Morgunblaðið - 13.10.1992, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
Sandkorn til sólar
III. Grein
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Á Ibby-ráðstefnunni í Berlín
reyndist býsna erfitt og stundum
næsta ógerlegt að hlusta á þýð-
ingu (á ensku) gegnum heymar-
tæki. En það er annars í raun
undursamlegt hve umhverfí,
hreyfíngar og persónugerð flytj-
enda leggjast á eitt með að koma
orðinu til skila. Bótin var líka sú
að þeir sem sönnuðu að þyrftu að
nýta sér það, fengu útdrætti úr
fyrirlestrunum hjá „Pressunni".
Próf dr. Gundel Mattenklott,
Berlín, sagði að bamabókin birti
ekki lengur neinn sæluheim, held-
ur legði áherslu á það sem ungur
lesandi hlyti að rekast á í vem-
leikanum s.s. aðskilnað, einmana-
kennd, sjúkdóma og dauða. Ekki
til þess að undirstrika eymdina,
heldur til að hjálpa bömunum til
að skilja betur sig sjálf — tilfínn-
ingaflækjur og þjáningar.
Sumir höfundar gripu til þess
að nota draumsýn og hugmynda-
flug — gefa sögunum ytra raunsæi
til að milda fyrir börnunum þær
kröfur sem veruleikinn gerir til
þeirra. Nútímabamabækur endur-
spegli allar breytingar á bemsku
og æskuskeiði. Einkum beinist það
að þremur mikilvægum atriðum:
í fyrsta lagi: Upplausn hefð-
bundins fyölskyldulífs sem skapað-
ist af gjörbreyttu föðurhlutverki.
Annað: Eymdin í þriðja heimin-
um og víðar leiddi til fólksflótta
og flutninga, þar sem fjöldi bama
kynntist gjörólíkum menningar-
svæðum.
í þriðja lagi: Hlutverk Ijölmiðla
að hjálpa bömum til að sjá og
heyra það sem þeim var áður
óþekkt, um leið og hæfni þeirra
til að skilja sinn eiginn reynslu-
heim er mjög takmörkuð.
Pólverjinn dr. Piotr Olszowka
gerði einræði að umtalsefni. Það
væri ekki blóðugt fyrr en risið
væri gegn því. Helsta einkenni
þess væri að þeir sem ekki reyna
að veijast því verða einnig fóm-
arlömb. í §óra áratugi hafí ein-
ræði í Póllandi verið frábrugðið
I B BY
BERLIN
19 9 2
því sem var í
öðrum Austan-
tjaldslöndum.
„Sá sem ekki er
á móti okkur er
með okkur.“.
Þetta skapaði
skerðingu á tjáningarfrelsi og varð
til þess að rithöfundar og aðrir
listamenn leituðu nýrra leiða.
Margir rithöfundar völdu því að
skrifa fyrir böm og listamenn að
myndskreyta bamabækur og
veggspjöld. í þessum listaverkum
og bókum gátu höfundar flutt
börnum og foreldrum mikilvægan
boðskap frelsis og mannúðar.
í orðinu og myndlistinni í bama-
bókum og á veggspjöldum gat
fólkið fundið miskunn og siðferði-
legt sjálfstæði, fjarlægt því sem
pólski áróðurinn stóð fyrir. Þessi
boðskapur gerði líf án haturs
mögulegt. Þannig hjálpuðu lista-
menn til þess að andi frelsis og
sjálfsstjómar lifði gegnum tvær
kynslóðir.
Dr. Pawel Fraenkel frá Moskvu
talaði um bamabókmenntir í Aust-
ur-Evrópu á umrótatímum í leit
að nýrri sjálfsmynd. Hann gerði
m.a. að ræðuefni afturhvarf til
mannúðar. Taldi rússnesku þjóð-
ina vera að fást við bráð vanda-
mál varðandi félagslegar, efna-
hagslegar og vitsmunalegar breyt-
ingar. Sagði bókmenntimar gegna
þar mikilvægu hlutverki í pólitísk-
um og hugmyndalegum tilgangi —
og hefðu raunar gegnt því síðustu
þijár aldir. En nú fyndu rithöfund-
ar sig samt í sömu aðstöðu og físk-
ur sem einhver hefur kastað á
ströndina. Mikil lömun væri í allri
listsköpun og útgáfu. Hveijum
væri um að kenna? Hvað væri
hægt að gera til þess að rithöfund-
um tækist að bjarga sjálfum sér
og bókmenntunum? Eitt væri ljóst
að allt hið besta yrði að gera fyrir
bömin í þessari leit að nýrri sjálfs-
mynd í rússnesku samfélagi.
Dr. Emer O’Sullivan frá Frank-
furt spurði: „Hefur Gosi ítalskt
vegabréf?“ Sagði að sígildar
bamabókmenntir væru hugsaðar
og umtalaðar eins og þær væru
allar skrifaðar á sama tungumáli.
í þeim fælist alþjóðleg menning
bemskunnar sem ætti sér engin
landamæri. Þeirri staðreynd, að
hver bók er afrakstur ákveðinnar
menningar á ákveðnum tíma og
náði alþjóðlegri viðurkenningu, er
horft fram hjá. í fyrirlestrinum
vom bomar fram spumingar um
sérstakar þjóðlegar og alþjóðlegar
hliðar sígildra bamabóka og var
þar tekinn Gosi og aðrar úr-
valsbækur til þess að skyggnast í
og um leið rætt um menningarlegt
ferli sem á sér stað við fram-
leiðslu og alþjóðlegar umbreyting-
ar á slíkum bókmenntum. Hvað
var það sem gerði bók kleift að
komast á heimsmarkað og verða
sígild? Á hvaða hátt færa alþjóð-
legar bókmenntir menningarlegan
upprana sinn til annarra þjóða og
gera hann einnig að ímynd þeirra?
Að hvaða marki eyðir þýðing bóka
yfír á önnur tungumál sérstökum
eiginleikum í upprana textans við
ferlið í að staðfæra?
Prof. dr. Elke Liebs frá Oregon,
USA gerði að ræðuefni: Að gera
tilfinningar lýsanlegar og þann
lærdóm er draga má af bamabók-
um félagslega og tilfínningalega.
„Ég hugsa, því ég er til.“ Allir
Hikle Heyduck-Huth, 1991.
þekkja þessa setningu Descartes,
sem hefur unnið að skilningi um
sjálfíð í manninum, kenning hans
er þekkt í Frakklandi og víðar í
Evrópu. Kannski vissu hinir fomu
Grikkir betur hve mikið maðurinn
er öðruvísi en aðrar verar. Fyrir
Aristoteles var það eiginleiki að
geta brosað og það undirstrikaði
sérstaka virðingu fyrir mannkyni.
Að brosa var fremur að sýna til-
fínningu en hugsun.
Freud og fjöldi annarra rithöf-
unda um aldamótin kenndu á sínu
sérstaka tungumáli að einstakling-
ur getur orðið sjúkur ef hann fínn-
ur ekki rétta leið til að tjá tilfinn-
ingar sínar. Það sem særir tilfínn-
ingar djúpt getur orsakað sjúkdóm
og skilningsleysi annarra á tilfínn-
ingum einstaídings og getur or-
sakað langvarandi sjúkdóma.
Þeir hópar sem mest eiga á
hættu að mæta skilningsleysi era
böm og unglingar. Þótt allir læri
ósjálfrátt að tala, þarf að kenna
tungumál tilfínninganna sér, eink-
Eva Natus-Salamoun, 1988.
um nú á tímum þegar getan til
að hugsa rökrétt er mjög mikil-
vægur þáttur í þroska og félags-
legri samkennd barna.
Bama- og unglingabækur munu
ávallt endurspegla viðhorf foreldra
og uppalenda hverrar kynslóðar
gagnvart tilfínningum. Þessi til-
hneiging styrktist mjög á sínum
tíma í verkum höfunda eins og
Strindbergs, Ibsens og margra
annarra aldamótahöfunda, sem
vöktu með skrifum sínum nýja
forvitni um tilfínningalíf mannsins
og allt er laut að þekkingu hans
á sjálfum sér. Því era vandaðar
tjáskiptaleiðir í textum fyrir börn
og unglinga mismunandi þjóða
mikilvægt tæki til þess að þau fái
breytt Descartes-setningunni
þannig: „Ég fínn til þess vegna
er ég.“
Leiðrétting:
í II. grein (2. okt. sl.) misritað-
ist nafn Jobe forseta Ibby og stóð
írak í stað íran.
Hvaða JúKa?
Leiklist
'O
INNLENT
Súsanna Svavarsdóttir
Alþýðuleikhúsið — Tjarnarbæ.
Fröken Julie. Höfundur: August
Strindberg. Þýðing: Einar Bragi.
Leikstjórn: Sigrún Valbergsdótt-
ir. Leikmynd og búningar: Gerla.
Tónlistarumsjón: Wilma Young.
Lýsing: Árni Baldvinsson
Fröken Julie, unga greifadóttirin,
alin upp af móður af alþýðustétt
sem snýr kynhlutverkunum við;
kennir dóttur sinni að hirða skepn-
ur, moka flór og slátra dýram, og
STRIKAMERKING
5 634S6? 890108
ÞÞfEæÐðööAá
9QÉéí t't'SaÐ&OoAA
Framleiðendur,
heildsalar og þeir sem
beðið hafa eftir þessu
tækifæri.
Við kynnum í húsnæði okkar að Skipholti 33,
dagana 12. og 13. október, nk. nýja gerð af
prenturum fyrir strikamerki.
• Hóflegt verð
• Sérmerki (logo)
• íslensk leturgerð
• Hagkvæmni og hagræðing
• Prentar margar útfærslur og gerðir
af merkjum (EAN-8, EAN-13, UPC,
Code 39, Code 93,Code 128, Codebar ofl.)
• Samþykkt af Iðntæknistofnun íslands.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 • Símar: 624631,624699
föður sem vill að dóttirin læri kven-
leg gildi. Julie er fórnarlambið í
valdabaráttu foreldranna — þar sem
faðirinn sigraði og móðirin veiktist
— og dóttirin er klofín og öryggis-
laus. Hún er alin upp til að verða
húsbóndi (af móður) í samfélagi
sem lítur á konuna sem óæðri, hún
segist hata karlmenn en er í raun-
inni vanmáttug gagnvart þeim. Og
þótt hún sé hafín yfir karlmenn af
alþýðustétt, fellur hún niður fyrir
þá ef hún sefur hjá þeim og það
sannreynir Julie með þjóni föður
síns, Jean.
Strindberg er vissulega að fjalla
um stéttamismun og kynjamismun
í verki sínu um fröken Julie og
dramatískar afleiðingar þess að
„stíga niður“ úr stétt sinni og yfír
mörkin í kynjahlutverki sínu. Sam-
kvæmt Strindberg virðist það leiða
til geðveiki og eða dauða fyrir kon-
una, fremur en að valdbeiting eigin-
mannsins komi þar við sögu. „Frök-
en Julie“ fjallar því um efni sem
er okkur æði fjarri í dag, kannski
einkum og sér í lagi hér á íslandi:
Hvað með það þótt 25 ára gömul
kona sofí hjá þjóni föður síns?
Þegar Jean lýsir fyrirlitningu
sinni á Julie, vegna þess að hún
hafi boðið sig, er það bara hlægi-
legt, vegna þess að Julie vildi sofa
hjá honum og hún tók það sem hún
vildi. Það hallærislega við allt sam-
an er svo að hún skuli gangast inn
Jórunn Sigurðardóttir, Edda Arnljótsdóttir og Valgeir Skagfjörð í
Fröken Julie
á að hafa sett niður.
En Fröken Julie er ekki nútíma-
verk, heldur klassískt drama og það
ber að skoða verkið sem slíkt. Til
að svo megi vera, þarf ákaflega
sterkan leikhóp, sem vekur upp hjá
manni samkennd með Julie, leik-
soppi foreldra sinna og síðan leik-
soppi Jeans og Kristínar (elda-
busku). En því miður, þá ræður
leikhópur Alþýðuleikhússins ekkert
við það verkefni að stíga yfír ianda-
mærin sem skilja að siðferðismat
verksins og siðferðismat þess sam-
félags sem áhorfandinn býr í. Hann
nær ekki heldur að gera kynjamis-
muninn trúverðugan og sýningin
er alveg steindauð.
Ég held að sýning Alþýðuleik-
hússins sé mesta leikstjómar
„fíaskó“ sem ég hef séð á seinni
820 FERMETRAR
Til sölu er nýtt, vandað iðnaðarhúsnæði.
Húsnæðið er nú tilbúið til afhendingar.
Áhvílandi eru hagstæð langtímalán til
15 ára, afborgunarlaus í 2 ár.
Söluverð 26,9 millj. Útborgun 4,9 millj.
Nánari upplýsingar í síma 812300.
áram. Það er allsendis óljóst hvar
áherslupunkturinn í sýningunni
liggur. Það er engin dramatísk
spenna í henni, heldur er allt drifið
af í einum hvínandi hvelli. Fröken
Julie er eins og hávær, leiðinlegur
krakki, en ekki kona sem er að
springa úr innri togstreitu. Jean er
fúll og leiðinlegur í stað þess að
vera slægur og grimmur. í sýning-
unni er enginn spenna á milli þeirra;
engin erótík — enginn snertiflötur.
Svo væflast Kristín eldabuska
þarna á milli þeirra og er alveg
jafn ótrúverðug í hneykslan sinni
og hefnd.
Með hlutverk Julie fer Edda Arn-
ljótsdóttir og þykir mér illa farið
með efnilega leikkonu hér. Radd-
beiting hennar er of há, svipbrigði
svo stór að nægt hefðu til að leika
úti á miðjum fótboltavelli; tilfinn-
ingasemi Julie öll svo yfirdrifin að
hún verður leiðinleg og manni var
alveg sama um hana.
Jean er leikinn af Valgeiri Skag-
fyörð. Hann er svo laus við kyn-
þokka að það er óskiljanlegt að
Julie hafí minnsta áhuga á honum.
Þótt hann sé dökkhærður og dökk-
eygur „sjarmör,“ er hann óttalegur
drumbur, vantar alveg þetta um-
komulausa en ögrandi augnaráð og
það er ekkert hættulegt í fari hans
eða annað sem mundi gera hann
ómótstæðilegan. Textameðferð
Valgeirs er afleit; áherslur eins og