Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
Davíð Oddsson í stefnuræðu
Engin rök fyrir
gengisfellingu
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni, sem hann
flutti á Alþingi í gærkvöldi, að engin rök stæðu til þess að breyta
gengi krónunnar vegna aðstæðna í sjávarútvegi. Til að leysa vanda
sjávarútvegsins þyrfti kostnaðarlækkun, sem margir aðilar innanlands
yrðu að taka saman höndum um.
Forsætisráðherra sagði að til þess
að treysta gengisfestu yrði að koma
í veg fyrir óhóflegan halla á ríkis-
sjóði. Bankar og sjóðir yrðu að lengja
lán sjávarútvegsfyrirtækja, launþeg-
ar og vinnuveitendur yrðu að ná
kjarasamningum sem tryggðu
áframhaldandi stöðugleika, sveitar-
félögin þyrftu að leita allra leiða til
hagræðingar til þess að unnt væri
að draga úr skattlagningu á atvinnu-
rekstur. „Lækkun kostnaðarskatta á
atvinnurekstur er nauðsynleg til þess
að treysta stöðugt gengi til framtíðar
en það verður að vinnast sameigin-
lega af ríki, sveitarfélögum, launþeg-
um og vinnuveitendum," sagði Davið
og ítrekaði að gengisfelling gæti
ekki komið í stað kostnaðarlækkun-
ar. Þá sagði forsætisráðherra að til
þess að auka enn á trúverðugleika
gengisstefnunnar væri skipulags-
breytinga í gengis- og gjaldeyrismál-
um þörf, og koma þyrfti á gjaldeyris-
markaði.
í umræðum um stefnuræðuna
sagði Steingrímur Hermannsson,
formaður Framsóknarflokksins, að
létta yrði álögum af sjávarútvegin-
um. Ef ekki yrði gripið til slíkra að-
gerða yrði „óhjákvæmilegt að leið-
rétta gengi íslenzku krónunnar".
Hann lagði einnig áherzlu á að
þröngva yrði vöxtum niður, jafnvel
með handafli, eins og hann orðaði
það. Varaformaður Framsóknar-
flokksins, Halldór Ásgrímsson, tók í
svipaðan streng varðandi gengismál-
in síðar í umræðunum.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, gagmýndi stjómar-
andstöðuna meðal annars fyrir að
„vílq'a sér undan ákvörðunum í EES-
máiinu með órökstuddum kröfum um
stjómarskrárbreytingar og þjóðarat-
kvæði“. Um ákvörðun um EES sagði
ráðherrann: „Það er verk sem þjóðin
hefur kosið menn á þing til að vinna.“
Hann gagnrýndi hugmyndir um
gengisfellingar: „Tryggir það stöð-
ugleika að gefast bara upp og fella
gengið eins og formaður Framsókn-
arflokksins hefur lagt til?“ Hann
sagði að afgreiða yrði fjárlög þannig
að þau styrktu stöðugt gengi, drægju
úr lánsfjárþörf hins opinbera og
leiddu til vaxtalækkunar.
Ólafur Ragnar Grímsson, formað-
ur Alþýðubandalagsins, sagði flokk
sinn tilbúinn í samstarf við aðra
stjómmálaflokka um leið samhæf-
ingar og samvinnu í atvinnulífmu og
vitnaði til samþykktar þingflokks
síns um þau efni, sem kynnt var í
gær. Sagt er frá þeim tillögum á
bls. 22 í blaðinu. Ólafur hafnaði þó
því, sem hann kallaði fijálshyggju
ríkisstjómarinnar, eins og Steingrím-
ur Hermannsson hafði gert.
Síðar í umræðunum sagði Eiður
Guðnason umhverfisráðherra að
Ólafur Ragnar Grímsson hefði mis-
farið með staðreyndir um „sænsku
leiðina“ er hann hefði haldið því fram
að í henni fælist sérstakur hátekju-
skattur, en frá honum hefði verið
fallið, og 30% fjármagnsteknaskatt-
ur, sem væri í raun 25%.
Kristín Einarsdóttir, talsmaður
Kvennalistans, sagði að íslendingar
yrðu að taka þátt í þeirri lýðræðis-
vakningu, sem ætti sér stað í löndum
Evrópubandalagsins gegn miðstjóm-
arvaldi EB, með því að hafna EES-
samningnum. Flokkssystir hennar,
Guðný Guðbjömsdóttir, sagðist þó
ekki vita hvort væri skárra að fara
í EES eða ekki til þess að komast
hjá að verða hluti af miðstýrðu, ólýð-
ræðislegu stórveldi. Hún hafnaði
jafnframt gengisfellingu.
Sjá stefnuræðu forsætisráð-
herra á bls. 28, 29 og 34.
Kveðst hafa veríð
í leit að peningum
RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur ekki tekið ákvörðun um hvort
þess verði krafist að maðurinn sem rændi 7 ára stúlku af heimili
hennar aðfaranótt sl. laugardags gangist undir geðrannsókn. Maður-
inn hefur neitað að hafa haft kynferðislega tilburði í frammi við
stúlkuna en segir að hann hafi verið í húsinu í leit að peningum.
Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í einn mánuð.
Húsið sem maðurinn braust inn unnar og vaknaði hún við umgang
í er raðhús, kjallari og tvær hæðir.
Fjölskyldan, foreldrar og 3 böm,
svaf öll á annarri hæð hússins, að
sögn RLR. Ranghermt var í frétt
blaðsins á sunnudag að stúlkan
hefði sofið ein í herbergi á jarð-
hæð, en foreldrar hennar á þriðju
hæð.
Maðurinn fór inn í herbergi stúlk-
og kallaði á foreldra sína. Þegar
foreldramir ætluðu að gæta að
baminu var það horfið úr rúmi sínu.
Að sögn RLR virðist sem maðurinn
hafi valsað um húsið áður en hann
fór inn í bamaherbergið.
Maðurinn er 21 árs gamall og
hefur fengið nokkra dóma, einkum
fyrir auðgunarbrot.
Orð og efndir
Steinar J. Lúðvíksson skrifar um
fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjóm-
arinnar um virðisaukaskatt 20
í dag
Hvaöa Júlía?
Súsanna Svavarsdóttir skrifar leik-
dóm um uppfærslu Alþýðuleikhúss-
ins á Fröken Julie 16
Lokastaðan i Kumho-rallinu
■/.(:: i ismeistaramir tryggðu sér
í'h ' íaratitilinn í ár 40
Leiðari
Áhrif ofbeldismynda á böm og
unglinga 28
íþwttir
► HSÍ skuldar landsliðsmönn-
um tvær milljónir. Amór
Guðjohnsen aftur í fremstu
vígiínu. Óvíst hvort Eyjólfur
Sverrisson verði með í Moskvu
vegna meiðsla.
Morgunblaðið/Jón Stefánsson
Frá slysstað á Hverfisgötu aðfaranótt sunnudags.
Banaslys á
Hverfisgötu
BANASLYS varð á Hverfisgötu
aðfaranótt sl. sunnudags er fer-
tugur maður, Samúel Jóhann
Kárason, varð fyrir bifreið sem
ekið var austur Hverfisgötu.
Hann var látinn þegar komið
var með hann á slysadeild.
Slysið varð til móts við Hverfís-
götu 67. Talið er að maðurinn
hafi annaðhvort verið á leið yfir
götuna frá suðri til norðurs eða
verið staddur í vegkantinum þeg-
ar hann varð fyrir bílnum.
Að sögn lögreglu benda fyrstu
upplýsingar til þess að bíllinn
hafi verið á miklum hraða. Þrír
menn voru í bílnum, en ökumaður-
inn var átján ára gamall. Sjónar-
vottar voru að slysinu. Aðstæður
voru slæmar, rigningarúði og lé-
legt skyggni.
Samúel Jóhann Kárason
Samúel Jóhann Kárason fædd-
ist 20. október 1952. Hann var
til heimilis á Jörfabakka 28 og
lætur eftir sig eiginkonu og fjögur
böm.
Framfærslu-
vísitalan
óbreytt í
þrjá mánuði
VÍSITALA framfærslukostnaðar
reiknuð út frá verðlagi í október-
byijun reyndist vera 161,4 stig
og hafði hækkað um 0,1% frá
septemberbyrjun. Síðastliðna
tólf mánuði hefur vísitalan hækk-
að um 1,3% en undanfama þrjá
mánuði hefur hún staðið í stað.
Að þessu sinni varð meiri breyt-
ing á innfluttum vörum en innlend-
um og stafar hækkunin að mestu
leyti af verðhækkunum á þeim.
Búvörur undir opinberri verðlagn-
ingu lækkuðu um 0,2% og aðrar
innlendar mat- og drykkjarvörur
um 0,1%. Aðrar innlendar vörur
hækkuðu um 0,4%. Innfluttar mat-
og dryklqarvörur hækkuðu um
0,3%, innfluttir bflar, varahlutir og
bensín lækkaði um 0,2% og aðrar
innfluttar vörur hækkuðu um 0,4%.
Síðastnefnda hækkunin veldur 0,1%
hækkun vísitölunnar nú, breytingar
á öðrum liðum ná ekki að hreyfa
við henni. Húsnæðiskostnaður
lækkaði um 0,1%.
-----♦ ♦ ♦
Fernt slasast
FERNT var flutt á slysadeild eftir
umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi síð-
degis í gær. Farþegi annars bílsins
í árekstrinum virtist alvarlega slas-
aður og var fluttur á spítala ásamt
ökumanninum. Meiðsli ökumanns og
farþega í hinni bifreiðinni virtust að
sögn lögreglu ekki eins slæm.
Rekstur Amess flntt-
ur til Stokkseyrar?
Þorlákshöfn.
FYRIRHUGAÐ er að flylja alla
starfsemi Amess hf. frá Þorláks-
höfn til Stokkseyrar. Nærri
hundrað manns munu þurfa að
sækja vinnu daglega frá Þorláks-
höfn til Stokkseyrar ef hugmynd
sljómar Ámess hf. um þennan
flutning verður að veruleika.
Pétur Reimarsson framkvæmda-
stjóri Ámess sagði í samtali við
Morgunblaðið að stefnt væri að
flutningi á starfseminni, en því
fylgdi ótvíræð hagræðing að hafa
hana alla á einum stað. Húsin í
Þorlákshöfn hefðu verið hönnuð
fyrir saltfiskverkun og stæðust vart
kröfur sem nú væru gerðar til fryst-
ingar, en kostnaður við breytingar
væri verulegur. Því hefði Stokks-
eyri orðið fyrir valinu. Pétur sagði
að búið væri að kynna starfsfólki
og hreppsnefnd að þessar breyting-
ar væru fyrirhugaðar.
Einar Sigurðsson oddviti Ölfus-
hrepps og Þórður Ólafsson formað-
Margeir
teflir áfram
í Tilburg
MARGEIR Pétursson skák-
meistari komst áfram í miklu
skákmóti í Tilburg í Hollandi
en hann gerði jafntefli við Jó-
hann Hjartarson í gær í annarri
skák þeirra.
Margeir sigraði Jóhann eftir
fimmtíu leiki í fyrri skák þeirra á
sunnudag og nægði jafnteflið til
að komast áfram. Anatoly Karpov
fyrrum heimsmeistari gerði jafn-
tefli við Ungveijann Alexander
Chemin í tveim skákum í annarri
umferð útsláttarkeppninnar.
ur verkalýðsfélagsins vildu sem
minnst um málið segja að sinni en
sveitarstjórnin fundar um málið í
dag. Einar og Þórður vom sam-
mála um að máið væri viðkvæmt
og að mörgu væri að hyggja áður
en svona stór ákvörðun yrði tekin.
Um 20 kílómetrar em á milli
Stokkseyrar og Þorlákshafnar.
-JHS
Magnús Þórðarson
framkvæmdastjóri látinn
MAGNÚS Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs, er
látínn á 61. aldursári. Magnús
fæddist í Reylqavík 6. september
1932, sonur hjónanna dr. Þórðar
Eyjólfssonar hæstaréttardómara
og Halldóru Magnúsdóttur.
Magnús lauk stúdentsprófi frá MR
1952 en stundaði síðan þjóðfræðinám
í París og laganám í Háskóla ís-
lands. Magnús var blaðamaður á
Morgunblaðinu 1960-1966. Frá 1.
desember 1966 var hann fulltrúi
upplýsingadeildar Atlantshafsbanda-
lagsins á íslandi og jafnframt fram-
kvæmdastjóri Samtaka um vestræna
samvinnu og Varðbergs, félags
ungra áhugamanna um vestræna
samvinnu.
Magnús starfaði mikið að félags-
málum og má þar nefna að hann
átti sæti í stúdentaráði Háskólans
fyrir Vöku og var framkvæmdastjóri
þess um tíma. Hann var formaður
Orators, félags laganema í Háskólan-
um, átti sæti í stjóm SUS 1959-64,
var ritari Heimdallar 1960-62 og
átti sæti í stjóm málfundafélagsins
Varðar um tíma. Hann átti sæti í
sóknamefnd Dómkirkjusafnaðarins
1973 til 1982.
Magnús hefur annast útgáfu á
bókum, tímaritum og blöðum og
fengist við margvíslegar þýðingar.
Hann átti sæti í úthlutunamefnd
listamannalauna frá 1966 og varð
formaður nefndarinnar 1981 en það
ár tók hann einnig sæti í úthlutunar-
nefnd starfslauna listamanna.
Magnús kvæntist Áslaugu Ragn-
ars, blaðamanni og rithöfundi, árið
1964 en þau skildu 1979. Með henni
átti hann tvo syni, Andrés og Kjart-
an, en átti fyrir hjónabandið dóttur-
ina Guðrúnu.
Magnús Þórðarson hafði ávallt
mikið samband við Morgunblaðið
eftir að hann hætti störfum við blað-
ið og vann að ýmsum verkefnum,
s.s. pistlaskrifum og þýðingum. Var
þetta ávallt ánægjulegt samstarf sem
er þakkað um leið og ættingjum
hans og ástvinum eru sendar samúð-
arkveðjur nú þegar hann er fallinn
frá fyrir aldur fram.