátt úr henni.
Við hin fengum útdráttinn lánaðan
því við töldum okkur ekki hafa tíma
til að lesa bókina, þó höfðum við
flest bara um okkur sjálf að hugsa.
í prófinu sjálfu „skrapp" Guðný
eftir hálfan próftímann í aðgerð,
en fékk engu að síður ágætis ein-
kunn.
Þó að kali heitur hver
hylji dali jökull ber
steinar tali allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
(Skáld-Rósa).
Elsku Hannes, Thelma og Kári,
vottum ykkur og öðrum ástvinum
okkar dýpstu samúð.
Skólafélagar í jarðfræði,
Háskóla Islands.
svo heppin að fá að kynnast henni.
Mér varð hún fyrirmynd í æðru-
leysi og jákvæðni. Dómharka og
illt umtal er eitthvað sem henni var
framandi, enda lagði hún sig eftir
því að koma auga á hið góða í öðr-
um. Hún varð fyrir ýmsum raunum
á ævi sinni, en ekkert bugaði hana,
heldur var hún sú manngerð sem
þroskast við hvetja raun.
Ég man ekki til að ég hafi séð
Ólafíu iðjulausa meðan hún hélt
heilsu. Ætíð var hún að búa eitt-
hvað til handa öðrum. Hún heklaði
dúka, pijónaði, saumaði myndir,
málaði á tau og útbjó þannig gjafir
handa þeim fjölmörgu afkomendum
sem hún á og handa vinum sínum.
Ólafía var gestrisin og naut þess
að veita öðrum. í fyrrasumar heim-
sóttum við hjónin hana í Skjaldar-
vík. Þótt hún væri orðin þreklítil
og slöpp var ekki við annað kom-
andi, en hún legði á borð, bæri fram,
kökur og kaffí. Var þetta í síðasta
sinn sem við áttum slíka stund sam-
an, því að í haust, þegar við sáumst
í hinsta sinn var hún orðin mjög
veik og auðséð að hverju dró.
Við hjón söknum góðrar konu,
þar sem Ólafía var, en erum jafn-
framt þakklát fyrir þær góðu minn-
ingar sem við eigum um hana.
Sendum við fólkinu hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Georgía og Einar.