Morgunblaðið - 02.10.1992, Side 44

Morgunblaðið - 02.10.1992, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1992 „ Otdcur éok£b cá Stökkva-elc/inpi. Sjáöu barcx. umýtas/tiöifACt." Ég sé. — Þú ferð þá til tann- læknisins og kemur aftur eft- ir klukkutíma__ Ást er... ... að vökva gróðurinn. TM Reg. U.S Pat Otf —all righta reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Mamma er það ekki rétt: Er hún ekki fyrsta stelpan sem ég býð í bíó? HOGNI HREKKVISI „ NEI, TA-hOC, és þARF" E'KKI OISK •" BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Þjóðin ráði för Frá Guðmundi Jónasi Kristjánssyni: Umræðan um hið evrópska efna- hagssvæði (EES) stendur nú sem hæst. Eftir nokkrar vikur mun Al- þingi íslendinga taka afstöðu til þessa örlagaríka máls. Þrátt fyrir mikinn skoðanaágreining um EES eru þó allir sammála því, að hér sé um stærsta og yfírgripsmesta samning að ræða sem Islendingar hafa gert við erlenda aðila á lýðveld- istímanum. Vitlaus og fáfróður almúgi Vegna þess hversu EES-samn- ingurinn er stór og kæmi til með að snerta flest svið þjóðlífsins á komandi árum hefur sú krafa kom- ið fram, að þjóðin fái tækifæri til að segja álit sitt á honum í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Utanríkisráðherr- ann, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur hins vegar brugðist ókvæða við þessari sjálfsögðu kröfu. Helstu rök hans eru þau, að almúginn á íslandi sé það vitlaus og fáfróður um EES, að hann sé aldeilis ófær að taka ábyrga og skynsamlega afstöðu til málsins. EES sé það flók- ið mál fyrir almúgann á íslandi að það sé ekki til þjóðaratkvæða- greiðslu fallið. Eignaupptaka Hér verður ekki farið út í að ræða fráleit og móðgandi orð Jóns Baldvins gagnvart okkur kjósend- um. Því kenningin fær einfaldlega ekki staðist, að greindarvísitala okkar Islendinga sé eitthvað lakari heldur en hjá Dönum, Svisslending- um og Frökkum, en þær þjóðir fá bæði að greiða atkvæði um EES og Maastricht-samkomulagið. Þess vegna stenst sú skoðun utanríkis- ráðherra einfaldlega ekki, að EE_S- málið sé það flókið fyrir okkur ís- lendinga, að það henti ekki þjóðar- atkvæðagreiðslu hér á landi. Þvert á móti má segja að EES-málið liggi nú það ljóst fyrir, að það sé mjög vel til þjóðaratkvæðagreiðslu fallið. Spumingin er því fyrst og fremst um viljann og þá sjálfsögðu lýðræð- islegu og siðferðilegu skyldu stjórn- valda að leyfa þjóðinni að eiga síð- asta orðið í jafnstóru og örlagaríku sjálfstæðismáli og samningnum um EES. í raun eru grundvallarþættir EES-samningsin aðeins tveir, sem við kjósendur stæðum frammi fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu um samn- inginn. Annars vegar þeir þættir sem lúta að afsali á íslensku full- veldi og hins vegar þeir þættir sem fela í sér skerðinug á íslenskum ríkisborgararétti. Svo einfalt er nú allt þetta mál. Með samningnum um EES erum við nefnilega í veiga- miklum málum að afsala okkur dómsvaldi, löggjafarvaldi og fram- kvæmdavaldi til höfuðstöðva Evr- ópubandalagsins (EB) í Brussel. Vegna þessa eru nú uppi réttmætar fullyrðingar mikilsvirtra lögfræð- inga um að með EES sé verið að bijóta íslenska stjórnarskrá. M.ö.o. fullveldisafsalið í EES sé það mikið, að það standist ekki íslenska stjórn- skipan. Þá er með samningnum um EES verið að stórskerða íslenskan ríkisborgararétt og nánast að af- nema hann. Því með EES-samn- ingnum erum við að galopna ísland fyrir hvorki fleiri né færri en 380 milljónir íbúa EB- og EFTA-ríkja á sviði búsetu- og atvinnuréttar, hvers konar viðskiptum með vöru og þjónustu, fjármagni, og einnig til kaupa á íslensku landi og þar með möguleikum til yfírtöku út- lendinga á íslenskum auðlindum og öðru lífsrými, sem hingað til hefur verið takmarkað við íslenskan ríkis- borgararétt. Þetta eru í fæstum orðum grundarvallarþættir EES- samningsins. En burt séð frá allri lítilsvirðingu utanríkisráðherra á dómgreind okkar kjósenda til að taka afstöðu til slíkra grundvallar- þátta, þá er það engu að síður ljóst að Jón Baldvin hefur aldrei fengið umboð frá þjóðinni til að gera jafn örlagaríkan samning og EES. Því samningur við eríenda aðila sem hefur í sér fólgið jafn mikið afsal á fullveldi og ríkisborgararétti og nú liggur fyrir á skilyrðislaust að leggja fyrir þjóðina. Því íslenski rík- isborgararétturinn er dýrmætasta eign Islendinga. Að ætla sér nánast að taka hann eignarnámi og af- henda svo til öll þau ómetanlegu sérréttindi sem honum fylgja 380 milljóna manne samfélagi, án þess svo mikils að leita eftir áliti þjóðar- innar á því er slík aðför aldarinnar að eignarrétti, að henni verður með engum orðum lýst. Sú aðför hlýtur að kalla á hörð vinnubrögð allra þjóðernissinnaðra íslendinga í öllum flokkum. Mælirinn yrði einfaldlega fullur. Þjóðin ráði för Annars er það með eindæmum Víkverji skrifar Gæsaveiðitíminn stendur nú yfír og gengur mönnum sjálfsagt misjafnlega við veiðarnar. Víkverji heyrði fyrir nokkru sögur af tveim- ur veiðimönnum, sem hafa ekki átt sjö dagana sæla. I fyrri veiðiferð 'haustsins fóru þeir afskaplega vel undirbúnir. Þeir ákváðu meðal ann- ars að fjárfesta í forláta gervigæs, sem átti að laða bráðina að. Gæs þessi var þeirrar náttúru að ekki einasta leit hún mjög raunverulega út, heldur sendi hún einnig frá sér afar lokkandi hljóð. Fyrir gæsina reiddu þeir félagar glaðir fram álit- lega upphæð. Þegar félagamir voru komnir á fyrirhugaðan veiðistað stilltu þeir gervigæsinni upp á góðum stað, svo hin tælandi hljóð hennar bærust sem víðast. Þeir lögðust í felur skammt frá, mændu upp í himininn o g biðu spenntir átekta, með fíngur- inn á gikknum. Drykklöng stund leið og var þeim farið að leiðast þófið þegar skyndilega brá til tíð- inda. Stórum jeppa var nauðhemlað skammt frá þeim, ökumaðurinn stökk út, bar byssu að vanga og skaut gervigæsina, sem þagnaði snarlega, enda gjörónýt. Fór fjár- festing þeirra félaga þar fyrir lítið. xxx rátt fyrir hrakfarirnar ákváðu mennimir skömmu síðar að halda aftur til gæsaveiða. Ferð þeirra var heldur stutt og þegar þeir komu aftur til byggða vom þeir afar fámálir um það sem fyrir þá hafði borið. Þó var helst á þeim að skilja, að annar þeirra hefði í ógáti skotið stóran Labrador-hund hvað sumir þingmenn og mikils metnir menn í þjóðfélaginu hafa látið glepjast af „evrókratisma" Jóns Baldvins sl. ár. Ennþá furðu- legra er hversu menn virðast tilbún- ir til að leyfa utanríkisráðherra að ganga langt í vitleysunni, vitandi það að maðurinn er mjög hughrif- ur, sérstaklega þegar fjarlægðirnar eru hvað mestar. Það vita nefnilega allir sem vilja vita, að samningurinn um EES er fyrst og fremst sniðinn fyrir hinar iðnvæddu stórþjóðir Evr- ópu, en ekki dvergríki á borð við ísland. Efnahagslegt gildi samn- ingsins á íslandi er því ekkert. Þvert á móti bendir allt til þess að vegna smæðar okkar munu ijölmargir þættir samningsins reynast okkur ofviða. _ Við íslendingar lifum á miklum umrótartímum. Sagan sýnir, að á slíkum tímum verða smáþjóðir að fara sér hægt og gæta ítrustu var- kárni. Umbrotin í Evrópu í dag eru þess eðlis, að þar getur allt gerst. I dag geisa þar svæðisbundnar styijaldir sem enginn sér fyrir end- ann á. Þá er það gott smáþjóð að eiga sér skýr landamæri. Sjálfstæðisflokkurinn stóð heils- hugar að stofnun lýðveldis á íslandi 1944, enda ríkti þá í flokknum heil- brigð og þjóðleg íhaldssemi sem var ekki í vafa um gildi íslensks sjálf- stæðis. Því verður þess vegna alls ekki trúað, að „evrókratismi“ Jóns Baldvins hafí nú svo heltekið hug og hjarta, að jafnvel sjálfsögð krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu um einn örlagaríkasta samning lýðveldisins komi ekki til greina. Jákvæð af- staða Eyjólfs Konráðs og fleiri þing- manna Sjálfstæðisflokksins um að skoða beri þjóðaratkvæðagreiðslu um EES alvarlega ber hins vegar ánægjulegan vott um að enn njóti þjóðleg viðhorf stuðning í Sjálf- stæðisflokknum. Árið 1944 áttu hin þjóðlegu við- horf í Sjálfstæðisflokknum stóran þátt í lýðveldistökunni, þrátt fyrir andstöðu „evrókratisma" þess tíma. Þjóðin fékk þá að ráða för. Hún á að sjálfsögðu'einnig að fá að ráða framhaldinu núna. Því lýðveldistaka þjóðarinnar 1944 og aðild hennar að stórveldadraumum iðnvæddra Evrópuríkja nú verður með engu móti sundur slitið. GUÐMUNDUR JÓNAS KRISTJÁNSSON, Funafold 36, Reykjavík. hins. Hundurinn er að minnsta kosti rakaður á annarri hliðinni, þar sem plokka þurfti úr honum höglinj Engum sögum fer af gæsaveiðl þeirra félaga eftir þetta, en þessar sögur ættu þó að færa mönnum heim sanninn um að gæsaveiðar eru enginn barnaleikur og best að með- höndla skotvopnin af mikilli varúð. xxx Víkverji hefur löngum látið það fara í taugamar á sér, þegar hann les dagskrá funda Alþingis, að þar segir að þingfundir hefjisti kl. Vh miðdegis. Ekki kann Vík- veiji skýringu á þessu, en þykir þetta með ólíkindum klúðurslegt, enda sést þessi ritháttur hvergi annars staðar. Væri ekki eðlilegra að segja fundina hefjast kl. 13.30?j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.